Tíminn - 04.10.1990, Blaðsíða 19

Tíminn - 04.10.1990, Blaðsíða 19
Fimmtudagur4. október 1990 Tíminn 19 ÍÞRÓTTIR Viðar Þorkelsson verður ekki með Fram í næsta leik í Evrópukeppninni 24. október nk., þar sem hann fékk sitt annað gula spjald í Stokkhólmi í gærkvöldi. Tímamynd Pjetur. Evrópukeppni bikarhafa: Pétur og Viðar fara í leikbann - Fram í aðra umferð Evrópukeppninnar eftir 1-1 iafntefli gegn Framarar urðu í gær fyrstir íslenskra knattspyrnufélaga til að komast öðru sinni í aðra umferð í Evrópukeppni, er þeir gerðu 1-1 jafntefli við sænsku bikarmeistarana Djurgarden í Stokk- hólmi. Fram vann fyrri leikinn 3-0 á Laugardalsvelli og komst því áfram á 4-1 samanlögðu skori. Ekki var leikurinn áfallalaus fyrir Framara, því 58. mín. var Pétur Ormslev, fyrirliði liðsins, rekinn af leikvelli fyrir ítrekað brot. Viðar Þor- Evrópukeppnin: Jafnt hjá FH FH gerði 2-2 jafntefli við Dundee United og féll þar með úr UEFA- keppninni. FH komst í 2-0 með mörkum Harðar Magnússonar á 19. mín. og Kristjáns Gíslasonar á 28. mín., en í síðari hálfleik minnkaði Patrick Connolly muninn á 63. mín. og Guðmundur Hilmarsson skoraði síðan sjálfsmark á 80. mín. FH Djurgarden í Stokkhólmi kelsson fékk sitt annað gula spjald í keppninni og fer því einnig í leikbann í næsta leik. Það verður erfitt fyrir Framara að fylla það skarð sem þessir sterku leikmenn skilja eftir sig. Pétur Ormslev kom Fram yfir með marki úr vítaspymu á 9. mín. Fram- arar áttu þá gott upphlaup, Pétur lék á markvörðinn, sem átti ekki annars úrkosta en að fella Pétur. Staðan var því 0-1 fyrir Fram í leikhléi. Djurgar- den náði að jafna 7 mín. fyrir leikslok og var þar að verki Mikael Martins- son. Leikurinn í gær var 320. leikur Pét- urs Ormslev með mfl. Fram og er það leikjamet innan félagsins. „Við gerðum okkur grein fyrir því, fyrir leikina gegn Djurgarden, að við ættum möguleika á að komast áfram, en ég reiknaði nú með að það yrði erfiðara en raunin varð á,“ sagði Eyj- ólfur Bergþórsson, varaformaður knattspyrnudeildar Frám, í viðtali í Tímann í gærkvöldi. ,d4itt óskalið í 2. umferðinni er Wrexham frá Wales og þá er ég að hugsa um að komast í þriðju umferð- ina. Annars væri gaman að lenda á móti liðum eins og Juventus eða Sampdoria," sagði Eyjólfur. Dregið verður í 2. umferð keppninnar á morgun föstudag. BL Evrópukeppnin: KA úr leik íslandsmeistarar KA töpuðu síðari leik sínum gegn búlgörsku meistur- unum CFKA Sredetz Sofia 0-3 í Sof- ia í gærkvöld. Staðan var 1-0 í leik- hléi. Marashliev skoraði fyrir CFKA á 19. mín. og 80. mín. og Georgiev skor- aði á 48. mín. Áhorfendur í Sofia voru um 12 þúsund talsins, sem er sjálfsagt mesti fjöldi sem KA- menn hafa spilað frammi fyrir. Sofia-liðið kemst áfram í aðra um- ferð keppninnar á 3-1 samanlögðu skori, en KA sigraði 1-0 í fyrri leik á Akureyri. BL Islandsmótið í handknattleik: Fram stóö í Val Leikur Vals og Fram í 1. deildinni í hand- knattleik í gær var jafn og spennandi og þrátt fyrir að Valsmenn sigruðu með fimm marka mun, 24-19, þá segir það alls ekki alla söguna, því ungt lið Fram hristi svo sannarlega upp í Valsmönnum. Fyrri hálfleikur var jafh, þó svo að Vals- menn hafi yfirleitt verið á undan að skora. Staðan í hálfleik var 10-9 fyrir Val og náðu Valsmenn að skora tíunda markið á síð- ustu sekúndum hálfleiksins. Valsmenn voru oft mistækir í sókninni í fyrri hálfleik og voru þeir oft á tíðum full bráðlátir f sóknarleik sínum. Vöm Fram var góð og varði hún m.a. nokkur skot Valsmanna. Þór Bjömsson í marki Fram varði ágæt- lega í fyrri hálfleik. Sókn Fram var aftur á móti ekki eins góð og vömin og virtist sem piltamir væru ragir við að taka af skarið og brjótast í gegn eða skjóta á markið. Valsmenn byrjuðu síðari hálfleik af krafti og virtist allt stefha í að þeir myndu stinga Fram af. Þegar 15 mínútur vom eftir af leiknum vom Valsmenn komnir með 6 marka forystu. Þeir héldu greinilega að leikurinn væri unninn, en ungu piltamir í Fram vöktu þá af þeim draumfömm og skomðu 6 mörk á tíu mfnútum á móti 1 marki Valsmanna. Staðan var þá orðin 20- 19 og bjuggu menn sig því undir spenn- andi lokamínútur. í næstu sókn Vals- manna fengu tveir leikmanna Fram brott- vísun. Valdimar Grímsson misnotaði víta- kast í sókninni en Valsmenn náðu boltanum aftur og í þeirri sókn var þriðja leikmanni Fram vísað af leikvelli. Gústaf Björnsson, þjálfari Fram, fékk að sjá rauða spjaldið, þegar hann lét eitthvað óviðeig- andi út úr sér við dómarana við það tæki- færi. Þar með vom útileikmenn Fram helmingi færri en útileikmenn Vals og eft- ir það þurfti ekki að spyrja að leikslokum. Framliðið kom nokkuð á óvart í þessum leik og var sérstaklega ánægjulegt að sjá unga leikmenn Fram minnka sex marka forskot bikarmeistaranna á tíu mínútna kafla undir lok leiksins. Valsmenn vom langt frá sínu besta og var Valdimar Grímsson sá eini sem reis upp úr meðal- mennskunni og skoraði hann 11 af mörk- um Valsmanna. Karl Karlsson var bestur í liði Fram og skoraði 5 mörk. Gunnar Andrésson stjómaði sókninni vel og Páll Þórólfsson og Jason Ólafsson vom góðir. Þeir félagamir skomðu 4 mörk hver. Eins og áður sagði vom Valsmenn ekki sann- færandi. Reynsla þeirra skipti þó miklu máli undir lokin. Lið Fram er ungt og efnilegt og ef vel verður haldið utan um þennan leikmannahóp má búast við þeim í toppbaráttuna á næstu ámm. Dómarar leiksins vom Gunnar Kjartansson og Ámi Sverrisson og stóðu þeir sig með miklum ágætum í leiknum. Ónnur úrslit í 1. deild í gær urðu þessi: KR-Grótta 19-19, Haukar-ÍR 27-26 og Stjaman-Selfoss 20-19. Leik ÍBV og KA var frestað. —SE Evrópumótin í knattspyrnu: Úrslit; feitletraða liðið komst áfram Evrópukeppni meistaraliða: Grasshoppers-Rauða Stjarnan 1- 4 (1-1) samanlagt 2-5 Dinamo Tirana-Marseille 0-0 (1-5) samanlagt 1-5 Lathy-Swarovski Tirol (0-5) samanlagt Cluc Brugge-Lilleström 2- 0 (1-1) samanlagt 3-1 Spartak Moskva-Sparta Prag 2-0 (2-0) samanlagt 4-0 Uijpesti Dozsa-Napólí 0-2 (0-3) samanlagt 0-5 Besiktas Istanbúl-Malmö 2- 2 (2-3) samanlagt 4-5 St. Patricks-Dinamo Búkarest 1-1 (0-4) samanlagt 1-5 Dynamo Dresden-US Luxemborg 3- 0 (3-1) samanlagt 6-1 Portadown-Porto 1-8 (0-5) samanlagt 13-1 Real Madrid-Óðinsvé (4-1) samanlagt Panathinaikos-Lech Poznan 1-2 (0-3) samanlagt 1-5 Glasgow Rangers-Valetta 6- 0 (4-0) samanlagt 10-0 Bayern Miinchen-Apoel Nicosia 4- 0 (3-2) samanlagt 7-2 CSKA Sredetz Sofía-KA 3-0 (0-1) samanlagt 3-1 Evrópukeppni bikarhafa: Swift Hesparange-Legia Varsjá 0-3 (0-3) samanlagt 0-6 Barcelona-Trabzonspor 7- 2 (0-1) samanlagt 7-3 RFC Liege-Viking FK 3- 0 (2-0) samanlagt 5-0 Juventus-FC Sliven 6-1 (2-0) samanlagt 8-1 Pecsi Munkas-Manchester United 0-1 (0-2) samanlagt 0-3 Dinamo Kiev -Kuopion 4- 0 (2-2) samanlagt 6-2 Austria Memphis-PSV Schwerin 0-0 (2-0) samanlagt 2-0 Dukla Prag-Sliema Wanderers 4- 0 (2-1) samanlagt 4-1 Aberdeen-Nea Salamis Famagusta (2-0) PSV Eindhoven-Montpellier 0-0 (0-1) samanlagt 0-1 Flamurtari-FC Olympiakos 0-2 (1-3) samanlagt 1-5 Steua Búkarest-Glentoran 5- 0 (1-1) samanlagt 6-1 Lyngby-Wrexham 0-1 (0-0) samanlagt 0-1 Neuchatel Xamax-Estrela Amadora 1-1 (1-1) samanlagt 2-2 víti 3-4 Djugárden-Fram 1- 1 (0-3) samanlagt 1-3 Sampdoria-Kaiserslautern 2- 0 (0-1) samanlagt 2-1 Evrópukeppni félagsliða UEFA- keppnin: Eintracht Frankfurt-Bröndby 4- 1 (0-5) samanlagt 4-6 Hearts .-Dnepr Dneprop. 3-1 (1-1) samanlag t4-2 Vitesse Arnhem-Derry City (1-0) samanlagt Luzem-MTK Búdapest 2-1 (1-1) samanlagt 3-2 Mechelen-Sporting Lissabon 2- 2 (0-1) samanlagt 2-3 Lausanne-Real Soceidad 0-1 (2-3) samanlagt 2-4 Inter Bratisiava-Avenir Beggen 5- 0 (1-2) samanlagt 6-2 Chemnitzer-Borassia Dortmund 0-2 (0-2) samanlagt 0-4 Köln-IFK Norrköping 3- 1 (0-0) samanlagt 3-1 Dundee United-FH 2- 2 (3-1) samanlagt 5-3 Ferencvaros Búdapest-Antwerpen 3- 1 (0-0) samanlagt 3-1 Bologna-Zaaglebie Lubin 1-0 (1-0) samanlagt 2-0 Bordeaux-Qlenavon (0-0) samanlagt GAIS Gautaborg-Topedo Moskva 1-1 (1-4) samanlagt 2-5 Banik Ostrava-Aston Villa 1-2 (1-3) samanlagt 2-5 Rovaniemen-Magdeburg 0-1 (0-0) samanlagt 0-1 Admira Wacker-Vejle 3- 0 (1-0) samanlagt 4-0 TVvente Enschede-Bayer Leverkusen 1- 1 (0-1) samanlagt 1-2 Rosenborg-Cheraomorets Odessa 2- 1 (1-3) samanlagt 3-4 Turun-Katowice 0-1 (0-3) samanlagt 0-4 Valencia-Heraklis Saloniki (0-0) samanlagt Petrolul Ploiesti-Anderlecht 0-2 (0-2) samanlagt 0-4 Dinamo Zagreb-Atalanta 1-1 (0-0) samanlagt 1-1 Omonia Nicosia-SIavia Sofía 4- 2 (1-2) samanlagt 5-4 Benfica-Roma 0-1 (0-1) samanlagt 0-2 Monaco-Kerkrede 3- 1 (3-1) samanlagt 6-2 PAOK Saloniki-Sevilla 0-0 (0-0) samanlagt 0-0 víti 3-4 Un.Craiova-Partizani Tirana 1-0 (1-0) samanlagt 2-0 Atletico Madrid-Timisoara 1- 0 (0-2) samanlagt 1-2 Inter Mílan-Rapid Vín 3-1 (1-2) samanlagt 4-3 Vitoraia Guim.-Fehnerb.Istanbúl (0-3) samanlagt Partizan Belgrad-Hibernians 2- 0 (3-0) samanlagt 5-0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.