Tíminn - 10.10.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.10.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 10. október 1990 Tíminn 9 Miðvikudagur 10. október 1990 Landsnefnd um alnæmisvarnir sem skipuð var af heilbrigðisráðherra hefur skilað frá sér landsáætlun sem hefur það að meginmarkmiði að draga úr útbreiðslu alnæmis Eftir Stefán Eiríksson Sumarið 1988 ákvað Guðmundur Bjamason, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra að skipa landsnefnd um alnæmisvarnir. Hlutverk hennar var að samræma aðgerðir gegn alnæmi og stuðla að samvinnu heilbrigðisþjónust- unnar og opinberra aðila, sveitarstjóma, kirkju, skóla, félagasamtaka og annarra þeirra, sem leggja vilja baráttunni gegn alnæmi lið og stuðla þannig að mark- vissu starfi. Nefndina skipa aðallega að- ilar úr heilbrigðisþjónustunni, en einnig aðilar úr skólum og félagasamtökum. Formaður hennar er Guðjón Magnússon að- stoðarlandlæknir. Helsta verkefni nefndarinn- ar hefur verið að gera tillögur til heilbrigðis- ráðherra um landsáætlun í alnæmisvörnum. Nefndin hefur nú skilað þessari áætlun og er meginmarkmið hennar að draga úr út- breiðslu alnæmis með skipulögðum aðgerð- um og tryggja smituðum og sjúkum heil- brigðisþjónustu, aðhlynningu og félagslegan stuðning. Einnig að koma í veg fyrir útskúfun smitaðra og vinna gegn fordómum í þeirra garð. Til þess að ná þessum markmiðum telur nefndin að auka þurfi og viðhalda þekkingu almennings á sjúkdómnum alnæmi, orsökum og afleiðingum. í öðru lagi að auka ábyrgð hvers einstaklings hvað varðar alnæmi og al- næmissmit, þ.e. minnka áhættuhegðun sem leiðir til alnæmissmits. í þriðja lagi að gæta þess að lög tryggi smituðum og sjúkum bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu, aðhlynningu, félagslegan stuðning ásamt aðstoð svo og að fjárframlög fáist til þess að framfylgja lögun- um og í fjórða lagi að ræða opinskátt um út- skúfun smitaðra í þjóðfélaginu og fordóma í garð þeirra og benda á leiðir til úrbóta. Hvað er alnæmi? Alnæmi er lokastig veirusýkingar sem eyði- leggur ónæmiskerfi líkamans og leiðir til þess að sjúklingurinn verður berskjaldaður fyrir sýkingum og ýmsum illkynja sjúkdómum. Veiran sem veldur alnæmi HIV-1 (Human Im- munodefficiency Virus), fannst árið 1983. Ár- ið 1986 fannst ný veira, náskyld alnæmisveir- unni, sem einnig veldur alnæmi. Sú veira, sem nefnist HIV-2, greindist fyrst í Vestur-Afr- íku en hefur nú einnig greinst annars staðar, m.a. í Vestur-Evrópu og Suður-Ameríku. Ekki er með vissu vitað um meðgöngutíma alnæmis en það er tíminn frá smitun til loka- stigs sjúkdómsins. Öruggustu upplýsingarnar um meðgöngutíma sjúkdómsins hafa fengist með rannsókn alnæmis meðal þeirra sem smitast hafa við blóðgjöf. Þær benda til að meðalmeðgöngutími sjúkdómsins sé um 2 ár hjá börnum undir fimm ára aldri, um 8 ár hjá einstaklingum 5- 59 ára og 5,5 ár hjá þeim sem eru 60 ára og eldri. Þróun alnæmisfaraldursins bendir til þess að sífellt hærra hlutfall þeirra sem hafa smitast fái að lokum alnæmi. Horfur þeirra sem hafa fengið alnæmi eru afar slæmar, með nánast 100% dánartíðni á fáum árum. Niðurstöður margra faraldsfræðilegra kann- ana benda til að alnæmisveiran smitist við kynmök, við blóðblöndun, til dæmis frá menguðum nálum, og með blóðgjöf mengaðs blóðs og frá smitaðri móður til barns á með- A ALNÆMI Guðmundur Bjamason heilbrígöisráðherra, Guðjón Magnússon aðstoðaríandlæknir og Krístján Eríendsson læknir kynntu tillögur ráðherraskipaörar nefndar um alnæmisvamir. Tillögur nefndarínnar eru: a) Stutt verði við bakið á Samtökum áhuga- fólks um alnæmisvandann, Samtökunum ‘78 og öðrum sem vinna að fræðslu um alnæmi og stuðningi við smitaða og aðstandendur þeirra, s.s. með samvinnu og fjárstuðningi í ákveðnum verkefnum. Auka samvinnu allra aðila sem starfa að alnæmisvörnum, m.a. með sameiginlegum verkefnum. b) Þjálfaðir verði aðilar í heilbrigðis- og fé- lagslegri þjónustu um Iandið allt til að veita fræðslu, stuðning og ráðgjöf í málum er varða alnæmi. Halda fundi, námsstefnur og nám- skeið í þessum tilgangi. c) Framkvæmt verði reglubundið mat einu sinni á ári á árangri almennrar fræðslu með viðtölum við ákveðna markhópa og einstak- linga innan ýmissa hópa eða stofnana. d) Endurskoða verði reglulega áætlunargerð um fræðslu og það sem að henni snýr í Ijósi fenginnar reynslu. c) Leitað verði að aðilum innan ákveðinna hópa, er geti staðið fyrir fræðslu eða umræðu um alnæmi á vinnustöðum og annars staðar þar sem fólk kemur saman. HIV-smit eykur tíðni annarra smitsjúkdóma Tillögur nefndarinnar eru margar og er ekki hægt annað en að stikla á stóru. í tillögum Timamynd; Aml Bjama nefndarinnar um fræðslu og forvarnastarf fyr- ir starfsfólk á heilbrigðisstofnunum er lagst gegn almennum mótefnamælingum gegn HIV í forvarnarskyni á sjúklingum sem leggj- ast inn til almennra rannsókna og meðferðar, þar sem erfitt sé að framkvæma slíkar aðgerð- ir af skipulagslegum ástæðum og að þær dragi úr möguleikum á nafnleynd og skapi falskt ör- yggi starfsfólks. Landsnefndin gerir einnig ítarlegar tillögur um heilbrigðisþjónustu við smitaða og sjúka. Þar segir að meðferð sjúkdóms af völdum HIV sé flókin enda sé HIV áður óþekkt sóttkveikja meðal manna. HIV sýkingin veldur sjálf ýms- um viðvarandi sjúkdómseinkennum jafn- framt þvf sem hún brýtur smám saman niður ónæmiskerfi líkamans. Líkaminn verði því næmur fyrir öðrum sýkingum, bæði venju- legum og óvenjulegum, og stundum einnig vissum sjaldgæfum krabbameinum. Ýmislegt bendi til þess að tíðni annarra þekktra smit- sjúkdóma, eins og t.d. berkla, fari vaxandi á þeim svæðum þar sem HlV-smit er útbreitt, trúlega sem afleiðing þessa nýja sjúkdóms. í tillögunni segir að mikilsvert sé að HIV- tengdir smitsjúkdómar verði stundaðir af sér- fræðingum í smitsjúkdómum. Hins vegar megi búast við að HlV-sýkingar komi til með- ferðar á sjúkrastofnunum sem ekki hafi sér- fræðinga í smitsjúkdómum og þurfi þá lækn- ar að bera meginábyrgð á meðferð. Þá gerir nefndin einnig tillögu um að á Borgarspítal- anum skuli starfrækt göngudeild fyrir smit- sjúkdóma og skal gert ráð fyrir að í vaxandi mæli verði sú deild burðarás í göngudeildar- þjónustu við HlV-smitaða, alnæmissjúklinga og aðstandendur þeirra. Auk þess skuli gert ráð fyrir að þjónusta við þessa sjúklinga sé veitt á öðrum göngudeildum, heilsugæslu- stöðvum og læknastofum eftir því sem við á. í tillögu nefndarinnar um félagslega þjón- ustu sveitarfélaga segir að félagsmálastofnun skuli veita smituðum og sjúkum þá aðstoð er á vanti til þess að framfærsla sé fúllnægjandi og húsnæði tryggt. Auk þess sé tryggt að við- komandi fái heimilishjálp til að geta dvalist sem lengst heima. í tillögu um aðstoð vegna smitaðra barna segir að tryggja þurfi að smit- uð börn geti verið sem Iengst hjá foreldrum sínum og að þau njóti allra almennra úrræða og fái allan stuðning sem völ sé á, s.s. aðstoð við umönnun barns og fjárhagsaðstoð í tengslum við ólík atriði. Brýnt sé að tryggður sé réttur þeirra til að sækja skóla og barna- heimili og nauðsynlegt sé að koma í veg fyrir að þau smitist af öðrum sjúkdómum, fremur en að leggja áherslu á að þau smiti ekki aðra, þar sem sáralitlar líkur séu fýrir því að það gerist. Atvinnuöryggi verði tryggt Fram kemur í áætluninni að þeir sem eru smitaðir af HlV-veirunni, hafa átt í erfiðleik- um á vinnumarkaði og hætt sé við að sá vandi aukist í framtíðinni og hætta sé á að homm- um verði sagt upp á vinnustöðum á tilbúnum forsendum án þess að alnæmi komi þar beint við sögu. Ljóst sé að grunur um smit valdi þessari fælni og vinnuofsóknum. Nefndin gerir þá tillögu að félagsmálaráð- herra geri könnun á því að hve miklu leyti þurfi að koma til lagabreytingar til þess að tryggja megi rétt HlV-smitaðra og alnæmis- sjúkra í tengslum við vinnu og vinnustaði. Þá verði sett í íslensk lög afdráttarlaus ákvæði um bann við uppsögnum í starfi vegna sjúk- dóma sem á engan hátt hamli vinnugetu starfsmanns. í samantekt og niðurstöðum áætlunarinnar segir að möguleikar okkar íslendinga til að hefta útbreiðslu alnæmis séu miklir. Hátt menntunarstig, öflug fjölmiðlun og reynsla fyrri ára af viðbrögðum þjóðarinnar við ann- arri heilsuvá, berklum, gefi fyrirheit um að ná megi góðum árangri með skipulögðum að- gerðum. Til þess þurfi áætlun og tilgangur þessarar áætlunar sé að vera leiðbeinandi við ákvarðanir um aðgerðir gegn alnæmi og for- gangsröð aðgerða. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin býst við því að um hálf milljón manna taki sjúkdóm- inn á þessu ári og næsta, samanborið við 186.000 tilfelli sem skráð hafa verið síðan far- aldurinn fór af stað. Um aldamótin er talið að 6 milljónir manna verði búnar að fá sjúkdóm- inn og eru ýmsir á því að þá sé vægt áætlað. f lokaorðum áætlunarinnar hvetur lands- nefnd um alnæmisvarnir alla að sameinast um varnir gegn alnæmi svo árangur verði sem bestur. —SE göngutíma, við fæðingu eða brjóstamjólkur- gjöf. Hins vegar bendir ekkert til að alnæmisveir- an smitist við daglega umgengni við smitaða einstaklinga, hvorki við hósta né hnerra, með matvælum eða drykkjarvatni, í sundlaugum, á salernum né með mataráhöldum. Veiran finnst stundum í munnvatni en ekki hefur verið sýnt fram á að smitun geti átt sér stað með kossum. 200-400 smitaðir á landinu Þann 30. júní 1990 höfðu 14 sjúklingar greinst með alnæmi á íslandi, en á sama tíma höfðu 55 einstaklingar greinst með smit af völdum veirunnar. Af þeim sem eru smitaðir eru flestir hommar, 37 einstaklingar eða 67,3%. Átta voru fíkniefnaneytendur, eða 14,5%, einn var bæði hommi og fíkniefna- neytandi, fiórir voru gagnkynhneigðir, eða 7,3%, og fjórar konur höfðu smitast við blóð- gjöf. Uppruni smits er óþekktur hjá einum karlmanni. Af þessum 55 einstaklingum eru 47 karlmenn og átta konur. Þegar Iitið er á aldursdreifingu smitaðra kemur í Ijós að flestir þeirra sem greinst hafa með smit eru í aldurshópnum 20-29 ára, eða 27 einstaklingar. Einn hefur greinst með smit á aldrinum 10-19 ára, 14 á aldrinum 30-39 ára, níu á aldrinum 40-49 ára, einn á aldrin- um 50-59 og þrjár konur eldri en 60 ára hafa greinst með smit. Átta hafa látist af völdum al- næmis, þar af þrír á þessu ári. Samkvæmt mismunandi reikniaðferðum er áætlað að 200-400 smitaðir einstaklingar kunni að vera á landinu. Miðað við upplýsing- ar frá smituðum einstaklingum og hinn langa meðgöngutíma sjúkdómsins má gera ráð fyrir að smit af völdum alnæmisveirunnar hafi haf- ist á íslandi í kringum 1980. Almenn fræðsla og forvamarstarf Tillögur landsnefndar um alnæmisvarnir fjalla um almenna fræðslu og forvarnastarf al- næmis, um smitvarnir vegna blóðgjafa, ígræðslu líffæra og tæknifrjóvganir, viðbrögð vegna þungunar smitaðrar konu, um heil- brigðisþjónustu við smitaða og sjúka ásamt félagslegri og lögfræðilegri þjónustu og trygginga- og atvinnumál. Að lokum er fjall- að um alþjóðasamstarf og innlendar rann- sóknir á alnæmi. í áætluninni segir að þar sem hvorki sé til bóluefni né lækning við al- næmi, séu upplýsingar, fræðsla og ráðgjöf þeir þættir sem vega þyngst í Iandsáætlun gegn alnæmi. Nauðsynlegt sé að fræðsla um alnæmi verði með ólíku sniði til þess að höfða til ólíkra hópa hverju sinni, s.s. homma og tví- kynhneigðra karlmanna, fíkniefnaneytenda, unglinga, kennara, leiðbeinenda og foreldra, starfsfólks í heilbrigðis- og félagslegri þjón- ustu, aðstandenda smitaðra o.s.frv. Taka þurfi mið af sérkennum hvers hóps fyrir sig og móta fræðsluna með tilliti til þess sem best þykir hverju sinni, og á þann hátt að varað sé við áhættuhegðun og höfðað til ábyrgðar hjá einstaklingunum. í áætluninni er stærð áhættuhópa hugleidd en sagt að þeirri spurningu sé ekki hægt að svara með vissu. Fjöldi karlmanna sem ein- ungis lifir kynlífi með öðrum karlmönnum er óþekktur á íslandi. Rannsóknir á kynhegðun fólks eru fáar á Vesturlöndum, en talið er að þeir karla sem eingöngu hafa reynslu af kyn- lífi með eigin kyni, sé 2,3-4% allra karla, en þeir karlar sem í einhverjum mæli lifi kynlífi með báðum kynjum séu á bilinu 3,4-18%. í árslok 1987 voru 52.066 karlar á íslandi á aldrinum 15-39 ára. Ef stuðst er við áður- nefndar hlutfallstölur má gera ráð fyrir 1.200- 2.000 körlum í áhættuhópi hérlendis en það væru líklega lágmarkstölur. Hins vegar gætu allt að 9.300 karlmenn hafa stundað mök við aðra karlmenn einhvern tímann á ævinni. Um fjölda fíkniefnaneytenda hérlendis sem sprauta sig er ekki vitað. Um mitt síðastliðið ár höfðu um 260 slíkir komið til mælinga. í langflestum tilfellum á meðferðarstofnunum. Dreyrasjúklingar á íslandi eru nú um 20. Hætta á smitun vegna HIV- mengaðra storku- þátta er ekki talin vera til staðar lengur vegna fyrirbyggjandi ráðstafana í framleiðslu storkuþátta. Stærsti hópur þeirra sem eru í hættu að smitast eru, eins og segir í áætluninni, kyn- virkir gagnkynhneigðir einstaklingar og af- kvæmi þeirra. Mjög vantar á þekkingu um kynhegðan íslendinga til þess að meta þann fiölda sem er í raunverulegri smithættu. Óbeina vísbendingu um þann áhættuhóp er hugsanlega að fá frá algengiskönnun á lifrar- bólguveiru B á íslandi sem bendir til að 5- 10% íslendinga hafi smitast eftir kynþroska. Smitleiðir þessarar veiru eru þær sömu og al- næmisveirunnar og því er hugsanlegt að út- breiðsla alnæmis geti með tímanum orðið með svipuðum hætti ef varnaraðgerðir ná ekki tilætluðum árangri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.