Tíminn - 02.10.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.10.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 2. október 1990 Framtíöaráætlun samgönguráðuneytisins Á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir helgina gerði Ólafur Steinar Valdimars- son ráðuneytisstjóri grein fyrir niðurstöðum úr framtíðarkönnun samgönguráðuneytisins um þróun samgöngumála næstu 20 ár. í skip- unarbréfi frá því í apríl 1989 fyrir stýrinefnd- ina, sem fer með yfirstjórn þessarar vinnu segir: „Samgönguráðuneytið hefur ákveðið að hefja skipulagða vinnu að gerð samgöngu- og flutningaáætlunar fyrir landið í heild, þar sem mótuð verði opinber samgöngustefna. Við mótun slfkrar áætlunar verði horft til nýrrar aldar eða næstu 10-20 ára. Þar yrði fjallað um framkvæmdir í vegagerð, brúargerð og jarð- gangagerð, framkvæmdir í flugmálum, hafn- arframkvæmdir og framkvæmdir við upp- byggingu fjarskiptamála. Jafnframt yrði lagt mat á flutningaþörf á fólki og vörum, breyt- ingar á flutningatækni á landi, í lofti og á legi, svo og samræmingu og hagræðingu flutninga ásamt aukinni nýtingu flutningatækja." Ólafur sagði að megintilgangurinn með gerð þessarar framtíðarkönnunar og væntanlegum tillögum, sem hún hefði í för með sér, væri að stuðla að frekara jafnvægi í byggð landsins og hamla á móti fólksflótta úr dreifbýli til þétt- býlis. Bundið slitlag lagt á alla fjölfarna vegi Ólafur sagði að samgönguráðherra hefði ný- lega skipað nefnd til að vinna með Vegagerð ríkisins að gerð langtímaáætlunar um vega- gerð, en í nefndinni ættu m.a. sæti fulltrúar allra þingflokkanna. Ekki hafi enn náðst sam- an fundur í nefndinni og því hefur ekki tekist að ákveða til hve langs tíma áætlunin verður, en búast má við að hún verði ekki til skemmri tíma en 12 ára. Lfklegt er að í áætluninni verði eftirfarandi markmið sett: 1. Vegir hafl fullt burðarþol, 10 tonna þunga á einfaldan öxul allt árið. 2. Vegir séu byggðir upp úr snjó eftir því sem unnt er. 3. Bundið slitlag sé lagt á alla fjölfarna vegi, allar stofnbrautir og á um 25% af þjóðbraut- um. 4. Tekið sé tillit til umferðaröryggis við upp- byggingu vega. Ólafur sagði að varðandi jarðgangagerð, hefði áætlun um byggingu jarðganga á Vest- fjörðum til þess að tengja Flateyri og Suður- eyri við ísafjörð verið flýtt og •undirbúnings- framkvæmdir væru raunar þegar hafnar. Þeg- ar því verki yrði lokið tæki við jarðgangagerð á Austfjörðum til að tengja Seyðisfjörð, Nes- kaupstað og Egilsstaði. Sérstök nefnd á veg- um samgönguráðuneytisins starfar nú að því máli. Þá er verið að vinna að gerð samnings milli samgönguráðuneytisins og þriggja ann- arra aðila um stofnun félags til að gera jarð- göng undir Hvalfjörð. Ólafur gerði einnig grein fyrir því að hverju væri stefnt í vetrarþjónustu. Hann sagði að stefnan væri sú að halda stofnbrautum opn- um alla daga í snjóléttum landshlutum og einnig í snjóþungum, ef umferð væri mikil, annars alla virka daga. Sama gildi um veruleg- an hluta þjóðbrauta. Stefnt sé að því að haldið verði opnu á milli nágrannasvæða fimm daga vikunnar á snjóléttum svæðum. Frá Reykjavík verði haldið opnu alla virka daga um Vestur- og Norðurland til Húsavíkur og um Suður- land austur á land til Egilsstaða. Einnig verði opnað þrisvar í viku um Barðastrandarsýslur og til ísafjarðar um Steingrímsfjarðarheiði. Auknar kröfur til hafna um öryggi, þjónustu og hreinlæti Þróun í hafnarmálum sagði Ólafur að yrði lfk þeirri sem orðið hefði á meginlandi Evrópu, þ.e. skipting hafna í aðalhafnir, safnhafnir og aðrar hafnir. Með auknum samgöngum milli hafna gætu hafnir á sama svæði undir einni stjórn komið á hlutverkaskiptingu sín í milli. Heildarmagn afla og vöru sem fór um ís- lensku hafnirnar 1987 var um 5.6 millj. tonn. Þar af var Reykjavíkurhöfn með um 36%. Grundartangi og Straumsvík samanlagt með 11% en afgangurinn dreifðist á um 70 hafnir. Ólafur sagði að þó svo að engar tölur væru til um það, þá væri það líklegt að væru flutning- ar mældir í tonn-kílómetrum, væri hlutur sjóflutninga meiri en landflutninga. Helstu áhrifavaldar í hafnaþróun eru flutn- ingamagn, skipaþróun og landssamgöngur. Hvað varðar flutningamagnið þá mun fiskafli væntanlega ekki vaxa frá því sem nú er, en með bættri nýtingu gæti afurðamagnið auk- ist. Ólafur sagði að spáð meðalaukning á vöru- flæði í Evrópu verði um 3-4% á ári og þannig myndu flutningar á öðrum vörum en fiski og fiskafurðum nær tvöfaldast næstu tvo áratug- ina. Skipin væru sífellt að stækka og það ætti jafnt við vöruflutningaskip sem fiskiskip, en áfram munu verða gerð út smærri skip frá minni fiskihöfnum. Ólafur sagði að bættar landssamgöngur muni auka landflutninga á skemmri leiðum, en skip muni þó sem fyrr ráða á lengri leiðum. Þar af leiðandi er gert ráð fyrir aðeins einni höfn með sérstakri vöru- flutningaaðstöðu á Austfjörðum, þ.e. á Reyð- arfirði og tveimur á Vestfjörðum, þ.e. á ísa- firði og Patreksfirði. Þær kröfur, sem gerðar verða til vöruhafna, eru m.a. þær að helstu flutningahafnir verða að uppfylla kröfur gámavæðingar. Hafharmannvirkin verða að þola mikla þungaumferð og nægjanlegt land- rými verður að vera við hafnarbakka. í fiski- höfnum verða kröfur um aukna þjónustu, s.s. tengingu skipa í viðlegu við rafmagn úr landi vegna hækkandi olíuverðs, snjóbræðslukerfi í hafnarbakka, sem þegar er komið á nokkrum stöðum, kröfur um að skip geti legið í ein- faldri röð í viðlegu og auknar kröfur um hreinlæti og mengunarvarnir. Reykjavíkurhöfn mun flokkast sem aðalhöfn og ísafjörður, Akureyri, Reyðarfjörður, Vest- mannaeyjar og Hafnarfjörður sem safnhafnir. Öðrum höfnum verður skipt efir stærð í stór- ar og meðalstórar fiskihafnir og bátahafnir. Millilandaflug frá Þórshöfn, Þingeyri eða Rifi? Þegar talið barst að flugsamgöngum taldi Ól- afur að ekki væri ástæða til að búast við mik- illi farþegafjölgun í innanlandsflugi, en hins vegar mætti búast við aukinni ferðatíðni flugs milli stærstu staða innanlands, vegna þarfa efnahagslífsins. Ólafur sagði að skipuleggja þyrfti vöruflug innanlands með endastöð á Keflavíkurflugvelli með ferskfiskútflutning til Norður-Ameríku og Asíu í huga og gera þyrfti fullkomið forðabúr til geymslu ferskfisks á Keflavíkurflugvelli og hafa til staðar fullkom- inn útbúnað til að lesta og losa allar gerðir flugvéla sem þangað kæmu. Áætlað er að Keflavík, Rif eða Stykkishólmur, Þingeyri eða Patreksfjörður, Sauðárkrókur, Akureyri, Húsavfk, Þórshöfn og Egilsstaðir muni í fram- tíðinni að einhverju leyti þjóna flugi milli landa. Flug með ferðamenn frá öðrum Evr- ópulöndum mun koma beint á einhverja þessa staði og fiskútflutningur o.fl. mun verða með beinu flugi frá þeim til annarra Evrópu- landa og því þurfi að miða útbúnað flugvall- anna við það. Þegar Ólafur vék að fjarskiptum í ræðu sinni, sagði hann að þar væri hann kominn að þeim þætti samgangna þar sem tækniframfarir hafa verið örastar. Ólafur sagði að allir símar á íslandi lúti nú sjálfvirka kerfinu og nú væru um 30% síma- kerfisins orðin stafræn og stefnt væri að því að allt kerfið verði stafrænt eftir 10-15 ár. Stafræna kerfið býður upp á ýmsa möguleika fyrir notendur, svo sem aukna sérþjónustu við símnotendur, sundurliðun reikninga, nýtt samskiptakerfi símstöðva og aukna þjónustu við smá og stór fyrirtæki. Gert er ráð fyrir að árið 2010 verði allir notendur komnir með breiða heimtengileið, sem ber um leið tal- símamerki, gagnasendingar og hljóðvarps- og sjónvarpssendingar í stað gömlu málm- strengjanna sem einungis voru hannaðir til að bera talsímamerki. Líklegt er að þessi heimtengileið verði ljósleiðari. Eins og áður sagði er Ifklegt að hann muni taka við dreif- ingu sjónvarps og útvarps á byggðum svæð- um, en venjulegir sendar sjái áfram um dreif- ingu til sjávar og til farartækja. Þá sagði Ólafur að fjarskipti um gervihnött gætu orðið aðaltenging við skip og flugvélar. í hönnun væri svokallaður flugfarsími, sem Eftir Stefán Eiríksson nýtast muni farþegum í flugi, og er hugsan- legt að hann tengist einnig almenna farsíma- kerfinu um gervihnött. í sambandi við póstmál sagði Ólafur að eðli- leg stefnumál næstu 20 ár væru sú að póstur yrði borinn heim til allra landsmanna fimm sinnum í viku. Einnig að afgreiðslutími yrði sveigður meira að þörfum hvers staðar, að aukin áhersla verði lögð á að sækja póst til sendenda, einkum fyrirtækja, til að jafna álag á afgreiðslustaði og að ný póstmiðstöð í Reykjavík rísi, sem gerði ráð fyrir vélflokkun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.