Tíminn - 06.10.1990, Page 6

Tíminn - 06.10.1990, Page 6
14 HELGIN Laugardagur 6. október 1990 veiunnn PHILIPS- WHIRLPOOL FRYSTISKÁPAR OG KISTUfí Góð tæki - Gott veró g PHILIPS Whirlpool Q Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISIMI6915 20 í SOMKtXfyUM, SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKA6 Hjón og tíu ára dóttir iágu sund- urskotin í stof- unni þegar lög- reglan kom að. Höfðu útsendar- ar kókaínbarón- anna í Kólumbíu loks gert alvöru úr hótunum sín- um og rænt syni blaðamannsins að auki? Amparo og Carlos de Paz virtust Irfa góöu Irfl á fallegu helmlll og við störf sín. Þá gerðist það ótrúlega. Fjölskyldan var skotin við jólatréð Miamiborg er sitt af hveiju í augum fólks en einkum er hún borg andstæðnanna. Hún er leyfísparadís þeirra fáu sem eru svo heppnir að geta flúið snjó og kulda nyrðra og einnig sækja þangað ævintýramenn svo hlaðnir gullfestum að þeir gætu sökkt herskipi. Þau auðæfí tengjast oftast nær fíkniefnasölu. í SW8-hverfmu er töluð meiri spænska en enska og þar hefur of- beldið fest rætur. Landflótta Kúban- ir, Kólumbíumenn og fulltrúar ótal rómanskra ríkja flykkjast þangað til að verða sér úti um skjóttekinn gróða á einhvem hátt. Meirihluti þessa fólks er heiðarlegt. Daglega opnar það fyrirtæki sín og þjónar viðskiptavinum. Sumir eiga BMW og aðrir láta sig dreyma um Porsche. Sumir búa í ævintýrahöll- um en aðrir í kakkalakkagrenjum. í desember 1986 vom Miami-búar að skreyta fyrir jólin og utan af sjón- um leit borgin út eins og ævintýra- land úr Disneymynd. Eitt af fallega skreyttu húsunum hafði þann 12. desember verið vettvangur natar- veislu þar sem saman kom rúmur tugur kvenna og skemmti sér hið besta. Húsmóðirin, Amparo Hurtado de Paz, vel þekktur blaðamaður, bar fram heimatilbúinn mat sem hún fékk mikið lof fyrir. Vinir Amparo þekktu hana sem ór- aga baráttumanneskju gegn fíkni- efnamisferli í skrifum sínum og einnig fjallaði hún um stjórnmál. Þeir dáðust að henni en öfunduðu hana þó ekki þegar hún fékk birtar greinar í El Espectador, næststærsta blaði Kólumbíu. Vinirnir töldu álíka áhættusamt að hrófla við kókaínbar- ónum Kólumbíu og að ráðast á ve- spubú með berum höndum. Þegar samkvæminu lauk þetta föstudagskvöld fór Amparo að taka til, að því er nágrannarnir vissu best. Alina, tíu ára dóttir hennar, lék sér úti fyrir húsinu og eiginmaðurinn Carlos, 43 ára glæsimenni, gekk um með syni þeira Carlosi yngra við vatn eitt skammt frá heimilinu. Á laugardagsmorgun ríkti óvenjuleg kyrrð yfir húsinu. Hvergi var nokkur hreyfmg og þannig var það líka á sunnudag. Á mánudag kom Carlos ekki til vinnu í efnalauginni sem hann átti við Biscayne-breiðgötuna. Á þriðjudagsmorgun var ekki beðið lengur með að hringja til yfirvald- anna. Sá sem hringdi talaði um vonda lykt og grafarþögn. Slíkt var í hæsta máta óvenjulegt. Þegar ekki bar neinn árangur að hringja dyrajöllunni eða berja að dyrum, stakk lögreglan upp dyrnar og fór inn. Hjónin og bamið myrt Lyktin sem sló á móti mönnum, var í hróplegri andstæðu við fagurlega skreytt jólatréð og jötuna undir því. Alina litla Iá á gólfinu hjá píanóinu sem hún var að læra að leika á og foreldrar hennar, Amparo og Carlos, voru einnig látnir. Innan skamms fylltist húsið af rannsóknarlögreglu- og tæknimönnum sem leituðu fingrafara og ljósmynduðu allt hátt og lágt. Uti fyrir safnaðist nokkur hópur ná- granna og fljótlega gátu þeir skýrt frá því að sonurinn á heimilinu hefði ekki sést síðan fyrir helgina og held- ur ekki nýr Volvo-bfll sem fjölskyld- an átti. Nú var búist við hinu versta, jafnvel að syninum hefði verið rænt og þá var lítil von talin um að hann sæist aftur á lífi. Lögreglumenn voru fáorðir og sögðu fjölmiðlum ekki hvernig fjöl- skyldan hafði látið lífið og hvort vit- að var um einhverja ástæðu. Rit- stjórar þeirra blaða sem Amparo hafði skrifað greinar í töldu afar ólík- legt að hún hefði móðgað nokkum svo með skrifum sínum að lífláta hefði þurft heila fjölskyldu fyrir. Send var út lýsing á splunkunýjum, logagylltum Volvo-bflnum ef vera kynni að hefðist uppi á týnda synin- um og jafnvel mannræningjanum fyrir vikið. Á miðvikudag var ritstjóri E1 Espectador í Bogota í Kólumbíu myrtur þegar hann kom út af skrif- stofum blaðsins. Menn á mótorhjól- um með vélbyssur létu skothríðina dynja á honum og þeystu svo burt. Að sögn yfirvalda var ekki talið að þetta morð tengdist morðunum á Paz-fjölskyldunni en ýmsir töldu samt að svo væri. Eftir nákvæmar yfirheyrslur yfir vinum og nágrönnum Paz-fólksins varð Ijóst að ekkert hafði sést til fjöl- skyldunnar eftir veisluna á föstudeg- inum. öllum bar saman um að þetta fólk hefði verið iðjusamt og ekki mikið út á við. Carlos var vanur að fara snemma til vinnu. Af krufningsskýrslunni mátti ráða að morðin hefðu verið framin síð- degis á föstudag og líkin því legið í húsinu í fjóra daga áður en þau fund- ust. Guð mátti vita hvar lík sonarins fyndist. Hvar var hann nú og hvað um hefnigjarna ættingja? Rekja þurfti allar slóðir, hversu ómerkilegar sem þær virtust. Það má búa mikið hatur að baki því að myrða heila fjölskyldu og þar á með- al barn. Nú þurfti að finna ástæðuna. Hótanir kókaínbarónanna Augljóst var að Amparo de Paz hafði engan grun um örlög sín síðasta daginn sem hún lifði. Vinkonur hennar sögðu að hún hefði verið í góðu skapi og meðal annars rætt um fyrirhugaða ferð sína til Kólumbíu í janúar. Á miðvikudag var efnalaugin við Biscayne-breiðgötu lokuð og á hurð- inni var miði: „Því miður er lokað í dag af óviðráðanlegum orsökum." Þá lágu Paz-hjónin ásamt dóttur sinni í líkhúsinu. Lögreglan safnaði öllum þeim upp- lýsingum sem hægt var að fá um fjölskylduna. Greinarnar sem Am- paro skrifaði reglulega í E1 Especta- dor undir nafninu „Bréf frá Miami“ voru oftast samsafn af upplýsingum úr bandarískum blöðum sem hún taldi að fólk í Kólumbíu gæti haft áhuga á. Kókaínbarónarnir höfðu hins vegar tekið skrif hennar illa upp en þótt Amparo væri hótað hélt hún áfram að skrifa eins og henni sýndist. -Hún var mjög ákveðin, sagði starfsbróðir hennar á öðru kólumbísku blaði. -Hún var alltaf að stinga fingrunum í eldinn. Það var ekki vel launað að taka áhættuna. í ljós kom að skrifin gáfu Amparo ekki nema 250 dollara á mánuði en þau vöktu á henni athygli meðal þeirra Kólumbíumanna sem bjuggu í Miami og þeir voru ófáir. Hún var líka vel þekkt í Kólumbíu. Þrátt fyrir allar hótanir var Miami aðalheimild Amparo fyrir því sem hún birti. Kólumbískir stjórnmála- menn, kaupsýslumenn og kókaínsal- ar sem bjuggu að öllu leyti eða hálfu í Miami voru allir undir smásjá hennar. Lögreglumenn voru næst- um hissa á að hún hefði ekki verið myrt fyrir löngu. Síðasta grein henn- ar var hörð árás á kókaínsamsteyp- una sem stendur að útflutningi frá borginni Medellin. Blaðamenn viðurkenndu fyrir lög- reglunni að þrátt fyrir frjálsleg blaðaskrif um kókaínmálin, þyrðu þeir lítið að gera til að rannsaka þau. Þeir sögðu það sem lögreglan vissi raunar fyrir, að kókaínbarónarnir hafa á sínum snærum mörg þúsund menn sem myrða óvini þeirra mis- kunnarlaust og að segja má daglega. Hvernig sem lögreglan reyndi að tengja morðið og kókaínbarónana varð ekki annað séð en þeir hefðu látið sitja við hótanirnar einar. Ekki varð með nokkru móti greint að morðin tengdust þeim. Eins og ævinlega var kafað í fjöl- skyldumálin. Ekki er óalgengt að einhver í fjölskyldu myrði hina og stytti sér svo aldur. Sonurinn var líka týndur og engin krafa um lausnar- gjald hafði borist, hvergi fannst líkið og raunar var ekki að sjá að honum hefði verið rænt.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.