Tíminn - 06.10.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.10.1990, Blaðsíða 14
22 Tíminn Laugardagur 6. október 1990 B MIMMIMr MINNINu % w w/ Bjamþóra Eiríksdóttir Fædd 6. júní 1906 Dáin 28. september 1990 Það var um haust, er himinsunna blíð að heiðum boga var að ægi liðin en mánageislar gylltu fjallahlíð, ég glaður hlýddi á lœkjarbunu - niðinn. Og norðurljós við bláa tjallabrún blikuðu skaer um heiðríkt stjömu- veldi, og bleikar engjar of og slegin tún ununarbjarma sló á þessu kveldi. (Kristján Jónsson) Það er níu ára drengur á ferð á milli bæja. Hann er með klút í hendinni, innan í honum eru sokkar og vett- lingar. Drengurinn var lánaður í nokkra daga á bæ í næsta nágrenni við heimili hans, því húsbóndinn þar þurfti að leita sér lækninga til Reykjavíkur í nokkra daga. Það var fagur haustdagur, sannkall- aður sumarauki. Það hafði gert skúr um morguninn, en það var eins og haustrigningamar næðu ekki yfir- höndinni, því aftur var farið að létta til yfir norðurfjöllunum. Það var öf- ugt við þegar rigningar gengu og ekki gat stytt upp. Það var ekki laust við smá trega í sál drengsins að fara úr föðurhúsum og vera í burtu frá foreldrum og stórum systkinahóp. Moldargata var á milli bæjanna, ann- ar vegur var ekki. Gatan var þurr og hörð, ólíkt þegar rigndi, þá var hún svað. Á bænum voru hjónin og þrjú böm, sonur og dóttir og fóstursonur, syst- ursonur húsbóndans. Börnin voru á aldrinum þriggja til fimm ára, mynd- arleg og hraustleg. Hlutverk drengs- ins átti að vera að aðstoða húsmóð- urina við bústörfin. Kýrnar voru sjö í fjósinu og voru famar að liggja inni á nóttunni, en voru úti á daginn. Auk þess voru þrjátíu til fjörutíu kindur, þetta var bústofninn. Mjólk var send í mjólkurbú og var reidd á klakk, en það var hlutverk drengsins að fara með hana í veg fyr- ir mjólkurbílinn, um þriggja kfló- metra veg, annan hvem dag. Ekki var drengurinn stærri en það að hann gat ekki lagt reiðinginn á hestinn og varð húsmóðirin að gera það. Dreng- urinn fylgdist með þegar hún setti reiðinginn, framanundirlagið, klyf- berann, gyrti gjarðimar og setti brúsana upp, lét síðan gæruskinn handa drengnum að sitja á ofan- ímilli. Svo var einhver til að taka brúsana ofan þar sem bfllinn hafði viðkomu, en tólf bæirfluttu mjólkina á sama stað í veg fyrir mjólkurbflinn. Þama hittust bændurnir daglega og þama var miðstöð frétta og skila- boða, karlarnir tóku í nefið og töluðu um landsins gagn og bústörfin. Hesturinn hann Mósi var einn af þessum traustu brúkunarhestum sem notaðir vom alla daga ársins, ýmist til áburðar eða reiðar. Eins og áður sagði var það hans aðalhlutverk að bera brúsana og drenginn þá daga sem hann var í vistinni hjá húsmóð- urinni og börnunum þremur á bæn- um þessa haustdaga. Þessi vom fyrstu kynni drengsins af þessum nágrönnum sínum, sem áttu eftir að koma inn í líf hans, kynni sem urðu örlagavaldar, kynni tryggð- ar og trausts sem varað hafa fram á þennan dag. Litla stúlkan og dreng- urinn, sem var að flytja mjólkina þessa haustdaga, felldu hugi saman í fyllingu tímans. En það var húsmóðirin sem ég ætl- aði að minnast. Bjarnþóra Eiríksdótt- ir var fædd í Efri-Gróf í Villingaholts- hreppi þ. 6. júní 1906. Foreldrar hennar vom Eiríkur Guðmundsson frá Reykjum á Skeiðum, f. 15. nóv- ember 1861, d. 9. febrúar 1957, og Ingveldur Jónsdóttir frá Útverkum í sömu sveit, f. 28. júní 1875, d. 29. nóvember 1910. Með Bjamþóm vom systkinin sjö: Jónína, Ijósmóðir í Hveragerði, dáin 1951. Guðrún, ljós- móðir á Selfossi. Guðmundur, gull- smiður í Reykjavík, dáinn 1977. Ás- mundur, bóndi í Ferjunesi í Villinga- holtshreppi. Guðríður, búsett í Kefla- vík. Ingvar, dó sjö vikna gamall 1911. Fjögurra ára missir hún móður sína og þá raun svo ungu bami stóðst hún, því af sínu alkunna rólyndi og festu og að taka hlutunum eins og þeir koma fyrir var alla tíð hennar að- alsmerki. Bjamþóra var hjá föður sínum eftir móðurmissinn. Hann tók á heimilið konu sér til aðstoðar, Steinunni Sigurðardóttur, og með þeim flytur hún að Ferjunesi átta ára gömul. Bjarnþóra bar Steinunni allt- af gott orð og lét aðra dóttur sína heita eftir henni. Árið 1934 giftist Bjamþóra Hall- grími Þorlákssyni. Hann er fæddur í Vestmannaeyjum, sonur Þorláks Guðmundssonar skósmiðs og Gunn- þórunnar Gunnlaugsdóttur. Bjam- þóra og Hallgrímur eignuðust þrjú börn. Elstur er Eiríkur, f. 1935, giftur Maríu Leósdóttur og eiga þau tvær dætur. Auk þess á Eiríkur son sem hann átti fýrir hjónaband. Þá er Gunnþórunn, f. 1937, gift þeim er þessar línur ritar, þau eiga þrjár dæt- ur. Yngst er Steinunn, f. 1946, gift Agli Emi Jóhannessyni, þau eiga fimm börn. Auk þess ólu þau upp svsturson Hallgríms, Hörð Vestmann Árnason, f. 1937, hann er giftur Jó- hönnu Kristinsdóttur og eiga þau fjögur börn. Jósefína Margrét Andrea, móðir Harðar, dvaldi um árabil á heimili Bjamþóru og Hallgríms. Jósefína er harðdugleg og hljóp oft undir bagga á heimilinu. Þær mágkonurnar mátu hvor aðra mikils alla tíð. Jósefína dvelur nú á Sólvöllum á Eyrarbakka. Bjarnþóra og Hallgrímur byrjuðu búskap í Vorsabæjarhól í Gaulverja- bæjarhreppi árið 1935, þau fluttu að Vallarhjáleigu árið 1937 og að Dalbæ 1947. Til Selfoss fluttu þau árið 1975, á Kirkjuveg 15. Þar héldu þau heim- ili með Magnúsi Guðmundssyni frá Vorsabæjarhjáleigu, en hann var bú- inn að vera í heimili hjá þeim frá því hann var rúmlega tvítugur. Magnús var fæddur árið 1922 og lést 1981. Þá fluttu þau í fbúðir aldraðra að Grænumörk 1, þar sem Hallgrímur dvelur enn. í Dalbæ bjuggu þau í 20 ár og við þann stað em þau ævinlega kennd. Dalbær er í þjóðbraut. Þar ráku þau snoturt bú, arðsamt en ekki stórt. Að Dalbæ komu margir, því hjónin vom gestrisin með afbrigðum og löðuðu að sér fólk með sinni hlýju og glað- væm framkomu. Bæimir í kringum Gaulverjabæ, Dalbær, Brandshús, Vöðlakot, Haugur, Eystri- og Vestri- Hellur, þessi þyrping í kringum gamla prestssetrið var samfélag út af fyrir sig. Þarna hittist fólkið jafiivel daglega og það þótti ekkert tiltöku- mál þó einhver kæmi í morgunkaffið til Bjarnþóm í Dalbæ, alltaf var heitt á könnunni og borðið hlaðið kökum. Það var frekar ef dagurinn leið án þess að einhver kæmi í kaffi að hún hafði orð á því. Bjamþóra var mikill dýravinur og er það kafli út af fyrir sig hve annt hún lét sér um dýrin og sá arfur hefur fylgt afkomendum hennar. Margir em þeir sem eiga endur- minningar frá bemskudögum sem sumarfólk hjá þeim hjónum. Þetta fólk hefur aldrei slitið vinskap við þau og endurgoldið þannig tryggð sinna gömlu húsbænda, komið í heimsókn ár eftir ár og jafnvel af- komendur þeirra líka. Bjamþóra lést í Sjúkrahúsi Suður- lands eftir sex mánaða sjúkrahús- dvöl. Þar naut hún frábærrar um- önnunar og hlýju sem hér er þökkuð. Þegar við kveðjum Bjamþóm og þökkum henni móðurhlutverkið, hlutverk húsmóðurinnar og allt sem hún hefur gert fyrir menn og mál- leysingja, þá finnum við best hvað við höfum átt. Ég bið eiginmanni hennar, honum Hallgrími, góðra daga, en hann er búinn að vera sjúklingur í mörg ár og bundinn við hjólastól. Vertu trú allt til dauða og Guð mun gefa þér Iífsins kórónu. Það er víst að þetta heit, sem hún játaði á fermingardaginn, hefúr hún haldið. Blessuð sé minning hennar. Jón Ólafsson. í dag kveðjum við elskulega ömmu okkar, Bjamþóm Eiríksdóttur. Hún var búin að lifa langa og starfsama ævi og var tilbúin að kveðja þennan heim. En sama er hve fólk er orðið aldrað, þegar það hverfur yfir móð- una miklu, við sem eftir emm fyll- umst djúpum trega og innilegum söknuði. Við minnumst heimsókna og dvala í Dalbæ hjá ömmu og afa. Við munum ástríkið og hlýjuna sem einkenndi framkomu hennar við börnin alla tíð. Reyndar vom það ekki börnin ein sem nutu kærleikans sem frá henni streymdi, hún var öllum góð, mönn- um og málleysingjum. Enginn fór svangur úr heimsókn til ömmu. Hvar sem hún bjó, í Dalbæ, á Kirkjuveginum eða í Grænumörk- inni, alltaf var gestrisni hennar söm. Jafnvel þegar hún dvaldi á sjúkrahúsi undir það síðasta, átti hún ætíð mola að stinga upp í litla munna. Síðustu árin vom það langömmubörnin sem einnig nutu umhyggju hennar. Við minnumst þess þegar hún kenndi okkur litlum bænir og vers, og lagði ríkt á við okkur að fara alltaf með bænirnar okkar fyrir svefninn. Við sjáum hana í huganum, sitja við rúmstokk lítillar telpu að kvöldlagi, fara með bamaversin og Faðir vor, signa síðan yfir telpuna og kyssa hana góða nótt. Við kveðjum elsku ömmu með ein- lægri þökk fyrir allt og biðjum henni blessunar Guðs í nýjum heimkynn- um. Láttu nú Ijósið þitt loga við rúmið mitt, hafðu þar sess og sæti, signaður Jesús mæti. Þóra Bjamey, Anna Dóra og Margrét Jónsdætur. Elsku amma er dáin. Það er sárt til þess að hugsa að geta ekki lengur leitað til hennar ef eitthvað bjátar á. Með söknuð í huga ætla ég að minnast hennar með nokkrum orð- um. Hún var dóttir hjónanna Eiríks Guðmundssonar frá Reykjum á Skeiðum og Ingveldar Jónsdóttur frá Útverkum á Skeiðum. Amma ólst upp í Ferjunesi í Villingaholts- hreppi. Hún átti 3 systur og 2 bræð- ur. Hún giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Hallgrími Péturssyni Þor- lákssyni frá Vestmannaeyjum, þann 22. júlí 1934. Þeim varð þriggja barna auðið og ólu einnig upp syst- urson Hallgríms. Barnabömin eru 15 og barnabarnabörnin 11. Amma var ein besta kona sem ég hef þekkt, myndarleg húsmóðir og afbragðs dugleg til vinnu. Amma var með slæmt fótasár í tugi ára. Það háði henni alltaf, án þess að maður vissi, því hún kvartaði aldrei. Ef maður sá að hún var eitthvað slöpp og spurði hana út í það, sagði hún bara að það væri ekkert að sér. Amma veiktist í byrjun aprfl á þessu ári og var þá íögð inn á Sjúkrahús Suðurlands. Var það kraftaverki næst að hún þetta göm- ul næði sér sæmilega upp aftur, það hélt í henni lífinu að vita af afa ein- um heima. En ömmu versnaði aftur um miðjan september og var þá gjörsamlega búin með sinn ótrú- lega lífsþrótt. Hún lést á sjúkrahús- inu aðfaranótt 28. september. Hún fór ekkert heim frá því hún veiktist í aprfl nema um verslunar- mannahelgina, þá fékk hún að fara í frí heim til afa og hlakkaði hún mik- ið til þess. Amma hélt sem betur fer sínu góða minni við þessi veikindi og mundi ennþá ótrúlegustu hluti sem jafnvel yngra fólk gleymir. Amma eldaði góðan mat og bakaði þær bestu flatkökur og pönnukökur sem maður fékk, og þó hún væri orðin öldruð þá bakaði hún ennþá meðan hún var heima. Manni fannst amma aldrei eins gömul og hún í raun var, vegna þess hvað hún bar sig alltaf vel. Það er mikill missir að ömmu, sér- staklega þó fyrir afa, sem er bund- inn við hjólastól. Ég met það mikils að hafa alist upp í návist við ömmu og sakna þess mikið að geta ekki lengur farið með son minn til henn- ar, svo hann geti notið þeirrar sömu ástúðar og hlýju sem ég naut. Það sem léttir manni sorgina er sú trú að núna sé amma ekki lengur þreytt og veik, henni líði bara vel. Elsku afi, Guð veri með þér og okk- ur öllum sem syrgjum góða konu. Ég kveð nú ömmu og þakka henni allt gott, Guð veri með henni. Herdís R. Eiríksdóttir Guðmundur Ingimarsson frá Efri-Reykjum Fæddur 17. september 1900 Dáinn 20. september 1990 Nú fer að fækka þeim sem fæddir eru fyrir og um aldamótin. Einn þeirra, Guðmundur Ingimarsson, oftast kall- aður frá Efri-Reykjum í Biskupstung- um, kvaddi þennan heim eftir níutíu ár og þrem dögum betur. Ég hygg að hann hafi verið orðinn hvfldinni feg- inn, enda þrekið búið. Leiðir okkar Guðmundar, eða Munda eins og hann var oftast kallað- ur, lágu fyrst saman 1955 er hann flyst að Torfastöðum til Ketils Krist- jánssonar og Ingibjargar Einarsdótt- ur systurdóttur sinnar. Hann fékk að hafa kindur hjá mér og þar með hóf- ust okkar kynni. Mundi var góður fjármaður og hafði yndi af kindum. Mundi bjó víða en stutt á hverjum stað. Hann bjó í Hólum, erfiðri jörð, einnig í Mjóadal fyrir norðan. Einnig bjó hann á Efri- Reykjum og ráðs- maður var hann á fjárbúi Sauðs sf. á Þóroddsstöðum í Grímsnesi. Áður hafði Mundi verið fjármaður á fjár- ræktarbúinu að Hesti í Borgarfirði. Hann starfaði einnig að garðyrkju- störfum á Syðri-Reykjum og á Espi- flöt. Hin síðari ár vann hann bygg- ingavinnu á Laugarvatni, meðan þrek leyfði. Síðan átti Mundi heimili hér allmörg ár og átti jafnan kindur. Mundi var vel greindur og hafði fengið menntun í Flensborgarskóla, sem þótti góð skólaganga á hans upp- vaxtarárum. Hann var vel ritfær og hafði góða rithönd. Hann vann að byggðalýsingu Suðurlands ásamt fleirum. Hann átti margt góðra bóka og las jafnan mikið. Mundi var eins og einn af heimilis- fólki hér á bæ í mörg ár. Ég held að þar hafi ekki borið skugga á. Ég á Munda margt að þakka, því hann var góður á heimili, snyrtimenni og skemmtilegur. Þá hygg ég að bömum mínum hafi þótt vænt um hann og hafi það verið gagnkvæmt. Ég votta aðstandendum hans samúð. Þökk fyr- ir samfylgdina. Sigurjón Kristinsson Vegatungu, Biskupstungum Mig langar að minnast vinar míns Guðmundar Ingimarssonar nú þegar hann er allur. Hann var fæddur að Efri-Reykjum í Biskupstungum 17. september 1900 og var því 90 ára þeg- ar hann lést. Á Effi-Reykjum sleit hann bamsskónum og alla tíð var hann tengdur fæðingarsveit sinni sterkum böndum. Þar dvaldi hann Iíka langdvölum sín manndómsár. Nú þegar kveðja skal Munda, eins og hann var alltaf kallaður, þá leita margar bjartar minningar á huga minn, því mér finnst, þegar ég lít til baka, að honum hafi alltaf fylgt birta og ylur. Ég man hann fyrst stuttu eft- ir að ég flutti í Tungumar. Þá kom hann í heimsókn. Þá eins og alltaf síð- ar var gaman að ræða öll möguleg málefni við Munda. Hann var greind- sur maður, kátur og léttur í samræð- um og hafði sínar skoðanir á mönn- um og málefnum. Þeim skoðunum hélt hann ákveðinn fram og hafði gaman af að rökræða þær og annað það sem bar á góma. Mér fannst oft með ólíkindum hvað hann var víðles- inn og vel heima í ólíkustu málefnum og hvað gaman var að ræða við hann um allt milli himins og jarðar. í fyrstu var Mundi næsti nágranninn og sá sem oftast átti leið um hlaðið hjá okkur og seinna fór svo að hann flutti til okkar og bjó hjá okkur í hús- inu að staðaldri um langan tíma. Margs og góðs er að minnast frá þeim tíma. Alltaf var hann boðinn og búinn til hjálpar við öll verk og allrar þeirrar samvinnu sem heimilislíf þurfti með. Sjálfur hélt hann sitt heimili og gerði það afar vel. Allt var snyrtilegt og hreinlegt hjá honum og alltaf var hann snyrtilega og myndarlega klæddur, svo að eftir var tekið. Hann var mér alla tíð afskaplega góður og milli okkar tókst smám saman vinátta sem aldrei bar nokk- urn skugga á og sem ég fæ aldrei fúll- þakkað. Hann var alltaf tilbúinn að gera mér allt það gott sem hann mátti. Sama var að segja um bömin mín. Þeim þótti afskaplega vænt um Munda og hann var þeim góður. Þau áttu hauk í homi þar sem Mundi var og ég veit að þau hugsa til hans með innilegu þakklæti eins og ástkærs afa. Það gera bamabömin líka og meðan þau voru Iítil kölluðu þau hann alltaf Munda afa. Við þökkum Munda öll fyrir samvemna og allt gott sem hann lét okkur í té. Síðustu árin var Mundi slitinn og heilsuveill og dvaldi á Kumbaravogi nokkur ár. Þar lést hann. Ég votta bömum hans, ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur og bið öllu og öllum, sem Munda var annt um, guðs blessunar. Þuríður Sigurðardóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.