Tíminn - 06.10.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.10.1990, Blaðsíða 5
12 W HELGIN Laugardagur 6. október 1990 Laugardagur 6. október 1990 HELGIN W 13 Á leynisegulböndum Khrústjofs segir frá hreins- unum Stalíns. Hann sagði við Khrústjof þegar hann var búinn að drepa Pólverja: Polverir Dauði í Leníngrad „Sagan af morðinu á Sergei Kirov varpar ljósi á hvemig hakkavélin í hreinsun- unum var sett í gang. Fyrst verð ég samt að lýsa andrúmsloftinu á þessum tíma - á fyrri árum áður en smáborgaralegt hugarfar fór að gegnsýra flokkinn. Þá lá rómantík í loftinu. Við leiddum ekki hugann að sumarbústöðum eða fínum föt- um. Allur okkar tími fór í að vinna. Þegar ég var viðstaddur 17. flokksþingið 1934 var okkur sagt að aðeins sex manns á þinginu (af 1966) hefðu greitt atkvæði gegn Stalín. Mörgum árum síð- ar kom f ljós að talan var nær 260, sem er ótrúlegt ef tekið er mið af stöðu Sta- lfns og hégómleika. Stalín vissi ósköp vel hverjir væru líklegir til að hafa greitt atkvæði gegn hon- um - áreiðanlega ekki líkar Khrústjofs sem hafði komist til metorða undir stjóm Stalíns og dýrkaði hann. Nei, Stalín gerði sér grein fýrir því að það vom gömlu forystumennimir frá tímum Leníns sem vom óánægðir með hann. Á 17. þinginu gekk flokksritari frá Norður-Kákasus á fund Kirovs, flokksfor- ingjans í Leníngrad. Hann sagði, og Iét sem í trúnaði væri: „Gömlu foringjamir em að tala um það sín á milli að tími sé kominn til að setja einhvem annan í stað Stalíns, einhvem sem kemur fram við samstarfsmennina af meiri heiðarleika. Fólkið í okkar hópi segir að það ætti að gera þig að aðalritara." Kirov fór til Stalíns og sagði honum allt af létta. Stalín lagði við hlustimar og svaraði bara: „Þakka þér fyrir, félagi Kirov.“ Síðla árs 1934 sást til Leonids Nikolayev, óánægðs fyrrverandi bolsévika, fyrir utan Smolny- stofnunina í Leníngrad, en þar hafði Kirov skrifstofu. Nikolayev var handtekinn, sennilega vegna þess að hann þótti tortryggilegur útlits. Leitað var á honum og kom í ljós að hann bar byssu. Samt var honum sleppt lausum. Eina skýringin á því er að hann hafi verið látinn laus skv. skipun frá æðri stöð- um í sömu samtökum og höfðu sent hann til að fremja hryðjuverk. Skömmu síðar komst Nikolayev inn í Smolny og skaut Kirov þar sem hann gekk upp stig- ann. Lífvörður Kirovs hafði dregist aftur úr. Síðar komst á kreik orðrómur um að Stalín hefði krafist þess að Nikolayev yrði færður fyrir hann. Nikolayev féll á kné, sagði að hann hefði farið að skipunum og sárbað um miskunn. Kann að vera að hann hafi haldið að hann fengi að halda lífi, vegna þess að hann hafði ekki gert annað en að framkvæma það sem honum hafði verið falið. Hann var kjáni. Til að halda áfram leyndu því, sem honum hafði verið sagt að gera, varð að útrýma honum. Og þar með var úti um hann. Nokkuð til viðbótar sem ég veit. Þegar Stalín kom til Leníngrad til að kanna morðið á Kirov, skipaði hann svo fyrir að kommissarinn, sem hafði borið per- sónulega ábyrgð á því að gæta Kirovs þann dag, væri færður fyrir hann til yfir- heyrslu. Vörubíllinn sem átti að flytja hann á fund Stalíns lenti í árekstri og kommissarinn lét lífið. Löngu síðar var gerð tilraun til að finna fólkið sem fylgdi kommissamum þeg- ar slysið varð, til að leggja fyrir það spumingar. Þau höfðu öll verið skotin. Eg stakk upp á því að leit yrði gerð að ökumanninum. Sem betur fer var hann á lífi. Hann sagði okkur að þetta hefði alls ekki verið alvarlegt slys, ekkert nema beygl- aður stuðari. En hann minntist þess að hafa heyrt dynk frá yfirtjaldaða vörubíls- pallinum. Það voru endalok kommissarsins. Ég er ekki í minnsta vafa um að Stalín bruggaði launráðin. Kirov hafði gert flokksdeildina í Leníngrad að góðum, virkum hópi. Hann var mjög vinsæll, svo að árás sem beindist að honum myndi skaða flokkinn og fólkið. Það er sennilega ástæðan til þess að hann var valinn til fómarinnar; dauði hans gaf gott yfirvarp til að koma hræringu á tilfinningalíf fólks, hræða fólk svo að það léti sér ógnun- ina lynda og léti Stalín í friði við að losa sig við þá sem óæskilegir voru og „óvin- ir fólksins". Stalín hófst handa með því að gera að engu „Gömlu bolsévíkana", og hélt síð- an áfram með því að láta hreinsanimar ná til þess að gereyða blómanum í flokknum okkar, hernum okkar, meðal menntamannanna okkar og venjulegs fólks. 1 tvö skipti lenti ég undir grun. Á þeim tíma þegar félagar Komintem fóm að hverfa í hakkavélina, vom því sem næst allir pólsku fulltrúamir handteknir og skotnir sem óvinanjósnarar. Ég kom til Moskvu frá Úkraínu á fund miðstjóm- arinnar. Nikolai Yezhov, yfirmaður leynilögreglunnar, og ég stóðum saman og Stalín kom til okkar. Hann potaði fingri í öxlina á mér og sagði: „Hvað heitir þú?“ Eftir aö Nikita Khrústjof var flæmdur frá völd- um 1964 tók hann til viö aö rifja upp minningar sínar á segulband. Böndin bárust til Vestur- landa og voru gefnar út tvær bækur meö efni af þeim. En augljóst þótti aö einhverjar eyöur væru í upp- tökunum. Nú hafa upptökurnar sem vantaöi komið í leitirnar og er væntanleg þriðja bókin með endur- minningum Khrústjofs í þess- um mánuði. Þar kennir margra for- vitnilegra grasa og hefur vikuritið Time birt útdrátt úr bók- inni. Hér á eftir fara tvær frásagnir, önnur um fláræöi Stalíns þegar hann lét ráöa Kirov, flokksforingja í Leníngrad, af dög- um, og hin af af- stööu Castros í Kúbudeilunni. Khrústjofvar lærisveinn Stalíns og einlægur aðdáandi hans. Samt skildist honum að ekki var allt með felldu með hreinsanimar í flokknum. „Félagi Stalín,“ sagði ég undrandi, „ég er Khrústjof." „Nei, þú ert ekki Khrústjof," sagði Stalín snöggur upp á lagið. „Einhver hefur sagt mér að þú heitir raunverulega þetta og þetta." Ég man ekki pólska nafnið sem hann nefndi, en ég hafði aldrei heyrt það fyrr. „Hvernig getur þú sagt þetta, félagi Stalín?“ svaraði ég. ,J4óðir mín er enn á lífi. Þú getur spurt hana. Þú getur athugað málið í verksmiðjunni þar sem ég vann, eða í þorpinu mínu, Kalinovka í Kursk.“ Jæja,“ svaraði hann, „ég er bara að segja þér það sem Yezhov sagði mér“. Yezhov fór að neita því að hafa sagt nokkuð þessu líkt Þá kallaði Stalín á Ge- orgi Malenkov, sem á þeim tíma var yfirmaður flokkskjamans í Moskvuflokkn- um, til vitnis og hélt því fram að það hefði verið Malenkov sem hefði sagt hon- um að ég væri í rauninni Pólverji. Malenkov neitaði líka að hann hefði látið nokkuð slíkt í ljós. Ofsóknimar á hendur Pólverjum vom komnar á slíkt stig, að Stalín var reiðubúinn að breyta Rússum í Pólverjal í annað sinn bað Stalín mig að koma til Kremlar. Eins og venjulega lét hann ekki í ljós nein svipbrigði. Hann Ieit á mig og sagði: „Þú veist að Antipov hefur verið tekinn fastur." Nikolai Antipov var stjómmálamaður frá Leníngrad sem mikið bar á. „Nei, ég vissi það ekki,“ svaraði ég. „Jæja,“ svaraði Stalín, „hann hafði einhverjar sannanir gegn þér.“ Hann horfði í augu mér með þessu tómlega augnaráði sínu. Ég starði á móti og vissi ekki hvað ég ætti að segja. Þá svaraði ég: „Ég veit ekki nokkum skapaðan hlut um neitt af þessu. En ég veit að Antipov gæti ekki kom- ið fram með neinar sannanir gegn mér, vegna þess að við þekktumst ekki nema til að kinka kolli hvor til annars." Ég held að Stalín hafi verið að reyna að lesa eitthvað út úr augnaráði mínu. Hvað svo sem hann hefur séð fann hann enga ástæðu til að gmna að nokkur tengsl væm milli mín og Antipovs. Ef hann hefði einhvem veginn komist á þá skoðun að ég væri að reyna að halda einhverju Ieyndu, þá hefði heimurinn sennilega bráðlega frétt af nýjum óvini fólksins." Kúbudeilan „Sú vitneskja að Bandaríkjamenn gætu ekki kyngt því að hafa Kúbu undir stjóm Castrós á þröskuldinum hjá sér sótti að mér. Fyrr eða síðar myndu Banda- ríkin grípa til einhverra ráða. Þau höfðu aflið og þau höfðu ráðin. Eins og sagt er, afl er máttur. Hvemig áttum við að geta styrkt og eflt Kúbu? Með diplómat- iskum orðsendingum og yfirlýsingum frá TASS? Hugmyndin um að setja upp eldflaugar frá okkur á Kúbu kom fram. Aðeins ör- fáir vissu um áætlunina. Við komumst að þeirri niðurstöðu að við gætum sent 42 flaugar, hverja með eins megatonns sprengjuhleðslu. Við völdum skotmörk í Bandaríkjunum sem yllu sem mestum skaða. Við sáum í hendi okkar að vopnin okkar gætu komið af stað skelfingu. Samanborið við þau vom atómsprengjum- ar tvær sem Bandaríkjamenn vörpuðu á Japan í stríðslok ekki nema leikföng. Við sendum hemaðamefnd til Kúbu til að upplýsa Fidel um tillögur okkar og fá samþykki hans. Castró féllst á þær. Við vildum gera allt í leyni. Öryggisþjón- ustur okkar fullvissuðu okkur um að það væri mögulegt, jafnvel þó að banda- rískar flugvélar flygju yfir kúbanskt yfirráðasvæði öllum stundum. Pálmatrén áttu að koma í veg fyrir að flaugamar okkar sæjust úr lofti. Við komum flaugun- um upp á yfirborði jarðar, vegna þess að það hefði tekið of mikinn tíma að byggja neðanjarðarbyrgi og við álitum að það væri ekki mikill tími til stefnu áður en Bandaríkjamenn gerðu innrás. Ætlun okkar var að tilkynna hátt og skýrt um staðsetningu flauganna, eftir að þeim hefði verið komið fýrir. Þær vom ekki ætl- aðar til árásar heldur til að fæla frá þá sem hefðu í huga að ráðast á Kúbu. f ljós kom að öryggisþjónustumennirnir höfðu rangt fýrir sér. Bandaríkjamenn stóðu okkur að verki við að setja flaugarnar upp. Þrátt fýrir allt uppnámið héld- um við áfram verkinu. Þegar við fómm að flytja kjamaoddana var ég í stöðug- um ótta um að þeir næðu skipum okkar á sitt vald. En þeir gerðu það ekki. Við settum upp flaugamar 42. Andrei Ándreyevich Gromyko, utanríkisráðherrann, var á þingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Dean Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bauð hon- um til Washington. Afstaða okkar var að hvorki staðfesta né neita því að flaug- arnar væm á Kúbu, en væmm við spurðir beint myndum við neita. Síðar vomm við sakaðir um undirferli og óheiðarleika. Og þeir sem bám fram þessar ásakan- ir vom engir aðrir en Ameríkanar, sem höfðu sjálfir umkringt okkur með her- stöðvum! Við vomm bara að herma eftir aðferðunum sem andstæðingamir not- uðu. Auk þess áttum við bæði lagalegan og siðferðilegan rétt á því að komast að samkomulagi við Kúbu. Rusk sagði við Gromyko: „Við vitum allt.“ Gromyko svaraði eins og sígauni sem hefur verið staðinn að verki við hrossa- þjófnað: „Þetta er ekki mér að kenna og þetta er ekki hesturinn minn. Ég veit ekkert“ Rusk sagði: „Við ætlum að fýlgja málinu eftir alveg á leiðarenda. Segðu Khrústjof að við vildum að við gætum komið í veg fýrir að allt þetta gerist, en hvað sem er getur átt eftir að gerast." M.ö.o. beitti hann þrýstingi á okkur - þó að ég myndi ekki ganga svo langt að kalla það hótun. Hann beindi þeim tilmæl- um til okkar að aðhafast eitthvað til að koma í veg fýrir beinan árekstur. Ég sagði við félaga mína: „Við höfum náð markmiði okkar. Kannski Ameríkan- amir hafi lært sína lexíu. Nú hafa þeir tíma til að hugsa um hana og velta fýrir sér afleiðingunum." Kennedy var gáfaður forseti. Ég hugsa enn til hans með mikilli virðingu. Hann gerði sér grein fýrir því að þrátt fýrir yfirburði Ameríkana, gætu flaugamar, sem við höfðum þegar sett upp, gert árásir á New York-borg, Washington og fleiri mikilvæga staði. Þá fengum við símskeyti frá sendiherra okkar á Kúbu. Hann sagði að Castró fullyrti að hann hefði ömggar heimildir fýrir því að Bandaríkjamenn væm að undirbúa að ráðast á Kúbu innan tiltekins fjölda klukkustunda. Okkar eigin leyniþjónusta upplýsti okkur líka um að innrás væri líklega óhjákvæmileg, nema því aðeins við kæmumst að samkomulagi við forsetann hið fýrsta. Castró stakk upp á því að til að koma í veg fýrir að kjamaflaugamar okkar yrðu eyði- lagðar, skyldum við gera árás að fýrra bragði á Bandaríkin. Við félagamir í forystu Sovétríkjanna gerðum okkur grein fýrir því að vinur okkar Fidel skildi alls ekki tilganginn hjá okkur. Við höfðum ekki látið setja upp eldflaugamar í því skyni að ráðast á Bandaríkin, heldur til að hindra að Banda- ríkjamenn réðust á Kúbu. Þá færði sendiherra okkar í Washington, Anatoli Dobrynin, okkur skilaboð frá Kennedy forseta. Þau vom einhvers staðar á milli þess að vera hótun og bæn, hann bæði krafðist og sárbað okkur að fjarlægja flaugamar. Við féllumst á að fjarlægja flugskeytin og sprengjuhleðslumar ef forsetinn gæfi opinberlega tryggingu, sína eigin og bandamanna sinna, um að herir þeirra myndu ekki gera innrás í Kúbu. Við sendum skilaboð þessa efnis til Washington og viðræðumar héldu áfram. Robert Kennedy var aðalmilligöngumaðurinn. Hann sýndi heilmikla hugprýði og einlægni í því hvernig hann aðstoðaði við að hindra jafnvel harðari ágreining. Kennedy forseti fullvissaði okkur um að engin innrás yrði gerð. Castró var æstur. Hann hélt að við væmm að hörfa - eða jafnvel að gefast upp. Hann skildi ekki að aðgerð okkar var nauðsynleg til að koma í veg fýrir bein hern- aðarleg átök. Hann taldi líka að Bandaríkjamenn myndu ekki standa við orð sín og strax þegar við hefðum flutt flaugamar burt myndu Bandaríkjamenn gera árás á Kúbu. Hann var mjög reiður við okkur en við tókum þvf með skilningi. Við litum svo á að þessi viðbrögð stöfuðu af því að hann væri ungur og óreyndur í stjómmálum. Hann hafði oft verið svikinn, svo að hann hafði rétt til að trúa ekki orðum forsetans. Svo að við urðum ekki móðgaðir, þó að við fýndum til sorgar og sársauka við að hlusta á vonbrigði hans yfir stefnu okkar í málum Kúbu. Síðar, þegar ég hitti Castró í Sovétríkjunum, sagði ég við hann: „Þú vildir hefja stríð við Bandaríkin. Ef stríð hefði brotist út hefðum við einhvem veginn kom- ist af, en enginn vafi leikur á því að Kúba hefði hætt að vera til. Ríkið hefði ver- ið molað mélinu smærra. Samt sem áður stakkst þú upp á kjamorkuárás!“ „Nei, það gerði ég ekki,“ svaraði Castró. „Hvemig geturðu sagt þetta?“ spurði ég Fidel. Túlkurinn bætti við: „Fidel, Fidel, þú sagðir mér það sjálfur." „Nei!“ þrjóskaðist Castró við. Við fómm í gegnum skjölin. Túlkurinn sagði: „Hérna er orðið stríð. Héma er orðið árás.“ Fidel skammaðist sín. Hann hafði látið ógert að hugsa til enda um augljósar af- leiðingar tillögu sem hefðu komið jörðinni á ystu nöf tilverunnar. Reynslan var honum góð lexía og eftir þetta fór hann að gæta betur að orðum sínum og gerð- um. Castró fánnst Rússar hafa brugðistsér þegarþeir féllustáað fjarlægja eldflaugamar. Khmstjof segirCastró ekki hafa skilið hvað fyrir Rússum vakti. TILBOÐ FRYSTIKISTUR MÁL H x B x D STÆRÐ GERÐ STAÐGR. VERÐ 90x73x65 1851 B 20 31.950 90x98x65 2751 B 30 35.730 90x128x65 3801 B40 39.960 90x150x65 4601 B 50 43.470 Aratucareynsla DÖNSK CÆÐATÆKl A CÓÐU VERÐI V Samkort ítAFuÚS SAMBANDSINS n VIÐ MIKLAGARÐ SÍMAR 68 55 50 - 6812 66 VERÐBREFAVIÐSKIPTI BÚNAÐARBANKANS -þar færbu trausta ávöxtun BINDITÍMI RAUNVEXTIR SPARISKÍRTEtNI RÍKISSIÓÐS 5-10 ÁR 6.0% BANKABRÉFBÚNAÐARBANKANS 3ÁR 6.75% SKULDABRÉF LÝSINGAR 3-5 ÁR 7.50% HÚSBRÉF 1-25 ÁR 6.70% Auk þess útvegum við eldri flokka spariskírteina og annarra bréfa sem skráb eru á Verbbréfaþingi Islands gegn 0,5% þóknun. VERÐBRÉFAVIÐSKIPTI BÚNAÐARBANKANS Hafnarstræti 8, sími 25600. Einnig er verbbréfaafgreibsla í öllum útibúum. BINAÐARBANKINN VERÐBRÉFAVIÐSKIPTI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.