Tíminn - 06.10.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.10.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 6. október 1990 Tímirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gfslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrfmsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gíslason SkrifstofiirLyngháls 9,110 Reykjavlk. Sími: 686300. Auglýslngasfmi: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,- , verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Ótímabært framtak Iðnaðarráðherra ætlar að fylgja því fast eftir við al- menning að undirskriftarplagg hans og Atlants- álshópsins skuli bera samningsheiti, þótt inni- haldið bendi ekki til þess að skjalið eigi slíkt nafn skilið né neitt sem nálgast svo viðamikla nafngift. í skjalinu eru jafnvel færri bitastæð ákvæði en hugsanlegt var að ráðherra hefði getað komið þar að. Þetta á sérstaklega við um höfuðatriði allra stór- iðjusamninga af Islands hálfu, sem er ákvörðun orkuverðs og fyrirkomulag greiðslu fyrir orkusöl- una. Annað verður ekki séð af niðurstöðu fundar í stjórn Landsvirkjunar í fyrradag en að óákveðið sé hvernig þeim málum verði skipað. Stjórn Lands- virkjunar hefur ekki komist að niðurstöðu um hver skuli vera efnisatriði orkusölusamningsins. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið taldi sig hafa í gær, tók Árni Grétar Finnsson, full- trúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Landsvirkjunar, þá afstöðu að hann teldi „að eftir væri að vinna að ýmsum mikilvægum atriðum í orkusölusamn- ingnum og því væri ekki hægt á þessu stigi að af- greiða hann af hálfu Landsvirkjunar", þótt hann teldi á hinn bóginn að halda ætti samningsgerð- inni áfram. Davíð Oddsson borgarstjóri, sem situr í stjórn Landsvirkjunar fýrir Reykjavíkurborg, sem á 45% eignarhlut í fyrirtækinu, talar um að meta þurfi hvort „fyrirtækið sem slíkt þolir þessa samninga eða ekki“, eins og hann kemst að orði, svo að mikið vantar á að hann telji orkusölusamn- ing kominn á. Fulltrúi Framsóknarflokksins í stjórninni, Páll Pétursson þingflokksformaður, lét bóka afstöðu sína til hugsanlegs orkusölusamnings, þar sem bent er á mörg atriði sem enn eru ófrágengin í því sambandi. Páll segir að engin trygging liggi fyrir um það að gætt verði þeirrar lögbundnu stefnu í málefnum Landsvirkjunar, að orkusölusamningar við stóriðjufyrirtæki valdi ekki hærra raforkuverði til almenningsrafveitna en ella hefði orðið. Hann telur að í samningnum verði að vera endurskoð- unarákvæði, sem tryggi að hagsmunum Lands- virkjunar verði aldrei stefnt í voða og þar verði að vera ákvæði um að orkuverð til álbræðslunnar fari ekki niður fyrir fastákveðið lágmark, að setja verði „gólf“ í samninginn, eins og það er kallað á mál- lýsku samningamanna. Sigurjón Pétursson, borgarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins sem situr í stjórn Landsvirkjunar, og Finn- bogi Jónsson, varamaður Ólafs Ragnars Gríms- sonar í stjórninni, taka undir orð Páls Pétursson- ar um framangreind atriði og átelja þá málsmeð- ferð að stjórn Landsvirkjunar hafi aldrei hitt eða rætt við væntanlegan orkukaupanda og því sé ver- ið „að stilla stjórn fyrirtækisins upp andspænis fullgerðum samningi", eins og þeir segja í bókun sinni. Þegar svona stendur á um afstöðu Landsvirkjun- arstjórnar, er augljóst að undirskriftarframtak iðnaðarráðherra var ótímabært. F 1—/ inn af traustustu liðs- mönnum Tímans í full sextíu ár, Halldór á Kirkjubóli, átti áttræð- isafmæli 2. þ.m. Afmælisins var minnst með ýmsum hætti, m.a. fjölmennu samsæti í Templara- höllinni í Reykjavík, auk þess sem út kom eftir hann myndar- leg bók með úrvali þess sem hann hefur ritað í blöð og tíma- rit á löngum höfundarferli. Á ritvelli og málþingum Halldór á Kirkjubóli hefur tengst Tímanum á fleiri en einn veg, því að hann var þar fastráð- inn blaðamaður um árabil fyrir og um 1950 og ötull greinahöf- undur í blaðinu fyrr og síðar fram á þennan dag. Á blaða- mannsárunum lét hann að sjálf- sögðu mikið til sín taka á síðum Tímans, því að hann er ham- hleypa til vinnu að hverju sem hann gengur og vill skila dags- verki sínu að fullu þegar skyldu- störfin eiga í hlut. Hvað það snertir er Halldór enginn meðal- maður. En svo vel sem hann hef- ur leyst dagleg skyldustörf af hendi og staðið undir ábyrgð sinni sem bóndi á eigin jörð, heimilisfaðir og starfsmaður í annarra þjónustu, bætti hann drjúgum við dagsverkið með fé- lagsmálastarfi sem engin laun koma fyrir önnur en vissan um að hafa rækt skyldu sína gagn- vart samfélagi og almannaheill. Ekki verða þessi störf rakin hér ítarlega, en á það minnt að auk þess sem hann hefur staðið framarlega í stjórnmálum sem einn allra virkastur liðsmaður Framsóknarflokksins áratugum saman, hefur hann ekki síður látið að sér kveða í ópólitískum félagsskap á sviði menningar- og mannræktarmála. Hvað því við kemur er Halldór m.a. kunnur fyrir störf sín og málsvar fyrir Góðtemplararegluna, enda ósveigjanlegur um skoðun sína á bindindis- og áfengismálum og hefur e.t.v. áunnið sér fyrir það einhvers konar öfgamannsorð hjá þeim sem hatast við skoð- anafestu annarra og væna þá um fordóma sem ekki hugsa eins og þeir sjálfir. Er skemmst frá því að segja að Halldór á Kirkjubóli er í öllu kappi sínu eins laus við öfgar og hleypidóma sem verða má, þótt honum sé umhugað um það á málþingum og ritvelli að ekki leiki neinn vafi á því hvar hann stendur í fylkingu. Þrátt fyrir það er hann lipur mála- miðlari og mannasættir og kann sér í öllu hóf. Þetta vita þeir sem starfað hafa með honum í félags- skap eða á vinnustað, enda er hann vinmargur og nýtur trausts og virðingar samferða- manna. Ræktunarhugsi ónir Eins og fram hefur komið hefur Halldór Kristjánsson verið af- kastamikill höfundur blaða- greina um menningaramál, stjórnmál og önnur almenn þjóðmál. Langflestar greinar hans er að finna í Tímanum, eins Halldór á Kirkjubóli og að líkum lætur, þótt þeirra sé víðar að leita. Meðal athyglis- verðra greina eftir Halldór er grein í tímaritinu Dagskrá frá árinu 1947 þar sem hann fjallar af áhuga og bjartsýni um skóg- ræktarmál undir fyrirsögninni Sárin foldar gróa. Það hefur verið nokkuð til siðs upp á síðkastið að áhugafólk um gróðurvernd lætur eins og upp- græðsla og skógrækt sé ný upp- götvun sem hugsjónamál fram- sýnna manna. Þetta er þó fjarri öllum sanni, því að land- græðslu- og skógræktarmál eru jafngömul þessari öld og þeirri bylgju framfara sem vakin var á öllum sviðum þjóðlífsins um og eftir aldamótin. Á þetta bendir Halldór í grein sinni frá 1947 þegar hann segir að skógræktar- starf áhugamanna allt frá alda- mótum hafi sannað að heil hér- uð á íslandi geti skrýðst skógi eins og var til forna, að nýjar trjátegundir geti þrifist í landinu og náð miklum þroska. Orðrétt segir Halldór um skóg- ræktarmál: „Hefðu íslendingar á tímum Fjölnismanna borið gæfu til að rækta heppilegan barrskóg á nokkrum hundruðum ha. lands væri þar nú stórvaxinn skógur, sem höggva mætti til mikils gagns fyrir þjóðina, því að meg- inhlutinn af því timbri sem við notum er af tegundum sem hér geta vaxið. Það er staðreynd að skógarfur- an, sem flutt var að Hallorms- stað eftir aldamótin hefir þrosk- ast fyllilega eins vel og títt er um miðbik Noregs og Svíþjóðar, í hinum aldagömlu nytjaskógum þessara landa. Það er líka staðreynd að birki og blágreni, sem eiga sér álíka langa sögu hér á landi, hafa þroskast svo vel, að sambærilegt er við það sem gengur og gerist í skógarlöndunum. Þess ber þó að sjálfsögðu að gæta, að trjáteg- undir þessar allar hafa vaxið framan af í skjóli innlends birki- skógar. A síðustu árum hafa verið reyndar nýjar tegundir trjáa hér á landi. Þær hafa verið valdar með tilliti til þess, að þær ættu heima við svipuð veðurskilyrði og hér eru, eyjaloftslag og um- hleypinga. Einna mesta athygli hefur Sitka-grenið vakið. Það er talið vera þriðja hæsta trjátegund í heimi og geta náð allt að 90 metra hæð við góð skilyrði. í nyrstu skógunum nær það 10-20 metra hæð og má okk- ur finnast það myndarlegir stofhar. Það þrífst best í mjög röku loftslagi og gerir þá litlar kröfúr til jarðvegsgæða. Það er ágætur viður til smíða, bygginga og iðnaðar. Reynslan bendir nú til þess, að Sitka-greni geti náð góðum þroska á íslandi. Þó er fjallaþöll- in harðgerari tegund, enda sein- vaxnari og smærri og er svipað að segja um fjallaþin, en allt eru þetta tré frá Alaska. Það er rétt að nefna hér fáein dæmi um vöxt nokkurra trjáteg- unda hér á landi. Skógarfuran, sem hér var gróð- ursett fyrir 35-40 árum, hefir náð fullri 7 metra hæð. Blágreni hefir á 40 árum orðið allt að 10 metra hátt. Lerki hefur náð sömu hæð, allt að 10 metrum, á 25 árum. Stærsta Sitka-grenitré hér á landi er 4,80 metrar, en meðal- hæð Sitka- grenisins eftir 9 ár er 3,35 metrar. Vöxtur þess er mjög hægur fyrstu árin. Fjallaþinur frá 1937 er orðinn þriggja metra hár. Þetta sýnir, hvernig erlendar trjátegundir hafa sprottið hér. Þetta er veruleiki, en ekki skáld- skapur eða ímyndun. Ekki ber að líta aðdáunaraug- um á þessa innflytjendur til þess að fyrirlíta hinn gamla og góða skógargróður íslands, þó að víða sé smávaxinn. Hann er samt sem áður ómetanleg eign vegna margra hluta. Ræktun nýrra teg- unda er miklu auðveldari í skjóli hans. Auk þess er smáskógur líka verðmæti til iðnaðar, en trjáviður er nú orðinn svo merkilegt hráefni til margs kon- ar iðnaðar, að kurl úr kjarrskógi geta verið mjög verðmæt. Það er mest um vert hversu marga rúmmetra hver hektari skóg- lendis gefur af sér, þó að stórvið- ið hafi auðvitað sína yfirburði yf- ir smáskóginn til smíða og bygg- inga. En útlit er fyrir að friðaðir birkiskógar á íslandi vaxi það ört að landið geti gefið sæmilegan arð. Hér hefir ekki verið minnst á það gagn, sem skógarnir gera óbeint, með því að vernda jarð- veginn, tempra jarðrakann, milda loftslagið og skýla. Það er þó út af fyrir sig svo merkilegt atriði að ekki er hægt að ganga þegjandi framhjá því. Og vel má líka nefna fegurð landsins, því hún er ekki hégómamál, þó að erfitt sé að virða hana til fjár. En er minna um hana vert fyrir það? Verkin sem bíða Hingað til er það einkum rækt- un einstakra áhugamanna sem hefir leitt í ljós hvað hægt er að gera í þessum málum. Jafnframt því er þó að geta þeirra skógar- girðinga, sem friðaðar voru eftir aldamótin og erlendar tegundir fluttar í. Svo hefir skógrækt rík- isins á síðustu árum flutt inn nýjar tegundir, gert margar gagnmerkar athuganir og undir- búið stórfelld framtíðarstörf. Jafnframt hefir skógræktarstarf- semin í landinu verið skipulögð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.