Tíminn - 06.10.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.10.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 6. október 1990 Tíminn 7 og hafa skógræktarfélög hérað- anna víða notið hjálpar og leið- sögu við að koma sér upp girð- ingum til friðunar gömlum skógarleifum og plöntunar ung- viðis. Jafnvel þó að nú komi nýtt kyrrstöðutímabil hlyti það, sem gert hefir verið síðasta áratug, að bera komandi kynslóðum vitni frá kyni til kyns um það hvað hægt er að gera á íslandi og hvað framsýnir áhugamenn gerðu á þessum árum. En það er ástæðulaust að kvíða slíkri kyrrstöðu. Þjóðin er ekki svo heillum horfin að hún vilji ekki fegra, bæta og auðga land sitt. Við vitum nú svo mikið að það er aiveg óhætt að taka sér í munn í fullri alvöru það, sem Guðmundur Guðmundsson kvað til áhugasamra æsku- manna fyrir 40 árum [þ.e. árið 1907]: „Vormerm íslands, yðar bíða eyðiflákar, heiðalönd, komið grænum skógi að skrýða skriðu bera, sendnaströnd Víða eru birkileifar lifandi í jörðu þó að landið sé skóglaust og að mestu örfoka. Ef slíkt land er friðað er það fljótlega vaxið kjarri hér og hvar. Það kjarr er æskilegt skjól og vernd fyrir ungviði af harðgerð- um, stórvöxnum trjátegundum. Þannig er hægt að nema á ný víðáttumikil heiðalönd. Hér má minna á það til dæmis, að hlíðin gegnt Vaglaskógi er blásnir og berir melar. Upp með Skjálfandafljóti er víðáttumikið hérað örfoka að mestu. Þar eru einstakar öldur og lautadrög vaxin víði og sennilega lifa víða birkihríslur í jörðu. Örnefni eins og Vopnaskógur og gamlar gjallhrúgur benda til þess, að þarna hafi áður verið höggvinn skógur, gert til kola og stundaður rauðablástur. Reynsla síðustu ára bendir eindregið til þess að slíkt land megi græða skógi á ný. Þar myndi skógarfura og lerki vaxa og gera landið verðmætt á komandi öldum. Sunnanlands eru víðáttumiklir eyðisandar. Mikið hefur verið gert síðustu áratugi til að hefta sandfok og eyðingu Iands, en þó er það nær því að vera vörn fyrir það, sem óeytt er, en verulegt nýtt landnám. Allt bendir til að skógurinn eigi að vera með í hinu nýja landnámi. Hann skýlir og hann bindur jarðveginn. Stæði hann vörð, þar sem hætt- ast er við að uppblásturinn byrji, mætti bjarga miklu, verðmætu landi, svo að öruggt væri um framtíð þess. Á Vestfjörðum eru kjarri vaxnir firðir, bæði norður úr Breiða- firði innan Barðastrandar, Suð- urfirðir í Arnarfirði og firðirnir vestur úr ísafjarðardjúpi. Víðar eru skógarleifar í fjarðarbotnum vestra. Hvað er eðlilegra en að þetta kjarr sé notað til hlífðar stórvaxnari trjátegundum? Sums staðar er byggð mjög að eyðast á þessum slóðum vegna strjálbýlis og harðbýlis. Því er þá ekki rétt að leggja þar land til skógræktar, fyrst það sýnist ein- mitt vera heppilegt til þess, fremur en annars? Hér er gripið niður á þremur stöðum landsins við hin ólíkustu skilyrði um veður og náttúrufar. Eftir hverju á að bíða með að gera myndarlega tilraun um ræktun nýrra, stórvaxinna nytja- skóga á þessum svæðum? A fáeinum árum mætti sjá hvernig trjátegundimar þrifust þarna. Ef þær yxu og þroskuðust eðlilega fyrstu árin, er varla hægt að hugsa sér annað en framtíðin væri tryggð. Þá væri úr því skorið með fullri vissu að eyðiflákar íslands gætu orðið glæsilegustu nytjaskógar, sem gæfu í þjóðarbúið mikinn við til smíða, bygginga og iðnaðar og vernduðu auk þess annan gróð- ur landsins og væru ómetanleg hjálp landbúnaði þjóðarinnar og aílri ræktun. Á söndunum sunn- anlands og yfirleitt meðfram ströndunum eru vonirnar einna helst bundnar við Sitka-grenið. En norðanlands og í þurrviðra- sömum uppsveitum væri það skógarfura og lerki. Skammsýn sijQmvöld? Gera má ráð fyrir því, að fyrst um sinn verði þróun þessara mála lík því sem verið hefir síð- ustu árin. Heima við sveitabæi og íbúðarhús í þorpum og kaup- stöðum rækta menn litla trjá- garða. Þar koma menn á legg einstökum trjám af ýmsum teg- undum. Þau verða bæði mikil prýði á heimilunum, en auk þess talandi dæmi um það, hvað geti lifað og vaxið úr jarðvegi héraðs- ins. Félög áhugamanna rækta litla reiti við samkomuhús, skóla og kirkju eða á hentugum stöðum öðrum. Þannig ætti hvert ein- fslenskur skógur asta þorp að eignast sinn lysti- garð. Um þetta er hið sama að segja og lundina við bæina. Þess- ir reitir yrðu til fegurðar og gleði og hvatningar. Þessi ræktun hinna litlu alþýð- legu garða hefur ómetanlega þýðingu, meðal annars vegna þess, að trén, sem þar vaxa, eru óhrekjandi rök. Þau eru rök fyrir því að þannig geti fleiri tré vaxið úr sama jarðvegi í sömu veðr- áttu. Því hjálpar þessi ræktun til að eyða þeirri heimskulegu trú að skógrækt á íslandi geti aldrei orðið annað en þýðingarlaust og arðlaust dundur. í þriðja lagi munu svo skóg- ræktarfélög héraðanna halda áfram að friða land og græða nýjan skóg í girðingum sínum. En öll þessi starfsemi þarf góða forystu og stuðning af hálfu rík- isvaldsins. Það er ástæðulítið að kvíða því, að sú forysta bregðist. Skilning- ur þjóðarinnar á þessum efnum er að vakna. Og þjóðin á menn með bæði hagnýta kunnáttu og æðri menntun í þessum málum. Þótt það kynni að hvarfla að skammsýnum stjórnvöldum, að sýna skógræktarmálunum skiln- ingsleysi, er engin hætta á, að stætt væri á því stundinni leng- ur. Með hverju ári sem líður vaxa hinir nýju skógar og með þeim vex skilningur alþjóðar og vænt- anlega vilji til að búa sem best í haginn fyrir komandi kynslóðir með ræktun skóganna. Því er ekki haldið fram hér, að það sé fyrirhafnarlaust, að græða landið skógi í stórum stfl. Það var heldur ekki fyrirhafnarlaust hjá Dönum að græða skóg á Jót- landsheiðum og rækta þær, eða Hollendingum að þurrka og rækta strandhéruð sín undir sjávarmáli, svo að nefnd séu tvö dæmi frá ágætum menningar- þjóðum. En hitt er augljóst, að það er hægt að rækta hér skóg í stórum stfl, og það á þann hátt að borgi sig fjárhagslega. Þannig er hægt að búa til nýjan, örugg- an og varanlegan tekjustofn fyrir þjóðina. Og sá tekjustofn hefur það í för með sér að landbúnað- urinn verður öruggari, árvissari og hefir skilyrði til fjölbreyttari ræktunar. Skógrækt framtíðarmál Skógræktarmálin eru því eitt af stærri framtíðarverkefnum ís- lendinga. Það gefur heimilunum nýjan svip og treystir samband fortíðar og framtíðar, þegar þar eru ræktuð tré, sem lifa öldum sam- an, en aldur Sitka-grenisins er t.d. talinn 400- 750 ár, þó að það nái fullum þroska á miklu skemmri tíma. En jafnframt ætti íslenska þjóðin að íeggja metnað sinn í það, að græða sárin, sem skammsýn rányrkja liðinna alda hefir veitt landinu. Það er áreið- anlega eitt af því sem raunhæfa þýðingu hefir til verndar sjálf- stæði íslensku þjóðarinnar. Sú þjóð sem vanrækir og smáir náttúrugæði lands síns, er landsins ekki verð, og hún lifir ekki sjálfstæðu lífi til lengdar. Menn kunna að kalla slíkt hjá- trú, en það er ekki. Það er algilt lögmál sem ekki verður umflúið. Sú kemur tíð að sárin foldar gróa. Nú höfum við öll skilyrði til að láta þá tíð hefjast ef við að- eins viljum. Það er einkum tvennt sem mun reynast skógræktarmálunum þungt í skauti. Fyrst hin aldagamla og gróna ótrú á landið, sem er jafnvel svo mögnuð að hún afneitar stað- reyndum og þrætir fyrir það, sem þreifað verður á. Síðan hinn sérgóði og skammsýni hugsun- arháttur sem jafnan spyr um endurgjald að kvöldi og finnur engan unað í því að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Það vill svo vel til að það er ein- mitt þetta tvennt sem hvarvetna er mestur háski fyrir félagslega menningu, framfarir og við- reisn. Vill svo vel til segi ég, vegna þess, að það er sjálfur höf- uðóvinur mannlegrar hamingju, sem við er að eiga, þegar barist er fyrir vexti hinna nýju skóga á íslandi. Vegna þess, að ég trúi á þjóðina, viljann til að vaxa að menningu og hagsæld og þroskann til að sigrast á sundurlyndi og örðug- leikum, þegar mikið liggur við, trúi ég á framtíð íslenskra skóga, nýrra og gamalla. Mér virðist að íslensk þjóð og íslenskir skógar eigi sama fjöregg og sömu óvini, svo að Iíf og vöxtur hvors tveggja hljóti að fylgjast að.“ Gamalt og nýtt Að lesa þessa gömlu land- græðslu- og skógræktarhug- vekju Halldórs á Kirkjubóli færir okkur heim sanninn um það, að boðskapurinn um hreint, fagurt og gróðurríkt land er ekki ný hugsjón, hún er gamalt baráttu- mál framsýnustu manna margra kynslóða alla þessa öld. Þeir eru allir að hvetja til hins sama, að klæða landið lifandi gróðri, bæta fyrir landspjöll sem vanræksla og vangeta hafa valdið, eða eyð- ingaröfl náttúrunnar sjálfrar hafa orsakað. Þótt það komi fram í grein Hall- dórs, að hann er að tala við samtíð sína fyrir meira en 40 árum og hvetur til þess að hún geri betur en kynslóðirnar sem á undan fóru, lætur hann hug- sjónamenn aldamótanna njóta sannmælis um þá vakningu sem þeir komu af stað. Halldór sér í verkum ræktunarmanna, sem unnu í anda þeirrar vakningar, vísbendingu og sönnun fyrir því að hægt sé að gera betur. Halldór útilokar ekki „skammsýni stjórnvalda" um framkvæmd ræktunarhugsjóna, en hann trú- ir því að glæða megi skilning þjóðarinnar á mikilvægi þeirra. I því felst vissan um að þær verði að veruleika. Vafalaust er það rétt, að mörgu hefur miðað hægar í land- græðslu- og skógræktarmálum þau 43 ár, sem liðin eru frá því að Halldór á Kirkjubóli birti framanritaða hugvekju sína. Engin vanþörf er á að endur- vekja anda hennar með nýjum orðum, sem túlka þó hinn sama boðskap, því að viðhorf til ein- stakra þátta skógræktar- og landgræðslumála hafa breyst, áhersluatriði verða önnur eftir því sem tímar líða og aðstæður breytast, reynsla og þekking eykst og möguleikar vaxa að sama skapi. En samtíminn eykur ekki hróður sinn með því að fyll- ast hofmóði gagnvart liðinni tíð, jafnvel ekki því sem vangert var, heldur átta sig á samhenginu sem er í hinni jákvæðu framfar- abaráttu á mörgum sviðum þjóðlífsins alla þessa öld og á ekki síst við um ræktunarhug- sjónina. Hún er gömul en krefst sífelldrar endurnýjunar. Grein Halldórs á Kirkjubóli er birt í Tímabréfi til að minna á þann sannleika.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.