Tíminn - 05.10.1990, Page 1

Tíminn - 05.10.1990, Page 1
FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990 -192. TBL. 74. ÁRG. - VERÐ í LAUSASÖLU KR. 90,- Yfirlýst að álver rís á Keilisnesi. Sú niðurstaða tilkynnt fulltrúum Eyfirðinga og Reyðfirðinga fýrir undirritun: Samstaða um skatta- mál og staðarvalið Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra og fulltrúar Atlantsáls undirrituðu í gær áfangasamkomulag um byggingu nýs áivers á íslandi, sem rísa skal á Keilis- nesi. í plagginu, sem undirrítað var, er fjallað um hvemig standa skuli að frek- arí samningum um álveríð og auk stað- setningarínnar er staðfest samkomulag um að með skattamál fyrirtækisins skuli faríð samkvæmt íslenskum skattalögum og hugsanlegum ágreiningi skuli skotið til íslenskra dómstóla. Olafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalags- ins, sagði í gær að niðurstaðan í skatta- málum Atlantsáls væri góð og í sam- ræmi við tveggja áratuga stefnu flokks síns. Sú niðurstaða hefði fengist í við- ræðum fjármála- og iðnaðarráðuneyta við Atlantsál. Að öðru leyti væri hið undirritaða plagg lítilvægt: í umhverfismálum álversins hetði ekkert gerst og orkumálin væru í allsherjar biðstöðu. • Baksíða Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra hefur undirritað áfangasamkomulag um álver á Keilisnesi og réttir hér plaggið til Roberts G. Miller, fulltrúa Atlantsáls. Jóhannes Nordal, formaður álviðræðunefndar, sit- ur til hægri handar iðnaðarráðherra.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.