Tíminn - 04.10.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.10.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur4. október 1990 1 ÚTLÖND Sameining Þýskalands: 1 1 Pjooverjar tagna landshorna á milli í gær sameinuöust þýsku ríkin í ríkustu og stærstu þjóð Evrópu, við mikinn fognuð milljóna manna. Skotið var upp flugeldum, kyndil- göngur famar og skálað í kampa- víni frá Eystrasalti til Alpanna og frá frönsku landamærunum til þeirra pólsku. Á miðnætti hljómaði Frelsisklukk- an í Berlín, gríðarstór svartur, rauð- ur og gylltur fáni var dreginn að húni fyrir framan þinghúsið og Ri- chard von Weizsacker forseti til- kynnti að Þýskaland hefði verið end- ursameinað með friði og í frelsi. „Við viljum stuðla að heimsfriði í sameinaðri Evrópu," sagði hann. í heillaóskaskeytum sínum fögn- uðu George Bush og Mikhail Gor- batsjev sameiningunni og sögðu hana binda enda á kalda stríðið og vera upphaf samvinnu austurs og vesturs í Evrópu. „Fjörutíu og fimm ár óeiningar og árekstra milli austurs og vesturs eru nú að baki,“ sagði Bush Bandaríkja- forseti í sjónvarpsávarpi sínu til þýsku þjóðarinnar. En forsætisráðherra Breta, Margar- et Thatcher, var ekki eins uppnumin og sagði það skyldu annarra Evrópu- þjóða að tryggja að Þjóðverjar yfir- tækju ekki álfuna. Sigurvegarar síðari heimsstyrjald- arinnar afhentu Þýskalandi aftur fullveldi sitt á þriðjudaginn, en þann dag fóru fram ýmiss konar táknræn- ar kveðjuathafnir. Austur-Þýskaland hætti að vera til aðeins 11 mánuðum eftir að auknar kröfur A-Þjóðverja um lýðræði urðu til þess að hrekja Erich Honecker frá völdum. Austur-þýska stjórnin, þingið og herinn voru leyst upp á þriðjudaginn. Austur-Þjóðverjar, sem eru 16,2 milljónir, urðu ríkis- Tilkynning frá RÍKISBÓKHALDI Vegna flutnings í nýtt húsnæði verða skrifstofur okkar að Laugavegi 13 lokaðar á morgun, föstu- daginn 5. október. Opnað verður aftur að Sölvhólsgötu 7, 3. hæð, mánudaginn 8. október kl. 9.00. Óbreytt símanúmer: (91)609350 Samband við: skrifstofu ríkisbókara, gjaldasvið, teknasvið, efnahagssvið, BÁR, ráðgjöf Telefax: (91)626383. .<§& Bílakaup ríkisins H 1991 Innkaupastofnun ríkisins áætlar að kaupa um 140 bíla fyrir ríkisstofnanir árið 1990. Lýsing á stærðum og útbúnaði bílanna er að fá á skrif- stofu vorri og þurfa þeir bifreiðainnfiytjendur, sem vilja bjóða bíla sína, að senda verðtilboð og aðrar upplýsingar til skrifstofunnar fyrir 2. nóv- ember nk. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7, 105 REYKJAVÍK Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í foreinangraðar pípur. Um er að ræða lagnir að stærð 20-150 mm, samtals 52.000 m með greinistykkjum og múffum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 31. október 1990 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - 25800 Richard von Weizsácker lýsti yfir sameiningu Þýskalands í Berlín. borgarar Þýska sambandslýðveldis- ins, risaríkis með 79 milljónir fbúa og óhemju sterkan efnahag. Fyrrum forsætisráðherra Austur- Þýskalands, Lothar de Maiziere, sagði í kveðjuræðu sinni: „Endalok Austur-Þýskalands er jákvæð þróun, slíkt gerist aðeins örsjaldan í verald- arsögunni. Við erum ein þjóð, nú verðum við eitt ríki.“ Helmut Kohl, sem var fagnað af Þjóðverjum alls staðar að sem hin- um nýja þjóðarleiðtoga, fullvissaði órólegar nágrannaþjóðir um að of- urríkið nýstofnaða myndi ekki neyta afls síns. Hundruð þúsunda kátra Þjóðverja þyrptust að Brandenborgarhliðinu í Berlín til að horfa á einstæða flug- eldasýningu og dönsuðu, sungu og Helmut Kohl fullvissar þjóðir Evr- ópu um aö ofumkið muní ekki neyta afls síns gegn þeim. drukku í æstum fögnuði. Lögreglan hafði mikinn viðbúnað og kom þannig í veg fyrir meirihátt- ar óeirðir. En nokkur hundruð stjórnleysingjar og vinstrisinnar köstuðu bensínsprengjum og stein- um að stjórnmálamönnum í Kreuz- berghverfinu. Smáárekstrar urðu milli nýnasista og lögreglu í Leipzig, Magdeburg og Schwerin austan megin og í Gött- ingen vestan megin. En hátíðahöldin gengu almennt stórslysalaust fyrir sig og fjöldinn fagnaði á götum Hamborgar, Ko- blenz og Bonn, fyrrum höfuðborgar VesturÞýskalands. Nú er Berlín höfuðborg sameinaðs Þýskalands, þó svo að þingið verði í Bonn. Atburðarásin, sem leiddi til þess að kínversk Boeing 737-þota brotlenti og skall á tveimur kyrrstæðum þotum á flugvellin- um í Canton á þriðjudaginn, hófst með því að maður nokkur hélt til flugstjómarklcfans með blómvönd, að sögn eins þeirra sem Hfðu slysið af. öryggisverðir munu hafa talið að maðurinn ætlaði að færa áhöfninni blómin í tilefni af miðhausthátíðinni og hleyptu honum því inn í stjómkiefann. Er inn var komið tilkynnti maðurínn áhöfninni að hann væri með 7 kg af sprengiefnum fest við líkama sinn. Hann vís- aði síðan allri áhöfninni út, að eiuum flugmanni undanskild- Þegar flugvélin var að koma inn til lendingar, heyrðu farþeg- amir hróp og köll. Síðan varð sprenging og flugvélin brot- 127 manns létust og 53 særð- á þær vangaveltur — sem urðu vegna skorts á upplýsingum frá kínverskum stjómvöldum fyrsta sólarhringinn eftir slysið — að hópur flugrænlngja hefði veríð að verkl. En mÖrgum spumingum er enn ósvarað. Stjórnvöld hafa ýmist sagt að krafa flugræningj- anna hafi verið að vélin færi til Hongkong, Canton eða Tævan. En nú er ljóst að hávært rifrildi átti sér stað milli flugmannsins augnabUkÍn áður en slysið varð. Mónakó: Eiginmaður Karól- ínu prinsessu ferst Eiginmaður Karólínu, prinsessu af Mónakó, fórst í hraðbátaslysi í gær. Þetta er í annað skiptið á aðeins átta ámm sem banaslys verður inn- an fjölskyldunnar. Stefano Casiraghi, 30 ára gamall ítalskur kaupsýslumaður, lést sam- stundis þegar 15 metra löngum báti hans, Pinot di Pinot, hvolfdi í kapp- siglingu skammt undan SaintJean- Cap-Ferrat. Hann festist undir bátn- um. Félagi hans slasaðist og var fluttur á sjúkrahús. Casiraghi var að verja heimsmeist- aratitil sinn í kappsiglingu þegar báti hans, sem gat náð 180 km hraða á klst., hvolfdi er alda skall á honum. Hann var að berjast við að ná upp tíma sínum aftur í þessari vikulöngu keppni, en hann hafði tapað miklum tíma á mánudaginn er hann bjarg- aði manni úr báti sem kviknað hafði í. „Ég á enn möguleika á sigri, en það verður erfið barátta," sagði hann þá. Haft er eftir vinum hans að hann hefði haft í huga að hætta kappsigl- ingum að lokinni þessari keppni. Casiraghi og Karólína prinsessa giftu sig árið 1983, ári eftir að móð- ir hennar fórst í bflslysi. Þau eiga þrjú börn. Karólína var stödd í París en flaug Stefano Casiraghi og Karólína Grímaldi til Suður-Frakklands um leið og henni bárust fregnir af slysinu. Casiraghi, sem hafði á sér orð fyrir að vera glaumgosi, kom flestum á óvart er Karólína prinsessa kaus að giftast honum. Sagt var að faðir hennar, Rainier fursti, hefði kosið að hún giftist aðalsmanni. Fjölskylda Casiraghis hafði aflað auðs síns með fasteignaviðskiptum og framleiðslu á loftræstikerfum. Sjálfur átti hann fýrirtæki sem flutti út vefnaðarvörur og skó til Banda- ríkjanna. Hann var mikið fýrir hraða og átti nokkra hraðskreiða bfla og kapp- akstursbáta. Karólína prinsessa var áður gift frönskum kaupsýslumanni, Philippe Junot, en því hjónabandi lauk er hún fór fram á skilnað árið 1980, en slíkt er fátítt hjá rómverskkaþólsk- um. Móðir hennar fór til Vatikansins til að biðja páfann um ógildingu, en hún hefur aldrei verið veitt. Elsti sonur hennar, Andrea, getur ekki orðið viðurkenndur erfingi krún- unnar fyrr en fyrra hjónaband henn- ar hefur verið opinberlega lýst ógilt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.