Tíminn - 06.10.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.10.1990, Blaðsíða 8
:i 16 W TlELGIN ~\r\r* » ., 4 V-"". *- O Laugardagur 6. október 1990 I TIMANS RAS ATLI MAGNÚSSON: „Wlillistykki" á öld kæríeikans Sú lokkafagra kynslóð sem fagnaði hinni nýju „öld Vatns- berans" í söngleiknum „Hair" fyrir mörgum árum, hefur nú fyrir löngu skert hár og skör og f því hári sem er eftir er hið gráa tekið að gægjast fram á stöku stað. Álfalfkamarnir eru teknir að þrekna og ennisbönd og armhringir safna ryki, sé góss þetta þá ekki löngu týnt og tröllum gefið. En þessi er víst vegur alls holds. „Hair" kyn- slóðin boðaði að ný öld ástar og friðar meðal manna væri að renna upp og mundi standa um árhundruð, eða uns himin- tunglin hverfðust inn í eitthvert annað teikn dýrahringsins í störnugeiminum. Og viti menn — á sína vísu virðist svo sem þetta fólk hafi hreint ekki verið svo óspá- mannlega vaxið. Hvort sem menn nú vilja þakka það „öld Vatnsberans" eða öðru, þá verð- ur að segjast að samkomulag hefur verið í skaplegra lagi með þjóðum síðustu áratugi og virð- ist fara óðum batnandi. Gömlu risaveldin nenna ekki lengur að ógna hvort öðru með djöfli og dauða og beislinu hefur verið sleppt af undirokuðum lýðum og þeim sagt að gera bara það sem þeim sjálfum sýnist. Þegar friðspillir á borð við forsetann í írak ætlar að raska þessum Fróðafriði með yfírgangi leggja allar þjóðir (svo að segja) saman í púkk að benda honum á að þetta gangi bara ekki og vilja ekkert með svona nokkuð hafa. Hvert sem stjórnkerfið er eða trúarbrögðin, þá virðast allir nokkuð einhuga í þessu. Og á fimmtudag var Þýskalandi slengt saman í eitt, svo að segja án fyrirvara — húrra og Hale- lúja! Á „öld Vatnsberans" verða Gordíonshnútar heimspólitík- urinnar „ekkert mál", eins og börnin hafa að orðtaki nú til dags. Astinni er auðvitað ætlaður heiðurssess í þessu umhverfi friðar og umburðarlyndis, hverju nafni sem hún nefnist. Það er t.d. „ekkert mál" lengur að vera kynhverfur (sem þótti hið versta fyrirbrigði fyrir ekki svo Iöngu) og þeir sem á ein- hvern hátt eru af göflunum gengnir, andlega eða líkamlega, eiga sér ötula talsmenn hvar- vetna og eru uppáhaldsfólk fjöl- miðla og almennings — að minnsta kosti lætur enginn annað uppiskátt. Sennilega má Ieiða rök að því að kærleikurinn hafi aldrei átt meira gengi að fagna en um þessar mundir og tvímælalaust gengur hann á ýmsum sviðum lengra en þeir þorðu að predika Kristur og Páll postuli. En getur kærleik- urinn nokkurn tíma orðið of mikill? Nú svari hver fyrir sig. Ástin og kærleikurinn eru sterk ófl, sem kunnugt er, og því ekki að kynja að menn eru teknir að veita þessum kröftum útrás á nótum kraftaverkanna. Sjónvarpið hefur sýnt myndir af fólki sem er svo þrungið af því góða og blessunarríka að það læknar fjölda meina með því að leggja hendur yfir meðbræður sína og systur. Athyglivert er að á hátækniöld þora menn síður en nokkru sinni að gera gys að þessum furðum, eins og t.d. ýmsir aldamótamenn gerðu, en í þá daga kallaðist þetta „straum- og skjálftalækningar" (sbr Þórunni í Kömbum). í dag heitir það „heilun" og „reiki". Vorir nýju straum- og skjálfta- læknar eru að sjálfsögðu raun- sæisfólk og kannast ekki við að hér sé um að ræða kraftaverk í hinum gamla skilningi orðsins. Þeir kveðast aðeins vera „milli- stykki" einhverra ósýnilegra krafta. Hvaðan skyldu þeir vera komnir? Því hefði doktor Helgi Pjeturss sjálfsagt hæglega getað svarað, en margt bendir til að kenningar hans séu að ganga f endurnýjun Iífdaganna og furð- ar engan. Helgi leiddi rök að því að kraftar af þessu tagi væru komnir ekki skemmri veg en frá öðrum sólkerfum og má ætla að á „öld Vatnsberans" séu þeir al- veg einkar öflugir, eins og „Ha- ir" kynslóðin hafði spáð. Já, Guð láti gott á vita, eins og þeir gömlu og vísu menn sögðu. Enn lifa aldir eftir af öld Vatnsberans og haldi svo fram sem horfir er ekki margt að ótt- ast. Nema það setji örlítinn ugg að einhverjum um að verða á endanum hreinlega étinn af ást og kærleika. Gettu nú Myndin er spurt var um héma í horninu fyrir viku var úr Hörg- ardal. Viö erum enn stödd norðanlands og kannske er drang- urínn hér að ofan ekki nema fyrir Norðlend- inga að bera kennsl á. Hvað skyldi hann heita og hvar er hann? •¦ m ¦w c- ;* -*j ( jn z ^i * -^ o 3C CJl s. lf\ z -z. 1 to o* Cj r ¦>|o sn ^z ~ 2 c J> »- % ¦É3>~l r ¦ J? ¦ c|* < nþl O U> ¦f 31 |C «tr oAsn z — "r™ ¦z. * c; ^t> o> a> p> 73 »i r **¦ /Ö — ¦o 73 m !T> 7i i- — po t* n c- w •z. 2> 7- — < ( I> m < *> íj 4." s. -z. ^IS ¦2. >. «í — \0\ m wl e J* n U) 71 2> -z. -^ W *J| 7> K •2 2: -4 ínlo» r wr 3a i7> <=¦ 3>|-1 CfS n <yi H3-1</3IBI 7i X&*\> ¦3L -' cn ^-> ^I^K, Gl » ¦ '"> ¦^. p ¦ c: S o r 3> o t" "WPB yi a>-z ¦n r^ b> <a C> (-•¦- 0> J> -l •S — *-j a rp D> <J> *—* ¦i; jt> 3> c^ c- omz. m S> m 3> ^ <n 3> nj >\ •3 7) 3> Jt U/ -4 c -=> -t 3 3. *1 m - ¦Z- * — -1 m ;w m,J 25 o -1 3> |ös>-> *3 in C/> C- s|x —|nr Ö O'' «->Kr" KROSSGATA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.