Tíminn - 02.10.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.10.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminh' Þriðjudagur 2. október 1990 ARNAÐ HEILLA 80ára Halldór Kristjánsson Halldór á Kirkjubóli, sem er átt- ræður í dag, er mikill félagsmála- maður eins og allir vita. Á æskuárum sínum fór hann strax að vinna að hugsjónamálum sínum og það hefur hann gert óslitið af miklum dugnaði fram á þennan dag. Áhugamál hans eru mörg og góð, en framar öðru hlýtur maður að nefna hans mikla starf í þágu bind- indismála og samvinnuhreyfingar- innar. Það líður aldrei langt á milli blaðagreina hans um þessi mál. Ekki má þó gleyma því að Fram- sóknarflokkurinn á honum margt og mikið að þakka, þó að hér verði ekki frekar um það rætt. Halldór var á unglingaskólanum á Núpi í Dýrafirði 1928-1930, góðum skóla að sögn þeirra sem best þekkja, en síðan hefur hann séð um sína menntun sjálfur, með þeim ágæta árangri að hann hlýtur að teljast í hópi hinna fróðustu manna um hin margvísustu málefni. Hann hefur óvenjulega gott minni og á það auðvitað sinn mikla þátt í að gera hann að þeirri miklu fróðleiks- námu sem hann vissulega er. Halldór var blaðamaður við Tím- ann 1946-1951 og þar kynntist ég honum fyrst og fékk ég strax á hon- um miklar mætur. Allt frá okkar fyrstu kynnum hefur hann reynst mér rnikill drengskap- armaður sem alltaf er hægt að treysta til allra góðra hluta. Bestu kveðjur og heillaóskir frá mér og börnum mínum til Halldórs og hans góðu konu, Rebekku Eiríks- dóttur. Guömundur Tryggvason Halldór frá Kirkjubóli er áttræður í dag, 2. október. Af því tilefni kemur út bók, dálítið sýnishorn af því sem frá Kirkjubóli hann hefur skrifað. í þeirri bók er mannlýsing samandregin af ýmsum kunningjum Halldórs. Ekkert skal hér endurtekið af því sem þar er að finna. Aðeins langar mig að rifja upp nokkrar gamlar minningar. Fyrst man ég Halldór er hann var við róðra í Hjarðardal, hjá föður mín- um. Þá var hann innan við tvítugt. Ég man hve við bræður, rúmum áratug yngri en hann, hændumst að honum. Eg man eftir okkur þremur á bakinu á honum, einn hékk á háls- inum, hinir á öxlunum. Á kreppuárum 4. áratugarins vann Halldór við vegagerð, m.a. í Breiða- dal og á Breiðadalsheiði. Það var á þeim árum þegar vegagerðarmenn notuðu enn hakann og skófluna, handbörurnar og hestakerruna og hlóðu vegakanta úr torfi og grjóti. Það var á þeim árum er vegagerðar- menn bjuggu í tjöldum og þótti of dýrt fyrir ríkissjóð að skaffa þeim trébotna í tjöldin. Það sagði mér verkstjóri Halldórs, Hallgrímur á Grafargili, að fáir hafi verið duglegri og ósérhlífnari en hann. í haust- veðrum, rigningu og slyddu, komu menn heldur illa til reika í tjaldbúð- irnar að kvöldi, blautir, kaldir og moldugir eftir fangbrögð við kant- steina og hnausa. Þá var það einn, Halldór á Kirkjubóli, sem baðaði sig upp úr fjallalæknum, sem stundum var orðinn krapaður, áður en hann fór að borða kvöldmatinn og leggja sig í köldu tjaldinu. Einhverju sinni voru þeir Halldór og Hermann Guðmundsson, frændi hans, að fylgja okkur nokkrum ung- mennafélögum heim af fundi. Holt- sengi og Vaðlar voru ísilögð og ökkladjúpur snjór á ísnum. Við Vað- albotna hafði vatn flætt upp á ísinn og myndað nokkurra tuga metra breiða krapalænu. Þeir frændur kunnu einfalt ráð við þessum farar- tálma. Þeir fóru úr skóm og sokkum og brettu upp buxnaskálmarnar og selfluttu á baki sínu okkur félagana yfir krapið. Hermann bað okkur að segja engum frá þessu fyrr en eftir hálfan mánuð og útséð væri um að þeir fengju ekki lungnabólgu af þessu tiltæki. Halldór taldi ekki mikla hættu á því á meðan brjóstið héldist heitt. í ágætri grein sem Halldór skrifaði í Tímann—sunnudagsblað 1964 segir hann frá Júlla í Tröð, hvernig hann kom ótilkvaddur litlum dreng til hjálpar án þess „að koma það nokkuð við". Með framkomu sinni kenndi Júlli drengnum undirstöðu siðfræðinnar og ritaði í lífsbók hans, svo ekki gleymdist á langri ævi. „Dæmi þess hve smámunir daganna geta orðið eftirminnilegir og með vissum hætti þýðingarmiklir," eins og Halldór segir sjálfur. Ekki ósvip- aða minningu eigum við systkinin frá Innri-Hjarðardal. Á stríðsárun- um fluttust epli til landsins aðeins einu sinni á ári, rétt fyrir jólin. Nú var það eitt árið að óveður var dag- ana fyrir jólin og ekki fært í kaup- staðinn. Á aðfangadag rofaði til og Halldór braust í því að fara til Flat- eyrar. í kaupfélaginu frétti hann að ekki hafi verið fært á bát yfír fjörð og jólaeplin sem fara áttu að Hjarðardal væru ósótt. Halldór tók eplapokann með sér heim að Kirkjubóli. I viðbót við það fullkomna dagsverk sem kaupstaðarferðin var, lét hann sig ekki muna um að skjótast með eplin út að Hjarðardal, þótt um þriggja klukkustunda göngu væri að ræða. Eins og þjóðin þekkir er Halldór svolítið málhaltur. Ungur drengur átti hann mjög erfitt með að gera sig skiljanlegan. Var hann þá farinn að búa til sitt eigið táknmál sem eng- inn skildi utan fjölskylda hans. Þeir sem þekktu hann ungan hafa undr- ast hve góðum tökum hann hefur náð á málfari sínu, þó ekki fengi hann aðstoð frá talmeinafræðingi fyrr en hann var orðinn fullorðinn. Ekki er það að efa að Halldór hefur liðið vegna þessa, en hann hafði kjark og þor til að láta sem ekkert væri. Telja má það undravert og jafnvel fullkomið afrek að komast yf- ir svona hindrun óskemmdur á sál- inni. Þá ósk á ég heitasta Halldóri til handa, á þessum tímamótum, að þau hjón megi hafa góða heilsu fram til síðustu stundar. Kristján G. Guðmundsson Á þessum afmælisdegi, 2. október 1990, þegar Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli er áttræður, viljum við félagar hans innan vébanda Þing- stúku Reykjavíkur senda honum bestu heillaóskir. Jafhframt viljum við þakka honum fyrir hans mikla og góða framlag til samtaka okkar og bindindismálsins um langt skeið. Halldór hefur alla tíð verið hinn öt- uli liðsmaður bindindismálsins og oft sýnt vígfimi sína í orðræðum, með skrifum í blöðin og erinda- flutningi í útvarpi. Hann hefur kom- C LANDSVIRKJUN Útboð Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í framleiðslu og afhendingu á leiðurum fyrir há- spennulínur, samkvæmt útboðsgögnum BLL-14, „Transmission Line Conductors". Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðjudegin- um 2. október 1990 á skrifstofu Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68, Reykjavík, gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 2.000,-. Helstu magntölur eru: Álblönduleiðari: 57 km. Stálstyrkturálblönduleiðari: 56 km. Afhendingardagur efnis er 1. maí 1991. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, fyrir kl. 12:00 mánudaginn 5. nóvember 1990, en þau verða opnuð þar sama dag kl. 13.30 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Reykjavík, 27. september 1990 Bændur-Búalið Til sölu traktorsdekk, stærðir 11.2 x 24 og 12.4 x 28. Staðgreiðsluverð aðeins kr. 10.790,- ~ Upplýsingar í síma 91-79197, Gunnar, eftir kl. 19.00. Sturtuvagn Sturtuvagn til sölu, stærð 5,5 m3. Vagninn er með Miller hliðarsturtum. Öxull á fjöðrum, tvö- faldir hjólbarðar 900 x 20. Varadekk fylgir. Hentugur aftan í dráttarvélar. Upplýsingar í síma 95-37380 og 95-37381 á kvöldin. c Útboð LANDSVIRKJUN BLÖNDUVIRKJUN Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í rafbúnað í stífluhúsum við Blönduvirkjun, samkvæmt útboðs- gögnum 9538. Verkiðfelur í sérhönnun, smíði, útvegun, uppsetn- ingu, prófun og gangsetningu á rafbúnaði í og viö stífluhús. Helstu verkþættir eru: 11 kV rofabúnaður, 11/0,4 og 11/0,14 kV spennar, vararafstöð, 400 V rofa- búnaður, 110 V og 24 V jafnspennubúnaður, brunaviðvörunarkerfi, slökkvikerfi, Ijós, ofnar og strenglagnir. Skila skal rafbúnaðinum fullfrágengnum. Verkinu skal lokið að fullu seinni hluta næsta árs. Útboðsgögn, sem eru á ensku, verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68, Reykjavík, frá og með mánudeginum 1. október 1990 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð 3000 krónur hvert eintak. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar í Reykjavík fyrir klukkan 12:00 fimmtudaginn 15. nóvember, 1990, en þau verða opnuð þar sama dag klukkan 14:00 að viðstöddum þeim bjóðend- um, sem þess óska. Reykjavík, 29. september 1990 ið vfða við sögu og allstaðar reynst giftudrjúgur liðsmaður hinna já- kvæðu lífsviðhorfa. Það fer ekki hjá því þegar um jafn greindan og vel gerðan mann er að ræða, eins og Halldór er, að honum séu falin mörg trúnaðarstörf í fé- lagsskap templara. Þannig hefur hann um langt skeið m.a. verið Þingtemplar í þingstúkunni hér í höfuðborginni. Það var mikið lán fyrir samtök góð- templara í höfuðborginni, þegar Halldór og Rebekka, hans ágæta kona, komu til liðs við þau. Er víst að starfsemi þeirra hefði orðið fá- tæklegri en ella, hefði þeirra ekki notið við. Hugsjónamaðurinn Hall- dór hefur alla tíð verið sístarfandi og óþreytandi og er enn. Hann hefur m.a. miðlað til starfsins miklum fróðleik og skemmtun, enda hafsjór af þekkingu og fróðleik um bók- menntir, sögu, líf og starf þjóðarinn- ar fyrr og síðar. Þessa hefur því oft séð stað í starfi templara hér í borg- inni og hefur þannig átt þátt í að auðga félagslífið og bæta það. Fyrir þetta ber að þakka á þessum tfma- mótum og við væntum þess að mega áfram njóta þessa menningar- lega og góða brags sem einkennt hefur starf Halldórs Kristjánssonar. Að lokum vil ég endurtaka bestu heillaóskir til Halldórs og óska hon- um og Rebekku alls hins besta á komandi árum. Einar Hannesson Bergið bláa. Grjótið grá, er grunnur þessa lands er byggjum við. Hvergi á þetta frekar við en á Vestfjörðum. Þessa vogskomu fjarðabyggð. Þar sem brimaldan brotnar við háreist hamraþil og klettadranga. Þessa óbifanlegu útverði og skjaldborgir hinna friðsælu fjarðabyggða. Veit- andi þeim skjól og hlíf fyrir ógnar- krafti úthafsöldunnar og ham- römmum loftvindum. Ein þessara vestfirsku fjarðabyggða er í Önundarfirði. Hann ber nafn Önundar Víkingssonar er fyrstur nam þar Iand. Svo er með aðra firði í Vestur-ísafjarðarsvslu, Súgandafjörð og Dýrafjörð. Ótrúlega breytileg byggð er í Öndundarfirði. Auk kaup- túnsins, Flateyrar, eru þar mörg býli með merka sögu liðinna tíma. Þar eru ein 4 býli sem bera nafnið Kirkjuból. Mjög misstór að land- rými og sögu. Á einum þessara bæja, Kirkjubóli í Bjarnardal, er Halldór Kristjánsson, oftast kenndur við Kirkjuból, fædd- ur og uppalinn, f. 2. okt. 1910. Nú áttræður. Af reynslu minni sem kennari í 5 ár (1933-8) í einni Vestfjarðabyggð- inni, Suðureyri, Súgandafirði, veit ég að það var ótrúlega mannþrosk- andi, mannbætandi að vera þar og taka þátt í margvíslegum félagsskap sem þar starfaði í hverju byggðar- lagi. í öllum félagsskap voru allir jafningjar, virkir jafningjar, hvaða stétt eða stöðu sem þeir höfðu. Má þar nefna: Bindindisfélög eldri og yngri, leikstarfsemi, söng og ýmsa skólastarfsemi og ungdómurinn með Núpsskóla sem endapunkt í vestfirskri skólagöngu. í þessu um- hverfi og andrúmslofti mannfélags- gerðar ólst Halldór upp tíl fullorðins ára.Ætíð síðan, í lífi og starfi, reynst þeim málefnum og hugsjónum trúr, er mótuðu hann, bjargfastur, óbif- anlegur útvörður og skjaldborg. Enda óvenjulega vel vopnum búinn í vörn og sókn, á hvaða vettvangi sem er. Góðtemplarareglan og allur félags- skapur sem vinnur að bindindis- málum á Halldóri frá Kirkjubóli mikið að þakka. Á þeim vettvangi, sem og víðar, hefur hann verið hinn sterki útvörður og brimbrjótur. Enn að verki. Mín besta ósk til allra er vinna að bindindismálum, til allra er vinna að mannbætandi fé- lagsmálum, er sú að þeir á ókomn- um, eignist sem flesta Kirkjubóls- bræður og -systur. Blaðið Reginn flytur Halldóri frá Kirkjubóli ástarþökk fyrir lengda líf- daga og aukin þrótt til góðra verka. Heill áttræðum heiðursmanni. Jóhann Þorvaldsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.