Tíminn - 03.10.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 03.10.1990, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 3. október 1990 Tíminn 13 Aðalfundur Launþegaráðs á Vesturlandi Aðalfundur Launþegaráðs framsóknarmanna á Vesturlandi verður haldinn miðvikudaginn 10. október nk. kl. 20.30 í Félagsbæ, Borgarnesi. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. 3. Er þjóðarsáttln í hættu? Frummælendur verða: Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Jón Agnar Eggertsson, formaður Verkalýðsfélags Borgarness. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Stuðningsmenn Framsóknarflokksins velkomnir. Launþegaráð Framsóknarflokksins á Vesturlandl Hafnarfjörður Fundur í Fulltrúaráði framsóknarfélaganna í Hafnarfirði fimmtudaginn 4. október kl. 20.30 að Hverfisgötu 25, Hafnarfirði. Boðaðir eru allir fulltrúaráðsmenn, aðalmenn og varamenn, ennfremur þeir er listann skipuðu í vor. Allir stuðningsmenn velkomnir. Dagskrá: 1. Rætt um úrslit bæjarstjórnarkosninganna í vor og hvaða lærdóma má af þeim draga. 2. Bæjarmálin. Skipað í nefndir um einstaka þætti bæjarmála. 3. Vetrarstarfið. Aðalfundir félaganna um miðjan október. Þar verða m.a. kosnir fulltrúar á kjördæmisþing fyrirhugað 4. nóvember (að líkindum verða þar valdir frambjóðendur á listann við alþingis- kosningarnar í vor) og kosnir fulltrúar á flokksþing er haldið verður dagana 16.-18. nóvember. Ráðning framkvæmdastjóra o.s.frv. 4. Álmálið. Baldur Óskarsson viðskiptafræðingur, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra bankamanna, sem er ásamt Guðmundi G. Þórarinssyni og fleirum í „nefnd iðnaðarráðuneytisins um álviðræður", mætir á fundinn í kaffihléinu milli hálftíu og tíu. Hann flytur erindi og svarar fyrirspurnum um gang álviðræðna og hvaðeina er þeim tengist. Stjórnin. Frá Kjördæmissambandi framsóknarmanna á Vestfjörðum Á þingi sambandsins 8.-9. september sl. var samþykkt að gang- ast fyrir skoðanakönnun meðal félagsmanna vegna framboðs ( komandi alþingiskosningum. Hér með er auglýst eftir þátttöku frambjóðenda í umrædda skoðanakönnun, sem fyrirhugað er að halda í lok októbermánaðar, og nánar verður tilkynnt um síöar. Þátttaka tilkynnist skriflega til Framboðsnefndar, Hafnarstræti 8, 400 (safirði, fyrir 15. október nk. Nánari upplýsingar.veita: Kristjana Sigurðardóttir, Isafirði, sími: 94-3794 Sigríður Káradóttir, Bolungarvík, sími: 94-7362 Magnús Björnsson, Bíldudal, sími: 94-2261 Einar Harðarson, Flateyri, sími: 94-7772 Guðbrandur Björnsson, Hólmavík, sími; 95-13331 Framboðsnefnd. Dagskrá framkvæmdastjómarfundar SUF fimmtudaginn 4. okt. 1990 kl. 17.30 1. Ályktanir frá stjómarfundi SUF. 2. Útgáfa fréttabréfs/blaðs. 3. Jólaalmanak, fjáraflanir, staða. 4. Húsnæðismál flokksins. 5. Tengsl við framhaldsskólana, Stofnun FUF-félaga. 6. Undirbúningur fyrir flokksþing. 7. Félagsmálanámskeið v. kosninga í vor. 8. SUF-slða Tímans 9. Félagsstörf. Haustferð i „Flag (fóstur". Framsóknarmenn í Noröuriandskjördæmi eystra 35. kjördæmisþing K.F.N.E. verður haldið að Hótel Húsavík dag- ana 10. og 11. nóvember nk. Þann 11. nóvember verður einnig haldið auka kjördæmisþing. Dagskrá verður nánar auglýst síðar. Skrifstofa K.F.N.E. að Hafnarstræti 90, Akureyri er opin mánu- daga til fimmtudaga kl. 17.00-19.00 og föstudaga kl. 15.00- 17.00. Starfsmaður er Sigfríður Þorsteinsdóttir og mun hún veita allar nánari upplýsingar í síma 21180. Stjóm K.F.N.E. Skrifstofa Framsóknarflokksins hefur opnað aftur að Höfðabakka 9, 2. hæð (Jötunshúsinu) Sími 91-674580. Ml Opið virka daga kl. 8.00-16.00. Verið velkomin. Framsóknarflokkurinn. Boxarinn Frank Bruno lét Matthew litla Hogan, sem þjáist af alvaríegri truflun á meltingar- og lungnastarf- semi, slá sig niður í hringnum. Rod Stewart hefur oftar en einu sinni lagt hönd á plóginn og hér er hann ásamt Margaret Hayles. Fótboltahetjan Gary Lineker stytti Oliver Brieriy stundimar meðan hann var að jafna sig eftir mikla hjartaaðgerð. Óskir Ensk kona, Margaret Hayles, hefur sett á stofn mjög svo sérstakan hjáiparsjóð. Hún safnar fé og fær frægt fólk til að aðstoða sig við að uppfylla óskir alvarlega sjúkra og dauðvona bama. Hvort sem óskin er að fá að koma til Sviss, slá niður boxarann Frank Bruno eða hitta einhverja stór- stjömu á borð við Rod Stewart, Dustin Hoffman eða Gary Lineker, þá sér Margaret Hayles til þess að hún fíist uppfyllt. Bömin, sem þannig fá óskir sínar uppfylltar, em oft það langt leidd að ekkert er hægt fyrir þau að gera annað en létta þeim síðustu stund- imar og það tekst oftar en ekki. Margaret Hayles fékk þessa hug- mynd árið 1982 og hrinti henni samstundis í framkvæmd. Hún rek- ur sjóðinn heiman frá sér og eyðir engu í rekstrarkostnað. Fyrsta árið safnaði hún 100.000 pundum og hefur glatt yfir 1000 dauðvona böm frábyrjun. Húnsegiraðþærstjöm- ur, á hvaða sviði sem er, sem leitað hefur verið til hafi undantekningar- laust brugðist vel við og gert sitt til að uppfylla óskir bamanna. Aðspurð hver væri heitasta ósk hennar sjálfr- ar, sagðist hún helst vilja geta kom- ið sér upp góðum búgarði þar sem dauðsjúk böm gætu komið, hvílst og losnað úr sjúkrahúsumhverfinu. Miðað við árangur þessarar duglegu konu til þessa má ætla að sú ósk hennar rætist innan tíðar. Ruth Breckwith fékk þá ósk sína uppfýllta að hitta Cliff Richard. Skömmu síðar dó hún af krabba- meini.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.