Tíminn - 06.10.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.10.1990, Blaðsíða 2
2 TiTninri' <’' Laucjárdagúr 6Í öktóbeVltð9Ó Van der Ros, framkvæmdastjóri Hoogovens, segir Atlantsál ekki hafa þrýst á undirskrift. Brýnt hafi hins vegar verið að fá staðsetninguna á hreint: Pélitískur éréi gæti tafið fyrir samningum i „Það er hugsanlegt að pólitískt ástand á íslandi geti haft áhrif á tímasetningar í þessu máli, en ég fæ ekki séð að það geti haft þau áhrif að ekki verði af byggingu álversins," sagði Hans G.D. van der Ros, framkvæmdastjóri hollenska álfyrirtækisins Hoogovens, á óformlegum blaðamannafundi sem fulltrúar álfyrirtækjanna þriggja í Atlantsál-hópnum héldu í gær. Van der Ros sagði óæskilegt ef undir- ritun sjálfra álsamninganna myndi dragast, en áætlað er að undirrita þá á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Hann lagði áherslu á að eitt af því, sem mælti með íslandi undir álver, væri að hér ríkti pólitískur stöðugleiki. Hann minnti á orð Roberts G. Miller, aðstoðarforstjóra Alumax, við undir- skriftina í íyrradag en þá sagði Miller að álverið ætti eftir að standa í ára- tugi og á þeim tíma myndu sitja margar ríkisstjórnir. Van der Ros var spurður hversu mikilvæg undirskriftin í fyrradag hefði verið og hvort það hefði skaðað frekari framgang málsins, hefði hún ekki farið fram. Hann svaraði því til að það hefði verið mjög brýnt að ákveða hvar á landinu verksmiðjan ætti að rísa. Staðsetning verksmiðj- unnar væri mikilvægur þáttur í áætl- unum um kostnað við hana. Um aðra þætti undirskriftarinnar sagði van der Ros að Atlantsál-fyrirtækin væru á þessu stigi ekki tilbúin til að ganga frá samningum um orkuverð, meng- unarvamir, skattamál eða annað. Hann sagði hins vegar að sér skildist að það væri mikilvægt fyrir íslensk stjómvöld að undirskriftin færi fram, því að með henni væri lagður grund- völlur að frumvarpi sem lagt verði fram á Alþingi íslendinga. Van der Ros tók fram að ekki hefði verið þrýst á af hálfu Atlantsáls-fyrirtækjanna að I?| Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar \ | í Síðumúla 39-108 Reykjavík - Sími 678500 Starf með unglingum Unglingaathvarfið í Seljahverfi óskar eftir að ráða starfsmann í 46% kvöldstarf. Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun og/eða reynslu sem nýtist í skapandi meðferðarstarf með unglingum. Umsóknarfrestur er til 15. október nk. Nánari upplýsingar veitirforstöðumaður í s: 75595 e.h. og á kvöldin virka daga. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Lausar stöður Við Stofnun Árna Magnússonar á íslandi eru lausar til umsóknar eftirtaldar stöður: 1. Staða styrkþega. 2. Staða sérfræðings. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vfsindastörf sín, ritsmíðarog rannsóknir, svoog námsferil og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhóls- götu 4, 150 Reykjavík, fyrir 5. nóvember nk. Menntamálaráðuneytið, 5. október 1990. Sjúkrahús Skagfiröinga Sauöárkroki Hjúkrunarfræðingar Óskum að ráða hjúkrunarfræðing til starfa nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Á sjúkrahúsinu eru 84 rúm, sem skiptast á: Sjúkradeild, fæðingardeild, hjúkrunardeild, elli- deild og hjúkrunar- og dvalarheimili. Húsnæði fyrirliggjandi. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 95-35270. Hans G.D. van der Ros, framkvæmdastjórí hollenska áffyrírtækisins Hoogovens. Tímamynd Pjetur undirskriftin færi fram, að öðru leyti en því að fá úr því skorið hvar verk- smiðjan yrði reist. Van der Ros sagði að Keilisnes hefði verið valið sem staður undir álverið að mjög vandlega athuguðu máli. Hann sagði að athuganir sýndu að stofnkostnaður vegna byggingu ál- vers væri lægstur á Keilisnesi af þeim þremur stöðum sem til greina komu. Mjög dýrt hefði verið að flytja og byggja yfir starfsmenn, hefði verk- smiðjan verið reist á Reyðarfirði, ekki síst vegna þess að á Austurlandi verð- ur væntanlega reist virkjun. Van der Ros sagði hættu á að Eyjafjörður lok- aðist vegna íss hafa dregið úr áhuga þeirra á að byggja álverið þar. Hann sagði ennfremur að umhverfisþátt- urinn mælti með Keilisnesi. Óæski- legt væri að byggja slíkar verksmiðj- ur inni í fjörðum. Van der Ros var spurður hvort að spádómar um hækkandi álverð á heimsmarkaði byggðu ekki á of mik- illi bjartsýni. Hann sagði það ekki vera. Spádómamir væm fyrst og fremst byggðir á raunsæju mati. Hann sagði áætlanir gera ráð fyrir að eftirspum eftir áli myndi aukast um a.m.k. 2% á ári næstu árin. Ekki væri fyrirsjáanlegt að framboð á áli myndi aukast að sama skapi. Van der Ros sagðist telja að Atlants- ál myndi borga svipaða skatta á ís- landi og sambærileg fyrirtæki borga í öðrum löndum. Hann sagði að á næstu vikum og mánuðum yrði farið vandlega yfir alla þætti málsins. Mik- il vinna væri eftir, einkum sem snýr að lögfræðilegum atriðum málsins. Van der Ros lýsti ánægju sinni með hvemig unnið hefur verið að samn- ingum. Samstarf fyrirtækjanna þriggja hefði gengið sérstaklega vel og samskiptin við íslensk stjómvöld verið mjög góð. í heild mætti segja að samningarnir hefðu gengið vel fyrir sig fram að þessu og á eðlilegum hraða. -EÓ Meðalaldur þingmanna Sjálfstæðisflokksins er 57 ár: Sjálfstæðismenn 10 ár frá ellilaunum Margir þingmenn Sjáifstæðisflokksins eru orðnir nokkuð gamlir í árum talið og bendir flest til að þingflokkurinn verði það áfram, þó að kosið verði í vor. Meðalaldur þingflokksins er 57 ár. Haft hefur verið á orði að þessi hái meðalaldur fæii hugsaniega frambjóðendur frá flokknum. Menn vilji hreinlega ekki fara í framboð af ótta við að verða taidir gamlir. Meðalaldur þingmanna Sjálfstæðis- flokksins er tæplega 57 ár. Þingflokk- ur Sjálfstæðismanna er langelsti þingflokkurinn. Þess ber þó að geta að tveir nokkuð ungir menn hafa villst til hans frá Borgaraflokknum, en þeir em ekki taldir með hér. Þing- menn Framsóknarflokksins em að meðaltali rúmlega 51 árs. Þingmenn Alþýðubandalagsins, Alþýðuflokksins og Borgaraflokksins em að meðaltali u.þ.b. 50 ára. Kvennalistinn var til skamms tíma með yngsta þingflokk- inn, rúmlega 47 ára. Sú tala hefur þó eitthvað breyst eftir að breyting var gerð á þingliði hans. Þá má ekki gleyma Stefáni Valgeirssyni, en hann verður 72 ára í næsta mánuði. Ungir sjálfstæðismenn hafa nokkr- um sinnum bent á þennan háa aldur þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa m.a. krafist þess að við komandi kosningar verði ungum mönnum stillt upp í efstu sæti. Ragnhildur Helgadóttir, þingmaður flokksins, hefur lýst því yfir að hún ætli að hætta þingmennsku, en við það tæki- færi sagði hún einnig að tímabært sé yngja upp í þingliði flokksins. Ragn- hildur er nýlega orðin sextug. í þingflokki sjálfstæðismanna em nokkrir sem em komnir á ellilaun. Elstur er Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, en hann verður 71 árs í næstu viku. Matthías Bjamason verður sjö- tugur á næsta ári. Þeir hafa báðir lýst því yfir að þeir gefi áfram kost á sér. Friðjón Þórðarson varð 67 ára snemma á þessu ári og er því farinn að þiggja ellilaun eins og Matthías og Þorvaldur Garðar. Friðjón hefur gefið þá yfirlýsingu að hann sé ekki á Ieið út úr pólitík. Aðrir þingmenn flokks- ins, sem em komnir á sjötugsaldur, em: Salome Þorkelsdóttir 63 ára, Eyj- ólfur Konráð Jónsson 62 ára, Pálmi Jónsson sem verður 61 árs í næsta mánuði og Ragnhildur Helgadóttir sem er orðin sextug. Þá verður Egili Jónsson sextugur eftir tvo mánuði. Ekki em horfur á að miklar breyt- ingar verði á þingliði Sjálfstæðis- flokksins, þ.e.a.s. ef flokksmenn taka ekki upp á því að hafna þingmönnum sínum í prófkjöri. Ragnhildur Helga- dóttir og Matthías Á. Mathiesen em þau einu sem lýst hafa því yfir að þau verði ekki í kjöri í vor. Ekki er vitað til annars en að aðrir þingmenn flokks- ins óski eftir endurkjöri. Fyrir utan háan aldur þingmanna Sjálfstæðisflokksins vekur nokkra at- hygli aldurssamsetning þingmanna Alþýðuflokksins. Allir þingmenn flokksins em fæddir á ámnum 1939- 42, ef Karvel Pálmason er undanskil- inn, en hann er fæddur 1936. Svo er að sjá, sem á þessum fjómm ámm hafi alþýðuflokksmönnum tekist sér- staklega vel upp við að búa til böm. Ekki er gott að sjá í fljótu bragði hver skýringin á þessu er, en tæplega er hér um tilviljun að ræða. Það er mjög athyglisvert að það skuli einmitt vera Karvel Pálmason, einn þingmanna Alþýðuflokksins, sem er ekki fæddur á þessum ámm. Það eitt og sér segir ýmislegt um sérstöðu Karvels í þing- flokknum. -EO Rússar: Borga í topp Tekist hafa samningar í Moskvu um að Sovétmenn greiði upp gjaldfallnar skuldir sínar vegna kaupa á frystum sjávarafurðum og lagmeti upp á tæp- ar níu milljónir dollara. Þær greiðsl- ur munu verða inntar af hendi, sam- kvæmt þeim samningi, í næstu viku. Sendinefnd á vegum utanríkisráðu- neytisins, sem í eiga sæti Hannes Hafstein ráðuneytisstjóri og fulltrúar Landsbankans, mun sitja áfram í Moskvu og þæfa málefni Álafoss sem snúast um tæpa eina milljón dollara. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra sagði að þessi niðurstaða væri betri niðurstaða heldur en á horfðist og hún skipti vemlegum sköpum fyrir framhald viðræðna okk- ar við Sovétmenn, sem byrja núna 8. október, um nýjan viðskiptasamning við Sovétríkin. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.