Tíminn - 10.10.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.10.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 10. október 1990 1 óirLÖLýjö BfflHIBP 11111 Jerúsalem: Morðin á Musterishæð leiða til uppreisnar Með því að skjóta 19 araba til bana tókst ísraelsku lögregl- unni á hálftíma að ná þeim árangri sem leiðtogar Palest- ínumanna hafa reynt að ná mánuðum saman - vakið upp hörð mótmæli gegn yfírráðum ísraela og tengt kröfur Pal- estínumanna Persaflóadeilunni. Blóðbaðið í ísrael, sem er verstu borgaralegu skærur, sem átt hafa sér stað frá því í átökunum 1967, komu vandamálum Palestínuaraba í brennidepil og kölluðu á gagnrýni vestrænna þióða. Leiðtogar ísraelsmanna hafa ásak- að araba, sem grýttu gyðinga, sem voru við bænahald við grátmúrinn á mánudag, um að hafa skipulagt árásina til að tengja málstað sinn við Persaflóadeiluna. Margir Palestínumenn, sem búa á Vesturbakkanum og Gazasvæðinu, hafa sett Saddam Hussein á stall eft- ir að hann lýsti því yfir að innrásin í Kúvæt væri liður í réttindabaráttu Palestínumanna. Stjórnir Bandaríkjanna, Sovétríkj- anna og Frakklands vilja ekki tengja þessi tvö málefni beint og krefjast þess að írakar hverfi fyrst burt frá Kúvæt. En leiðtogar þessara þjóða hafa all- ir viðurkennt að ráðast þurfi að rót- um spennunnar í Mið-Austurlönd- um, sem séu deilur araba og ísraela, strax eftir að tekist hefur að leysa Persaflóadeiluna. „Það sem ísraelar vilja síst af öllu er að aðrar þjóðir hefji afskipti af vanda Palestínu," sagði einn af leiðtogum Palestínumanna. „Þess vegna hófu þeir strax umræður um ögranir og skipulagningu eftir fjöldamorðin á Musterishæð." Leiðtogar ísraelsmanna voru snögg- ir að álykta að sú aðgerð að grýta gyð- inga við bænagjörð væri tilraun til að vekja athygli og grafa undan stöðu þeirra arabaríkja sem fylgja andstæð- ingum íraka að málum. „Reynt var að nýta sér þá ofsa- fengnu móðursýki sem breiðst hefur út frá Bagdað og tendra óhelgan eld í Jerúsalem. Það samsæri bar ekki árangur," sagði Yitzhak Shamir for- sætisráðherra. Arabarnir sögðust hafa verið að vernda Musterishæðina, sem er einn af þremur helgustu stöðum mús- lima, fyrir gyðingum sem vildu end- urbyggja þar musteri sem Rómverj- ar eyðilögðu árið 70. Leiðtogar Palestínumanna hafa al- farið neitað þeim ásökunum ísraela að mótmælin á Musterishæð hafi verið skipulögð. „Þetta er útúrsnún- ingur og lygi. Þetta er tilraun ísraela til að réttlæta fjöldamorðin," sagði Hanan Ashrawi Palestínuleiðtogi. „Það ósvífið að halda því fram að Palestínumenn skipuleggi eigin dauða,“ sagði hún við Reuter. „Tengslin við írak eru fyrir hendi, við þurfum ekki að Iáta lífið til að sanna að svo sé.“ Palestínumenn ásaka umheiminn um tvískinnung með því að rísa öndverður gegn innrás íraka í Kú- væt en gera lítið sem ekkert til að binda enda á 23 ára hersetu ísraela á þeirra landsvæðum. Þeir segja vest- ræn ríki hafa meiri áhuga á olíuvið- skiptum við Flóann en baráttu fyrir mannréttindum. Morðin beindu athygli umheimsins að framgöngu öryggissveita ísraela gegn uppreisn Palestínumann sem nú hefur staðið í 34 mánuði. Banda- ríkjastjórn, aðalstuðningsaðili ísra- els, gaf út yfirlýsingu um að hún for- dæmdi morðin og skoraði á ísraelsk yfirvöld að halda sér í skefjum. Önnur vestræn og arabísk ríki for- dæmdu athæfið við Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á mánudag. írakar sögðu í gær að Öryggisráðið Stjóm Shamirs reynir að halda því fram að Palestínumenn hafi skipulagt morðin á Musterishæð til að vekja athygli á málstað sín- um. ætti að bregðast jafnharkalega við þessum atburðum og það gerði er írakar réðust inn í Kúvæt. Ziad Abu Zayyad, palestínskur að- gerðasinni og rithöfundur, sagði að morðin myndu hleypa nýju afli í uppreisn Palestínumanna á her- teknu svæðunum en heldur hefur dregið úr henni eftir að stjórn Shamirs komst til valda í júní og skipaði hernum að slaka á klónni. Varautanríkisráðherra ísraels, Benjamin Netanyahu, kenndi Pal- estínumönnum um drápin og sagði: „Við vitum að tilgangur æsinganna er tvenns konar, að endurvekja bylt- ingaröflin hvað sem það kostar og koma af stað vandræðum hér til þess að draga athyglina frá innrás ír- aka í Kúvæt. Ég er sannfærður um að PLO-menn eru hæstánægðir með þetta blóðbað." „Uppreisnin mun færast í aukana," sagði Ashrawi. „En alvarlegra er að margir Palestínumenn verða sífellt sannfærðari um að rödd skynsem- innar tali fyrir daufum eyrum og ísraelar og umheimurinn allur taki aðeins mark á ofbeldi." FRETTAYFIRLIT MOSKVA - Sovétsfjóm, sem nú stefnir af hörku á markaðsbúskap, hefur í hyggju að kynna nýtt banka- kerfi, sem ótengt verður rikinu, og nýja gengisskráningu vegna verslunar við útlönd. ISTANBÚL — Yfirmaður NATO lofar að miklum her- styrk verði haldið í Tyrklandi og á Míðjarðarhafi vegna nýrra áhættuþátta, þrátt fyrir þrýst- ing frá aðildam'kjum um að lækka herkostnað að kalda stríðinu loknu. NÝJA DELf - Tveir stúd- entar kveiktu í sjálfum sér, þríðji er sagður hafa hengt sig, og tveír hafa látist af sárum eft- ir sjálfsmoröstilraunir f mót- mælaskyni við þá áætfun s^ómarinnar að veíta stétt- leysingjum atvinnu. KIGALI —- Herir stjómarinnar eru enn þá í viðbragðsstöðu gegn innrás skæruliða i norð- austurhluta Rúanda. En versl- anir, bankar og skrtfstofur í höfuðborginni hafa verið opn- uö aftur eftirað borgin lagöist í dvala eftír skofhríðina fyrir fimmdögum. HÖFÐABORG - Nelson Mandela fór í heimsókn til samfanga sinna til að smygla inn upplýsingum frá megin- landinu. DYFLINNI - Óttast er að IRA hugi á hefndir, eftir að sumir byssumanna þeirra voru ýmist handteknir eða drepnir og sjóðir þeirra gerðir upptæk- ir, til þess að sýna að IRA sé síður en svo dauður úr öilum æðum. STOKKHÓLMUR - Bók- menntaverðlaun Nóbels verða afhent á morgun. Menn hafa veit fýrir sér hver muni hljóta heiöurinn að þessu sinni. Heyrst hafa nöfn Bretans V.S. Naípaul og Nadine Gordimer frá Suður-Afríku í því sam- bandi. LISSABON — Esporito Santo flölskyldan, ein sú valdamesta í landinu fyrir upp- reisnina 1974, reynir nú að ná aftur yfirráðum yfir trygginga- félaginu Tranquilidade sem var þjóðnýtt fýrir 15 árum. Konur í sveitum Starfshópur á vegum Búnaðarfélags íslands, Kvenfélagasam- bands fslands, landbúnaðarráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stéttarsambands bænda vill komast í samband við þær konur í sveitum sem starfa við eða vilja hefja nýjan atvinnurekstur, þar með talin minjagripagerð og heimilisiðnaður, og óska eftir ráðgjöf eða annarri aðstoð af þeim sökum. Tilgangur þessarar auglýsingar er að fá áreiðanlegar upplýsingar um þörf fyrir ráðgjöf og aðstoð við atvinnurekstur á vegum kvenna í sveitum svo síðan megi finna leiðir til þess að mæta þeim þörfum. Þeim sem áhuga hafa er bent á að senda bréf merkt: Atvinna í sveitum, pósthólf 7040,127 Reykjavík. I bréfinu þarf að koma fram: 1. Nafn, heimilisfang og símanúmer bréfritara. 2. Hvaða framleiðslu eða þjónustu er um að ræða. 3. Hvenær starfsemi hófst eða er ætlað að hefjast. 4. Hve mikla vlnnu er starfseminni ætlað að veita (t.d. mánuðir á ári). 5. Er þörf fyrir aðstoð við a) hönnun, b) framleiðslu, c) sölu, d) fjármögnun, c) annað? 6. Annað sem ástæða þykir til að geta um. Nánari upplýsingar veita Ágústa Þorkelsdóttir, Refsstað, Vopnafirði, og Auður Eirlksdóttir, Hleiðargarði, Saurbæjarhreppi. Sími Ágústu er 97-31443 og Auðar 96-31277. Vinsamiegast hringið á tímabilinu 10-12 eða 20-22 á virkum dögum, fyrir 1. nóvember nk. Starfshópur um atvinnu í sveitum. FUF Árnessýslu Aðalfundur félagsins verður haldinn að Brautarholti á Skeiðum fimmtudaginn 18. okt. kl. 21. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf. Umræður um Kjördæmis- þing og framboðsmál. Þá mun Kristján Einarsson flytja erindi og ýmsir aðrir gestir munu láta sjá sig. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. Skrifstofa Framsóknarflokksins hefur opnað aftur að Höfðabakka 9, 2. hæð (Jötunshúsinu). Sími91-674580. Opið virka daga kl. 9.00-17.00. Verið velkomin. Framsóknarflokkurinn. Aðalfundur Framsóknarfélags Kjósarsýslu verður haldinn að Hlégarði sunnudaginn 14. október 1990 kl. 17.00. Fundarefríi: Venjuleg aðalfundarstörf og þar með talið kjör fulltrúa á kjördæmisþing framsóknarmanna á Reykjanesi, sem haldið verður í Kefiavík sunnudaginn 4. nóvember nk. og flokksþing I nóvember. Alþingiskosningar og önnur mál. Að aðalfundi loknum verður gert hlé til skrafs og viðræðna til kl. 19.15, en þá hefst kvöldverður. Gestir fundarins verða: Steingrfmur Hermannsson forsætisráðherra og frú Edda Guðmundsdóttir, Jóhann Einvarðsson alþingismaður og frú Guðný Gunnarsdóttir, Haukur Níelsson fv. hreppsnefndarmaður og frú Anna Steingrimsdóttir. Fólki sem ekki hefur tök á að mæta til aðalfundar er bent á, að það er velkomið með gesti sína i hlé eftir aðalfund og siðan til kvöldverðarins. Vinsamlegast hafið samband vegna kvöldverðarins við Gylfa vinnusimi 985-20042, heimasími 666442 og við Helga í vinnusíma 82811, 985-21719, heimasími 666911, hið fyrsta. SQómin. Skagfirðingar - Sauðárkróksbúar Komið í morgunkaffi með Stefáni Guðmundssyni alþingismanni, laugardaginn 13. þ.m. kl. 10 til 12 í Framsóknarhúsinu, Sauðárkróki. Guömundsson Stolngrimur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.