Tíminn - 06.10.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.10.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 6. október 1990 HELGIN V 11 vægð þeirri, er konungi var heimil- uð í niðurlagi dómsins. Hefir hon- um þá verið leyft að setjast að austur í Múlaþingi. Raunar segir í Skarðs- annálum að það hafi til borið að engir kaupmenn hafi viljað hafa hann utan á skipum sínum. Var hann þar eystra síðan, það sem eftir var ævinnar, og naut þar styrks Brynjólfs biskups, enda helgaði hann biskupi flest rit þau, er hann samdi eftir þetta. Þar varð og síðan aðstoðarprestur síra Guðmundur, sonur hans, og síðast prestur á Hjaltastöðum í Útmannasveit. Var honum að því nokkur styrkur. Þar getur Jóns bæði í Gagnstaðahjáleigu og í Dalakoti. Mun hann hafa haldið uppteknum hætti um lækningar og verndarráð mönnum til handa þar eystra. En ekki munu nú finnast rit- gerðir frá hendi hans síðar en 1648, enda segir Brynjólfur biskup í bréfi til Worms 1649, er honum verður tilrætt um rúnaþekking manna, að Jón Guðmundsson eyði nú elliárum sínum úti á landshorni, gagnslaus sjálfum sér og öðrum. Hefir Jón síð- ustu tvo áratugi ævinnar eða svo fengið að lifa í fullkomnu næði og andaðist hann eystra 1658, að því er ráða má af góðri heimild. Misjafnir dómar Vart er við því að búast að samtíð- armenn Jóns hafi haft góðan þokka á honum; ólánsmönnum er sjaldan hátt skipað í dómum manna. Raun- ar minnast merkir samtíðarmenn Jón Guðmundsson lœrðiþráði ákaft að greinafurður náttúrunnar og kynnast eðli hlutanna. Enflest vann gegn honum - hjátrú samtíðar- innar og hans sjálfs, auk þröngsýnna og hefnigjarnra valdsmanna (síra Magnús Ólafsson að Laufási og Brynjólfur biskup) lofsamlega á hann, fyrir sakir fróðleiks hans. En bæði Ari, sýslumaður í Ögri, og síra Guðmundur Einarsson á Staðastað fara heldur ómildum orðum um hann. í Skarðsárannálum segir ekki annað um Jón, en að hann „þókti mönnum langkunnugur að fjöl- kynngi og stórum missögnum." Höfundar næstir eftir Jón hafa tekið öllu harðari höndum á honum, enda mátti það eitt til bera að hann hafði verið sakaður um fjölkynngi, sums staðar í ritum sínum veist að Lút- Steingrimur Jóhann Haukur Aðalfundur Framsóknarfélags Kjósarsýslu veröur haldinn að Hlégarði sunnudaginn 14. október 1990 kl. 17.00. Fundarefni: Venjuleg aöalfundarstörf og þar með talið kjör fulltrúa á kjördæmisþing framsóknarmanna á Reykjanesi, sem haldiö verður I Keflavík sunnudaginn 4. nóvember nk. og flokksþing I nóvember. Alþingiskosningar og önnur mál. Að aðalfundi loknum verður gert hlé til skrafs og viðræðna til kl. 19.15, en þá hefst kvöldverður. Gestir fundarins verða: Steingrlmur Hermannsson forsætisráðherra og frú Edda Guðmundsdóttir, Jóhann Einvarðsson alþingismaður og frú Guðný Gunnarsdóttir, Haukur Nielsson fv. hreppsnefndarmaður og frú Anna Steingrlmsdóttir. Fólki sem ekki hefur tök á að mæta til aðalfundar er bent á, að þaö er velkomið með gesti sina I hlé eftir aöalfund og siðan til kvöldverðarins. Vinsamlegast hafið samband vegna kvöldverðaríns við Gylfa vinnusími 985-20042, heimaslmi 666442 og við Helga í vinnusíma 82811, 985-21719, heimaslmi 666911, hiðfyrsta. Stjómin. |||| 21. flokksþíng ™ Framsóknarflokksins 21. flokksþing Framsóknarflokksins verður haldið á Hótel Sögu, Reykjavík dagana 16.-18. nóvember 1990. Um rétt til setu á flokksþingi segir I lögum flokksins eftirfarandi: 7. grein. Á flokksþingi framsóknarmanna eiga sæti kjörnir fulltrúar flokksfélaga. Hvert flokksþing hefur rétt til að senda einn fulltrúa á flokksþing fyrir hverja byrjaða þrjá tugi félagsmanna. Fulltrúar skulu þó aldrei vera færrí en 1 fyrír hvert sveitaríelag á félagssvæðinu. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir. 8. grein. Á flokksþinginu eiga einnig sæti miöstjórn, framkvæmdastjórn, þingflokkur, formenn flokksfélaga og stjórnir LFK, SUF og kjördæmissambanda. Dagskrá þingsins verður auglýst síðar. Framsóknarflokkurinn. herstrú og sýnt þá heldur yl til sumra kaþólskra kenninga. Um mannkosti hans geta menn lítt. Hann virðist þó hafa verið dreng- lundaður í framkomu sinni við Spánverja. Vert er og að minnast þess, að mjög er hann þakklátur góðgerðarmönnum sínum og óspar á lof í þeirra garð í ritum sínum. Dregur það síst úr manngildi Jóns, að margir hinna mætustu manna um daga hans urðu til þess að draga taum hans. Hins vegar hefur tor- tryggni hans verið geysimikil og þetta atriði afsakar það hversu harð- hentur hann er á óvinum sínum, enda myndi það nálega hafa verið meira en mannlegt, ef hann hefði lagt blessunarorð á þá menn sem leiddu hann í þær miklu raunir sem hann varð að þola. Verið hefir hann og hreinskilinn; lýsti einurð hans sér vel f viðureign hans við Ara í Ögri. „Alfríið" og ófrelsið í niðurlagi ævikvæðis síns („Fjöl- móðs") mælir hann þau orð, sem naumast nokkur maður á þeim dög- um mundi hafa dirfst að láta uppi. Þar veitist hann bæði að frelsi og ófrelsi. Of mikið frelsi („alfríið", sem hann kallar það) lýsir sér í því að menn brjóta niður og óvirða skoð- anir og trú forfeðra sinna, enda hafi slíkt leitt til deilna með einstakling- um og styrjalda með heilum þjóð- um. En ófrelsið leiðir til ofsóknar á þeim, er fastheldnir voru á eldri Vítamín og heilsuefhi fráHeatthlilé ftC2t. CGMHB TABLETS Framloltt úr náttúrulegum llfraonum hrá- ofnum. Hellsulff bygglr á áratuga roynslu og samstarfl vlö lækna og vfsindamenn, ásamt ströngu gæSaofUriltl. Súpcr B-sterkt B fjölvftamín. B-6 vflamfn, bývax og Lectthin. C-vitamin - Bioflu, Silica, appelsfnubragð. Dolom'rte-kalk og Magnesíum. E-vftamín - Covitol - hrelnt E- vítamin. EP. kvöldrósarolfa - E-vítamín. Supcr doya Lecithin-1200 Wild sea kelp-paratöflur m/yfir 24 steinefnl, slllca o.fl. Fæst h]á: Vðmhúsl K. A. Solf., Samkaupum og verslunlnnl Homto, Ksflavik, F|aroarkaupum og Hollsubúolnnl, Hafnarf., Hollsuhomlnu, Akureyrl, Studlo Dan, bafirðl, vorel. Ferska, Sauö- árkr., Hollsuvall, Grænu llnunnl, Blómavall o.fl. I Reykjavik. Dreiflng: BÍÓ-SELEN umb Síml 91-76610. BÍLALEIGA með útibú allt I kringum landið, gerir þér mögulegt að leigja bfl á einum stað og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bíla erlendis interRent Europcar skoðanir og ekki vildu aðhyllast nýj- ar kenningar. Jón fer ekki í felur með það, að hér á hann við ýmislegt í hinni nýju siðbreytni. Hafði trú- skipanin drepið frelsi manna þá í þann dróma, að þessi ummæli hans eru einsdæmi. Ekki er það að efa að Jón hefur ver- ið mjög fjölhæfum gáfum gæddur. Fyrst og fremst hefur hann verið vfðlesinn og minnugur, verið prýði- lega að sér í fornum íslenskum fræðum í flestum greinum, íslend- ingasögum, fornaldarsögum, sög- um heilagra manna, jafnt sem í Eddu og Konungsskuggsjá. Hann hefur og kynnt sér útlendar bækur, er hannfékk náð til á þéim tungum er hann skildi. Hvar er hann fór og spurði til bóka, handrita eða skjala, reyndi hann að seðja fróðleiksþorsta sinn, enda nefnir hann eða vitnar í margt slíkt. Um hagleik hans er áð- ur rætt. En einna mest er vert um það hve ríka athygli hann veitir öllu. Á raunaferli sínum um land allt læt- ur hann ekki bugast, eins og flestir mundu hafa gert. Hann hefur augun sífellt opin til athugunar á öllum þeim hlutum, er fyrir augun bar, og girntist jafnan fræðslu, bæði hjá innlendum mönnum og útlendum, um allt það, er honum þótti nýstár- legt. Óseðjandi fróðleiksfysn Allt það sem Jón hefur ritað hefur að vísu ýmiss konar fróðleik að geyma, þótt sundurleitt sé og víð- ast mengað hjátrú. Frá honum eru komnar margar þjóðsögur, pryði- lega sagðar, enda var hann flestum samtíðarmanna sinna ritfærari. Hann var fasttrúaður á álfa, þykist jafnvel hafa kynnst þeim og skiptir þeim í þrjá flokka. Hann segir sög- ur um útilegumenn og fjallabúa. Fjallabúa telur hann niðja þeirra manna sem í öndverðu lögðust út og ekki vildu hafa samneyti við aðra menn. Lýsir Jón háttum þeirra í ritgerð, sem hann nefnir „Lítið ágrip um hulin pláz og yfir- skyggða dali á íslandi" og f Aradals- óði. Til hjátrúarrita má og nánast telja „Tíðfordríf", og er það eins konar syrpa, svo að öllu ægir þar saman, um góða anda og illa og um bústaði álfa. En margt er þar og, er varðar náttúrufræði, steina, jurtir, fugla o.s.frv., flest þó útlent að uppruna; jafnvel skýringar orða og nafna finnast þar. En oft veitir erf- iðlega að komast að því hvað höf- undurinn hyggst í rauninni að segja. Venjulega er Krukkspá, hin alkunna skopspá, eignuð Jóni, en ekki er alls kostar víst að hún sé eftir hann. Um rit Jóns er nokkuð getið áður. Mest eru þau verð, er varða eðli Iandsins. Hann orti og talsvert og er sumt eigi ómerkt. Svo er þá í stuttu máli frásögn um gáfaðan alþýðumann og kjör hans, mann sem uppi var á þeirri öld sem spillti upplagi hans og hæfileikum. Almennir stjómmálafundir dagana 11.-14. október. V JónKristjánsson Halldór Asgrfmsson Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra og Jón Kristjánsson alþingismaöur boða til almennra stjórnmálafunda dagana 11.-14. október, sem hér segir: Fimmtudaginn 11. okt. á Hótel Bláfelli, Breiðdalsvík kl. 20.30. Föstudaginn 12. okt. I Félagsmiðstöðinni, Djúpavogi kl. 20.30. Laugardaginn 13. okt. á Hrollaugsstöðum, Suðursveit kl..16.00. Sunnudaginn 14. okt. I Hamraborg, Berufjarðarströnd kl. 16.00. Sunnudaginn 14. okt. í grunnskólanum Geithellnahreppi kl. 20.30. JJmræðuefnið; stjórnmálaviðhorfið I upphafi þings. Halldór Ásgrímsson Jón Krisfjánsson. Uíi Alexander Davið Aöalfundur Framsóknarfélags Mýrasýslu verður haldinn 10. okt. kl. 21 í húsi félagsins, Brákarbraut 1, Borgarnesi. Venjuleg aðalfundarstörf Kosning fulltrúa á kjördæmisþing Á fundinn koma Afexander Stefánsson alþingismaður og Davfð Aðalsteinsson, 1. varaþingmaður. Sfjómln Suðurland Skrifstofa Kjördæmasambandsins á Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15.00-17.00. Síminn er 22547. Félagar eru hvattir til að Ifta inn. K.S.F.S. Kópavogur - Bæjarmálaráð Fundur verður haldinn laugardaginn 6. október kl. 11.00 að Hamraborg 5. Mætum öll. Sflómin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.