Tíminn - 02.10.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.10.1990, Blaðsíða 10
lOTíminn Þriðjudagur 2. október 1990 DAGBOK Kvenfélag Kópavogs Spilað verður i kvöld í Félagsheimili Kópavogs. Byrjað verður að spila kl. 20.30. Allir velkomnir. Tónleikaskrá Kammermúsik- klúbbsins starfsárið 1990-1991 Miðvikudagur 17. október 1990. J.S. Bach: Tvær svítur fyrir einleiksselló. Atli Heimir Sveinsson: Einleiksverk fyrir sel- Búslóða- flutningar Búslóða- geymsla Flytjum búslóöir um land allt. Hötum einnig búslóðageymslu Sími 985-24597 Heima 91-42873 16. Frumflutningur á íslandi. Erling Blöndal Bengtsson flytur. Sunnudagur 20. janúar 1991. C. De- bussy: Sónata fyrir flautu, hörpu og lágf- iðlu. A. Jolivet: Petite Suite. W.A. Mozart: Divertimento fyrir fiðlu, lágfiðlu og selló K 563. Ingvar Jónasson, Elísabet Waage, Martial Nardeau, Richard Talkowski og Zbigniew Dubik flytja. Sunnudagur 24. febrúar 1991. 0. Messiaen: Kvartett fyrir endalok tímans. JEPPA- HJÓLBARÐAR Hágæða hjólbarðar HANKOOKfráKóreu 235Í75 R15 kr. 6.950,- 30/9,5 R15 kr. 6.950,- 31/10,5 R15 kr. 7.950,- 33/12,5 R15 kr. 9.950,- Örugg og hröð þjónusta BARÐINN hf. Skútuvogl 2, Reykjavfk Sfmar: 91-30501 og 84844 Annað verk tilkynnt síðar. Einar Jóhann- esson, Tríó Reykjavíkur og fleiri flytja. í marslok 1991. TVíó fyrir píanó, fiðlu og selló eftir WA Mozart og fleiri. Tríó frá Kaupmannahöfn leikur. Allir ofangreindir tónleikar verða í Bú- staðakirkju og hefjast kl. 20:30. Til heiðurs minningu WA Mozart á 200 ára ártíð hans, mun Kammermúsík- klúbburinn helga tónverkum hans tvenna tónleika á hausti 1991, auk ofan- greindra tónverka hans. LITAÐ JARN Á ÞÖK OG VEGGI Einnig galvaníserað þakjám. Gottverð. Söluaðilar: Málmiðjan hf. Salan sf. tSí ¦ 'i •'"¦"l:"r^jJ Sími 91-680640 Fulltrúaráö, ásamt framkvæmdastjóra, Listasafns Sigurjóns Ólafssonar á stofnfundi þess 28. mars s.l. Frá vinstri: Jóhann Möller, Pétur Guö- mundsson, Hörður Sigurgestsson, Brynja Benediktsdóttir, Ólafur Ó. John- Sjálfseignarstofnunin Lista- safn Sigurjóns Ólafssonar i>ann 21. október nk. verða liðin tvö ár frá opnun Listasafns Sigurjóns Ólafsson- ar, en það var á áttræðisafmæli lista- mannsins árið 1988. Síðan þá hefur safn- ið verið opið almenningi og sýnt verk listamannsins, bæði úr eigu safnsins og annarra. Samhliða sýningunum hefur safnið sinnt alhliða menningarstarfsemi, svo sem tónleikahaldi og bókmennta- dagskrám og tekið að öðru leyti beinan þátt í menningarstarfi borgarinnar. Safnið, sem fyrstu árin var rekið sem einkasafn, hefur nú að ósk eiganda þess verið gert að sjálfseignarstofnun og var skipulagsskrá hennar samþykkt af dóms- máJaráðuneytinu þann 30. nóvember 1989. Samkvæmt henni stjórnar stofn- andinn, Birgitta Spur, safninu ásamt tólf manna fulltrúaráði sem hún í upphafi velur, en endurnýjar sig sjálft er tfmar son, Ingi R. Helgason, Birgitta Spur, Kristján Guðmundsson, Anna Einars- dóttir og Karólína Eiríksdóttir. Á mynd- ina vantar Björgu Þorsteinsdóttur, Er- ling Jónsson og Gísla Sigurðsson. líða. Fimm manna stjðm er skipuð Birg- ittu Spur, tveimur aðilum sem hún til- nefnir, ásamt tveimur sem kosnir eru af fulltrúaráðinu. Stofnfundur Fulltrúa- ráðs Listasafns Sigurjóns Ólafssonar var haldinn í safninu 28. mars 1990 og var það þá þannig skipað: Anna Einarsdóttir, Björg Þorsteinsdóttir, Brynja Benedikts- dóttir, Erlingur Jónsson, Gísli Sigurðs- son, Ólafur Ó. Johnson og Pétur Guð- mundsson. Fyrsti aöalfundur þessarar nýju sjálfseignarstofnunar var haldinn hinn 29. maí 1990 á sama stað. Þar til- nefndi Birgitta Spur þau Aðalstein Ing- ólfsson og Hlíf Sigurjónsdóttur í stjórn safnsins, auk sín, og Geirfinn Jónsson til vara, en fulltrúaráðið Önnu Einarsdóttur og Gísla Sigurðsson, en Karólínu Eiríks- dóttur til vara. Starfsemi Styrktarsjóðs Listasafns Sigurjóns Ólafssonar er óbreytt og stjórn sjóðsins skipa Birgitta Spur, sem er formaður, Baldvin Tryggva- son og Matthfas Johannessen. Óskar Askelsson Fæddur 10. ágúst 1913 Dáinn 20. september 1990 Faðir minn, OskarÁskelsson, fædd- ist á Bassastöðum í Kaldrananes- hrepp í Strandasýslu 10. ágúst 1913. Hann var eitt 22 barna Áskels Páls- sonar og Guðríðar Jónsdóttur, en að- eins 13 þeirra komust á fullorðinsár. Þeir sem í dag eru miðaldra eða yngri eiga erfitt með að átta sig á erf- iðri lífsbaráttu þessa tíma, er bæði börn og fullorðnir unnu hörðum höndum við að framfleyta sér og sín- um og sjúkdómar sem nútímafólk hefur aldrei kynnst tóku sinn toll, þ.á m. barnaveiki sem tvisvar hjó skörð í bamahópinn. Ættingjarnir réttu hver öðrum hjálparhönd í erfiðleikunum og voru tvö barnanna alin upp hjá skyldfólki. Sigrún ólst upp hjá systur Guðríðar, Sigrunu Jónsdóttur, og Sigurgeir hjá bróður hennar, Jóhanni Jónssyni á Kleifum. Áskell og Guðríður ólu auk sinna eigin barna einnig upp tvö börn dóttur sinnar Guðríðar, sem andaðist ung úr berklum, þau Am- fríði K. og Guðfinn Áskel Benedikts- börn. Af systkinum pabba eru nú 5 á lífi. Eybjörg býr í Reykjavfk, Sigrún á Akranesi, Jakobína á Hólmavík og PállogÁsaáfsafirði. Pabbi ólst upp á Bassastöðum, stundaði þar almenn bústörf og fór einnig róðra frá Drangsnesi. Fjár- hagur leyfði ekki langt nám, auk þess sem þau systkinin byrjuðu mjög ung að leggja sitt af mörkum með vinnu. Sumarið 1940 kemur sem kaupa- kona að Bassastöðum Jóhanna Hall- dóra Elíasdóttir, Kristjánssonar frá Elliða í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Sumarið eftir hélt hún enn norður og þá um haustið opinberuðu þau trúlofun sína og giftust um vetur- inn. Þau fluttu fljótlega að Geir- mundarstöðum í Hrófbergshreppi og hófu þar fjárbúskap, en fluttu aft- ur að Bassastöðum 1946 er Áskell og Guðríður brugðu búi og 1952 fluttu þau að Skarði í Bjarnarfirði. Þau hjónin eignuðust 7 börn: Sigríði Elsu '42, Jón '44, Val '46, Guðríði '48, andvana fædda stúlku '50, Hrafnkel '52 og Rut '54. Sumarið 1958 urðu þáttaskil í lífi þeirra, er þau brugðu búi og fluttu til Hafnarfjarðar. Eldri börnin voru þá orðin stálpuð og höfðu lokið skyldunámi frá barnaskólanum á Klúku. Þau hjónin vildu að börnin hefðu möguleika til menntunar, en ekki var það auðveld ákvörðun og var pabba mikil eftirsjá að kindunum sínum og öðrum bústofni, en hagur barnanna gekk fyrir sem endranær. Vorum við systkinin með í ráðum, eftir því sem aldur og viska leyfði, og allir voru sammála um að Ieggjast á eitt um að þetta mætti takast. Ekki lá húsnæði á lausu við komuna og fyrsta sumarið, sem var afburða gott, hafðist 8 manna fjölskylda við í sum- arbústað á Skerseyri við Hafnarfjörð og í tjaldi við húsvegginn. Þau hjón- in festu kaup á íbúð í verkamanna- bústað að Öldugötu 44, en ársbið varð á að hægt væri að flytja inn og á meðan bjó fjölskyldan í verbúð að Vesturgötu 27. Á Öldugötunni bjó faðir minn svo til dauðadags ásamt eftirlifandi eiginkonu og barnahópn- um sem óx þar úr grasi uns þau stofnuðu eigin heimili. Pabbi fór strax að vinna við fisk- verkun, og fljótlega fór hann að læra mat á saltfiski og skreið og vann við það víða um land og þá oft lengi að heiman. Við þau störf sem önnur var hann trúr sinni sannfæringu og vann af vandvirkni, enda var honum vel ljóst að íslendingum væri hollara að vera þekktir að góðri vöru, en láta skammtfmagróða villa sér sýn, og þurfti ekki sjaldan að standa á þeirri sannfæringu. Um 1973 hóf hann vinnu hjá ÍSAL í Straumsvík og vann þar til ársins 1984 í steypuskála, síðari árin sem flokksstjóri. Á yngri árum hafði hann bílpróf, en hirti ekki um að endurnýja það, þar sem hann hafði ekki ráð á að eignast bfl fyrr en á fullorðinsárum. 65 ára gamall dreif hann sig í bílpróf og stóðst með ágætum og varð þetta til að létta mikið síðustu árin, auk þess sem bflferðirnar veittu hjónunum mikla ánægju. Bílunum sínum sinnti hann af sömu natni og um- hyggju og skepnunum forðum daga. Alla tíð hafði hann gaman af tónlist, söng í mörg ár með karlakórnum Þröstum í Hafnarfirði og á vinafund- um var gjarnan tekið lagið. Síðari ár- in dapraðist heyrnin mikið, en þó gat hann notið tónlistar sem leikin var, en söng orðið minna sjálfur. Hann var góður tafl- og spilamaður og okkur systkinunum var kennt að tefla og spila hin ýmsu spil og mikið var ég ánægður þegar mér tókst loks að vinna hann án þess að hann gæfi mér einhvern mann í forgjöf. Aldrei var auðvelt að slá honum við, hann var sleipur briddsspilari og að heita mátti ósigrandi í Lander, Skotta og öðrum gömlum spilum. Eins og áður er getið gafst pabba ekki tækifæri til náms, en hann var skynsamur maður og athugull, fylgdist vel með málum fram til hins síðasta, hafði ákveðnar skoðanir, en flíkaði þeim ekki að óþörfu. Hin síðari árin gátu þau hjónin veitt sér að fara erlendis í nokkur skifti, en ekki hafði faðir minn síður ánægju af gönguferðum um nágrenni Hafnar- fjarðar og mig grunar að oft hafi leiðin legið fram hjá gripahúsunum við Kaldárselsveginn, ekki síst á vor- in um sauðburðinn. í sumar virtist þrek til gönguferða þó snögglega lít- ið og fljótlega kom í ljós að ekki yrði ráðið við þann sjúkdóm er grafið hafði um sig í kyrrþey. Hann lagðist inn til rannsóknar á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði og háði þar sína hinstu baráttu af sama æðruleysi og ein- kennt hafði allt hans Iíf. Sem endra- nær hafði hann meiri áhyggjur af öðrum en sjálfum sér, er hann frétti hvers kyns var, og það var hann sem reyndi að gera okkur síðustu dagana léttari. Góð umhyggja og hjúkrun starfsfólksins hjálpuðu og bæði hon- um og fjölskyldunni mikið þar til hann lést þ. 20. september. Ég hef hér stiklað á stóru í æviferli manns sem lét ekki mikið yfir sér, en skilaði drjúgu ævistarfi af ósérhlífni og þrautseigju. Manns sem þrátt fyr- ir knöpp fjárráð greiddi alla reikn- inga og helst vel fyrir gjalddaga og brýndi fyrir okkur að munnlegt Iof- orð væri ekki minna virði en vottuð undirskrift. Ég kveð manninn, sem oft var farinn í vinnu áður en ég vaknaði til að fara í skólann og kom ekki heim úr vinnu á kvöldin fyrr en ég var sofnaður. Manninn með hrjúfu, vinnulúnu hendurnar sem voru þó svo hlýjar og traustar er þær létu vel að barni eða barnabarni. Manninn sem oft hafði kímnis- glampa í augum, en sem á viðkvæm- um hamingjustundum laumaðist til að þurrka tár úr augnkróknum svo lítið bar á. Við feðgarnir ákváðum í sumar, að næsta ár mundum við fara norður á Strandir og hann sýna mér gamlar slóðir, þar sem hann þekkti hvern stein. Örlögin breyta nú þeim áætl- unum og önnur ferð sem beið, en við eigum eftir minningar um góðan og drenglyndan mann, sem tók því sem að höndum bar án þess að kvarta og setti ávallt okkar hag ofar sínum eig- ín. HrafnkeU. í dag verður jarðsunginn frá Hafn- arfjarðarkirkju tengdafaðir okkar, Óskar Áskelsson frá Bassastöðum við Steingrímsfjörð. Hann fæddist þar hinn 10. ágúst 1913, sonur hjónanna Guðríðar Jónsdóttur og Áskels Páls- sonar og var 19. í röð 22 systkina. Stór skörð voru höggvin í þennan hóp og var bamaveikin þar skæðust. Þrettán barnanna komust til fullorð- insára. óskar ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Bassastöðum, síðar á Kaldrananesi og aftur á Bassastöð- um, og sinnti hann þar öllum þeim störfum sem inna þurfti af hendi. Hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Jóhönnu Halldóru Elíasdóttur frá Elliða í Staðarsveit á Snæfells- nesi, þann 24. janúar 1942 og stóð hjónaband þeirra því í tæp 49 ár. Er óhætt að segja að samband þeirra hafi verið ákaflega gott, þau voru hvort öðru félagar og vinir. Börn þeirra hjóna urðu 7, þar af eitt and- vana fætt. Hin eru: Sigríður Elsa, gift Sigurði Björnssyni, Jón Áskels, kvæntur Katrínu Helgadóttur, Valur, kvæntur Asdísi Bragadóttur, Guðríð- ur, gift Jens Friðrikssyni, Hrafnkell, kvæntur Þórhildi Sigtryggsdóttur, Rut, gift Gunnari Tómassyni. Syst- ursonur Óskars, Áskell Benedikts- son, átti heimili hjá þeim frá 14 ára aldri og til þess tíma er hann stofh- aði sitt eigið heimili. Þau Jóhanna og Óskar hófu sinn búskapp á Bassastöðum í félagi við foreldra hans en fluttu fljótlega að Geirmundarstöðum f Selárdal og bjuggu þar til ársins 1946, en þá fluttu þau að Bassastöðum og bjuggu þar í tvíbýli á móti Johanni bróður Oskars næstu 6 árin. Þaðan lá leiðin að Skarði í Bjarnarfirði, en þar bjó fjölskyldan til ársins 1958 er þau afréðu að bregða búi og flytja til Hafnarfjarðar. Það var nokkuð stór ákvörðun að taka sig upp með 6 böm á aldrinum 4-16 ára og leggja út í óvissuna. Þyngst á metum var að þau töldu sig með því geta betur stutt böm sín til náms. í Hafnarfirði komu þau sér upp fallegu heimili að Öldugötu 44. Fljótlega eftir flutninginn til Hafn- arfjarðar fór Óskar á námskeið og lærði fiskmat og starfaði við saltfisk- og skreiðarmat í mörg ár. Það er vandasamt starf og erfitt, en hann rækti það af mikilli samviskusemi og vandvirkni. Arið 1973 hætti hann í fiskmatinu og hóf störf hjá ísal og vann þar til ársins 1984 er hann lét af störfum vegna aldurs. Óskar hafði mikið yndi af söng. Hann hafði ágæta rödd og söng með karlakórnum Þröstum í mörg ár. Hann var ágætur skákmaður og bridgespilarai. Hann hafði gaman af að vera með fólki, spila, rifja upp ým- islegt frá fyrri tíð og njóta þess að vera til. Óskar var rólegur maður og sást sjaldan skipta skapi. Hann var orðvar, vandaði mál sitt og jafnan mjög stutt í glettnina hjá honum. Honum þótti ákaflega vænt um fjöl- skyldu sína og vildi henni allt hið besta. Fjölskyldan sýndi lfka hug sinn til hans þegar hann snöggveikt- ist og sátu þá Jóhanna og bömin til skiptis hjá honum flestar stundir þar til yfir lauk. Við kveðjum nú góðan vin með virðingu og þakklæti, en eftir eru góðar minningar um liðnar sam- verustundir. Við biðjum góðan Guð að blessa minningu hans og styrkja Jóhönnu og okkur hin á erfiðri kveðjustund. Gunnar Tómasson, Jens Friðriksson, Sigurður Björnsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.