Tíminn - 10.10.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 10.10.1990, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 10. október 1990 Tíminn 13 Floklcsstarf Almennir stjómmálafundir dagana 11.-14. október. m Jón Kristjánsson Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra og Jón Kristjánsson alþingismaður boða til almennra stjómmálafunda dagana 11.-14. október, sem hér segir: Fimmtudaginn 11. okt. á Hótel Bláfelli, Breiðdalsvík kl. 20.30. Föstudaginn 12. okt. ( Félagsmiðstöðinni, Djúpavogi kl. 20.30. Laugardaginn 13. okt. á Hrollaugsstöðum, Suðursveit kl. 16.00. Sunnudaginn 14. okt. i Hamraborg, Berufjarðarströnd kl. 16.00. Sunnudaginn 14. okt. í grunnskólanum Geithellnahreppi kl. 20.30. Umræðuefnið; stjórnmálaviðhorfið í upphafi þings. Halldór Ásgrímsson Jón Kristjánsson. Frá Kjördæmissambandi framsóknarmanna á Vestfjörðum Á þingi sambandsins 8.-9. september sl. var samþykkt að gang- ast fýrir skoðanakönnun meðal félagsmanna vegna framboðs í komandi alþingiskosningum. Hér með er auglýst eftir þátttöku ffambjóðenda í umrædda skoðanakönnun, sem fyrirhugað er að halda í lok októbermánaðar, og nánar verður tilkynnt um síðar. Þátttaka tilkynnist skriflega til Framboðsnefndar, Hafnarstræti 8, 400 (safirði, fýrir 15. október nk. Nánari upplýsingar veita: Kristjana Sigurðardóttir, ísafirði, sími: 94-3794 Sigríður Káradóttir, Bolungarvík, sími: 94-7362 Magnús Björnsson, Bíldudal, sími: 94-2261 Einar Harðarson, Flateyri, sími: 94-7772 Guðbrandur Björnsson, Hólmavík, sími; 95-13331 Framboðsnefríd. Aðalfundur Framsóknarfélags V-Skaft. verður haldinn i Tunguseli fimmtudaginn 11. okt. kl. 21:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á Kjördæmisþing og flokksþing. 3. Önnur mál. Nýir félagar velkomnir. SQómln. Framsóknarmenn í Norðurlandskjördæmi eystra 35. kjördæmisþing K.F.N.E. verður haldið að Hótel Húsavík dag- ana 10. og 11. nóvember nk. Þann 11. nóvember verður einnig haldið auka kjördæmisþing. Dagskrá verður nánar auglýst síðar. Skrifstofa K.F.N.E. að Hafnarstræti 90, Akureyri er opin mánu- daga til fimmtudaga kl. 17.00-19.00 og föstudaga kl. 15.00- 17.00. Starfsmaður er Sigfríður Þorsteinsdóttir og mun hún veita allar nánari upplýsingar í síma 21180. Stjóm K.F.N.E. Siglfirðingar Almennur félagsfundur hjá framsóknarfélögunum á Siglufirði verður haldinn að Suðurgötu 4 miðvikudaginn 10. október 1990 kl. 20.30. Dagskrá: 1. Bæjarmál. 2. Kosning fulltrúa á Kjördæmisþing. 3. önnur mál. Stjórnlrnar. Konur Suðurnesjum Aðalfundur Bjarkar, félags framsóknarkvenna í Keflavík og nágrenni, verður haldinn nk. sunnudagskvöld 14. okt. í Félagsheimili framsókn- armanna í Keflavik, Hafnargötu 62, og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Mætið allar og takið með ykkur gesti. Kaffiveitingar. Stjórnin. Borgnesingar - Nærsveitir Spilum félagsvist í Félagsbæ föstudaginn 12. okt. kl. 20.30. Allir velkomnir. Mætum öll vel og stundvíslega. Framsóknarfélagið Borgarnesi. ,Systumar“ á góðrí stundu í sjónvarpsþætti en nú er alvara farin að færast í samband þeirra. Roseanne vill ættleiða bam „systur“ sinnar Laurie Metcalf, sem leikur systur Roseanne í þáttunum, er ófrísk og Roseanne og maður hennar, Tom Arnold, vilja ólm ættleiða barnið. Laurie Metcalf er 35 ára gömul einstæð móðir 5 ára gamallar dótt- ur. Hún lenti í ástarævintýri með manni nokkrum að nafni Matt Roth og uppgötvaði síðan sér til skelfmgar að hún ætti von á barni. Hún bar vandræði sín upp við Roseanne, sem strax rauk upp til handa og fóta og bauðst til að ætt- leiða barnið. Roseanne á 3 börn frá fyrra hjónabandi og eignaðist dóttur fýrir hjónaband sem hún gaf til ættleiðingar. Hún taldi sig hafa eignast nóg af börnum og lét því gera sig ófrjóa. En síðan giftist hún Tom Arnold og þá blossaði upp löngunin til að eignast fleiri börn. Hún fór í aðgerð til að reyna að verða frjó aftur, en það bar ekki árangur. Hún og maður hennar höfðu því ákveðið að reyna fyrir sér með glasafrjóvgun, en telja nú mun betri kost að ættleiða barn Laurie. Laurie kvaðst hafa trúað því mátulega fyrst að þau vildu ætt- leiða barnið, en þegar Roseanne ít- rekaði þessa löngun sína við hana fóru að renna á hana tvær grímur. Roseanne lýsti því fjálglega hversu gott líf þau hjónin gætu veitt barn- inu og sór og sárt við lagði að þau myndu elska það eins og sitt eigið barn. Laurie skýrði barnsföður sínum frá stöðu mála og hann kvaðst myndu styðja hana, hvaða ákvörð- un sem hún kynni að taka. Síðustu fregnir herma að Laurie sé alvar- lega að íhuga tilboð Roseanne.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.