Tíminn - 02.10.1990, Side 16

Tíminn - 02.10.1990, Side 16
AUQLVSINQASÍMAR: 680001 — 6B63QO RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Hatnortiusmu v Tryggvagotu, S 28822 l,lir7T':T.Tl Réttur bíll á réttum stað. Ingvar | Helgason hf. Sævartiöföa 2 Sími 91-674000 /, HOGG- DEYFAR Verslið hjá fagmönnum varahlutir Hamarsböfða l - s. 67-67 -44 3 T Tíniinn ÞRIÐJUDAGUR 2. október 1990 Aðstoðarlæknar á sjúkrahúsum „stræka“ í dag vegna óánaegju með vaktir og vinnuskilyrði. Jón Hilmar Friðriksson læknir: Notaðir sem ruslakistur Aöstoðarlæknar á sjúkrahúsum leggja niður vinnu í dag og næstu nótt, til að ieggja áherslu á ýmsar kröfur sínar. „Við verð- um með fund þar sem við ræðum um stöðu okkar og þá væntan- lega m.a. hvort og þá hvenær gripið verður til framhaldsað- gerða,“ sagði Jón Hilmar Friðriksson aðstoðarlæknir á Land- spítalanum. Það kemur því í hlut einhverra sérfræðinga spítal- anna að sitja næturvaktir nú í nótt. „Við viljum að rætt verði við okk- ur um skipulag á vöktum og greiðslur fyrir þær samkvæmt þeirri bókun sem fylgdi'kjarasamn- ingum sjúkrahúslækna í fyrra — og svo vitanlega um nýja kjara- samninga, sem hafa verið lausir frá því í sumarbyrjun, við Læknafélag íslands og Læknafélag Reykjavíkur vegna sjúkrahúslækna. En ríkis- valdið, þ.e. fulltrúar fjármálaráðu- neytisins, virðist ekkert vilja við okkur tala. Við erum búin að skrifa fjölda bréfa og ekki einu sinni feng- ið svör. Við erum orðin leið á þessu ástandi. Þetta er því tilraun til að vekja athygli á þessum málum okk- ar,“ sagði Jón Hilmar. Að vísu sagði hann þrjá eða fjóra fundi hafa verið haldna með samn- inganefnd ríkisins. „En í raun hef- ur ekki mátt fjalla um þessi mál. Fulltrúar ríkisins hafa bara bent á þjóðarsátt og svo framvegis. Endurskipulagning á vöktum t.d. eða umfjöllun um þessa bókun snertir hins vegar þjóðarsátt ekki neitt, heldur er þetta gamalt mál. Það má líka benda á það að við er- um mjög óánægð með að skrifa undir þjóðarsátt — og gerum það raunar ekki — á meðan hækkun Ieyfisgjaldanna er við lýði. Við get- um ekki sætt okkur við það að fjár- málaráðuneytið stórauki álögur á okkur og ætlist á sama tíma til þess að við sýnum einhvem sérstakan samstarfshug og skrifum undir þjóðarsátt um litlar kauphækkanir. Við förum því fram á það að þess- ar hækkanir verði dregnar til baka. Það mætti þá endurskoða þetta eft- ir að þjóðarsáttin rennur út. Þetta er ekki krafa um grunnkaupshækk- anir eða slíkt. Heldur fremur krafa um að taka upp viðræður um það sem bókað var á fyrri tíð og varðar sjálfsögð mannréttindi." Jafnframt sagði Jón Hilmar að- stoðarlækna óánægða með ýmiss konar aðbúnað sem þeim er boðið upp á vöktum á sumum deildum sumra spítalanna, bæði vinnuað- stöðu, hreinlætisaðstöðu og svo framvegis. í ljósi áralangra umræðna um langar og strangar vaktir aðstoðar- lækna var Jón Hilmar spurður hvort hlutfallslegur fjöldi yfir- lækna, sérfræðinga og aðstoðar- lækna á spítölum fari eftir einhverj- um óbreytanlegum lögmálum. „Nei, það er ekkert lögmál. Það þarf heldur ekki að fara í felur með það að sex ára háskólanám er kannski ekki nauðsynlegt til að gera ýmislegt sem við gerum. Það má m.a. rekja til samninga við aðr- ar stéttir við spítalana. Við erum notaðirsem einskonar „ruslakista", að minnsta kosti að okkar mati.“ Spurður um einhver dæmi sagði Jón Hilmar: „Það má t.d. nefna að meinatækn- „Við erum notaðir sem ruslakista og brotin eru á okkur mannréttindi," segja ungir læknar, en þeir leggja niður vinnu í dag til að leggja áherslu á kröfur sínar. ar sömdu um það á sínum tíma að þeir tækju ekki blóðprufur nema á milli klukkan 8 og 10 á morgnana eða eitthvað því um líkt. Hins vegar var ekkert samið um það, hver ætti þá að taka blóðprufur á öðrum tím- um. En af þessu leiðir að að við er- um hér öll kvöld og allar nætur að taka blóðprufur. Þetta er dæmi um starf sem aðrir gætu sinnt, en við sinnum vegna breytingar sem þarna hefur orðið á. Með þessu er ég ekki að halda fram að það sé rangt að við gerum þetta. En það þarf að fjalla um svona mál. Og þegar aðstoðarlæknum fækkar í framtíðinni, verður örugglega að endurskipuleggja þetta, sem og raunar fyrirkomulag á vinnu lækna á sjúkrahúsum á næstu árum,“ sagði Jón Hilmar Friðriksson. - HEI Nú er hægt að skemmta sér án þess að vera í bráðri lífshættu: Fræðslumynd um öruggt kynlíf Aöstandendur myndarínnar Öruggara kynlíf. Frá vinstrí Guðmundur Krístjánsson, Sonja B. Jónsdóttir og Guðmundur Þórarínsson. Tímamynd: Pjetur sjónvarpsstjóri Stöðvar2 Páil Magnússon hefur verið ráðinn sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 og tekur hann við starfi þegar ráðningartími Þorvarðar Elíassonar rennur út. Páll hefur verið fréttastjóri Stöðvar 2 frá upphafi hennar og þar til hann tók við stöðu deildarstjóra fram- leiðslusviðs fyrir nokkrum vikum síðan. Þar áður var hann blaðamað- ur og þing- og stjórnmálafréttamað- ur hjá ríkissjónvarpinu. ný íslensk fræðslumynd sem kvik- myndafélagið Nýja Bíó hefur gert. Nefnist myndin Öruggara kynlíf og fjallar hún um það hvemig unnt er að lifa öruggu en jafnframt skemmtilegu kynlífí án þess að eiga á hættu að smitast af einhverjum kynsjúkdómum, svo sem alnæmi. Myndin er framleidd og kostuð al- farið af kvikmyndafélaginu Nýja Bíói, sem naut við gerð hennar engra styrkja frá opinberum aðilum. Sonja B. Jónsdóttir sagði að þessi mynd væri ætluð fyrir unglinga á grunn- og framhaldsskólaaldri, en einnig væri hún ætluð fyrir heimili og hægt yrði að kaupa myndina, sem er 25 mínútna löng, og myndi hún kosta eitthvað í kringum 2.900 krónur. Guðmundur Kristjánsson, einn af aðstandendum myndarinnar, sagði að kostnaðurinn við gerð hennar væri á bilinu 4-5 milljónir. Guð- mundur sagði að þau hjá Nýja Bíói ættu 4-5 handrit í viðbót að fræðslu- myndum um kynlíf og það réðist af þeim viðtökum, sem þessi mynd fær, hvort ráðist verður í gerð þeirra. Þessi handrit hefur Dr. Mark Schoen kynfræðingur skrifað, en hann gerði handritið að Öruggara kynlífi ásamt Jónu Ingibjörgu Jónsdóttur kyn- fræðingi og Sonju B. Jónsdóttur. Þau handrit, sem bíða ofan í skúffu, eru m.a. um kynlíf fatlaðra og aldraðra. Dr. Mark Schoen er sérfræðingur í gerð kynfræðsluefnis á myndbönd- um og notkun slíkra myndbanda við kennslu. Hann hefur framleitt fjöl- margar myndir sem notaðar eru við kynfræðslu í Bandaríkjunum og víð- ar. Anna G. Magnúsdóttir hjá Náms- gagnastofnun og Þorvaldur Öm Arnason hjá Menntamálaráðuneyt- inu vom viðstödd sýninguna á mynd- inni og voru þau bæði sammála um það að vel hefði til tekist við gerð hennar. Aðspurð um það hvort Námsgagnastofnun myndi kaupa myndina til dreifmgar í skólum, sagði Anna að peningar þessa árs væru uppumir. Sér virtist myndin vel til kennslu fallin og ætti fullt er- indi í skóla landsins. Hins vegar þyrfti að útbúa með henni einhvers konar efni til að fylgja henni eftir, því kennarar þyrftu að hafa eitthvað í höndunum til að geta svarað þeim spurningum sem upp kæmu eftir sýningu hennar. í kynningu aftan á hulstri myndarinnar segir að þeir, sem séu í mestri hættu hvað alnæmi og kynsjúkdóma varðar, séu ungling- ar frá þrettán ára til tvítugs og ein- hleypt fólk á öllum aldri. Myndinni er ætlað að fræða, skapa umræður og eyða fordómum gagnvart þeim sem þegar hafa smitast af alnæmisveir- unni. Hún er hentug til fræðslu inni á heimilum og höfðar jafnt til ung- linga og þeirra sem eldri em.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.