Tíminn - 02.10.1990, Page 7

Tíminn - 02.10.1990, Page 7
Þriðjudagur 2. okt. 1990 Tíminn 7 Vettvangur Þorsteinn Daníelsson: UR EINU I ANNAÐ Næsta vor á að kjósa til Alþingis. Sjálfstæðisflokknum er af mörgum spáð hreinum meirihluta. Ef það bregst að einhverju litlu leyti, eru samt mestar líkur til að þeir myndi stjórn með Jónunum úr Alþýðuflokknum. Það þekkir þá hvort sem er eng- inn frá flokki Þorsteins og Davíðs. Er ekki orðið tímabært að þeir sem búast við að taka við stjórn landsins á næsta ári fari að gera fólkinu í landinu skiljanlega grein fyrir aðal stefnumálum sínum? Hveiju vilja þeir breyta frá núverandi stjómarháttum og að hvetju stefna? Hvað vilja þeir í E.B.-málum? Vilja þeir að út- lendir dómarar Mannréttindadómstólsins svonefnda séu æðsta vald í alíslenskum smámálum, eins og nú virðist vera stefna sumra íslenskra lögfræðinga? í Evrópubandalaginu eru mörg ríki, mjög misjöfn að stærð og fjöl- menni. Það er verið að vinna að því að úr verði eitt friðarins ríki, þó til að byrja með talandi mörg tungu- mál, en það stendur nú kannske til bóta. Undarlega margir íslendingar virðast vilja komast í það nýja bandalag. Stendur ekki í Biblíunni eða öðrum merkum bókum: Minn frið gef ég yður. Hafa E.B.- menn boðið íslendingum sinn frið. Vilja íslendingar sækja um inngöngu í það friðarins ríki, sem þar er í upp- siglingu. Vita þeir hvemig þeirra friður er? Mér heyrist nú helst að þar geysi stríð landa á milli á sum- um sviðum. Viljið þið samskonar frið og nú ríkir milli enskra og franskra bænda, þar sem þeir eru farnir að steikja lömbin lifandi hver fyrir öðmm? Og hvemig er það með fiskveiðar Spánverja, úr því sem Englendingar telja sína landhelgi? Stjóm E.B. segir Englendingum að leyfi hún Spánverjum að veiða þar, geti Englendingar ekki bannað það. Friðarins Guð á vonandi eftir að koma við hjá þeim. Úr hvaða fyrr- verandi landi verða æðstu menn hins nýja bandalags valdir og hver verður þjóðtungan? Kannske írska eða belgíska, svo allir íbúamir þuríi að læra sömu fræðin og mönnum sé ekki gert mishátt undir höfði. Eða yrði það þjóðtunga einhverrar þjóðarinnar? Ætli Englendingar vilji tala þýsku eða frönsku heima hjá sér, eða Frakkar, ítalir eða Grikkir dönsku o.s.frv.? Kanada er stórt land og fjölmennL Flestir tala ensku, í hluta landsins búa menn sem eiga ættir að rekja til Frakk- lands; þeir tala frönsku enn þá, nú em þeir að hugsa um að segja sig úr lögum við þá sem enskuna tala, og stofna nýtt ríki franskt. Eystrasalts- þjóðimar vilja ekki vera hluti af stóm bandalagi. Austur- Evrópu- þjóðimar em að rífa sig lausar hver frá annarri. Hvað gera negramir í Líberíu og Suður-Afríku? Hvað lengi ætli E.B. endist? Hver yrði stefna Sjálfstæðisflokks- ins í sjávarútvegsmálum? Deilt er um núverandi stefhu Halldórs Ás- grímssonar. Hverju vilja sjálfstæð- ismenn breyta í veiðum, vinnslu og sölu sjávarafurða? Hver yrði stefna sjálfstæðismanna í landbúnaðar- málum? Hvort yrði ofaná stefna frjálshyggjumanna, studd af Al- þýðuflokks-Jónunum og Jónasi D.V., eða hinna, sem vilja halda við byggð sem víðast um landið þar sem byggð er nú, þeirra sem vita að verði bændur að gefast upp fyrir frjálshyggjunni, væri hinum smærri sjávarþorpum allt í kring- um landið hætt, því drjúgur hluti afkomu þeirra er tengdur viðskift- um við nálægar sveitir. Enn hefur dómur fallið. Þann dóm felldi svonefndur Félagsdómur. Þeirra dómur er endanlegur, ekkert hægt að áfrýja. Ekki þýðir að deila við dómarann, en það er hægt að deila á dómarana. Þó er ekki víst að það sé óhætt, því um háttsetta menn má ekki alltaf segja sannleik- ann, ef hann lætur ekki vel í eyrum. Deilt var um tvírætt orðalag í launa- samningi ríkisins og háskólageng- inna starfsmanna þess. Fyrsta júlí 1990 áttu þeir að fá Iaunahækkun ef það raskaði ekki öðrum launasamn- ingum. A.S.Í. og B.S.R.B. sögðust heimta hækkun ef laun háskóla- manna hækkuðu. Dómaramir töldu ósannað að það breytti nokkru um dýrtíðarmál á íslandi og dæmdu háskólafólkinu sigur. Ekki þekki ég þessa dómara eða veit hvað þeir heita og ekki veit ég því hvort þeir eru einfeldningar eða þykjast vera það, því aðrir venjulegir menn vissu hvað myndi gerast. Hvar átti að fá þá peninga sem til þyrfti ef Félagsdóm- urinn hefði verið látinn standa, með allsherjar hækkun á launum lands- manna? Mig minnir að á fjárhags- áætlun ríkisins sé um 4 miljarða halli og ríkisendurskoðun telur hallann verða meiri. Getur þetta gengið í góðæri? Verður ríkið ekki að fækka á fóðrum hjá sér? Þarf ekki að endurskoða skólamálin frá rót- um? Úr Háskóla íslands kemur fólk sem hótar að hálf eyðileggja skóla- starf og annað sem það fær laun fyr- ir að vinna, ef ekki er farið að þeirra kröfum. Hvers vegna segir fólkið ekki upp á eðlilegan hátt og fær sér vinnu hjá þeim hinum, hverjir sem það nú eru, sem tekið gætu við því öllu og greitt því það sem það kallar mannsæmandi laun? September er byrjaður. Háskóla- fólk lætur mikið yfir reiði sinni út af launamálum, og hótar aðgerð- um. Mánudaginn 3.9. 1990 reistu þeir eitthvað sem þeir kölluðu níð- stöng. Það á víst að vera ásamt sær- ingum magnaðir galdrar, sem unn- ið gætu á íslenskum stjómvöldum. Þrjá menn hef ég helst séð í Sjón- varpinu, sem standa fyrir þessum svonefndu aðgerðum. Þegar ég sá þessa menn og heyrði í þeim datt mér f hug gamli málshátturinn „Fíflunum skal á foraðið etja“. Þarf Háskólinn ekki að vanda betur val þeirra sem þjóðfélagið kostar til há- skólanáms? Ég veit að meirihluti háskólafólks fengist aldrei til að taka að sér svona asnaskap, en það ber samt ábyrgð á fíflunum fyrst það kýs þau í trúnaðarstöður. Nú stendur mikið til í stóriðjumál- um. Ráðamenn þeirra mála telja sig allt að því tilbúna að undirskrifa samninga við útlend stóriðjufyrir- tæki, sem hugsa auðvitað fýrst og síðast um sinn eigin hag. íslending- ar eiga að leggja stórfé í rafvirkjanir og fleira, svo þeir geti selt þeim út- lendu raforku. Raforku sem þeir eiga að fá á útsöluverði mörg næstu árin á meðan þeir útlendu eru að greiða sínar skuldir. Er nú víst að tölvur ráðherrans séu réttari en þær sem notaðar voru fyrir nokkr- um árum, þegar ráðamenn þjóðar- innar voru að reikna út gróðann af laxeldi og loðdýrabúskap? Eða er þetta eitthvað öruggara en áætlanir húsnæðismála virðast hafa verið? Mér finnst einhver loðdýragróða- lyktafþessu. Þorsteinn Daníelsson, Guttonnshaga. ÚR VIÐSKIPTALÍFINU BWpi m — WMBB,| BBBiim|Mi: i -1' 111 ^:m Hvern enda hlýtur Persaflóadeilan? Öðru sinni er þýtt viðtal tekið upp í dálka þessa, nú úr Intemational Herald TVibune 3. september 1990. Einn blaðamanna þess, Joseph Fitc- hett, átti viðtalið við Bruno Etienne, lærdómsmann í íslömskum fræð- um. Viðtalið fylgir í lauslegri þýð- ingu: Blm.: Á Saddam Hussein enn ítök í hugum Araba? Etienne: í rás sögunnar hafa Arabar aðeins notið viðgangs með mikið ríki að bakhjarli. Og uppi hafa verið tvenn sjónarmið um, hvernig það verði endurreist, síðan ísrael var sett á fót: Arabísk þjóðernishyggja og íslömsk bókstafstrú. í tómarúminu eftir dauða Nassers hefur Saddam sóst eftir hiutverki leiðtoga Araba og kveðið sig hafa borið sigurorð af íran og Persum, — þótt ekki sé það sanni samkvæmt, hefur því verið vel tekið í þjóðsagnaheimi Araba. Þegar íran fór að beina sjónum í austurátt, til Múhameðstrúarmanna í Ráðstjóm- arríkjunum og til Pakistans, opnað- ist honum vítt svið. — Geta má þess, að fyrir tveimur ámm fór Saddam í pílagrímsferð til Mekka til að sýna ís- lamskt svipmót sitt, og hefur hann tekið upp íslamska kjörorðið: Leiðin til Jerúsalem liggur um Mekka. Arö- bum og öðrum Múhameðstrúar- mönnum, sneyptum í áratugi af auð- mýkjandi ósigmm, flytur Saddam þann boðskap, að Saudi-Arabíu og öðmm furstadæmum verði um kennt, því að þau hafi bmgðist von- um Araba. Og meira að segja and- stæðingar Saddams á meðal Araba á umliðnum ámm hneykslast á dvöl Bandaríkjamanna við helgidóma þeirra. Blm.: Hvers konar stjómarhættir em í Bagdad? Etienne: Fasískir. Ba’ath-flokkurinn lagði upp með (slíka) hugmynda- fræði og sakir arabískrar þjóðarsýn- ar sinnar hlaut hann sterkan menn- ingarlegan hljómgmnn. í skjóli lög- regluvalds hefur Irak orðið að ein- ræðisríki í stjómartíð Saddams. Og menntamenn hafa verið upprættir ásamt með menningarlegri og sósí- alískri umhugsun. — En saman- burður á Hitler og Saddam villir um. Um ofbeldi hefur verið einstaklega mikið í írak á síðari ámm og mikið til þess sagt og grimmra leiðtoga og grimms múgs. Það er ekki undan rifjum Saddams runnið, en hann hefur á það lag gengið. Uppi er í írak ofbeldi það, sem ýmsir Vesturlanda- menn rekja til múhameðskrar ofsa- trúar, en að nokkru er sprottið upp úr áróðri Saddams gegn (ísrael). Staða olíufélaga í þrjá áratugi, frá lokum II. heimsstyrj- aldarinnar, veittu stóru evrópsku og bandarlsku olíufélögin - - systumar sjö - olíunni um mestallan heiminn, British Petroleum, Gulf, Esso (nú Exxon), Mo- bil, Royal Dutch/Shell, Standard Oil of Califomia (nú Chevron) og Texaco. í Austurlöndum nær höfðu þau leitað olíu og numið (jafnvel þótt lindir teldust eign innlendra félaga), ýmist hreinsað hana á staðnum eða flutt óhreinsaða til annarra landa og loks dreift henni (sem bensíni eða öðrum olíuvarningi) á smásölustaði. - Chevron yfirtók síðan Gulf. Á áttunda áratugnum dró til umskipta sem stofnun Samtaka olíuútflutnings- landa (OPEC) varð höfð til marks um. Innlend félög, sem eignartilkall áttu til linda, kröfðust aukins arðs og áhrifa f verðlagningu. Sum gengu lengra. Eftir að Texaco missteig sig í tilraun til að yf- irtaka Getty Oil leitaði það liðsinnis Ar- amco, ríkisolíufélags Saudi-Arabíu, sem Blm.: Verður enn samið um frið? Etienne: Þrennt vegur þegar svo þungt, að framhjá því verður ekki gengið, þegar til varanlegrar lausnar deilunnar kemur, hvernig sem hún verður: í fyrsta lagi verður að stöðva útbreiðslu kjamorkuvopna og þá að taka til við Irak. í öðru lagi þarf að nokkru marki að greiða úr Palest- ínu-vandamálinu, til að ró færist yfir Arabaheiminn. í þriðja lagi þarf að stokka olíutekjur upp að nýju — til að jafnari skipting fáist, — þannig að andstæður norðurs og suðurs skerp- ist ekki. Að öðru leyti taka Vestur- lönd hverri þeirri skipan í heims- hlutanum, sem býður upp á stöðug- leika í olíumálum til frambúðar. lagði fram 1,8 milljarða dollara til mynd- unar Star Enterprise, helmingafélags þeirra, sem á þrjár olíuhreinsunarstöðv- ar í Bandaríkjunum og dreifir olíuvam- ingi til 11.450 bensínstöðva. Kuwait Petroleum keypti 1983 hreinsunarstöðv- ar og dreifingarkerfi Gulf í Evrópu. Sam- Blm.: Verður stöðugri skipan mála á komið við Persaflóa? Etienne: Á mun komast nýtt valda- jafnvægi, upp úr átökum ellegar fyr- ir sakir áfallandi skakkafalla. Fjöl- fróðir Arabar telja, að úr læðingi hafi verið leyst slík öfl, að draga verði upp ný Iandamæri. Smækkuðu Kuwait kann að verða séð farborða með því að verða við kröfu íraks um eyjamar tvær, sem veittu því betri aðgang að sjó og meiri olíulindir. — Fyrr eða sfðar kann Saudi-Arabía að gefa upp helgidómana. Orðstír Sauda heflir sett mjög niður meðal einlægra Mú- hameðstrúarmanna. Saudi- kon- ungsættin gæti horfið aftur til upp- runalegra heimkynna sinna, sem ol- einuðu arabísku furstadæmin hafa keypt hlut í Total og líka CEPSA, stærstu olíu- hreinsunarstöð I einkaeign á Spáni. Lý- bía selur bensín á Ítalíu undir merki Támoil. Ríkisolíufélag Venesúela hefur keypt Citgo. Stígandi. íulindimar eru á, og ef til vill notið þar hervemdar Vesturveldanna. Mekka gengi þá aftur til Husseins konungs í Jórdaníu, sem minnt hef- ur Múhameðstrúarmenn á, að for- feður hans, Hashemítar, hafi að réttu lagi verið vemdarar helgidómanna, þar til Saudi-ættin flæmdi þá til Jórdaníu. —Að ríki Palestínumanna gæti Jórdanía þá orðið, enda pólit- ískt tómarúm. Þau nýju landamæri ættu djúpstæð rök í hugum Araba, því að þau væru áþekk þeim, sem fyr- ir voru, þegar Vesturlönd skiptu heimshlutanum upp að geðþótta sínum eftir fyrri heimsstyrjöldina. Blm.: Yður þykja horfur Saudi-Ar- abíu dökkar? Etienne: Vegna þess, aðallega, sem Saudi-Arabar hafa gert á eigin hluta. Ásamt Pakistönum hafa Saudi- Arab- ar lagt íslömskum ofsatrúarmönn- um til mestallt fé þeirra og annan til- stuðning. Á áróðri Múhameðstrúar- manna í Vestur- Evrópu og í Araba- heiminum hafa þau alið, — miklu fremur en t.d. íran og Líbýa. Alsír riðar sakir stuðnings Saudi-Araba við íslamska þjóðemishreyfingu þar- lendis, sem brátt kann að komast til valda og er mjög andsnúin veru Vest- urlandamanna við Persaflóa. Blm.: Nytu Ráðstjómarríkin góðs af, að Saudi-Arabía biði hnekki? Etienne: Rússar gætu vænst þess, að fyrir tæki fjárstuðning Sauda við íslamska bókstafstrúarmenn í „Múslimska beltinu" í lýðveldum í uppreisnarhug í Ráðstjórnarríkjun- um sunnanverðum og að lyki of- stækisfullum and-(kommúnískum) prédikunum yfir sovéskum píla- grímum í Saudi-Arabíu. Hvort sem Saddam verður steypt eða hann heldur velli, kyndir deilan undir ís- lamska ofsatrú í „Múslimska belt- inu“ og eykur á vanda Moskvu- stjórnarinnar þar.“ Stærstu olíufélög

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.