Tíminn - 03.10.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.10.1990, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 RÍKISSKIP NUTÍMA FLUTNINGAR Halnarhusinu v Tryggvogolu. S 28822 IJIL-WJJI ikm=4=TiikT| J Réttur bíll á réttum stað. Ingvar I Helgason hf. Sævartiöföa 2 Síml 91-674000 iabriel HÖGG- . DEYFAR Versiki hjá fagmönnum varahlutir Hamarsböfða I - s. 674744 3 I íminn MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER1990 Atvinnumálanefnd Júlíusar Sólnes hefur lokið störfum: ii Eri iiþ 11 ISt u i-og atvi nm JSV ræði lai ISI lar öi rð í byg gðan nál uni um? Nefnd, sem Júlíus Sólnes umhverfisráðherra skipaði á síðasta ári til að gera tillögur um nýsköpun í atvinnulífi og móta nýja at- vinnustefnu, telur að sú byggðastefna, sem fylgt hefur verið á undanförnum árum, hafi mistekist. Tímabært sé að taka upp breytta stefnu, sem leggi áherslu á að koma upp ákveðnum þjón- ustu- og atvinnusvæðum. „Til að fylgja slíkri stefnu eftir þarf póiitískt hugrekki,“ sagði umhverfisráðherra á fundi með blaða- mönnum í gær. Geir Gunnlaugsson framkvæmda- stjóri, sem á sæti í nefndinni, sagði að ef menn skoðuðu tölur um fólks- flutninga frá landsbyggðinni á höf- uðborgarsvæðið mætti öllum vera ljóst að sú byggðastefna, sem fylgt hefur verið, hefði mislukkasL Menn ættu því að vera óhræddir við að reyna nýjar leiðir. Hugmyndin um sérstök skilgreind þjónustu- og at- vinnusvæði byggði á því að svæðun- um yrði tryggð ákveðin opinber þjónusta og að samgöngum' yrði komið í það horf að fólk geti ferðast innan svæðisins allan ársins hring. Nefndin bendir á hugmynd sem Ingimar Hannesson verkfræðingur hefur sett fram, þar sem gert er ráð fyrir 4-6 þjónustusvæðum og u.þ.b. 10 atvinnusvæðum. Miðað er við að innan hvers svæðis verði verkefnum raðað í forgangsröð, þ.e. hvar á að byggja hafnir, sjúkrahús, skóla, flug- velli og aðra opinbera þjónustu. Bent er á að í öllum bæjum og borg- um landsins sé til opinbert skipulag þar sem sjá má hvemig áformað er að byggð og þjónusta þróist Mikil- vægt sé að gera sambærilegt skipu- lag fyrir landið í heild. Eins og Júlíus Sólnes benti á, þarf pólitískt hugrekki til að koma slíkri stefnu á og fylgja henni eftir. Verði svæðaskipulagi komið á, er óhjá- kvæmilegt að mörg landsvæði verða útundan. fbúar þessara svæða hljóta að spyrja sig þessarar spumingar: Er það opinber stefna að leggja mitt sveitarfélag í auðn? Nefndarmenn vilja ekki svara þessari spumingu Steingnmur Hermannsson forsætisráðherra og Júlfus Sólnes um- hverfisráðherra á fúndi með blaðamönnum í gær. Tfmamynd pjetur beint, en benda á að það séu tak- mörk fyrir því hvað lítil þjóð geti byggt og rekið af sjúkrahúsum, skól- um, höfnum, flugvöllum, vegum, brúm og jarðgöngum. Byggðanefhd forsætisráðherra, sem er undir forystu Jóns Helgasonar al- þingismanns, hefur rætt hugmyndir sem em í ætt við hugmyndir at- vinnumálanefndar umhverfisráð- herra. Byggðanefndin hefúr þegar skilað áfangaskýrslu, þar sem m.a. er lagt til að komið verði á fót svoköll- uðum atvinnuþróunarsvæðum. í skýrslu atvinnumálanefndarinnar sem umhverfisráðherra skipaði er minnst á fjölmörg atriði. Lögð er áhersla á að auknu fé verði varið til menntamála og rannsóknarverk- efna. Menntakerfið er gagnrýnt og fullyrt að of litlar kröfúr séu gerðar til nemenda í grunnskólum. Lagt er til að teknar verði upp beinar greiðslur til bænda, án tillits til framleiðslumagns. Lagt er til að möguleikar íslendinga á sviði fjár- magnsiðnaðar verði kannaðir. Þá er getið um þá hugmynd að kannað verði hvort íslendingar geti fengið ítök í fiskiðnaði annarra þjóða, til að tryggja viðskiptavinum sínum nægt framboð af fiski. Á vegum forsætisráðuneytisins eru nú starfandi þrjár nefndir sem eru að vinna að stefriumótun í atvinnumál- um. Þegar er getið um byggðanefnd- ina, en auk hennar starfar fjölmenn atvinnumálanefnd, skipuðum aðil- um vinnumarkaðarins og fleirum undir forystu Bolla Héðinssonar, efnahagsmálaráðgjafa forsætisráð- herra. Þá er starfandi nefnd sem á að kanna framtíðarmöguleika íslands með tilliti til þeirrar ímyndar sem landið hefur skapað sér á erlendri grund (bjartsýnisnefhdin). Fyrstu A-Evrópuríkin fá aðild að Evrópuráð- inu og íslensk þýðingatillaga samþykkt á þingi ráðsins í gær: Evrópa „stækkar11 Á þingi Evrópuráðsins í gær voru samþykktar umsóknir frá Ungverja- landi og Póllandi um að ganga í Evr- ópuráðið. Fram að deginum í gær áttu aðeins þjóðir Vestur- Evrópu að- ild að ráðinu, en nú hafa þessar tvær þjóðir í austanverðri Evrópu hlotið aðild. Umsóknum um aðild frá þjóð- um Austur-Evrópu fer fjölgandi og er talið líklegt að Evrópuráðið verði vettvangur allrar Evrópu og jafnvel enn víðara svæðis. Evrópuráðið sam- þykkti í gær ítarlega tillögu frá Ragn- ari Arnalds alþingismanni um að stofnaður yrði þýðingarsjóður Evr- ópu. Ragnar sagði í samtali við Tím- ann í gær að þetta gæti haft talsverða þýðingu fyrir okkur, því að í tillög- unni væri einkum miðað við þýðing- ar af tungum fámennari málsvæða yf- ir á tungur stórþjóða. Samþykkt Evr- ópuráðsins fer síðan til ráðherra- nefndar Evrópuráðsins, sem sér um framkvæmd málsins, og því væri ekk- ert hægt að fullyrða um það hvað miklir peningar fengjust í þetta verk- efni. Ragnar sagðist hafa bent á það að kvikmyndasjóður Evrópu var stofnaður að tilhlutan Evrópuráðsins og kvikmyndasjóðurinn úthlutar á þessu ári tæpum milljarði íslenskra króna og þar á meðal til einnar ís- lenskrar kvikmyndar. Tillagan um þýðingarsjóðinn var flutt fyrir tveim- ur árum og hefur hún síðan þá verið til meðferðar í menningarmálanefnd- inni, sem í eiga sæti fulltrúar frá öll- um aðildarríkjum Evrópuráðsins. Ragnar mælti í gær fyrir nefndaráliti og var tillagan einróma samþykkt. í tillögunni var sérstaklega bent á þá aðferð Norðurlandaráðs að veita út- gefendum styrk til þess að greiða kostnað við þýðingar, að hluta eða öllu leyti, til að ýta undir útgáfú bók- mennta. Ragnar sagði að segja mætti að Norðurlandaþjóðimar hafi þama haft visst frumkvæöi og með þessum Evrópusjóði væri verið að færa þetta út til allrar Evrópu. Ragnar sagði að Austur-Evrópuþjóðirnar tvær, sem fengu aðild að ráðinu, hafi haft sér- stakan áhuga á þessari tillögu, þar sem hún er talin geta greitt fyrir auknum kynnum Vestur-Evrópubúa við bókmenntir Austur-Evrópu. Hún hefur einnig sérstakt gildi fyrir Norð- urlandaþjóðirnar og þá okkur sér- staklega. Þá sýndu Austurríkismenn tillögunni sérstakan áhuga og töldu að hún hefði mikið gildi fyrir þjóðir í Mið- og Austur-Evrópu. Þeir buðu fram sérstakt framlag til koma þess- um sjóði á fót og óskuðu sérstaklega eftir því að sjóðurinn yrði staðsettur í Vín. Ragnar sagðist hafa tekið undir þeirra hugmyndir, en það yrði síðan ráðherranefndin sem ákveði endan- lega staðsetningu sjóðsins. —SE Halldór Kristjánsson frá Klrkju- áttræðisafmælis síns. Hér heilsar trúa og Páli Péturssyni alþingis- bóli tók á móti gestum í Templ- afmælisbamið hjónunum Sig- manni. arahöllinni í gærkvöldi, í tilefni rúnu Magnúsdóttur borgarfull- Tlmamynd: Pjetur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.