Tíminn - 03.10.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.10.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 3. október 1990 Búnaðarbankinn og sparisjóðirnir kaupa meirihlutaeign Péturs H. Blöndal í Kaupþingi: Gerir fyrirtækið betra og hæfara í samkeppninni Síðastliðinn mánudag var gengið frá kaupum Búnaðarbanka ís- lands og Lánastofnunar sparisjóða hf. á 51% hlutafjáreign Péturs H. Blöndal í Kaupþingi hf. á 115,6 milljónir króna. Markmiðið með kaupunum er að auka hlutdeild Búnaðarbankans og sparisjóðanna á fjármagnsmarkaði. Þegar Pétur H. Blöndal var inntur eftir ástæðunum fyrir sölunni á meirihluta sínum í Kaupþingi, sagði hann að það væru aðallega breytingar á markaðinum sem hefðu ráðið því. Þessar breytingar væru afleiðing af sameiningu bank- anna og nú væru starfandi fjögur fyrirtæki á markaðinum eftir að verðbréfafyrirtækið Landsbréf var stofnað. Pétur sagði að þegar Landsbankinn stofnaði Landsbréf hafi ekki verið mikill vandi að álykta að Búnaðarbankinn ætlaði sér líka inn á markaðinn. Þar með hefðu verðbréfafyrirtækin orðið fimm og sagði Pétur að hans mat hefði verið það að þessi litli markaður bæri ekki fimm fyrirtæki þannig að vel væri. Undanfarið hefur ekki verið mikill hagnaður í greininni og með tilkomu nýs fyrirtækis yrði um enn minni hagnað að ræða og þ.a.l. minni arðsemi í þessum viðskipt- um. Salan á meirihlutanum hafi verið leið til að fækka samkeppnis- aðilum og fækka aðilum á mark- aðnum og einnig til þess fallin að auka hagkvæmni og bæta rekstur þessara fyrirtækja. Pétur sagði að það hefði einnig verið gott að fá inn tvo jafnsterka aðila og jafnvíga í stjórn Kaupþings sem geri það að verkum að Kaupþing verður óháð- ara en ef einn aðili ætti það. Þetta tryggi sjálfstæði Kaupþings og geri það jafnframt samkeppnishæfara á markaðinum. Pétur sagði að eitt markmiðið í viðbót með þessari sölu hafi verið að styrkja Kaupþing. Það hafi alltaf háð fyrirtækinu að hafa bara tvo útsölustaði, þ.e. Kaup- þing og Kaupþing Norðurlands, auk þess sem nokkrir sparisjóðir seldu lítillega Einingabréf. Nú væri hins vegar um 80 útsölustaði að ræða og dreifingarkerfið yrði því miklu betra og þ.a.I. einnig þjónustan við viðskiptavini fyrirtækisins. Fólk þarf ekki lengur að ómaka sig niður á skrifstofu Kaupþings til að kaupa Einingabréf og Skammtímabréf heldur er hægt að fá þau í næsta útibúi Búnaðarbankans eða næsta sparisjóði. Pétur sagði að hlutdeild Kaupþings á markaðnum hefði ver- ið í kringum 23-24% sl. tvö ár ef það væri mælt út frá verðbréfasjóð- unum sem eru í vörslu fyrirtækj- anna. Þessi tala hefur verið mjög rkvni\gg i Hnr Kópavogur - Bæjarmálaráð Fundur verður haldinn í Bæjarmálaráði miðvikudaginn 3. október kl. 17.00 að Hamraborg 5. Stjórnin. Selfoss - Nágrenni Félagsvist verður spiluð að Eyrarvegi 15 kl. 20.30 2. október, 9. októberog 16. október. Þriggjakvöldakeppni. Kvöldverðlaun. Heildar- verðlaun. Allir velkomnir. Stjórn Framsóknarfélags Selfoss. Dalasýsla Aðalfundur Framsóknarfélags Dalasýslu verður haldinn laugardaginn 6. október kl. 14.00 I Dalabúð. Alexander Stefánsson og Davíð Aðalsteinsson mæta. Stjómin Almennir stjómmálafundir dagana 11.-14. október. m Jón Kristjánsson Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra og Jón Kristjánsson alþingismaður boða til almennra stjórnmálafunda dagana 11.-14. október, sem hér segir: Fimmtudaginn 11. okt. á Hótel Bláfelli, Breiðdalsvík kl. 20.30. Föstudaginn 12. okt. i Félagsmiðstöðinni, Djúpavogi kl. 20.30. Laugardaginn 13. okt. á Hrollaugsstöðum, Suðursveit kl. 16.00. Sunnudaginn 14. okt. I Hamraborg, Berufjarðarströnd kl. 16.00. Sunnudaginn 14. okt. í grunnskólanum Geithellnahreppi kl. 20.30. Umræðuefnið; stjórnmálaviðhorfið I upphafi þings. Halldór Ásgrímsson Jón Kristjánsson. Pétur H. Blöndal, framkvæmda- stjórí Kaupþings hf. stöðug þrátt fyrir að Landsbréf hafi komið inn og þrátt fyrir að markað- urinn hafi vaxið mjög hratt. Þegar Pétur var spurður að því hvað hann ætlaði að gera við pen- ingana sem hann fengi fyrir sölu á meirihlutanum, sagði hann að af skattalegum ástæðum yrði þetta bundið í sjö ár og hann sæi ekki krónu af því til að byrja með. Síðan færu 40% í skatta til fjármálaráð- herra. Pétur sagði að það sem hon- um þætti verst þegar svona mikið af peningum væru teknir af honum í skatta væri að ekki væri gætt sömu ráðdeildarsemi á þeim ráðstöfunar- enda og hann geri sjálfur. Aðspurð- ur hvort stefnan yrði þá ekki sett á stól fjármálaráðherra sagðist Pétur ekki hafa neinn metnað í þá áttina en honum sviði það oft að sjá það hvernig þessir menn færu með skattpeninga borgaranna sem margir hverjir séu mjög ráðdeildar- samir og passi sitt, þeir eru ekki að sólunda og eyða í vitleysu og síðan sjái þeir ráðherra og aðra eyða pen- ingunum í rosastóra bíla, hótel- kostnað og miklar utanlandsferðir sem almenningur myndi ekki gera þó svo hann hefði efni á því. Engar breytingar verða gerðar á rekstri og markmiðum Kaupþings og engar breytingar verða gerðar í starfsmannahaldi og mun því Pétur starfa áfram sem framkvæmda- stjóri. —SE Sigurgeir A. Jónsson, settur ríkistollstjóri: á tolla Sigurgelr A. Jónsson hefur verið settur ríkistollstjóri frá 1. októ- ber til áraraóta. Þessi setning Sigurgeirs er í tengsium við endurskoðun á toilalögum sem nú stendur yfir á vegum fjár- málaráðuneytislns og er stefnt að því að þeirri endurskoðun verði lokíð ura áramótín. Þær breytíngar sera nú er unn- Íð að á tollalögum koma í kjöl- farið á ýmsum breytingum á tollkerfinu sem geröar hafa verið á umliðnum árum. Fjármálaráð- herra stefnir að því að leggja fram frumvarp um málið á kom- andi haustþingi. Ríkistollstjóraembættið var stofnað fyrir þremur árum með nýjum tolialögum. Ásínura tíma var ákveðið tíl bráðabirgða að nota heimild t lögunum til að fela tollstjóranum í Reykjavík að gegna jafnframt starfi ríkistoll- stjóra á meðan reynsla fengist af hinni nýju skipan. Sigurgeir A. Jónsson er 43 ára lögfræðingur og hefur m.a. starfað bjá embætti tollstjórans í Reykjavík, í fjármálaráðuneytinu og við embætti tollstjóra frá stofnun þess 1. sept. 1987. Viö hátíöarmessu í nýendurbyggörí kirkjunni að Staö í Steingrímsfiröi skíröi sr. Baldur Vilhelmsson Heklu Björk, dóttur Jóns Halldórssonar á Hrófbergi, sem hélt dóttur sinni undir skím. Móðirín, Ingibjörg R. Valdi- marsdóttir, ertil hægrí á myndinni. Endurbyggingu gamals guðshúss í Steingrímsfirði lokið: Hátíöarmessa í Staðarkirkju Frá Stefáni Gíslasyni á Hólmavík: Síðastliðinn sunnudag, 30. sept- ember, var haldin hátíðarmessa í Staðarkirkju í Steingrímsfirði, í tíl- efni af því að nú er lokið umfangs- miklum viðgerðum á kirkjunni. Biskup íslands, herra Ólafur Skúla- son, prédikaði í hátíðarmessunni á Staðarkirkju, en auk hans tóku 7 prestar þátt í athöfninni. Þeirra á meðal voru sr. Ágúst Sigurðsson, á Prestbakka, sem nú þjónar Staðar- sókn, sr. Andrés Ólafsson, fyrrv. sóknarprestur í Hólmavíkurpresta- kalli, sr. Guðni Þór Ólafsson á Mel- stað, prófastur í Húnavatnsprófast- dæmi, og sr. Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði, prófastur í ísafjarðarpró- fastdæmi. Staður í Steingrímsfirði hefur ver- ið kirkjustaður frá upphafi ritaðra heimilda, eða a.m.k. frá því á 12. öld. Núverandi kirkja var byggð árið 1855 að frumkvæði sr. Sigurðar Gíslasonar frá Selárdal, sem þá var prestur á Stað. Kirkjan er úr timbri og var upphaflega turnlaus, eins og tíðkast á þeim tíma. Hlutföll í bygg- ingunni eru nokkuð óvenjuleg, þar sem kirkjan er hlutfallslega lengri en hún ætti að vera miðað við gull- insnið. Skýringin á þessu liggur í fólksfjölgun í Staðardal á síðustu öld. Eftir að bygging kirkjunnar hófst, var Ijóst að hún yrði of lítil fyrir söfnuðinn. Var þá gripið til þess ráðs að lengja hana án þess að hrófla við áformuðu veggstæði hliðar- veggja. Meðal merkustu gripa í kirkjunni má telja kirkjuklukku úr kopar frá 1602 og predikunarstól frá 1731, gefinn af sr. Halldóri Einarssyni. Þegar forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, var í opinberri heimsókn í Strandasýslu 1981, stofnaði hún ásamt Hjördísi Björk Hákonardóttur, þáverandi sýslu- manni Strandamanna sjóð til vernd- ar og viðhalds Staðarkirkju. í fram- haldi af því var ráðist í endurbætur á kirkjunni, en hún var þá orðin mjög illa farin. Þessum endurbótum er nú lokið, og þótti kirkjugestum á hátíð- armessunni vel hafa tekist til, enda kapp lagt á að gera allt sem líkast því sem í kirkjunni nýrri. Fjölmargir gestir lögðu leið sína í Staðarkirkju á sunnudaginn. Meðal kirkjugesta voru forseti íslands, kirkjumálaráðherra og þjóðminja- vörður, auk biskups Islands og prestanna, sem áður var getið. Við athöfnina var skírt stúlkubarn, Hekla Björk, dóttir Jóns H. Hall- dórssonar á Hrófbergi og Ingibjarg- ar R. Valdimarsdóttur frá Stranda- seli í Ögurhreppi. Að athöfninni lok- inni buðu sóknarnefnd Staðarkirkju og Samtökin Minjavernd til kaffi- drykkju í grunnskólanum á Hólma- vík. Sóknarbörnunum í Staðarsókn hefur fækkað mjög frá því að Staðar- kirkja var byggð fyrir 135 árum. Nú eru sóknarbömin aðeins 18 á 5 bæj- um. -khg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.