Tíminn - 03.10.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.10.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 3. október 1990 Tíminn 5 ísland í fyrsta skipti með í útreikningum OECD á heildarskattheimtu: TYRKIR EINIR EVRÓPUÞJÓÐA MEÐ UEGRI SKATTA EN VIÐ Þótt einhverjum fínnist það kannski ótrúlegt, þá var heildarskatt- heimta minni á íslandi en í nokkru landi innan Evrópubandalagsins og EFTA árið 1988. Tyrkir einir Evrópuþjóða sluppu þá billegar frá opinberum skattheimtumönnum og raunar sömuleiðis best af öll- um þjóðum innan OECD. Með sköttum er hér átt við alla skatta til ríkis og sveitarfélaga sem hlutfall af landsframleiðslu í hverju landi. Og nú er ekki lengur stuðst við (stundum tortryggða) útreikninga íslenskra stofnana, heldur árlega skýrslu OECD um skattamál að- ildarþjóðanna, sem tekur nú í fyrsta skipti til íslands einnig. ,Að fenginni reynslu er ég viss um að þser niðurstöður OECD munu þykja mikil tíðindi, að öll lönd EFTA og Evr- ópubandalagsins vom með hærri skattbyrði en ísland árið 1988,“ sagði Ólafúr Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra. Eftir að þingflokkamir hefðu kynnt sér efni skýrslunnar kvaðst hann vonast til að menn hætti að deila um staðreyndir og sætti sig við úr- skurð þessarar virtustu stofnunar á þessu sviði, þ.e. alþjóðlegum saman- burði á skattheimtu. Svíþjóð hefur ömggt forskot sem mesta skattheimtuþjóðin innan OECD. Heildarskattheimta þar árið 1988 nam 55,3% af landsframleiðslu. Auk þeirra fóm aðeins Danir (52,1%) yfir helmingsmörk landsframleiðsl- unnar í skatta. Á íslandi var sama hlutfall 31,7%. Á síðasta ári hækkaði skattheimta hér á landi töluvert eða í um 34% sem varð til þess að hækka ísland úr 2. neðsta í 3. neðsta sæti á skattheimtu- lista Evrópuþjóða, þ.e. upp fyrir Sviss ásamt ifyrklandi. Stór munur er á því milli landa hvemig skattar em innheimtir og sker ísland sig þar úr að mörgu leyti. Beinir skattar af tekjum (til ríkis og sveitarfélaga) em með því allra lægsta hér á landi, eða 8,4% af landsfram- leiðslu árið 1988. Hlutfallið var þrisv- ar sinnum hærra (24,3%) í Svíþjóð. Þar á móti innheimtir íslenska ríkið heimsins hæstu neysluskatta. Skattar af vömm og þjónustu (fyrst og fremst virðisaukaskattur) vom hér 18,1% af landsframleiðslu. Norðmenn og Danir fylgdu þó fest á hæla okkar (17,8%). í Japan vom þessir skattar aðeins 3,9%. Stærsti skattstofninn í mörgum OECD-landanna em hins vegar ið- gjöld til almannatrygginga. Þar em Hollendingar efstir á lista með 20,4% landsframleiðslu í tryggingaiðgjöld. í 11 löndum til viðbótar er þessi skattur á milli 10 og 20%. Á íslandi og í Dan- mörku er þessi skattheimta hins vegar aðeins um 2,5%, enda hafe almanna- tryggingar lengi verið Ijármagnaðar beint af skatttekjum ríkissjóðs hér á landi. í ljósi mikilla umræðna um eignaskatta hér á landi undanferin ár er fróðlegt að sjá samanburð slíkrar skattheimtu milli landa. Árið 1988 námu eignaskattar hér á Iandi 2,3% landsframleiðslunnar, t.d. svipað og í Danmörku. Bretar innheimtu hlut- fallslega tvöfalt hærri eignaskatta (4,7%). í fimm löndum til viðbótar: Japan, Bandaríkjunum, Kanada, Ástr- alíu og Lúxsemburg, var hlutfall þess- ara skatta á bilinu 3 til 3,4%. Þjóðir við Miðjarðarhaf innheimta hins veg- ar tvisvar til þrisvar sinnum lægri eignaskatta en gert er hér á landi. Það hlutfall Iandsframleiðslu, sem innheimt er í sköttum, þróaðist mis- jafhlega milli landa á síðasta áratug. í Svíþjóð og Danmörku hefur skatt- hlutfallið Ld. hækkað um 5-6% á þessu tímabili og svipuð þróun hefur Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra og Bolli Þór Bollason kynntu niðurstöður samanburðar OECD á skattheimtu f ríkjum Evrópu. Tfmamynd: Pjetur. átt sér stað hjá meira en helmingi hinna þjóðanna. Noregur, Austurríki og Þýskaland eru hins vegar dæmi um lönd þar sem skatthlutfellið hefur staðið í stað eða jafnvel lækkað á árun- um 1980-88. Á íslandi nam skattheimtan 30,5% af landsframleiðslu 1980, komst síðan lægst niður í 28,9% á árunum 1985- 86 en hefúr síðan hækkað aftur í 34% á síðasta ári sem áður segir. Túttugu og fjögur ríki eiga aðild að OECD (Efhahags- og framfarastofh- uninni). Auk 18 ríkja V-Evrópu eru það Týrkland, Kanada, Bandaríkin, Japan, Ástralía og Nýja-Sjáland. - HEI Skattar ríkis og sveitarfélaga í OECD-ríkjum 1988/1989 Hliitfall af vergri landsframleiöslu Svíþjóö 1— 1 1 1 1 | Danmörk ::::i Norogur ,,i Frakkland : 1 : : i - EB íriand i OECD •SaMWMiteiíttr •in'í.VsfaíríJ.Wi . -■f' ■ Þýskaland 1 ... ... Bretland 1 Portúgal - 1 island Sviss 1 Japan Bandaríkin Tyrkland ■ V ■ !■■■. 0 10 20 30 40 50 60 % Ný aðferð við að halda ófrosnum fiski ferskum: K0LSÝRA í FISKGÁMUM ÞAÐ SEM KOMA SKAL? Rannsóknir til að auka geymsluþol físks, sem fíuttur er út í gám- um, hafa staðið yfír að undanfömu og fór tilraunasending nýlega á Bretlandsmarkað. Gengið var frá ísuðum físki í loftþéttan gám sem fylltur var kolsýrulofti. Þannig um búinn á ferskur fískur að þola nokkru lengri geymslu heldur en fískur sem eingöngu er varínn með ís. Hvort slíkur útflutningur hefst héðan að einhverju ráði mun svo væntanlega ráðast af mati útflytjenda á kostum og göllum þessarar aðferðar — ávinn- ingnum af auknu geymsluþoli og Hæfnispróf á vegum Sameinuöu þjóóanna Dagana 10.-11. maí síðastliðinn var haldið hæfnispróf í Reykjavík fyrir íslenska umsækjendur um störf á vegum Sameinuðu þjóð- anna á sviði stjórnunar, hag- fræði, tölvufræði og fjölmiðlun- ar. Alls tíu manns af þeim 35, sem þreyttu prófið, stóðust það. Þess- ir tíu hafa verið boðaðir í munn- leg próf áður en ákvörðun verður tekin um ráðningu þeirra.—khg. kostnaðinum af því. Sjálf kolsýran er ekki tiltakanlega dýr, en aðferðin krefst þess að fiskurinn sé í sérstökum loft- þéttum gámu. Útflutningur í stórum stíl mundi kalla á töluverða fjárfest- ingu í slíkum gámum. Þessi tilraun var gerð á vegum Rann- sóknarstofriunar fiskiðnaðarins í sam- vinnu við LÍÚ og Eimskip. „Raunar er þetta framhald á fremur víðtækri tilraun, sem við gerðum fyrir nokkrum árum með það að geyma fiskflök pökkuð með kolsýrulofti. Reyndist unnt að lengja geymsluþol þeirra all verulega. Flökin geymdust jafnvel í meira en 20 daga. Þetta vakti samt ekki mikinn áhuga þá. En áhug- inn hefur nú vaknað á ný í sambandi við útflutning á heilum fiski,“ sagði Grímur Valdimarsson, forstjóri Rann- sóknarstofnunar fiskiðnaðarins. Hann segir þessa aðferð byggjast á því að kolsýruloft umljúki fiskinn og gangi inn í hann. í tilraunasending- unni var þorskur ísaður í kassa í veiði- skipinu og kassamir settir þannig í gá- minn, þar sem kolsýru var hleypt á hann. ísinn er eftir sem áður aðalvöm- in, en sé fiskurinn ferskur og góður, þegar hann er settur í gám, geti kolsýr- an aukið geymsluþol hans töluvert, eða í nokkra daga umfram það sem fæst með ís einum saman. Grímur sagði þessa tilraun fyrst og fremst hugsaða í því skyni að auka ör- yggi í útflutningi. Fisk í kolsýrulofti, sem td. kæmi út þegar ástand mark- aðarins er fremur slakt mætti þá kannski geyma í nokkra daga áður en hann er seldur. Hann tók hins vegar skýrt fram að þetta væri ekki hugsað í þeim tilgangi að menn gætu teygt geymsluþol fisks- ins ennþá lengur áður en hann er sendur út, heldur miklu frekar að þama væri um ákveðinn öryggisventil að ræða varðandi flutninga, jafnframt því að geta boðið betri fisk á markaðn- um. En hvað um kostnaðinn? „Þessu fylgir vitanlega nokkur viðbót- arkostnaður," sagði Grímur. Meðal annars þurfi kolsýruflösku í hvem gám. Kostnaðurinn vegna kolsýmnn- ar sé þó ekki takrnarkandi þáttur. Til svona flutninga þurfi jafnframt sér- staka loftþétta gáma með ákveðnum útbúnaði. Útflutningur í einhverjum mæli mundi vafalaust kalla á tölu- verða fjárfestingu í gámum og slík gámakaup yrðu kostnaðarsamasti þátturinn í þessu. Verður það síðan LÍÚ og Eimskips að ákveða um framhaldið? „Við höfum greint þeim frá niður- stöðum þessarar tilraunar og þeir munu ákveða hvemig þeir vilja að staðið verði að framhaldinu." Grímur tók fram að þessi aðferð til að auka geymsluþol matvæla sé í sjálfu sér all- gömul og þekkt, kannski ekki hvað síst við geymslu öls og gosdrykkja. En kol- sýra sé einnig mikið notuð td. til að auka geymsluþol grænmetis í gámum og talsvert við geymslu á niðurskomu áleggi. Svonefndar loftskiptar umbúð- ir, þá oft með ákveðinni blöndu fleiri lofttegunda, komi þá í stað lofttæmdra umbúða. Það sé svo hins vegar spum- ing hvort aðferðin henti við íslenskar aðstæður til að auka geymsluþol á fiski í gámum til útflutnings. Þar komi það í hlut hagsmunaaðila að vega og meta kostina og gallana — kostnaðinn sem fylgir þessu og ávinninginn af því. - HEI Synmg a vegum Lagna- félagsins Laugardaginn 1. september síðastliðinn var haldin vöru-, tækni- og þjónustusýning í Menntaskólanum t ísafírði á vegum Lagnafélags íslands. í tengslum við sýninguna voru haldnir tveir fræðslufundir, þar sem ellefu fyrirlesarar leituðust við að draga það fram sem þeir í gegnutn árin hafa rekið sig á að betur mætti fara, bæði í hönnun og framkvæmd varðandi lagiðn- ir. Umhverfisráðherra, Júh'us Sólnes, opnaði sýninguna og hélt framsögucrindi um stefnu umhverflsyfirvalda í frárennsli og úrgangsefnum. Fræðslu- fundirnir og sýningin var vel sótt af Vestfirðingum. Alls sýndu 37 fyrirtæki fram- leiðsiu sina, vöru og þjónustu. Á sýningunni bárust Menntaskól- anum gjafir frá mörgum fyrir- tækjanna, sem nýtast munu! skólanum við kennslu, en Menntaskólinn á ísafirði er nú í raun oröinn fjölbrautaskóli, þar sem hægt er að stunda flestar námsbrautir í framhaldsnámi. I________________-JteJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.