Tíminn - 05.10.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.10.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 5. október 1990 Tíminn 5 Ríkissaksóknari gerði tilraun til að birta Halli Magnússyni ákæru, en Arngrímur ísberg sakadómari synjaði þingfestingu málsins: „Minn skilningur að hæstirétt- ur hafi fellt ákæruna úr gildi“ í gær var tekið fyrir í Sakadómi Reykjavíkur í annað sinn mál ríkis- saksóknara gegn Halli Magnússyni, fyrrverandi blaðamanni á Tím- anum. Ríkissaksóknari höfðaði mál gegn Halli fyrir ummæli hans, bæði út af starfi séra Þóris Stephensen sem dómkirkjuprests og út af tímabundnu starfi hans á vegum Reykjavíkurborgar, sem staðar- haldari í Viðey. Sakadómur dæmdi Hall til sektargreiðslu. Hæsti- réttur ómerkti og felldi úr gildi dóm sakadóms í maí sl., þar sem málatilbúnaði ákæruvaldsins þótti áfátt og var málinu vísað frá hér- aðsdómi. Málið var sem fyrr segir tekið aftur fyrir í gær og synjaði Amgrímur ís- berg sakadómari þingfestingu máls- ins, sökum þess að um sömu ákæru væri að ræða og Hæstiréttur hafði vísað frá. Bragi Steinarsson vararíkis- saksóknari kærði strax álit sakadóm- ara til Hæstaréttar. Arngrímur ísberg sakadómari sagði að borist hefði sama ákæra og Hæsti- réttur hefði vísað frá í vor og ríkissak- sóknari hefði krafist þess nú að ákær- an yrði birt Halii aftur og málið síðan þingfest upp á nýtt, þ.e.a.s. það yrði byrjað á málinu upp á nýtt. Því hafi hann hafnað. „Minn skilningur er sá að Hæstiréttur hafi fellt ákæruna úr gildi. í dómi Hæstaréttar segir að hinn áfrýjaði dómur sé ómerkur, sem og málsmeðferðin, og var málinu vís- að frá héraðsdómi. Það skildi ég þannig að þar með væri ekki hægt að byrja sama leikinn á óbreyttri ákæru.“ Bragi Steinarsson vararíkissaksókn- ari sagði að svo virtist vera sem saka- dómari læsi eitthvað út úr þessum dómi Hæstaréttar sem hann gæti ekki lesið eða læsi eitthvað meira en í honum stæði, þar sem hann vísi mál- inu frá á þeim forsendum að Hæsti- réttur hafi hafnað ákærunni. í ákær- unni, sem nú var komið með, var tekið tillit til ábendinga Hæstaréttar. í fyrsta lagi var mætt af hálfu ákæru- valdsins, í öðru lagi var tekin skýr af- staða til annarra forsendna Hæsta- réttardómsins og í þriðja lagi var fall- ið frá tveimur ákæruliðum, þ.e. þeim liðum sem minnihluti Hæstaréttar hafði sýknað Hall af. í sératkvæði tveggja dómarar í Hæstarétti var Hallur dæmdur frá A til Ö. Þeir fundu hann sekan fyrir alla aðra liði ákærunnar en þessa tvo sem áður gat um. Bragi sagði að það væri ekki sagt í dómi Hæstaréttar að ákæran hafi verið felld úr gildi, en það virtist vera sem sakadómari álíti það. Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Halls Magnússonar, sagði að saka- dómari skildi dóm Hæstaréttar eins og hann sjálfur gerði. Ragnar sagði að Bragi hefði verið með stóryrtar yf- irlýsingar í fjölmiðlum þegar dómur Hæstaréttar féll og sagði þá m.a. að ákæran væri ódæmd. Ragnar sagði að það væri ekki rétt, þar sem Hæsti- réttur hafi tekið afstöðu í verulegum þáttum málsins í dómsforsendum. Ragnar sagði að þegar Bragi væri að tala um að hann hefði tekið skýra af- stöðu til forsendna Hæstaréttar- dómsins, þá væri hann greinilega að blanda saman dómsniðurstöðu og niðurstöðu minnihluta Hæstaréttar. Hann sagði að dómur Hæstaréttar í málinu væri ótvíræður og álit minni- hlutans skipti þar engu máli og það væri léleg lögfræði að kunna ekki muninn á dómi og minnihlutaat- kvæði. —SE Framkvæmdastjórn SUF: Ekkert álver verði reist Varða við Kúagerði Varða, sem ætlað er að minna ökumenn á að akstur vegi landsins á stöðum þar sem mörg alvarleg slys er dauðans aivara, var vígð sl. sunnudag í Kúagerði hafa átt sér stað. Sr. Cecil Haraldsson vígði vörðuna við Reykjanesbraut. og las bæn frá móður úr Hafnarfirði, sem misst hef- Varðan er sú fyrsta af mörgum sem Áhugahópur ur tvo syni sína í umferðarslysum. um bætta umferðarmenningu hyggst reisa við þjóð- Tlmamynd: Amt BJama Framkvæmdastjóm Sambands ungra framsóknarmanna samþykkti eftirfarandi ályktun í gæn „Framkvæmdastjórn SUF telur að ekki skuli ganga til samninga um byggingu nýs álvers á Keilisnesi. Framkvæmdastjórn SUF ítrekar þá skoðun stjórnar SUF að stóriðja eigi ekki að rísa á suðvesturhorni íslands vegna þeirrar gífurlegu byggðarösk- unar sem slík staðsetning veldur. Réttlætanlegt hefði verið að reisa álver utan suðvesturhornsins til að hamla gegn þeirri óæskilegu byggðaþróun sem orðið hefur und- anfarin ár, ef slíkt bryti ekki í bága við umhverfissjónarmið. Nú er kom- ið í ljós að umhverfisspjöll vegna ál- vers eru töluverð, þrátt fyrir að það rísi á Keilisnesi. Glæpurinn er því tvöfaldur, verði álverið reist. Nær væri að veita því fjármagni sem fslendingar leggja til álvers, beint eða óbeint, til að byggja upp atvinnustarfsemi á landsbyggðinni og stuðla þannig að jafnvægi í byggðaþróun á íslandi. SUF vekur einnig athygli á að með byggingu álvers veikjum við hina hreinu ímynd landsins. Sú ímynd er forsenda uppbyggingar íslands sem ferðamannalands og framleiðslu- lands ómengaðra afurða." Austurríkismaðurinn, sem stakk norskan þyrluflugmann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald: VAR TALINN HÆTTULAUS Austurríski maðurinn, sem stakk norskan þyrluflugmann í magann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar si. þriðjudagskvöld, var í gær úrskurð- aður í 30 daga gæsluvarðhald. Manninum hafði verið vísað frá Grænlandi og var á Ieið til Kaupmannahafnar með viðkomu í Kefla- vík, þar sem atburðurinn átti sér stað. Sá austurríski og norski þyrluflugmaðurinn voru samferða í flugvélinni frá Grænlandi. Þeir höfðu hist áður og var Austur- ríkismaðurinn ekki alveg sáttur við kynni sín af norska flugmanninum. Verið var að yfirheyra Austuríkis- manninn f gær og sagði Þorgeir Þor- steinsson, lögreglustjóri á Keflavík- urflugvelli, að flest benti til þess að andlega séð gengi maðurinn ekki heill til skógar. Ólafur Magnús Bertelsson, umboðs- maður Grænlandsflugs, var að ræða við Norðmanninn þegar hann var stunginn og þekkir því aðdraganda málsins vel: „Það var þannig að Austurríkismað- urinn var álitinn týndur á Grænlandi og Sturla Skoglund, norski þyrlu- flugmaðurinn, flaug með lögreglu- mönnum til að Ieita að honum og einnig var lögreglubátur notaður til leitarinnar. Þeir fundu hann fljótlega og átti að fara með hann til baka í þyrlunni, en vegna þess að maðurinn hegðaði sér ákaflega undarlega, m.a. taldi hann sig alls ekki týndan heldur sagðist hann vera á leiðinni fótgang- andi til Nuuk, neitaði flugmaðurinn að fljúga með hann. Öll hans fram- koma var þannig að Skoglund hafði fyllstu ástæðu til að ætla að það væri hættulegt að fljúga með hann til baka og m.a. hafði hann sýnt ein- hverja ofbeldistilburði. Enda varð það strax að samkomulagi milli Skoglund og lögreglunnar að hún tæki hann í bátnum til baka. Skog- Iund vissi síðan ekki meira um málið en var á Ieið heim til sín í frí með þessari vél í fyrrakvöld og sá þá að þarna var þessi Austurríkismaður kominn og án fylgdar sem hann undraðist mikið. Síðan kom í ljós, þegar ég fór að athuga málið, að lög- regla og hjúkrunarfólk á Grænlandi töldu manninn hættulausan og því var honum ekki veitt nein sérstök Mgd þegar honum var vísað úr landi. A leiðinni til Keflavíkur reyndi hann í tvígang að komast fram í stjómklefa, en hurðin var læst og komst hann því ekki þangað. Þegar komið var til Keflavíkur kom Skoglund strax til mín og spurði mig hvort ég hefði fengið viðvörun um þennan mann, sem ég hafði ekki fengið. Þegar hann sagði mér þessa sögu, óskaði ég eftir að fá annað hvort lögreglumann til fylgdar honum til Kaupmannahafnar ellegar hann færi ekki með þessari vél. Lögregluþjónn var síðan sendur út á flugvöll til að fylgja honum til Kaupmannahafnar. Við fórum síðan að hleypa fólki um borð í vélina og þegar þessi náungi kom út að hlið- inu, stoppaði ég hann og sagði hon- um að beðið væri eftir fylgdarmanni ti! að fylgja honum til Kaupmanna- hafnar. Þá sagði hann að það væri mjög góð hugmynd og sagði: „Ég er alís ekki fær um að ferðast einn.“ Hann beið síðan hinn rólegasti og Skoglund kom síðan að landgangin- um og við fórum að rabba saman og þessi Austurríkismaður kom þarna til okkar og var hinn friðsamlegasti. Ég leit svo á að maðurinn væri eitt- hvað truflaður og mér datt ekki í hug nein hætta í sambandi við hann. Síð- an stöndum við og erum að rabba saman, þegar hann allt í einu rekur hendina í áttina að Skoglund og það er ekki fyrr en nokkrum sekúndum seinna sem við áttum okkur á því að hann hafði stungið Skoglund. Þá voru hlutimir fljótir að gerast og lög- reglan tók manninn og fór með hann og Skoglund var fiuttur á sjúkrahús. Hann fór strax í aðgerð, þar sem læknamir vildu fullvissa sig um það hvort um einhverjar skemmdir væri að ræða á líffærum hans, en það kom í ljós að svo var ekki.“ Ólafur sagði að fyrir viku hefði lög- reglan hringt í sig og spurt hvort þessi Austurríkismaður væri á skrá hjá Grænlandsflugi til Grænlands. í ljós hafi komið að maðurinn hafði verið með fyrirspumir um ferðir til Grænlands á söluskrifstofu Flugleiða í Flugstöðinni. Ólafur sagðist ekki vita af hverju lögreglan hefði verið að gá að þessu, en ljóst væri að hún hefði haft einhverjar áhyggjur af þessum manni þegar hann var hér á landi. —SE Sýning í Hafnar- borg Grímur Marinó Steindórsson opnaði sýningu í Hafnarborg, menningar- og listasafni Hafna- fjarðar, laugardaginn 22. sept- ember síðastliðinn. Ágætis að- sókn hefur verið að sýningunni, en henni lýkur næstkomandi sunnudag. Á sýningunni er fjöldi verka unnin úr ýmsum málmum, bæði veggmyndir og skúlptúrar. Einn- ig sýnir Grímur nú í fyrsta sinn klippimyndir sem unnar eru á síðustu ámm. Sýningin er opin fráklukkan 14-19. khg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.