Tíminn - 02.10.1990, Qupperneq 3

Tíminn - 02.10.1990, Qupperneq 3
Þriðjudagur 2. október 1990 Tíminn 3 Rými á hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra er hlutfallslega mest á Vestfjörðum: Hjúkrunarrými lang- minnst í Reykjavík Rými á dvalar- og hjúkrunarheimilum aldraðra eru hlutfallslega hvergi færri en í Reykjavík. Rými á hjúkrunarheimilum/deildum aldraðra í höfuðborginni eru 695, eða sem svarar fyrir 4,8% borgarfoúa 65 ára og eldri. í landsbyggðarkjördæmunum er sam- svarandi hlutfall hins vegar 7% og hæst nær 11% á Norðuriandi vestra. Rými á dvalarheimilum aldraðra eru talin 418 íReykjavík, eða sem svarar fyrir 2,9% borgarbúa á þessum aldri. í kjördæm- um á landsbyggðinni er hlutfallið 5,9% eða meira en tvöfalt hærra. í skýrslu nefndar félagsmálaráð- herra, um 5 ára áætlun í íbúða- byggingum fyrir aldraða, er m.a. að finna tölur um rými á dvalar- og hjúkrunarheimilum aldraðra og fjölda þeirra í hverju kjördæmi landsins og yfirlit um þjónustu- íbúðir aldraðra. Fjöldi rýma er sömuleiðis borinn saman við fjölda fólks 65 ára og eldri á hverju landsvæði. Samkvæmt skýrslunni eru rými á dvalarheimilum aldraðra á landinu öllu nú samtals um 1.150 og rými á hjúkrunarheimilum/deildum um 1.890. Þessi 3.040 rými svara t.d. nokkurn veginn til fjölda ís- lendinga sem náð hafa 85 ára aldri, en hins vegar um sjötta hluta 70 ára og eldri. Hlutfallslegur fjöldi rýma á dval- ar- og hjúkrunarheimilum miðað við 70 ára íbúa og eldri er mjög mismunandi eftir kjördæmum, en áberandi minnstur í Reykjavík: Reykjavík 13% Reykjanes Vestiirland 17% 9.5% Vestfírðir Nl.vestra 16% 22% Nl.eystra 21% Austurland Suðuriand 18% 15% Þjónustuíbúðir aldraðra eru alls 1.550 samkvæmt skýrslunni. Ef gengið er út frá að hjón búi í fjór- um af hverjum tíu þeirra svarar þessi fjöldi til þess að 11-12% sjö- tugra og eldri búi nú í slíkri íbúð. Sé miðað við sjötuga og eldri læt- ur því nærri að um 28 af hverjum 100 búi nú á stofnunum eða í þjónustuíbúðum aldraðra, en 18- 19 af hundraði ef miðað er við 65 ára aldur. Skipting þjónustuíbúðanna, sem flestar eru í eigu þeirra sem í þeim búa, er sömuleiðis mjög mismunandi eftir kjördæmum. Miðað við fjölda aldraðra eru þjónustuíbúðir langflestar á Vest- fjörðum og á Reykjanesi. Athygl- isvert er að rými á dvalarheimil- um eru aftur á móti fæst í þessum kjördæmum. Það virðist benda til þess að þjónustuíbúðir minnki mjög þörfina fyrir vistun fólks á dvalarheimilum. Pláss á hjúkrun- arheimilum eru hins vegar hlut- fallslega 70-80% fleiri á þessum stöðum heldur en í Reykjavík, sem eins og áður segir er lang- verst sett með fjölda hjúkrunar- rýma af öllum kjördæmum lands- ins. Tillögur nefndarinnar gera ráð fyrir því að byggðar verði 3.120 þjónustuíbúðir í landinu á næstu fimm árum. f þeim áætlunum var gengið út frá því sem á vantar að 35% landsmanna 65 ára og eldri (50% sjötugra og eldri) geti búið í þjónustuíbúðum og þeim stofnun- um sem fyrir eru á hverjum stað. Til að ná þessu markmiði þarf að byggja 1.960 þessara íbúða (63%) í Reykjavík. Þar sem Vestfirðingar eru komnir áberandi lengst í bygg- ingum fyrir aldraða þarf ekki nema 55 íbúðir til að uppfylla framan- greint markmið þar. Verður svo ráðist í allar þessar framkvæmdir, sem miðað við lág- marksbyggingarkostnað þýðir alls yrir 15 milljarða fjárfestingu? „Þetta eru drög að tillögum. Nú er óskað eftir að t.d. landshluta- samtökin í kjördæmunum beiti sér fyrir því að leiðandi sveitar- stjórnir taki þessi mál til umræðu og reyni að meta út frá sínum að- stæðum: Er þetta aðgengileg áætl- un? Þarf að byggja meira? Eða kannski minna? Eða kannski byggja í öðru formi? Um þetta þurfa menn að mynda sér skoðun á hverjum stað. Sfðan yrði væntan- lega tekið tillit til þess við gerð okkar lokatillagna til félagsmála- ráðherra," sagði Ásgeir Jóhannes- son, formaður nefndarinnar og jafnframt Sunnuhlíðarsamtak- anna í Kópavogi. „Þessar elstu kynslóðir eiga að hafa efni á því að búa í litlum en þægilegum íbúðum, með reisn og út af fyrir sig. Við í Sunnuhlíð höfum a.m.k. verið að hvetja til þess að byggja ekki aðrar íbúðir en fólk ræður við að eignast án þess að taka á sig skuldabagga. Þar skilur á milli. Fyrst þarf að skoða hvað fólk ræður við — áður en farið er að teikna. í stað þess að teikna fyrst og síðan að byggja áð- ur en athugað er hvað fólk getur borgað með góðu móti,“ sagði Ás- geir. - HEI Forsætisráðherra á Alþjóðaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um barnavernd 28.-30. september 1990: ÁVARP STEINGRÍMS HERMANNSSONAR Ég vil þakka Sameinuðu þjóðunum fyrir að beina alheimsathygli að vel- ferð bama. Það er ekki aðeins skylda okkar sem foreldra og þjóðfélagsþegna að vinna að velferð bama. Á þeim byggir í bók- staflegum skilningi hver þjóð og mannkyn allt framtíð sína. Með því að tryggja bömunum góða heilsu, nær- ingu og menntun, leggjum við grunninn að velferð og framförum. Það þarf heilbrigt seskufólk með víð- tæka menntun til þess að takast á við hin flóknu samfélög nútímans. Við íslendingar stöndum vel að vígi að þessu leyti. Lífslíkur bama okkar em þær bestu í heimi. Þörf fyrir sér- stakar aðgerðir til heilsuvemdar barna em í lágmarki, en þar koma til hagstæðar aðstæður í landinu, svo og það að með okkar þjóð em vopnuð átök óþekkt. Hið sama má segja um þroska bama, læsi og aðra almenna menntun frá ungum aldri. Velferð bama á íslandi kom ekki af sjálfu sér. Þjóð sem í þá daga var fátæk, lagðist á eitt í þeim efnum og svo er enn. Nú býr hinn vestræni heimur við ýmsar hættur hvað þroska bama snertir. Á þeim þróunarferli, sem tekið hefur meira en öld, hefur íslenska þjóðin sýnt það, kynslóð eftir kynslóð, að hún ber mjög fyrir brjósti að bömin njóti meiri velferðar en foreldrar þeirra áttu kost á. Um þennan áhuga varð sjálfkrafa til þjóðarsátt. í fyrstu snerist hún um bætt heilsufar og næringu til handa bömum, en fljótlega var læsi og al- menn menntun ekki síður sett á odd- inn. Það gat hent að menntunin nyti forgangs fram yfir nauðsynlega heilsugæslu. Löngu áður en íslenska þjóðin fékk fullt sjálfstæði höfðum við náð svo góðum árangri sem unnt er í al- mennu læsi. Varð það lykillinn að hinu frjálsa nútímasamfélagi velferð- ar og tækni, þar sem heilsufar, nær- ing, húsakynni og menntun bama hefur enn forgang. Það er reynsla okkar íslendinga að menntun bama skuli byggð á eigin Steingrímur Hermannsson menningararfleifð. Með því er skotið sterkari stoðum undir eigin þjóðar- ímynd áður en alþjóðleg kerfi og tækni ná þar að hafa áhrif. Þjóðir þriðja heimsins ættu einnig að hafa eigin menningu að leiðarljósi en ekki annarra, er þær byggja upp mennta- kerfi fyrir eigin ungviði. Hin hraða mannfjölgun þróunar- landanna hefur gert menntun bama að risavöxnu verkefni. í þeim málum er ekki um neitt að velja. Að fúll- nægðum kröfum um aðbúnað, heilsu og næringu, er menntun eina leiðin til að gefa von um sæmilega lífsaf- komu. Sú menntun þarf að vera þannig að hún kenni hverjum manni „að standa á eigin fótum", eins og Ny- erere forseti nefndi það. Hana þarf að sníða að þörfum og aðstæðum í eigin landi. Nú á dögum er læsi afar mikilvægt. Það er nauðsynlegt til að hvert ung- menni megi verða þegn í lifandi tengslum við nágrenni sitt, þjóðfélag sitt og menningu og þekkingu nú- tímaheimsins. Við skulum vona að þessi yfirgrips- mikla ráðstefna muni leiða af sér átak allra þjóða til aukinnar velferðar bama. vskqo þessa mánaðar er gjalddagí virðisaukaskatts S Fkýrslum til greiðslu, þ.e. þegar útskatturer hærri en innskattur, og núllskýrslum má skila til banka, sparisjóða eða pósthúsa. Einnig má gera skil hjá innheimtumönnum ríkissjóðs en þeir eru tollstjórinn í Reykjavík, bæjarfógetar og sýslumenn úti á landi og lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli. Athygli skal vakin á því að bankar, sparisjóðir og pósthús taka aðeins við skýrslum sem eru fyrirfram áritaðar af skattyfirvöldum. Ef aðili áritar skýrsluna sjálfur eða breytir áritun verður að skila henni til innheimtumanns ríkissjóðs. I mneignarskýrslum, þ.e. þegar innskatturer hærri en útskattur, skal skilað til viðkomandi skattstjóra. Beri gjalddaga upp á helgidag eða almennan frídag færist hann á næsta virkan dag á eftir. Til þess að komast hjá álagi þarf greiðsla að hafa borist á gjalddaga. %£§£%*** RSK RfKfSSKATTSTJORI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.