Tíminn - 02.10.1990, Síða 13

Tíminn - 02.10.1990, Síða 13
Þriðjudagur 2. október 1990 Tíminn 13 Aðalfundur Launþegaráðs á Vesturlandi Aðalfundur Launþegaráðs framsóknarmanna á Vesturlandi verður haldinn miðvikudaginn 10. október nk. kl. 20.30 í Félagsbæ, Borgarnesi. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. 3. Er þjóðarsáttin f hættu? Frummælendur verða: Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Jón Agnar Eggertsson, formaður Verkalýðsfélags Borgarness. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Stuðningsmenn Framsóknarflokksins velkomnir. Launþegaráð Framsóknarflokksins á Vesturlandi Hafnarfjörður Fundur i Fulltrúaráði framsóknarfélaganna í Hafnarfirði fimmtudaginn 4. október kl. 20.30 að Hverfisgötu 25, Hafnarfirði. Boðaðir eru allir fulltrúaráðsmenn, aðalmenn og varamenn, ennfremur þeir er listann skipuðu í vor. Allir stuðningsmenn velkomnir. Dagskrá: 1. Rætt um úrslit bæjarstjórnarkosninganna í vor og hvaða lærdóma má af þeim draga. 2. Bæjarmálin. Skipað í nefndir um einstaka þætti bæjarmála. 3. Vetrarstarfið. Aðalfundir félaganna um miðjan október. Þar verða m.a. kosnir fulltrúar á kjördæmisþing fyrirhugað 4. nóvember (að líkindum verða þar valdir frambjóðendur á listann við alþingis- kosningarnar í vor) og kosnir fulltrúar á flokksþing er haldið verður dagana 16.-18. nóvember. Ráðning framkvæmdastjóra o.s.frv. 4. Álmálið. Baldur Óskarsson viðskiptafræðingur, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra bankamanna, sem er ásamt Guðmundi G. Þórarinssyni og fleirum í „nefnd iðnaðarráðuneytisins um álviðræður", mætir á fundinn í kaffihléinu milli hálftíu og tiu. Hann flytur erindi og svarar fyrirspurnum um gang álviðræðna og hvaðeina er þeim tengist. Stjórnin. Aðalfundur F.U.F. í Reykjavík verður haldinn mánudaginn 1. október 1990 kl. 20.30, að Höfðabakka 9, 2. hæð. Dagskrá: 1. Setning. 2. Kosning fundarstjóra og ritara. 3. Skýrsla stjórnar A. formanns B. gjaldkera. Umræður. 4. Kosningar. 5. Ávarp, Egill Heiðar Gíslason, framkv.stj. flokksins. 6. Önnur mál. Stjórnin. Selfoss Framsóknarfélag Selfoss boðar til aðalfundar 17. október kl. 20.30 að Eyrarvegi 15. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á Kjördæmaþingið, sem verður á Hvols- velli. önnur mál. Félagar, fjölmennið. Stjórnin. Konur Suðurlandi Aðalfundur Félags framsóknarkvenna í Árnessýslu verður haldinn þriðjudaginn 9. október nk. að Eyrarvegi 15, Selfossi, og hefst kl. 21.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Nýir félagar velkomnir. Fjölmennum. Stjórnin. Skrifstofa Framsóknarflokksins hefur opnað aftur að Höfðabakka 9, 2. hæð (Jötunshúsinu) Sími 91-674580. Opið virka daga kl. 8.00-16.00. Verið velkomin. Framsóknarflokkurinn. Selfoss - Nágrenni Félagsvist verður spiluð að Eyrarvegi 15 kl. 20.30 2. október, 9. októberog 16. október. Þriggjakvöldakeppni. Kvöldverðlaun. Heildar- verðlaun. Allir velkomnir. Stjórn Framsóknarfélags Selfoss. SPEGILL Woody Allen leikstýrír eiginkonu sinni, Miu Farrow, sem leikið hefur í flölmörgum myndum hans. Woody Allen er enn að Woody Allen hefur ekki fyrr lokið einni mynd en hann byrjar á þeirri næstu. Nú standa yfir í New York tökur á nýjustu mynd hans, sem ber heitið Alice. Eiginkona Allens, Mia Farrow, leikur aðalhlutverkið í myndinni en hún hefur áður Ieikið í tíu kvikmyndum eiginmannsins. Að þessu sinni verða fleiri fjöl- skyldumeðlimir í hlutverkum. Tvö börn þeirra hjóna, Dylan og Satc- hel, verða þar líka. Dylan er eitt af þeim fimm börnum sem Mia ætt- leiddi, en Satchel, sem er tveggja ára, er eina barnið sem þau hjón eiga saman. Woody Allen hefur verið mjög önnum kafinn þetta ár. Áður en tökur á Alice hófust lék hann í kvikmyndinni Scenes from a Mall, undir leikstjórn Pauls Mazursky. Þar leikur hann lögfræðing og eig- inkonu hans leikur gamanleikkon- an Bette Midler. Ekki hefur enn verið ákveðið hve- nær þessar myndir koma fyrir augu áhorfenda. En eitt má telja víst, að þegar Woody Allen er ann- ars vegar, hvort heldur er fyrir framan myndavélarnar eða aftan þær, er góður árangur og góð skemmtun svo gott sem gull- tryggð. Mia Farrow með böm sín, Dylan og Satchel, en þau leika bæði í myndinni um Alice. Eru Rómeó og Júlía með hundaæði? Tveimur rísandi kvikmynda- stjörnum frá Hollywood var nýlega bannað að vera við frumsýningu kvikmyndar sinnar í Bretlandi af ótta við að þær væru haldnar hundaæði. Rómeó og Júlía, sem leika aðal- hlutverkin í samnefndri kvik- mynd, eru kettir og þar er komin skýringin á útskúfun þeirra frá Bretaveldi, en varúðarráðstafanir gegn hundaæði eru þar mjög strangar. Kisurnar eru aðalstjörnurnar í söngvamynd sem nýlega var frum- sýnd á kvikmyndahátíðinni í Fen- eyjum og eru nefndar eftir persón- unum sem þær leika í myndinni. Leikstjóri kvikmyndarinnar er Armando Acosta og segir hann þetta vera í fyrsta skipti sem bann sé lagt við komu samstarfsmanna hans vegna ótta um að þeir séu haldnir hundaæði. Hann segir að Leikarinn John Hurt og Armando Acosta leikstjórí kanna hvort ein- hver merki hundaæðis sé að finna hjá Rómeó og Júlíu. það séu sér mikil vonbrigði að geta ekki haft aðalleikarana með sér til Bretlands, því þeir myndu áreiðan- lega sjarmera frumsýningargesti upp úr skónum og vera kvikmynd- inni til framdráttar. En Rómeó og Júlía kippa sér ekk- ert upp við þetta og eru líklega guðsfegin að þurfa ekki að baða sig í sviðsljósinu í London. Þau sitja hin rólegustu í Hollywood og narta í ýsusporðinn sinn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.