Tíminn - 02.10.1990, Qupperneq 6

Tíminn - 02.10.1990, Qupperneq 6
6 Tíminn Þriðjudagur 2. október 1990 mm msm var, áður tú Svírrir Ilermannsson arfólk að bera saman bækur sínar við út tí vinMsaukadcatti skwrtum. Islenska liðið 6 staðnum umræðu frekar en saga við þæfíilegan gl&utn en minni ár« angur. I báðum tilvikum komu bóka- von um met- alþýðunnL Nóg um það. For- .standsmðurínn er stundum hafður koma tfl vlðtals á bókaháiíð nema ur um, að bókin er komin aö fótum forstandsmaðurinn kæmi lika til að fram á fslandi. bækur feld fyrirhafnarverðar. Að AF ERLENDUM VETTVANGI Japan og Persaflói Bandaríkjastjóm leggur fast að rík- isstjóm Japans að taka virkan þátt í Persaflóadeilunni með því að senda herlið á umsáturs- og ófriðarsvæðið og láta ekki við það eitt sitja að leggja fram fé vegna herkostnaðar eða til mannúðar- og líknarstarf- semi í sambandi við ríkjandi ástand á svæðinu. Vel má svo fara að Japan- ar verði að láta undan þessum þrýst- ingi um að gerast stríðsaðili að nýju, þótt allt bendi til þess að almenn- ingi og stjómvöldum sé það þvert um geð. Stríð og fríður Eins og öllum er í minni var Japan eitthvert uppivöðslusamasta her- veldi á fyrri hluta þessarar aldar, sem jókst mjög á fjórða áratugnum og náði hámarki í heimsstyrjöldinni síðari. Árás Japana á bandarísku flotastöðina Pearl Harbor á Filips- eyjum 7. des. 1941 leiddi til þess að Bandaríkjamenn urðu formlega stríðsaðilar og tóku beinlínis for- ystu í heimsstyrjöldinni. >að var ekki síst hlutverk Bandaríkjamanna að berjast við Japana. Eftir grimm- úðlegan hemað á báða bóga endaði stríðið með því að Bandaríkjamenn vörpuðu tveimur kjamorkusprengj- um á japanskar borgir í ágúst 1945. Þá fyrst ákvað japanska stjómin — e.t.v. fyrir orð keisarans sjálfs — að gefast upp í stað þess að „berjast til síðasta manns“ eins og örvænting- arfull stefria herstjómarinnar var boðuð og virtist ætlun hennar að framfylgja. Bandaríkjamenn höfðu ráð Japana algerlega í hendi sér eftir styijöldina, þótt þróun síðari ára hafi gert sam- band þessara ríkja flóknara en svo að yfirráð og áhrif séu á einn veg. Svo er m.a. komið að Japanar ráða miklu um bandarískt efnahagslíf, svo að Bandaríkjamenn em háðir japönsku fjármagni um rekstur þjóðarbúsins. Þetta hefur gerst með því að Japanar hafa lagt alla orku sína í að byggja sig upp sem iðnaðar- og fjármagns- veldi, og notfært hvers kyns mögu- leika til að vinna markaði fyrir fram- leiðslu sína og greiða fyrir arðbær- um fjárfestingum hvar sem slíku yrði við komið. Sjálfsvamarher Þótt það væri skýr stefna Banda- ríkjanna éftir sigurinn 1945 að Jap- an skyldi aldrei rísa upp sem her- veldi að nýju, hefur sú fýrirætlun þó ekki orðið fyllilega að vemleika. Japönum var heimilað að koma upp landvamarher sem gengur undir nafninu Sjálfsvamarlið japönsku þjóðarinnar. Þessi „sjálfsvamarher" japönsku þjóðarinnar hefur smám saman orðið svo öflugur að Japan er í raun eitt mesta herveldi heims. Bandaríkjamenn stuðluðu að þess- ari hervæðingu vegna þess að þeir töldu sér, eins og komið var, hag í því að Japanar væm við því búnir að mæta árás á land sitt, sem hefði þá átt að vera af hálfu Sovétríkjanna. Japanar hafa haldið fast við þá kenn- ingu að her þeirra sé heimavamar- lið og hafa hafnað tilmælum fyrr og síðar um að senda herlið úr landi, þótt á þá væri skorað að taka þátt í friðargæslu á óróasvæðum heims- ins, m.a. í fyrri Persaflóadeilum á undanfömum ámm. Það er út af fyrir sig ekki nýtt að Bandaríkja- menn krefjist þess að Japanar láti til sín taka þegar hemaðaraðgerða er þörf, þótt Japanar hafi á hinn bóg- inn hliðrað sér hjá því og komist upp með það. Tregir bandamenn Viðbrögð Japana nú við vaxandi kröfu Bandaríkjamanna um að þeir sendi herlið á Persaflóasvæðið leiða enn í ljós tregðu þeirra til þess að breyta her sínum úr heimavamar- liði, eins og stjómarskráin ákvarðar, í almennan her sem beitt sé hvar sem er í heiminum. Hins vegar kann svo að fara að Japansstjóm standist ekki þær ögranir sem hún verður fyrir um að taka á sig þá hemaðarlegu ábyrgð sem því fylgir að vera slíkt stórveldi sem Japan er, en það em hin pólitísku og siðferði- legu rök sem Bandaríkjamenn láta fylgja kröfu sinni um að Japan taki fúllan þátt í hemaðarviðbúnaði á Persaflóasvæðinu með því að senda þangað vopnað lið til bardaga en láti ekki nægja að leggja til sjálfboðalið til líknar- og hjúkmnarstarfa og fé til að standa undir herkostnaði. Hver þróun þessara mála verður ætti að skýrast þegar forsætisráð- herra Japana og Bandaríkjaforseti hittast nú næstu daga. I.C. Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavik Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gfslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gfslason SkrHstDfúrLyngháls 9,110 Reykjavlk. Síml: 686300. Auglýslngasfml: 680001. Kvöldsfmar Áskrift og dreifing 686300, ritsfjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetrí Póstfax: 68-76-91 Mengunarslys Á þriðjudaginn í fyrri viku varð alvarlegt meng- unarslys í Reykjaviíkurhöfn, þegar 40-50 þúsund lítrar af olíu runnu út í sjó vegna bilunar á olíu- leiðslu á sjávarbotni. Slysið átti sér stað þegar verið var að dæla svartolíu úr tankskipi í olíu- geyma Olíuverslunar íslands hf. við Laugarnes. Hér var því um óhapp að ræða í sambandi við löndunarbúnað, sem ekki er á neinn hátt marg- brotinn og ætti ekki að vera neitt vandamál að hafa í lagi þegar til hans er gripið. Ekkert liggur fyrir um það, hvert tjón hefur orð- ið nákvæmlega á lífríki og eignum vegna þessa tiltekna óhapps á vinnustað eða hvernig slíkir skaðar verða metnir til fjár. Sýnt er þó að fjár- hagsskaðinn er verulegur og landsmenn hafa séð það fyrir sér og haft af því fréttir að olían hefur drepið fugla eða gengið nærri lífí þeirra svo að sjá má fyrir sér hvað það er sem gerist þegar búnað- ur í sambandi við mengandi efni fer úr skorðum. Mengunarslysið við Reykjavíkurhöfn verður að vísu ekki talið til stóróhappa á þessu sviði, því að það var ekki umfangsmeira en svo að nægur bún- aður var fyrir hendi til þess að koma í veg fyrir verstu afleiðingar þess. Smám saman munu olíu- áhrifin eyðast, ef litið er til þessa eina atviks, Hins vegar eru mengunarslys af olíu og bensíni ekki fátíð hér á landi. Þau gerast býsna oft og eru í rauninni alltaf yfirvofandi. Slík slys verða ekki eingöngu á sjó heldur einnig í landi. Olía og olíu- vörur eru sú tegund farms sem einna fyrirferðar- mest er í flutningastarfsemi á sjó og landi. Slys við slíka flutninga geta orðið afdrifarík eins og dæmin sanna, þegar olíuflutningaskip stranda og lenda í árekstrum, eða fullhlaðnir olíubílar verða fyrir óhöppum. Þetta hafa íslendingar reynt meira og minna á síðari árum, auk þess sem nátt- úruhamfarir hafa valdið olíuslysum eins og á Seyðisfirði fýrir nokkrum árum. Umræður þær sem orðið hafa í kjölfar mengun- arslyssins í Reykjavíkurhöfn hafa leitt í ljós að mörgu er ábótavant á sviði olíuflutninga og al- mennrar meðferðar olíu af hálfu þeirra sem þar koma við sögu og bera ábyrgð á að rétt sé að stað- ið. í þessu efni skortir þó hvorki lagafyrirmæli né reglugerðarákvæði. Samkvæmt lögum hvíla strangar skyldur á olíu- sölufyrirtækjum, skipaútgerðum og hafnaryfir- völdum um aðgæslu í hvers kyns meðferð olíu- vöru. í því efni er í sjálfu sér óþarfi að auka við lagabókstafinn. Þess í stað þarf að auka eftirlit með olíuflutningum, tryggja að settum reglum um meðferð olíu sé framfýlgt. Eins og reynsla síðasta olíuslyssins gefur til kynna þarf að gera gangskör að því að nægur búnaður sé í landinu til þess að hægt sé að þrífa umhverfið eftir olíu- slysin.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.