Tíminn - 04.10.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.10.1990, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 4. október 1990 Tíminn 5 Sjálfstæðisflokkurinn situr á girðingunni og segist ekki vera með: A-flokkarnir safna „prikum“ í álmálinu Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra ætlar í dag að undirrita viljayfirlýs- ingu um byggingu nýs álvers á Keilisnesi. Mjög skiptar skoðanir eru innan ríkisstjómarinnar og fiokkanna, sem að henni standa, hvort tímabært sé að skrifa undir. Miðstjóra Alþýðubandalagsins mun að öllum lfidndum koma saman um helgina til að ræða um álmálið. Svavar Gestsson menntamálaráðherra lýsti því yfir í sjónvarpsvið- tali í gær að skrifi iðnaðarráðherra undir, stefni hann rfidsstjóraar- samstarfinu í hættu. Svavar sagðist óttast að mjög erfitt yrði að ná samkomulagi um málið eftir að iðnaðarráðherra er búinn að skrifa undir. Framkvæmdastjórn Alþýðubanda- lagsins hefur ákveðið að kalla saman miðstjórn flokksins til að fjalla um álmálið. Mjög skiptar skoðanir eru innan flokksins hvert skuli stefna í málinu. Hluti flokksmanna vill ganga til samninga í þeim anda sem iðnaðarráðherra hefur lagt til. Bald- ur Óskarsson, sem sæti á í álvið- ræðunefnd, hefur hvatt flokksfélaga sína til að fara þessa leið. Hann seg- ir að hlaupi ráðherra Alþýðubanda- lagsins úr ríkisstjórn, séu þeir að setja málið allt í stórhættu og dæma sjálfa sig úr leik í íslenskum stjórn- málum. Flestir hörðustu stuðnings- menn Ólafs Ragnars Grímssonar í flokknum eru sama sinnis. Svavar Gestsson og Steingrímur J. Sigfús- son eru andstæðrar skoðunar. Margir telja að Svavar og Stein- grímur J. séu búnir að koma sjálfum sér í mjög slæma stöðu með þeim yfirlýsingum sem þeir hafa gefið á undanförnum dögum. „Svavar og Steingrímur eru búnir að mála sig út í horn,“ sagði miðstjórnarmaður í Alþýðubandalaginu í samtali við Tímann. Óvíst er hvort þeir geta haldið andlitinu, úr því sem komið er, og jafnframt setið áfram í ríkis- stjórninni. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að iðnaðarráðherra skrifaði undir, en það tókst ekki. Nokkuð skiptar skoðanir eru um það innan stjórnarflokkanna, hvort tímabært sé að undirrita viljayfirlýs- inguna í dag. Svavar Gestsson er ekki einn um þá skoðun að iðnaðar- ráðherra hafi með framgöngu sinni í málinu stefnt stjórnarsamstarfinu í hættu. Aðrir benda á að kenna megi stífni ráðherra Alþýðubandalagsins um þann óróa, sem virðist ríkja á stjórnarheimilinu. Bent hefur verið á að allt í lagi sé að lofa Jóni Sigurðs- syni að skrifa undir. Ríkisstjórnin hafi eftir sem áður óbundnar hend- ur og ekkert sé því til fyrirstöðu að halda áfram að fjalla um málið á sömu nótum og gert hefur verið til þessa. Pó að þessi ábending sé í sjálfu sér rétt, getur orðið erfitt fyrir ráðherrana að vinna saman, eftir þær yfirlýsingar sem þeir hafa gefið. Jón Baldvin Hannibalsson og Jón Sigurðsson áttu í gær fund með for- ystumönnum f Sjálfstæðisflokkn- um. Erindi þeirra félaga var að fá skýr svör um það hvort til greina kæmi að þingmenn Sjálfstæðis- flokksins styddu álmálið á þingi. Svör sjálfstæðismanna voru skýr: Við hjálpum ríkisstjórninni ekki í þessu máli. Fundurinn í gær vekur upp þá spurningu hvort alþýðu- flokksmenn séu með það í huga að keyra málið áfram og slíta stjórnar- samstarfinu, fái þeir ekki vilja sínum framgengt. Benthefurverið á að það styrki pólitíska stöðu Jóns Sigurðs- sonar, verði kosið um álmálið, en staða hans er ekki eins sterk nú og hún var fyrir fjórum árum, þegar Jón kom inn í íslenska pólitík, þá óskrifað blað. Búast má við að á miðstjórnarfundi um helgina reyni Alþýðubandalagið að undirstrika sérstöðu sína í mál- inu. Líklegast er að miðstjórnin samþykki á fundi sínum ályktun þar sem settar verða fram kröfur um orkuverð, skattamál og mengunar- varnir. Pað plagg, sem iðnaðarráðherra skrifar undir í dag, er nokkurs konar fundargerð um það sem gerst hefur í álmálinu til þessa. Samningsaðilar lýsa því yfir að þeir séu búnir að ræða ákveðna hluti, fyrir liggi drög að samningum og greint frá efni þeirra. Undirritunin er því aðeins skref í átt að endanlegu markmiði, undir- skrifuðum samningum. Undirskrift- in bindur ekki hendur samningsað- ilanna. Iðnaðarráðherra hefur lýst því yfír að allir meginþættir samninga liggi nú fyrir. Ráðherrar og fleiri aðilar, sem unnið hafa að samningsgerð- inni, eru þessu ekki að öllu leyti sammála. Fjármálaráðherra hefur sagt að Atlantal-fyrirtækin hafí ekki tekið neina afstöðu til tillagna iðn- aðar- og fjármálaráðuneytis um skattamál. Svo virðist sem ekki liggi heldur fyrir, hvernig verður staðið að mengunarvörnum í álverinu, t.d. hvort í því verði vothreinsibúnaður. Þá er enn nokkuð langt í að hægt verði að ganga frá orkusamningi. Það eina, sem er orðið ljóst, er að ál- verið verður reist á Keilisnesi. Stjórn Landsvirkjunar kemur sam- an til fundar í dag til að ræða um drög að orkusamningi. Stjórnin hef- ur áður haldið einn fund, þar sem drögin voru til umfjöllunar. Jóhann- es Nordal, formaður stjórnar Lands- virkjunar, sagði að stjórnin myndi ræða um væntanlegan orkusamn- ing frá öllum hliðum í dag. Ekki væri áformað að samþykkja eitt eða neitt. Málið væri ekki komið á það stig að unnt væri að bera samning- inn undir stjórnina til samþykkis. EÓ Úthlutun útflutningsleyfa á ísfiski til sölu: 379 tonn af þorski í gámum Pressan komin — með til Englands Pressan kom út í morgun með nýrri áhöfn á ritstjórn, en sem kunnugt er var fyrri ritstjóm sagt upp á nánast eínu brettí fyrir nokkrum vikum síöan. Blaðið hef- ur verið auglýst grimmt að undan- fomu og Ijósmyndari rakst á þetta mikla plakat, sem límt hafði verið á öskutunnur í Vesturbænum. Aflamiðlun hefur úthlutað leyfum til útflutnings á ísfiski í gámum tíl sölu í næstu viku. Leyfi fengust til útfiutnings á 379 tonnum af þorski til Bretíands, en sótt hafði verið um leyfi til útflutnings á 1052 tonnum. 417 tonn af ýsu fara á Bretlands- markað í gámum. Sótt var um 993 tonn. Til Þýskalands fara 138 tonn af ufsa og 171 tonn af karfa. Sótt var um leyfi til útflutnings á 362 tonnum af ufsa og 415 tonnum af karfa. Áætlaðar landanir í Bretlandi eru 130 tonn af þorski og 70 tonn af ýsu. Búast má við að 170 tonnum af ufsa verði landað í Þýskalandi og 450 tonnum af karfa. Því verður heildarútflutningur til Bretlands 509 tonn af þorski og 487 tonn af ýsu. Til Þýskalands fara samtals 308 tonn af ufsa og 621 tonn af karfa. Þá fara 25 tonn af karfa til Belgíu og Frakklands. —SE Keppni í Evrópukeppni félagsliða í skák stendur nú yfir: Taflfélag Reykjavíkur teflir gegn Solingen frá Þýskalandi í fyrradag hófst viðureign keppnis- sveitar Taflfélags Reykjavíkur og v- þýska liðsins Solingen í skákheim- ili T.R. í Faxafeni 12. Keppnin hélt síðan áfram í gær, en viðureign þessi er liður í Evrópukeppni fé- lagsliða f skák. Taflfélag Reykjavíkur er komið í fjögurra liða úrslit í keppninni, ásamt Solingen og tveimur sovésk- um liðum. Sigri T.R., mun félagið keppa við aðra sovéska sveitina um titilinn Evrópumeistari félagsliða 1989-90. Liðið hefur áður lagt að velli And- erlecht frá Belgíu, með Jan Timman á fyrsta borði, Bayern Munchen frá V-Þýskalandi sem er núverandi v- þýskur meistari, og Búdapest frá Ungverjalandi, með Lajos Portisch á fyrsta borði. Með árangri sínum hef- ur keppnissveit T.R. skipað sér í hóp sterkustu félagsliða í heiminum, enda eru bestu liðin í Evrópukeppn- inni almennt gífurlega sterk. AI- gengt er t.d. að taflfélög í V-Þýska- landi og Frakklandi greiði útlend- ingum góðan pening fyrir að keppa með félögum sínum. Með sveit Solingen, sem hefur ver- ið helsti keppinautur Bayern Munchen um toppsætið í V-Þýska- landi síðastliðin ár, tefla tveir vel þekktir útlendingar, þeir Nigel Short og Boris Spassky. Ásamt þeim tefla í liði Solingen m.a. Robert Hiibner, Lobron, og fleiri. í liði Tafl- félags Reykjavíkur eru Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason, Margeir Pétursson, Helgi Ólafsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Karl Þorsteins- son. Teflt er á sex borðum, tvær um- ferðir. Fyrri viðureignin fór fram í fyrradag en sú seinni hófst í gær klukkan 17.00. -khg. Síldveiðar hefjast í næstu viku Síldveiðar hefjast í næstu viku. Þrír bátar hafa þó verið á sfldveiðum að undanförau með sérstakri undan- þágu. Að sögn Jón B. Jónassonar hjá sjáv- arútvegsráðuneytinu er öllum heimilt að fá slíka undanþágu en síldin sem veiðist er notuð sem beita eða fryst. Menn eru þó vanalega ekk- ert að flýta sér af stað því veiðin er yfirleitt dræm á þessum tíma. Ekkert er enn byrjað að salta síld og enn er ekki útséð með hvort af samningum við Sovétríkin, um út- flutning saltsfldar, verður. khg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.