Tíminn - 06.10.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 06.10.1990, Blaðsíða 15
Tíminn 23" Laugardagur 6. október 1990 Runólfiir Guðmundsson Fæddur 29. febrúar 1904 Dáinn 27. september 1990 Efég mætti yrkja, yrkja vildi ég jörð. Sveit er sáðmanns kirkja, sáning bænagjörð. (BÁ.) í dag er kvaddur hinstu kveðju frá Hraungerðiskirkju Runólfur Guð- mundsson, bóndi í Ölvisholti. Kirkjuklukkurnar í minni gömlu kirkju kalla enn til kveðjustundar, enn einn þeirra sem settu svip á sveitina og mótaði umhverfið er á förum. Þessa dagana er laufið að falla af trjánum og gróður jarðar að sölna. Gömlum b<gida var því ekkert að vanbúnaði, þrotnum að kröftum eftir langan starfsdag. Enda skildi hann öðrum betur lögmálið „AHt er af moldu komið og allt hverfur aftur til moldar". Runólfur Guðmundsson var fædd- ur að Úthlíð í Biskupstungum á hlaupársdag 1904, sonur Guð- mundar Runólfssonar frá Holti í Álftaveri og Katrínar Sveinbjörns- dóttur frá Klauftum í Hrunamanna- hreppi. Móður sína missir hann að verða tveggja ára gamall, flyst með föður sínum að Bryggju í sömu sveit, þar deyr faðir hans þegar hann er tólf ára. Það er erfitt að setja sig í spor munaðarleysingja í upphafi þessar- ar aldar. Ekki var talin ástæða til að ráðstafa drengnum tólf ára sem sveitarlim, því talið var að hann gæti unnið fyrir sér. Var honum því ráðstafað að Litla- Fljóti, en til þess kom ekki, því Ög- mundur móðurbróðir hans kom á áksjónina á Bryggju og tók dreng- inn heim með sér og vistaði hann hjá Steinunni dóttur sinni og Guð- mundi Þorsteinssyni að Þórarins- stöðum í Hrunamannahreppi, ólst hann upp hjá þeim þar og í Laugar- ási í Biskupstungum. Hugur Runólfs stóð snemma til búskapar og ræktunarstarfa, fór til búfræðináms að Hvanneyri til Hall- dórs Vilhjálmssonar, þess mikla skólamanns. Á Hvanneyri nam hann fræði og öðlaðist verkþekk- ingu sem hann bjó að alit sitt líf. Ennfremur var hann í verklegu jarðræktarnámi hjá Magnúsi Þor- lákssyni á Blikastöðum sem var í fremstu röð bænda á þeim tíma. Runólfur hafði mikið gagn af nám- inu á Hvanneyri og var skólanum þar vinveittur alla tíð. Hugur Run- ólfs og hæfileikar hafa áreiðanlega staðið til frekara náms en aðstæður leyfðu ekki. Að námi loknu vann hann við plægingar- og ræktunarstörf hjá Búnaðarsambandi Dalamanna og Snæfellsnessýslu. Fann ég oft að þessi ár mat hann mikils og minntist oft á fólkið og aðstæðurnar sem þá voru. Það hef- ur verið erfitt verk að ferðast um fjarlægt hérað með hesta undir ak- tygjum við að plægja jörð. Öldin var að vakna af svefni og ungi búfræð- ingurinn trúaður á land sitt og kall nýs tíma, vel studdur af náminu á Hvanneyri. Ráðsmennsku gegndi Runólfur í Kaldaðarnesi sem var höfuðból á þeim tíma, mannmargt heimili og rausnarbú. Öll var þessi reynsla hinum unga manni mikilvæg áður en hann sjálfur hóf búskap. Runólfur giftist Guðrúnu Ög- mundsdóttur frá Hjálmholti 1932 og hófu þau búskap í Ölvisholti 1934. Þau eiga þrjá syni sem eru þessir: Ögmundur, kjarnorkueðlisfræð- ingur, býr í Genf í Sviss, giftur Heidi Runólfsson. Kjartan, bóndi í Ölvisholti, giftur Margréti Kristinsdóttur frá Braut- arhóli. Sveinbjörn, verktaki í Reykjavík, giftur Lilju Júlíusdóttur frá Akurey. Þegar Runólfur í Ölvisholti nú er allur, þyrpast fram í hugann margar góðar minningar frá liðnum dög- um. Ölvisholt er næsti bær við Brúnastaði og voru samskipti alltaf talsverð á milli bæjanna. Rótgróin vinátta á milli móður minnar og Guðrúnar, þeir á önd- verðum meiði í innansveitarmálum og stjórnmálum og stundum hvessti við brúsapallinn, en ekkert breytti því góða samstarfi sem jafn- an ríkti á milli heimilanna. Við systkinin fórum snemma dag og dag í vinnumennsku til Runólfs og alltaf á haustin í kartöfluupptöku. Runólfur var mildur en stjórnsam- ur húsbóndi, höfð var regla á hverj- um hlut og finnst mér að hann hafi átt óvenju gott með að stjórna börnum og unglingum til verka. Hann skrifaði hjá sér nöfn okkar og tíma, kom síðan og gerði upp við föður minn en taldi peningana fram á hvert okkar. Alltaf gætti Runólfur þess að borga gott kaup fyrir þessa vinnu og að hver fengi það sem hann hafði unnið sér inn. Þetta kom heim og saman við lífs- skoðanir Runólfs og rótgróna virð- ingu fyrir þeirri miklu móður sem vinnan var í hans huga. Hverja stund notaði hann til að fræða ung- menni og hvetja. Minn fyrsta vetur í barnaskóla ók hann skólabfl, þá man ég að tíminn var óspart notaður til fræðslu. Oft fór hann yfir margföldunartöfl- una á heimleiðinni. Ræddi sögu eða landafræði. Sjálfur var hann fróð- leiksfús og skynjaði vel hversu mik- ilvægt var að börn og ungmenni nýttu sér skólagöngu. Heimili þeirra Runólfs og Guðrún- ar var myndarlegt menningarheim- ili. Þar var hófs gætt á öllum svið- um. Bæði voru þau gestrisin og kunnu vel að gleðja gesti sína. Unglingum og vinnufólki leið vel á þeirra heimili og héldu við þau tryggð. Guðrún var góð húsmóðir og snyrtileg í allri umhirðu, síglöð og lagði öllum gott til. Um margt var hún á undan í matargerð, enda fór hún í húsmæðranám í Danmörku sem ung stúlka og ferðaðist til Þýskalands einnig. Hún hafði því numið og ferðast meira en títt var. Oft minntist hún þessara ára og hinna glaðværu æskuára á mann- mörgu menningarheimili í Hjálm- holti. í Ölvisholti var mikil matjurta- rækt. Þar voru á borðum salöt og ýmislegt sem ekki tíðkaðist al- mennt á heimilum á þessum tíma. Þau hjón gerðu garð við bæ sinn á sínum fyrstu búskaparárum og ræktuðu þar tré til yndisauka og skjóls. Runólfur var bóndi, ræktunarmað- ur og skepnuhirðir í fremstu röð. Hann fylgdist vel með nýjungum og allri framþróun í búskap, ræktaði og byggði upp jörð sína. Hann vildi létta störfin með véla- kosti, en þar var einnig þess gætt að rasa ekki um ráð fram. Mjólkurkýrnar í Ölvisholti voru landsfrægar. Þar fór saman góð um- hirða og glöggt auga bóndans í ræktunarstarfinu. Runólfur náði ávallt miklum og góðum heyjum. Nágrannar brostu stundum og þótti ljáfarið rýrt, því snemma hóf hann slátt, en taðan í hlöðunni var kjarngóð og grænni en gerðist og var kannski einn aðal galdurinn á bak við hinar nytháu mjólkurkýr. Runólfur og Guðrún bjuggu í Ölvisholti í 40 ár, þar af í félagsbúskap með Kjartani syni sín- um í 14 ár. Trúr var hann sinni lífsskoðun að verkefni væri mikilvægt ungum sem öldnum. Ennfremur því að hverjum væri fyrir bestu að bera ábyrgð á verkum sínum. Því vildi hann binda hug sinn við annað en búskap sonar síns. Vorið 1974, sjö- tugur að aldri, lét hann af búskap, en hóf skógræktarstarfið. Þrjú hundruð plöntur voru gróðursettar það vor. Harðar frostnætur drápu allar plönturnar nema eina. Slíkt áfall herti Runólf í áformum sínum fremur en hitt. Nú 16 árum eftir að hann hóf þetta starf, hefur hann plantað út 50 þús- und plöntum í iand sitt. Þessa vinnu vann hann af sömu eljunni og ann- að. Hann las fræðslubækur um skóg- rækt og studdist ekki síst við norska leiðbeiningabók. Ennfremur ræddi hann við skógræktarmenn og tók þátt í félagsstarfi þeirra og endur- reisti skógræktarfélag í sveit sinni og gegndi þar formennsku. Nú prýðir fallegur skógur bæði bæjarholtið og Miklholt. Trén hafa dafnað vel, enda fór gamli maður- inn næmum höndum um gróöur- moldina. Þetta starf, sem hann vann á kyrrlátu síðdegi ævinnar, átti hug hans allan. Runólfur missti Guð- rúnu konu sína fyrir nokkrum ár- um. Ekki lét hann bugast við það, hélt áfram heimili, gerðist ágætur kokkur en naut þess auðvitað að búa í skjóli sonar síns og tengda- dóttur. Hin síðari ár ferðaðist hann bæði hér innanlands og erlendis, hafði af því mikla ánægju og kynntist mörgu fólki. Hann starfaði að fé- lagsmálum í sveit sinni og sat í hreppsnefnd í 12 ár, frá 1970 til 1982, þá kominn á efri ár. Runólfur í Ölvisholti var trúr sannfæringu sinni og staðfastur maður. í viðtali við Guðmund Daní- elsson í Suðurlandi fyrir aldarfjórð- ungi, sagði hann: „Það eru enn margir sem strita fyrir lífinu, en of fáir sem lifa fyrir starfið" og bætti við: „Hvaða starf sem guð þér gefur, gerðu það af lífi og sál.“ Runólfur Guðmundsson lifði eftir þessum kenningum sínum og þau hjón bæði, voru sátt við sitt starf og stolt af sínu hlutskipti í lífinu. Hann var alvörumaður en glettinn og gamansamur á góðri stund og stundum smá stríðinn við vini sína. Nú þegar leiðir skiljast, vill sá er þetta ritar þakka tryggð og vináttu. Æskuheimili mínu var hann góður nágranni. Mér sjálfum réð hann heilt þá fundum okkar bar saman í fallegri skógarbrekku eða í stofunni í Ölvisholti. Blessuð sé minning hans. Guðni Ágústsson. Eggert Bergsson Fæddur 6. september 1956 Dáinn 1. október 1990 Það var lamandi fregn sem barst okkur að morgni 1. október. Hann Eggert vinur okkar var dáinn eftir að hafa lent í hörmulegu slysi. Það er svo ótrúlegt að hann skuli vera dáinn. Við höfum þekkt Eggert frá því við vorum börn. Hann var einn af ná- grönnunum, bjó hjá foreldrum sín- um, Bergi Sigurðssyni mjólkurbfl- stjóra og Jónínu Eggertsdóttur konu hans, að Laugarási í Hvítár- síðu. Kynnin urðu meiri er við vor- um 10-12 ára. Hann tók þá að sér gegningar á búi foreldra okkar, er faðir okkar þurfti að dvelja á sjúkrahúsi. Þá var búið í góðum höndum og við dáðumst að Eggert, fannst hann bæði duglegur og skemmtilegur. Hann var víkingur til verka og vann verk sín vel og samviskusamlega. Þegar tími gafst til milli mála spilaði hann svo mar- ías við okkur. Þetta var ágætur tími. Oft hefur Eggert rétt okkur hjálp- arhönd hér á Þorgautsstöðum, bæði fyrir og eftir þennan vetrar- tíma. Hann var ákaflega hjálpsam- ur maður og þurfti oftast ekki að biðja hann um aðstoð, ef hann sá að hann gat orðið að liði. Það munaði alltaf mikið um Eggert, hvort sem var í heyskap, smalamennskum eða ef járna þurfti hest. Hann var lag- inn við járningar og er hann sá af- kastamesti járningamaður sem við höfum kynnst, að öðrum ólöstuð- um. Undarlegt er til þess að hugsa að smala fjallið hér ofan við Þor- gautsstaði og Fróðastaði án Egg- erts. Hann hefur alltaf hjálpað til við þá smalamennsku í a.m.k. ára- tug. Þó sagt sé að maður komi í manns stað, þá má það vera mjög röskur smali sem kemur í stað hans Eggerts. Eggert fór í leitir með Hvítsíðing- um nú í haust, eins og oft áður. Önnur okkar var næst honum í göngu og lá dimmur þokubakki yfir hluta af leitarsvæðinu. Þá sagði hann eitthvað á þá leið að hann skyldi leita einn í þokunni, en ég skyldi halda mig í birtunni. Eftir á séð virðist þetta dálítið táknrænt. Nú hin síðari ár virðist okkur lífið hafa verið hálfgerð þokuganga hjá honum Eggert. Hann fór ekki vel með sjálfan sig, þó hann væri alltaf boðinn og búinn til að hjálpa vin- um sínum. Framkoman var stund- um hrjúf, en það þurfti ekki löng kynni til að skynja að undir yfir- borðinu var góðgjörn og viðkvæm sál. Nú hefur Eggert svo skyndilega yf- irgefið þetta líf og er horfinn á önn- ur tilverusvið. Þar er áreiðanlega engin þoka og nóg verkefni fyrir duglegan mann. Við biðjum algóðan Guð að styrkja foreldra hans, systkini, vandamenn og vini í þessari þungbæru sorg. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (Úr 23. Davíðssálmi) Anna og Þuríður Ketilsdætur Þorgautsstöðum. Mig langar að koma á framfæri þakklæti til Eggerts fyrir öll þau ár sem við þekktumst. Við vorum nágrannar frá blautu barnsbeini og þekktum því orðið bæði kosti og galla hvors annars. Þeir eiginleikar Eggerts, sem ber hæst í minningunni um hann, eru: hjálpsemi, trygglyndi og áreiðan- leiki. Alltaf kom Eggert beðinn eða óbeðinn að hjálpa okkur þegar mik- ið lá við. Hann var sérstaklega góð- ur verkmaður, notaði fá en örugg handtök og var fljótur að finna auð- veldustu aðferðina við hvert verk. Alltaf fannst okkur öllu borgið þeg- ar Eggert var kominn. Núna þegar minningarnar sækja á, sé ég hend- urnar hans við svo mörg verk: beygja járn, hlaða heyböggum, grípa í kindina sem maður er að draga... Eggert var harðduglegur og ósér- hlífinn. Eitt af einkunnarorðum hans var: „Við gefum okkur aldrei." Fyrir nokkrum árum vorum við stödd frammi á leitamótum og ný- búið að skipta leit. Við vorum send eftir kindahópi og tókum stefnuna á milli tveggja vatna. Þegar að vötnunum kom var sund þar á milli. Við ætluðum að vaða, fyrst á stígvélunum en þegar þau reyndust of lág fórum við úr þeim og brett- um upp skálmarnar. Við stóðum þarna öll fjögur með stígvélin í annarri hendi og fikruðum okkur út í, en vatnið reyndist of djúpt. Við vorum ansi illa stödd, langur krók- ur fyrir vatnsendann. Skyndilega segir Eggert: „Við látum vaða“ og hleypur um leið út í. Hann hvarf í vatnið, síðan sást hendin með stíg- vélunum koma upp úr vatninu og Eggert greip sundtökin. Hann synti yfir, vatt fötin sín, komst fyrir kind- urnar og smalaði síðan allan dag- inn í norðanáttinni. Svona var Egg- ert. Ef Eggert lofaði einhverju, þá stóð hann við það — það var sama hvernig hann var upplagður eða hvernig á stóð fyrir honum. Eggert var trúr og tryggur vinum sínum en tók mjög nærri sér ef hann taldi fólk bregðast trausti sínp. Þegar hann var á sjónum á veturna sýndi hann gömlum ná- grönnum í sveitinni hlýhug sinn með því að senda þeim fisk — og mundi þá hvaða tegund var í uppá- haldi hjá hverjum. Eggert var dulur og fremur lokað- ur og virkaði því hrjúfur á þá sem þekktu hann ekki, en undir yfir- borðinu leyndist mýkri manngerð, það sýndi framkoma hans við börn og eldra fólk. Þegar hann var að hjálpa okkur síðastliðið vor, varð ég óvenju oft vör við þessa mýkt. Síðasta verk Eggerts var að fara í leit fyrir okkur og er við kvöddumst að henni lokinni, voru allir glaðir og ánægðir og ég veit að sú gieði og ánægja fylgir Eggerti nú. Foreldrum, systkinum og nánustu ættingjum votta ég innilegustu samúð mína. Ingibjörg á Fróðastööum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.