Tíminn - 02.10.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 02.10.1990, Blaðsíða 15
Þríðjudagur 2. öktóbér Í990 Tíminn"15 IÞROTTIR GuðríðurGuðáónsdóttirskofaði9mörkgegnPolizenásunnudag. Tímamynd Ami Bjarna Handknattleikur — Evrópukeppni kvenna: Kolbrún lokaöi markinu — Fram sló Polizen út úr Evrópukeppninni íslandsmeistarar Fram í handknatt- Ieik kvenna sigruðu sænsku meistar- ana Polizen 26-18 og slógu liðið þar með út úr Evrópukeppni meistara- liða. Polizen vann fyrri leikinn í Stokkhólmi 18-16, en það dugði skammt gegn Framstúlkum í Laug- ardalshóllinni ísunnudaginn. Framstúlkur mættu ákveðnar til leiks og þeir sænsku komust lítt áleiðis. Kolbrún Jóhannsdóttir, markvörður Fram, fór á kostum og lokaði mark- inu langtímum saman. Sömu sögu var hins vegar ekki að segja með markvörð Polizen: hún varði varla skot, en hún er samt landsliðsmark- Júdó — Opna sænska meistaramótíð: Halldór í 9. sæti Tveir íslcnskir júdómenn tóku á laugardaginn þatt í opna sænska meistaramótinu, sem er alþjóð- legt mót meö keppendum frá 16 löndum. Halldór Hafstcinsson Ánnanni kepþtl í -86 kg flokfci. Hann sigr- aðí danskan júdómann í fyrstu umferðinni á ippon og næst mætti hann sænskum keppanda. Sá sænsld hafði betur í glímunni og komst síðan í 4 ínaana úrslit mótsins. Halldór fékk því upp- reisnarglímu. í henui mætti hann De Gronen frá Hollandi. Jafnglími varö í þeirri viðureign og úrskurðuðu dómararnir Hol- lendingnum í vil. Elías Bjarnason keppti í fyrsta sinn í fullorðinsflokki á laugar- daginn, en hann átti einmilt 18 ara afmæli þann dag. Elías keppti í -86 kg flokki eins og Halldór. Elías mætti dönskum keppanda í Jtyrsttt umfcrö mótsins, haföi yfir framan af cn tapaði síðan glím- unni og féll úr keppni. Bjarni Friöriksson hugðist einnig taka þátt í mótinu, en vegna anna varð hann að hættá viðásíðustu stundu. BL vörður Svía. Leikurinn var í jafnvægi í fyrri hálfleik, en þegar nær dró leik- hléinu var forystan jafnan hjá Fram. Staðan í hálfleik 11-10 Fram í vil. Þrátt fyrir að Guðríður Guðjónsdótt- ir væri tekin úr umferð og sömuleiðis Ingunn Bernódusdóttir stuttu síðar, skoruðu Framstúlkur hvert markið af öðru í upphafi síðari hálfleiks. Þá blómstraði einstaklingsframtakið og Inga Huld Pálsdóttir skoraði hvert markið af öðru. Fram náði 5 marka forystu 16-11 eftir 10 mín. leik í síðari hálfleik og um miðjan hálfleikinn var enn 5 marka munur, 20-15. Örvænt- ing greip um sig í sænska liðinu á lokamínútunum og maður-á-mann- vöm þeirra breytti engu um úrslit leiksins. Kolbrún varði hvað eftir annað skot sænsku stúlknanna úr dauðafærum og sigur Fram var ekki í neinni hættu. Hún kórónaði síðan stórleik sinn með því að bregða sér í sóknina og skora skemmtilegt mark. Niðurstaðan: 8 marka sigur Fram 26- 18 og liðið er komið í aðra umferð Evrópukeppninnar. Mörk Fram: Guðríður 9/5, Inga Huld 6, Ingunn 3, Hafdís, Sigrún 2, Guð- rún 1, Þórunn 1 og Kolbrún 1. BILALEIGA með útibú allt I kringum landið, gerir þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bfla erlendis interRent Europcar Tökum að okkur úrbeiningu á öllu kjöti. Þaulvanir fagmenn. Upplýsingar í síma 91-686075 | Guðmundur og Ragnar LMaaBM^HHMHHMai RCOS ARCOS-hnífar fyrir: Kjötiðnaðinn, veitingahús ogmötuneyti. Sterkir og vandaðir hnífar ______fyrlrfagmennina. FyrirhéÍmBid Meö storkum og bitmiklum hnffum gotur þú verið þinn oigin fagmadiir.V1obJóðumþér4 valda fagmonnshnffa og brýni á aðeins kr. 3.750,- Kjötöxi 1/2 kg á kr. 1.700,- Hnflakaupin gerast ekki betrí. Sendum í póstkröfu. Skriflð eða hringið. ARCOS-hnífaumboðið Pósthólf 10154,130 Roykjavik. Sími 91-76610. Handknattleikur: Yalsmenn úr leik Þrátt fyrir tveggja marka sigur 22- 20 á norsku bikarmeisturunum Sandefjord í Laugardalshöll á sunnudagskvöld, féllu Valsmenn út úr Evrópukeppninni þar sem þeir töpuðu fyrri leiknum ytra með fjög- urra marka mun. Samanlögð markatala var 45-43 Sandefjord í vil. Valsmenn höfðu undirtökin nær allan leikinn og voru yfir í hálfleik 12-10. í síðari hálfleik náðu Vals- menn tvívegis þriggja marka for- ystu, en lokatölur urðu 22-20 og það dugði ekki til. Mörk Vals: Valdimar 8/3, Jakob 5, Brynjar 5, Júlíus 2, Jón 1 og Finnur 1. BL Handknattleikur: Stjörnuna vantaði einnig tvö mörk Stjarnan féll út úr Evrópukeppni félagsliða með því að tapa 23-27 fyrir danska liðinu Helsingör ytra um helgina. Stjörnuna vantaði því tvö mörk uppá eins og Valsmenn til að komast áfram í keppninni. Markahæstir Stjörnumanna í leiknum voru Skúli Gunnsteinsson og Patrekur Jóhannesson með 5 mörk og Hilmar Hjaltason með 4 mörk. BL Handknattleikur: Haukar unnu KR Einn leikur var í 1. deildinni í hand- knattleik um helgina. Haukar sóttu KR-inga heim í Laugardalshöll og fóru með sigur af hólmi, 23-28. Haukar náðu forystu þegar í upphafi leiksins, en KR-ingar náðu að jatha ?rir hlé og í leikhléi var staðan 14-14. síðari hálfleik var ekki spurning hvort liðið hefói sigur og Haukar unnu örugglega 23- 28. Mörkin KR: Sigurður 7, Guðmundur 6, Páll eldri 5, Konráð 2, Willum 2 og Þórður 1. Haukan Pétur Ingi 9, Svein- berg 6, Steinar 4 Bamruk 3, Einar 3, Snorri 2 og Sigurður 1. BL Körfuknattleikur: KR Rvk-meistari KR-ingar urðu Reykjavíkurmeistar- ar í kðrfuknattleik síðla á sunnudags- kvöld, er þeir sigruðu Valsmenn 106- 101 í tvíframlengdum leifc í íþrótta- húsi Hagaskóla. Leikurinn var mjög spennandi og fjörugur. KR-ingar leiddu framan af, en Valsmenn voru aldrei langt undan. í síðari hálfleik tóku Valsmenn foryst- una og voru 7 stigum yfir þegar ein mínúta var til leiksloka. KR-ingum tókst að jafha og jafht var þegar flaut- að var til leiksloka. Enn var jafnt eftir framlengingu og var því framlengt aftur. Þá höfðu KR-ingar betur og tryggðu sér Reykjavíkurmeistaratitil- inn með 106-101 sigri. Leikurinn var fast leikinn af beggja hálfu og voru allir varamenn beggja liða komnir inná undir lokin, þar sem félagar þeirra höfðu fengið 5 villur. Þeir Páll Kolbeinsson KR og Matthí- as Matthíasson Val voru báðir reknir af leikvelli í framlengingunni fyrir óíþróttamannslegan leik. Leikurinn var í lengra lagi og lauk ekki fyrr en Iaust eftir miðnætti. Fyrr um kvöldið sigraði ÍS lið ÍR með 12 stiga mun og tryggði sér þriðja sætið í mótinu. BL Vinningstölur laugardaginn 1 VINNINGAR i FJÖLDl j VINNINGSHAFA UPPHÆÐÁHVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 ! o 2,154.041 2. 4aff(^ 1 2 • 187.211 3. 4af5 78 8.280 4. 3af5 3.026 498 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.681.251 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.