Tíminn - 02.10.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.10.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 2. október 1990 BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVÍK - SÍMI 26102 íbúar Seljahverfis athugið Hér með er íbúum í Seljahverfi boðið að kynna sér hugmyndir að staðsetningu á nýrri skíðalyftu norðan Jakasels. Uppdráttur verður til sýnis á Borgarskipulagi Reykjavíkur að Borgartúni 3 (3. hæð) frá 2.-12. okt. 1990, alla virka daga frá kl. 9-16. Athugasemdir eða ábendingar ef einhverjar eru skal skila skriflega á sama stað eigi seinna en 12. okt. 1990. UTLOND Persaflóadeilan: L LANDSVIRKJUN Útboð Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í framleiðslu og afhendingu á einangrurum fyrir háspennulínur samkvæmt útboðsgögnum BLL- 15, „Transmission Line Insulators". Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðjudegin- um 2. október 1990 á skrifstofu Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68, Reykjavík, gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 2.000,-. Helstu magntölur eru: 390 stk. U120 BS Einangrarar 5300 stk. U120 BS Einangrarar 2900 stk. U210 BS Einangrarar Afhendingardagur efnis er 1. apríl 1991. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, fyrir kl. 12:00, þriðjudaginn 6. nóvember 1990, en þau verða opnuð þar sama dag kl. 13:30 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Reykjavík, 26. september 1990 ri.v/i\r\vi«i ¦ **mr Reykjaneskjördæmi Kjördæmasamband framsóknarmanna boðar til formannafundar þriðjudaginn 2. október kl. 20.30 að Hamraborg 5, Kópavogi. Stjórn K.F.R. Kópavogur - Bæjarmálaráð Fundur verður haldinn í Bæjarmálaráði miðvikudaginn 3. október kl. 17.00 að Hamraborg 5. Stjómin. Dagskrá framkvæmdastjórnarfundar SUF fimmtudaginn 4. okt. 1990 kl. 17.30 1. Ályktanir frá stjórnarfundi SUF. 2. Útgáfa fréttabréfs/blaðs. 3. Jólaalmanak, fjáraflanir, staöa. 4. Húsnæðismál flokksins. 5. Tengsl við framhaldsskólana, Stofnun FUF-félaga. 6. Undirbúningur fyrir flokksþing. 7. Félagsmálanámskeið v. kosninga í vor. 8. SUF-siða Tlmans 9. Félagsstörf. Haustferð f „Flag I fóstur". Framsóknarmenn í Norðurlandskjördæmi eystra 35. kjördæmisþing K.F.N.E. verður haldið að Hótel Húsavlk dag- ana 10. og 11. nóvember nk. Þann 11. nóvember verður einnig haldið auka kjördæmisþing. Dagskrá verður nánar auglýst síðar. Skrifstofa K.F.N.E. að Hafnarstræti 90, Akureyri er opin mánu- daga til fimmtudaga kl. 17.00-19.00 og föstudaga kl. 15.00- 17.00. Starfsmaður er Sigfriður Þorsteinsdóttir og mun hún veita allar nánari upplýsingar í sfma 21180. Stjórn K.F.N.E. Jördanir stöðva flutn- inga til Saudi-Arabíu Jórdanir stöðvuðu í gær vörubif- reiðar á leið til Saudi-Arabíu. Er þetta eitt merkið enn um versnandi sambúð þessara nágrannaþjóða vegna Persaflóadeilunnar. Jórdanir munu hafa stöðvað bif- reiðarnar vegna þess að Saudi-Arab- ar hafa stöðvað vöruflutninga Jórd- ana til lands síns og annarra ríkja við Persaflóa. Skipanir hafa verið gefnar út um að stöðva alla vöru- flutninga til Persaflóaríkja um Jórd- aníu. Þetta verður til þess að óhægt verð- ur um vik fyrir Persaflóaríkin að fá kjöt, ávexti og grænmeti frá Tyrk- landi og Sýrlandi, en þaðan hafa þau aðallega keypt slíkar vörur. Saudi-Arabar, sem hafa til þessa styrkt Jórdaníu fjárhagslega, eru Stuðningsmenn Iraka mótmæla veru erlendra herja f Saudi-Arabíu og það er farið að hafa víðtækar afleiðingar. mjög óánægðir með að Jórdanir hafa verið vilhallir írökum eftir inn- Þjóðhetja ísraela: Bankaræningi á rauðu mótorhjóli Bankaræningi á mótorhjóli, sem rænt hefur 20 banka á 20 mánuð- um, er nú orðinn mjög vinsæll meðal ísraela sem dást að því hversu djarfur hann er og snöggur í aðgerðum sínum. Jafnframt hafa þeir megnustu skömm á bönkun- um og lögreglu fyrir varnar- og dugleysi. Hann endurtók leikinn á fimmtu- daginn í banka í Tel Aviv og stakk af skömmustulega lögregluþjóna á kraftmiklu, eldrauðu mótorhjóli. Vlnsældir hans eru orðnar slíkar að dagblað eitt í ísrael útnefndi hann „íþróttamann ársins". Bankaræninginn rýkur inn og út úr bönkunum á 90 sekúndum. Hann er með silfurlita .38 kalibera skammbyssu og skýtur alltaf einu viðvörunarskoti og tekur aldrei pen- inga nema af einum gjaldkera. Mótorhjól ræningjans nær 250 kílómetra hraða á klukkustund. En hann virðir umferðarreglur og stöðvar hjólið á rauðu ljósi, jafnvel þótt honum sé veitt eftirför. Vinsælt æsifréttablað, Hadashot, kvað þennan mikla áhuga almenn- ings sýna að margir karlmenn vildu gjarnan vera mótorhjólaræninginn og margar konur væru eflaust reiðubúnar til að drekka rakspíra til að fá símanúmerið hans. Lögreglan vill minna fólk á að gleyma sér ekki alveg í aðdáun á manninum, heldur minnast þess að þarna er um vopn- aðan ræningja að ræða. En ísraelar líta varla á mótorhjóla- kappann sem þjóf, þó svo að hann hafi rænt yfir 150.000 dollurum. Þeir líta svo á að hann skaði svo sem engan, þar sem bankarnir séu tryggðir. Urvalssveit lögreglumanna hefur verið sett í málið og segja þeir að helsta vopn þeirra sé þolinmæði. Eftir ránið á fimmtudaginn taldi lögreglan sig hafa handsamað þrjót- inn, þegar tilkynning barst um mót- orhjól sem hafði lent í árekstri og ökumaðurinn reynt að flýja. En von- brigðin urðu mikil þegar í ljós kom að flóttinn stafaði einungis af öku- leyfisleysi ökumannsins. Mótorhjólamenn í ísrael eru nú farnir að setja límmiða á hjólin þar sem segir: „Eg er ekki ræninginnl" rásina í Kúvæt. Steininn tók þó úr í síðasta mánuði þegar haldin var ráð- stefna stuðningsmanna íraka í Am- man sem lýsti yfir óánægju með að Saudi-Arabar skyldu hafa tekið á móti erlendum herjum til að verjast innrás íraka og hvatti til þess að rík- isstjórnum við Persaflóa yrði steypL Saudi-Arabar svöruðu þessu með því að skera á olíuflutninga til Jórd- aníu og fara þess á leit að sendiráðs- menn Jórdana færu úr landi. Myndatökumaður frá Visnews Tele- vision sagði að um 30 jórdönskum vörubifreiðum hefði verið snúið aft- ur af saudi-arabískum yfirvöldum á mánudaginn við Umari landamærin um 140 km suðaustur af Amman. Vörubílstjórarnir sögðu að Saudi- Arabarnir hefðu neytt þá til að af- ferma ávexti og grænmeti við veg- kantinn er þeir voru rétt komnir inn á yfirráðasvæði þeirra, og síðan látið þá snúa aftur. Þeir sögðu landa- mæraverðina hafa ausið yfir sig sví- virðingum og unnið tjón á bílunum. A sunnudaginn var 25 jórdönskum vörubílum snúið aftur með vörur sem ætlunin var að fara með til Um- ari. Að sögn forstjóra landbúnaðaraf- urðasölu ríkisins í Jórdaníu seldu Jórdanir allt að 400.000 tonn af ávöxtum og grænmeti til Ryiadh og annarra Persaflóaríkja fyrir innrás- ina. Við innrásina misstu þeir viðskipt- in við Kúvæt sem nam fjórðungi þessa. Viðskipti við önnur Persaflóa- ríki hafa gengið eðlilega til þessa, en nú virðast Saudi-Arabar hafa ákveð- ið að loka öllum dyrum. REUTER Sameinuöu þjóöimar — Bush forsefi hélt ræðu um Persaflóadeiluna og lagði áherslu á aö auka yrði alþjóðleg- áh þrýsfjng á fraka um að yfir- gefa Kúvæt Sameinuöu þjóóírnar :-~ Márgarét Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, tiefur jagt til að frakar verðl látnir greiða fyrir þa n n skaða sem þeir haf a val d ið í Kúvæt. París — Frakkar neita að hafa áti í viðræðum við fraka um Persafloadeituna eða hafa boð- ist til að semja við þá gegn því aö þeírhyrfu frá Kúvæt. Yanbu, Saudi-Arabía — Franskir skriðdrekar bruna nú á'ian'd í Saudi-Arábfu en liðs- auki Frakka er nú kominn þahg- að. Hamborg .— Helmut Kohl, sem verður leiðtogi sameinaðs Pýskalarids á miðnætti, teggur áherslu á að hið nýja rfki muni að fullu axla alþjóðlega ábyrgð síria. NeW York — Utanrfkisráð- herrar 33 Evrópulanda, BNA og Kanadá hittast t'rl að vera við- staddir uhdírriturt samnings um réttarafsal fjórveldanna yflr Berl- fn og ræöa framtíðarskipan Evr- ópu. Nýja-Delí — Hæstiréttur Indlands héfur ráðiagt ríkisstjórn landsins að gerá ekkert frekar f að ráða stéttleysingja til opin- berra starfa, en sú ákvörðun stjómvalda hefur valdið mikJum óelrðum. Washington Bush for- seli og leiðtogar þingsins eru famir að úhdlrbúa jarðvegtnn til að fá þingmenn til að samþykkja ný fjárlög. Washington — Búist ervið að seðlabahki Bandaríkjanna bregðlst við hýjum fjárlögum og tilraunum til aö mlnnka halla á þeim með þvl að lækka vextl, eh hagfræðingar efasí um að það dugitJL Washington — Æðsti her- foringl Sovétrikjanna er I heim- sókn í Pentagon í upphafi viku- ferðalags um Bandarlkin. Enn eitt dæmi um þfðuna mitlt aust- urs og vesturs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.