Tíminn - 02.10.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.10.1990, Blaðsíða 9
briðjudagur 2. október 1990 Tíminn 9 um samgöngur og fjarskipti eftir aldamót «#**• T jjip* pósts. Einnig yrði stefnt að því að kvöld- og næturflugi með póst til meginlands Evrópu verði komið á í tengslum við næturpóstflug þaðan til annarra Evrópulanda og Bandaríkj- anna, að pósti verði dreift með flugi eða bílum að næturlagi, þannig að hann liggi fyrir til dreifingar að morgni og að póstmiðstöðvar rísi á Akureyri, Egilsstöðum og ísafirði. Engir draumórar í lokaorðum ræðu sinnar sagði Ólafur að ekki væri gert ráð fyrir að til þess að ná þess- um markmiðum öllum þurfi að koma til sér- stakar fjárveitingar af hálfu ríkisins umfram það sem verið hefur á undanförnum árum og því væri hér engan veginn um neina draum- óra að ræða. „Það er von okkar, sem að sam- göngumálum störfum, að þessi þróun verði hagstæð fyrir jafnvægi í byggð landsins og geri öllum, ekki síst þeim sem í dreifbýlinu búa, auðveldara að stunda störf sín og lifa þægilegu lífi í þessu harðbýla landi," sagði ÓI- afur að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.