Tíminn - 29.09.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.09.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 29. september 1990 HELGIN 15 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Yvette dró mann sinn út um dymar til vinstrí og í flærsta hom garösins áð húsabaki. húsinu og leifar af pillum fundust á kökukeflinu sem Yvette hafði notað til að mylja þær í duft með. Tvær matskeiðar af súpu voru á diski Ge- orges og í þeim mikið magn Iyfj- anna en ekkert í pottinum á elda- vélinni eða á diski Yvette. Skýr fingraför náðust af hamars- skaftinu og dyrakarminum og með samanburði við fingarför af snyrti- áhöldum var staðfest að þau á hamrinum voru eftir Yvette en þau á dyrakarminum eftir Georges. Þá voru aðeins fingraför Yvette á bens- ínbrúsunum. - Ég hef sjaldan séð svo hreinar og klárar sannanir, sagði De Bouck eft- ir að hafa lesið skýrsluna morgun- inn eftir. - Farið með frúna til læknis. Ég vil að hún sé fyllilega með sjálfri sér þegar ég yfirheyri hana. Læknirinn kunni sitt fag og var ekki í neinum vandræðum með að greina lost. Hann fullyrti að Yvette De Rycles væri ekki í losti og ekki einu sinni teljandi uppnámi. Hins vegar kvaðst hann hafa áhyggjur af geðheilsu hennar en til að skera úr um hana þyrfti rannsókn geðlæknis. De Bouck var ekki ánægður með þetta og enn óánægðari með svör Yvette við spumingum hans. - Þú segir að maðurinn þinn hafi viljað brenna sig til bana. Malaði hann svefnpillur og setti í súpuna sína fyrst? - Hann vildi brenna sig til bana, svaraði Yvette aðeins. - Drakk hann þá súpuna með svefnlyfjunum fyrst, molaði á sér höfuðið með hamri, dró sig gegn- um eldhúsið, hékk í dyrakarminum um stund og skreið síðan út í garð? spurði De Bouk. - Georges vildi fyrirfara sér með því að brenna sig, endurtók Yvette. - Hann vildi gera eins og Búdda- munkarnir og náunginn í Tékkó- slóvakíu, þú manst. - Hellti hann þá yfir sig bensíninu, setti tappana á brúsana og bar þá inn í eldhús áður en hann kveikti í sér? vildi De Bouck vita. - Ertu að segja mér það? - Hann vildi brenna til dauðs, staðhæfði Yvette enn. - Svona vildi hann hafa það. De Bouck lét færa Yvetta aftur til klefa síns. Það var rétt hjá læknin- um að hún þyrfti í geðrannsókn. Undir hádegið hringdi hann á brunadeildina og var tjáð að Georg- es væri enn á lífi en hrakaði. Hann kæmi ekki til meðvitundar. Virt miðstéttarhjón - Við verðum að bíða með form- lega ákæru, sagði hann Flamang. - Við vitum ekki hvort það er morð- tilraun eða morð. Þeim gæti skjátl- ast á deildinni. Við vitum heldur ekki hvort Yvette skilur hvað um er að vera. - Þá bíðum við bara, sagði Flam- ang. - Ekki þó aðgerðarlausir, sagði yf- irmaður hans. - Ég vil fá að vita hvernig manneskja Yvette De Ryc- les er, hvort hún hefur leitað lækn- is við geðtruflunum, hvort þeim hjónunum samdi illa og hvemig náungi hann var. Barði hann hana? Við verðum að finna einhverja ástæðu. Flamang fékk rúman tíma til að at- huga þetta allt. Georges De Rycle hélt dauðahaldi í lífið. Dag eftir dag fékk hann stóra skammta af morfíni og hálfsteiktur líkami hans lá þama meðvitundarlaus. Flestir töldu ótrúlegt að hann væri svona seigur. Honum var lýst sem óksöp venjulegum manni sem væri annt um heimili sitt og fjölskyldu og hafði engin áhugamál utan þess nema hjólreiðar. Raunar höfðu þau Yvette styrkt ungan og efnilegan hjólreiðamann. Rætt var við samstarfsmenn Ge- orges, félaga hans hjá hjólreiða- klúbbnum, nágrannana og bömin. Allir voru sammála um að Georges væri hæglátur, skapgóður eigin- maður og faðir. Bæði Yvette og Georges voru frá Zomerguen, útborg Ghent, og þau höfðu þekkst síðan í leikskóla, farið að vera saman í unglingaskóla og höfðu aldrei litið á annað fólk en hvort annað þannig. Þau giftu sig eftir langa trúlofun 1964 þegar hann var 25 ára og hún 21 árs. Nú áttu þau tvö böm, 22 og 21 árs. Bæði voru gift og höfðu gott sam- band við foreldra sína. Þau kváðust ekki muna til þess að foreldrar sínir hefðu þrasað hvað þá meira og væru alltaf sammála um allt. Hvor- ugt hefði verið ráðandi aðilinn. Ekki nokkur maður sem þekkti De Rycles-hjónin gat trúað að Yvette hefði af ráðnum hug beinlínis slátr- að manni sínum. Meira að segja Steyaert-feðginin sem sáu megnið af atburðunum töldu að um einhver mistök væri að ræða. Þau höfðu verið nágrannar í 15 ár og minntust þess akki að De Rycles-hjónin hefðu nokkum tíma rifist, hvað þá meira. Yvette var vel þekkt í sókninni, hún var formaður velferðamefndarinnar og eyddi drjúgum tíma í hjálpa þeim þurfandi sem nóg er af í Belgíu. - í stuttu máli er hér um að ræða virt miðstéttarhjón sem hafa verið farsællega gift í 22 ár, þekkst alla ævi og látið gott af sér leiða, sagði De Bouck. - Svo tekur frúin sig skyndilega til og myrðir mann sinn á hroðalegan hátt og virðist hafa skipulagt það vandlega fyrirfram. Hvað bjó undir? - Hún gerði heldur enga tilraun til að leyna því, sagði Flamang. - Mað- ur fer að hugsa betur um hjóna- bandið. Flamang var ókvæntur. - Við vitum ekki nema hún hafi ætlað sér að afmá öll verksumm- erki, sagði De Bouck. - Ef Steyaert hefði ekki komið seint heim frá vinnu og séð eldinn... - Hún hlýtur að hafa vitað að hann vann oftast fram eftir, sagði Flam- ang. - Fjölskyldumar þekktust vel. - Það varpar engu ljósi á málið, sagði De Bouck. - Ég held að þetta komi aldrei fyrir rétt. Hún segir ekkert annað en að hann hafi viljað brenna sig til bana. Með því áfram- haldi verður hún dæmd ófær um að koma fyrir rétt. - Heldurðu að það sé bara upp- gerð? spurði Flamang. - Ég veit það ekki, svaraði De Bouck. - Er hugsanlegt að konan geti skipulagt verk í smáatriðum en sé jafnframt með svo ruglaða hugs- un að hún geti ekki talist ábyrg gerða sinna? - Ég er að hugsa um það, sagði Flamang. - Ef hún hafði enga ástæðu er hún koigeggjuð en hafi hún haft ástæðu er hún að gabba okkur. - Við erum margbúnir að fara yfir frásagnir allra sem þekktu hjónin og allir em sammála. Það var alls ekkert út á hjónabandið og sam- búðina að setja. Rannsóknin var strönduð. Ekkert nýtt kom fram og Yvette hélt sig alltaf við sömu setninguna, að maður hennar hefði viljað brenna sig til bana. Sálfræðingarnir sem höfðu hana til rannsóknar voru ósammála um ástand hennar. Sumir sögðu að hún væri fyllilega heilbrigð en einkar lúmsk og út- smogin, aðrir að hún væri alvar- lega rugluð þótt þeir gætu ekki skýrt hvernig hún væri skyndilega orðin það eftir 44 ár þar sem aldrei hefði borið á neinu misjöfnu í fari hennar. Þótt ótrúlegt mætti virðast var Ge- orges De Rycle enn á lífi en hrakaði þó. Hann lést ekki fyrr en 4. sept- ember. Þá var málið orðið morðmál en það breytti engu. Yvette hélt fast við að um sjálfsvíg væri að ræða og sálfræðingar þrösuðu um hvort hún væri rugluð eða með Ieikara- skap. Nokkur nafnlaus símtöl komu til lögreglunnar eins og ævinlega þeg- ar um er að ræða dularfull mál. Sumir bentu á morðingjann en aðr- ir kváðust hafa verið sjálfir að verki. Sumst af þessu var athugað nánar en reyndist allt út í hött. Skýrði allt nema ástæðuna Fátt breyttist fram yfir áramótin en þá tók Yvette skyndilega að segja frá, án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Hún skýrði frá því hvar og hvernig hún keypti svefnpillumar, hvernig hún malaði þær í duft með kökukeflinu og stráði því yfir súpu- disk Georges. Hún lýsti því hvemig hann varð slappur og datt af stólnum og að hún hefði sótt hamarinn í skúfifuna en hún vissi ekki hve oft hún hafði barið hann. Hún sagði hvemig hann hefði haldið dauðahaldi í dyrakarminn. - Auðvitað tók ég þá hamarinn og braut bara finguma, bætti hún við. Hún lýsti því hvemig fyrri íkveikjutilraunin hefði mistekist og sagði orðrétt: - Ef Denis Steyaert hefði ekki komið hefði mér tekist að kála honum með hinum brúsanum. Hún var róleg og virtist fyllilega rökrétt hugsandi þegar hún lýsti smáatriðum verknaðarins í réttri röð. Jafnvel reyndum lögreglu- mönnum varð ekki um sel af öllu ráðabmgginu. Þegar Yvette var spurð um ástæðuna, svaraði hún hins vegar alltaf því sama: - Hann vildi fyrirfara sér með því að brenna sig eins og Búddamunkur. Líklega fær aldrei neinn að vita hvers vegna Yvette De Rycles myrti mann sinn og vera má að ástæðan hafi svo sem ekki verið nein. Skömmu eftir játninguna komust sálfræðingar að þeirri niðurstöðu að Yvette væri ófær um að koma fyrir rétt. Hún var dæmd til lífstíð- arvistar á hæli fyrir geðveika glæpa- menn. aukne cht ÞÝSK GÆÐATÆKIÁ GÓÐU VERDI KÆLISKÁPAR FRYSTISKÁPAR OG MARGT FLEIRA ELDAVELAR OG OFNAR UPPÞVOTTAVÉLAR ÞVOTTAVÉLAR ÞURRKARAR msm ■■ KAUPFELOGIN UM LAND ALLT SAMBANDSINS HÓLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VID MIKLAGARÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.