Tíminn - 29.09.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.09.1990, Blaðsíða 4
12 W HELGIN Laugardagur 29. september 1990 Laugardagur 29. september 1990 HELGIN 13 Það fylgir því sérstök fjölskyldustemmning að taka slátur Nú er slátursala SS í Starmýri 2 Asamt bjartsýni og æðruleysi hefur slátur verið helsti lífgjafi íslensku þjóðarinnar í baráttu hennar á liðnum öldum við máttarvöld þessa heims og annars. Slátur er sérstaklega næringar- og fjörefnarík fæða og hollustubylting síðustu ára hefur lyft því til vegs og virðingar á nýjan leik. SS hefur nú opnað slátursölu í Starmýri 2. Þar er til sölu nýtt slátur og allt til slátur- gerðar svo sem rófur, kartöflur, rúgmjöl, haframjöl, rús- ínur, saumagarn, nálar og frystipokar. Slátursala 4^ í einu slátri eru: Sviðinn og sagaður haus, lifur, hjarta, tvö nýru, hálsæðar, þind, hreinsuð vömb og keppur, 1 kg mör og 750 gr blóð. í slátrið þarf síðan 1,5 kg af mjöli, sem gefur af sér 5-6 stóra sláturkeppi. Á ódýrari fæðu er tæpast kostur. í kaupbæti færðu svo ítarlegan leiðbeiningarpésa um sláturgeið. Slátursalan er opin kl. 13-19 þriðjudaga til fimmtudaga, 13-20 föstudaga og kl. 10-18 á laugardögum. LOKAÐÁMÁNUDÖGUM. Allt til sláturgerðar á einum stað. Slátursala SS í Starmýri 2, sími 30425 Athugið nýtt heimilisfang írakar hófu að skila írönskum stríðsföngum: Ekki alls staðar fagnaðar- fundir Eins o0 aðrir íranskir stríðsfangar sem nú snúa heim eftir að Irak- ar og Iranar féllust í faðma eftir að hafa staðið í stríði í átta ár og haldið stríðsföngum hvor annarra í haldi síðan, hefði Ali átt að snúa heim sem hetja, borinn á herðum aðdáenda um miðborg Teherans til síns heima. Þar hefðu konur veríð búnar að útbúa veislu og væru dansandi á þröngum strætunum, í ákafrí gleði yfir því að fá hann heim úr stríðinu. Slíkir atburðir hafa endurtekið sig mörg þús- und sinnum í íran á undanförnum vikum þeg- ar hermenn, sem féllu í hendur íraka í átta ára stríði við Persaflóa, hafa endurheimt frelsi sitt. Flestar sameiningarhátíðir fjölskyldna hafa líka verið fagnaðarhátíðir. En í sumum tilfellum, eins og t.d. Alis, hafa þær verið til- efni sorgaratburða. Talinn af eftir 10 ára fjarvist og kona hans gift bróður hans Tíu árum eftir að stríðið braust út var fjöl- skylda hans, eins og svo margar aðrar í íran, búin að slá því förstu að hermaðurinn, sem skráð var að væri saknað í átökum, væri dá- inn. í samræmi við siðvenjur giftist kona hans, móðir tveggja ára gamals sonar hans, aftur. Hún giftist bróður Alis, Reza, og ól hon- um tvö börn. En fyrr í þessum mánuði flutti embættis- maður stjórnarinnar þær fréttir að Ali væri á lífi og á leiðinni heim úr íröskum stríðsfanga- búðum. Reza varð miður sín, skrifaði bróður sínum bréf og bað hann afsökunar. Síðan skaut hann byssukúlu í höfuð sér. Hann vissi ekki að Ali hafði gert nákvæmlega hið sama eftir að föðurbróðir þeirra hafði sagt honum hvernig komið væri er hann var á leið til Te- heran. Nú liggja bræðurnir hlið við hlið í reit píslar- votta í Behesht Zahra grafreitnum. Faðir þeirra, Feraydoun, er orðinn 55 ára og verður nú að hafa forsjá sonabarna sinna. 14.000 af 45.000 stríðs- föngum hafa snúið heim Sorglegar mannfómir af þessu tagi hafa varp- að skugga á þann fögnuð sem ríkt hefur víðast hvar í íran yfir heimkomu Azadegan, en svo kallast fangarnir sem írakar hafa gefið frelsi. Yfir 14.000 af þeim að álitið er um 45.000 fr- önsku stríðsföngum sem írakar hafa haft í haldi hafa snúið heim eftir að Saddam Hus- sein lýsti því yfir að deilum landanna væri lok- ið og gekk að skilmálum írana í einu og öllu. Það hefur verið meiriháttar átak fyrir írana að fást við allan þann aragrúa vandamála sem fylgt hefúr fangastraumnum. „Það er eins og þeir hafi risið upp frá dauðum," segir einn Te- heran-búi. í kjölfarið á fjölmörgum sjálfsvígum hafa fyrrverandi hermenn í Persaflóastríðinu verið fengnir til að veita aðstoð mönnum sem mega búast við erfiðleikum við heimkomuna. Ómanneskjulegur aðbúnaður í fangabúðunum Margir þeirra hafa búið við ómanneskjulegar aðstæður í búðum í írak árum saman, án þess að hafa nokkurn aðgang að fréttum eða bréf- um frá ættingjum. Hussain Fakhri dvaldist í fjögur ár f strfðsfangabúðum í norðurhluta ír- aks áður en hann fékk að fara heim. Hann seg- ir: „Við fengum mjög þunn nærföt, skyrtu og buxur, auk plastsandala einu sinni á ári,“ seg- ir hann. „Einu sinni í viku létu þeir okkur hafa ofurlítinn sápulög til að þvo garmana okkar. Við fengum aðeins 10 mínútur til að þvo þá og fara aftur í þá. Á veturna frusu blaut fötin á bakinu á mér.“ Oft voru verðirnir ruddalegir. „Einn vörður- t inn gekk fram og aftur meðfram föngunum og ef einhver leit upp fékk hann í andlitið högg af löngum vír, sem vörðurinn sveiflaði í kringum sig,“ segir Fakhri. Farhad Jafari var líka leystur úr haldi fyrir skemmstu. Hann gat ekki borðað mikið af rausnarlegum veisluföngum sem fram voru borin þegar heimkomu hans var fagnað. „Það var bara ein máltíð á dag í búðunum sem ég var í, alltaf einhvers konar súpa. Við fengum þó hrísgrjón einu sinni í viku,“ segir hann. En hann var einn af þeim heppnu. Konan hans, Mariyam, hafði ekki gifst aftur þó að að henni hefði verið lagt, og nú fékk hann að sjá Mehdi, son sinn, sem nú er átta ára, í fyrsta sinn í mörg ár. Á laugardagskvöldið 22. september sl. var þess minnst víða um íran að tíu ár voru liðin frá upphafi Persaflóastríðsins og var hátíðin tileinkuð Azadegan. Flugeldasýningar voru á aðaltorgum Teherans og ákallið Allahu Akbar (Guð er mikill) hljómaði af húsaþökum. Einhliða undanlátssemi Saddams Hussein vegna Persaflóastríðsins hefur styrkt stöðu Ali Akbar Rafsanjani íransforseta. Heimkoma sumra hefur geftð öðrum von En vandamálin eru fyrir hendi. Heimkoma nokkurra fanga sem álitnir voru látnir hefur ggfið fjölskyldum annarra von. Píslarvotta- sjóðurinn, sem settur var á laggirnar til að veita fjölskyldum fórnarlamba stríðsins stuðning, hefur verið að drukkna í beiðnum um upplýsingar frá ijölskyldum, sem trúa þvf áð þeirra eigin ættingjar kunni enn að vera lífs. „Það er ákaflega erfitt að segja gamalli móð- ur að sonur hennar hafi barist í orrustu þar sem möguleikar hans á að komast lífs af voru ákaflega litlir,“ segir talsmaður sjóðsins. I Um miðjan september stöðvuðu írakar hins vegar heimsendingu fanganna og ætluðu þar með að þrýsta á írani um að hjálpa þeim að komast framhjá viðskiptabanninu sem beinist að írökum. Manucheher Motaki, aðstoðarutanríkisráð- herra írana með alþjóðleg viðskipti á sinni könnu, hefur síðan farið til viðræðna í írak til að vinna að lausn málsins. Velkomnir heim, var kveðjan sem flestir stríðsfanganna fengu við heimkomuna. En sumir þeirra komu að óbærílega breyttum aðstæðum sem þeir gátu ekki tekist á viðog afleiðingamar urðu sorglegar. - en upplýsingar um tilefni viðskipta, nýrra sem hefðbundinna, verða aðfylgja og berast banka, sparisjóði eða gjaldeyriseftirliti Seðlabankans. B2000922Í Hinn 1. september sl. gengu í gildi nýjar reglur um öll gjaldeyrisviðskipti. Samkvæmt þeim er aflétt hömlum á margs konar gjaldeyrisviðskiptum, ýmist að fullu eða innan tiltekinna skilyrða, sem áður voru háð leyfi frá viðskiptaráðuneytinu eða Seðlabankanum. Bankar, sparisjóðir og gjaldeyriseftirlit Seðlabankans veita allar nánari upplýsingar um hinar nýju gjaldeyrisreglur. Til að tryggja áreiðanlegar upplýsingar fyrir efnahagsstjóm, einkum um fjárstreymi til og frá landinu, er gerð krafa um upplýsingar þegar gjaldeyrisviðskipti fara fram. í því sambandi vill Seðlabankinn leggja áherslu á eftirfarandi atriði: Allar viðskiptagreiðslur til og frá landinu skulu fara um innlendan banka eða sparisjóð nema Seðlabankinn heimili annað sérstaklega. Skjalaframsetning og upplýsingar með gjaldeyrisumsóknum í banka eða sparisjóði gefi fulla skýringu á tilefni viðskiptanna. Einungis verðbréfafyrirtæki, sem aðild eiga að Verðbréfaþingi íslands, hafa heimild til að hafa milligöngu um kaup og sölu á erlendum verðbréfum. Reglur um þau viðskipti öðlast gildi 15. desember nk. Tilkynna ber gjaldeyriseftirliti Seðlabanka íslands um kaup á fasteignum erlendis á þar til gerðu eyðublaði sem fæst í bönkum, sparisjóðum eða hjá gjaldeyriseftir- litinu og greinir reglur er gilda um eftirfarandi gjaldeyriskaup. Tilkynna ber gjaldeyriseftirliti Seðlabanka íslands um opnun reikninga í erlendum bönkum á þar til gerðu eyðublaði sem fæst í bönkum, sparisjóðum og hjá gjaldeyriseftirlitinu. Innlendum aðilum og erlendum ferðamönnum er heimilt að flytja með sér til ) landsins eða úr landi innlendan gjaldeyri sem þeir hafa eignast með löglegum hætti. Reykjavík, 18. september 1990. SEÐLABANKIÍSLANDS 5 3 <

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.