Tíminn - 06.10.1990, Qupperneq 1

Tíminn - 06.10.1990, Qupperneq 1
Frá Ófeigsfirði á Ströndum, en hér var Jón Guðmundsson lærði fæddur. Hundeltur nátt- úruspekingur Öll erum vér börn vors tíma og það er skynsamleg regla að fara varlega í að dæma viðhorf og aðferðir hinna fyrri tíðar manna. Margt það sem talið var gott og gilt og kannske óhagganleg sannindi fyrir aðeins hálfri öld sýnist nú úrelt og fremur hlálegt. Meira en lítil ástæða er til að œtla að hin sömu verði örlög margra þeirra höfuðgilda sem við nú höldum fastast fram og engum dettur í hug að mótmæla né andæfa. Hér segir frá sautjándu aldar barni, sem á ýmsan hátt stóð framar flestum samtíðarmönnum, en þykja mun ímynd sjálfrar forneskjunnar í okkar augum. Og hvað er sjálfsagðara? En hver hefðiþessi sjálfmenntaði vinur frœða og vísinda verið nú á dögum? Skyldi hann starfa á Raunvísindastofnun Háskólans eða skipa lektorsstól í náttúruvísindum, virtur og þekktur meðal kollega heima og heiman? Um það er ekki gott að segja. Jón lærði fæddist í Ófeigsfirði á Ströndum árið 1574 að hans eigin sögn. Átti hann til göfugra manna kyn að telja aftur í ættir og hefir lýst nokkuð ættbálki sínum í einu rita sinna, sem nefnist „Um ættir og slekti“. Guðmundur Hákonarson, faðir Jóns, hefur líklega verið fræðimað- ur. Að minnsta kosti átti hann hand- rit, sem Jón getur um og fleiri hafa þeir frændur átt handrit. Jón ólst upp með föðurbróður sínum og var hann skipasmiður mikill, en 1597 er hann kominn til föðurbróður síns að Krossanesi. Jón greinir ekki margt af uppruna sínum í ritum sín- um. Þó má ætla að hann hafi haft nokkur kynni af kaþólskum fræð- um, þótt bönnuð væru, enda kennir ekki alllítils kaþólsks anda í ritum hans, ekki síst í „Fjölmóði", sem er ævidrápa hans. Þykir honum sumt fært til hins verra í lútherskri kristni og þó ekki að öllu farið að kenningum Lúthers. Einkum fellir hann sig illa við þá kenningu að menn geti öðlast sáluhjálp af trú einni saman, þó að engir ávextir hennar sjáist. Þess getur hann enn um rit er hann sá í æsku sinni að enginn hafi orðið til að leiðbeina sér, en „allmargir að banna og forbjóða pápiskar bækur að hafa eða nokkuð í þeim að lesa, þar þó margt í flaut“. Lækningakukl Snemma hefúr hann verið námfús og athugull og lesið það sem hann komst yfir af bókum og handritum. Auðsætt er af ritum hans að hann hefur kunnað dönsku og þýsku eða skilið rit á þeim málum á bók. Hann fer og stundum með latínu í ritum sínum, líklega oftast eftir útlendum ritum, sem hann hefur haft um hönd. Athygli Jóns beindist mjög að því er fyrir augun bar og eru þaðan runnin rit hans, sem varða eðli landsins. Hann hnýstist og í lækn- ingabækur, sem þá voru raunar ekki á háu stigi, enda voru lækningar og meðferð lyfja nánast talin til varnar- galdurs og þótti vart hæfa að ólærð- ir menn hefðu þær um hönd. Hann lagði fyrir sig lækningar og samdi lækningabók, sem til er í handrit- um. Af lækningabralli hans, lestri í fornritum og athugunum á eðli landsins leiddi það brátt að með al- þýðu manna lagðist á hann orð fyrir fjölkynngi. Má og vel vera að hann hafi gefið slíkt í skyn, enda trúði hann fastlega á galdra og þóttist stundum verða fyrir römmum gjörningum af óvinum sínum. Að koma fyrir draugum Haustið 1600 gekk Jón að eiga konu þá er Sigríður hét Þorleifs- dóttir, en hún var vel ættuð. Hún var hjátrúarfull og einnig talin fjöl- kunnug, sem bóndi hennar. Settu þau vorið 1601 bú að Fjarðarhorni stóra í Kollafirði, en fluttust síðan í Ólafseyjar undan Skarðsströnd. Dvaldist Jón að Skarði löngum tím- um og kynnti sér þar bækur og handrit, en þar var margt þess kyns saman komið, þar sem Starð hafði alltaf verið höfðingjasetur. Eftir það fluttist Jón að Ávík stóru. Var hans víða leitað til smíða, því hann var

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.