Tíminn - 10.10.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 10.10.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 10. október 1990 UR VIÐSKIPTALÍFINU Afnám bresks velferð- arríkis sett á oddinn Hópur innan þingflokks breska íhaldsflokksins, sem kennir sig við Engan viðsnúning (No turning back), hefur birt stefnumið sín í baeklingi, Choice and Responsibility (Val og ábyrgð), (Conservative Po- litical Centre, 32 Smith Square, London SWl, 3 pund), en umræður eru að hefjast um næstu kosninga- stefnuskrá flokksins. Frá efni bæk- lingsins sagði Financial Times 17. september 1990: „Jafnvel þótt þingmenn í Engum viðsnúningi hafi aðeins lítinn minnihluta þingflokksins að baki sér eru þeir taldir hafa veruleg áhrif í stjórnarráðum og góð samskipti við stefnumörkunarhóp frú Thatc- her. Ráðherrar benda hins vegar á að tillögur hans um velferðarríkið öðrum fremur muni allt of óvinsæl- ar til að verða teknar upp í kosn- ingastefnuskrá íhaldsflokksins. Róttækustu uppástungur hópsins eru að velferðarríkið víki hægum skrefum fyrir tryggingakerfi í hönd- í Mitsui er rakinn uppgangur einn- ar helstu iðnsamsteypu Japans, en hún er sprottin upp af iðju einnar fjölskyldu. í ritdómi um bókina sagði Times Literary Supplement 31. ágúst 1990: „Mitsui eftir John G. Roberts (ath. Weatherhill, 578 bls., 35 $), upphaflega út gefin ... (1973), er athyglisverð og ítarleg frásögn af samskiptum japansks fyrirtækis við félagslegt og pólitískt valdakerfi (landsins). Hún er ekki aðeins saga „elsta stórfyrirtækis í heimi“ (eða öllu heldur fjölskyldufyrirtækis), heldur er hún líka hinn skilmerki- legasti annáll japanskrar atvinnu- sögu í þrjár aldir ásamt með ýmsu öðru, — svo sem lífsviðhorfum á Tokugawa- og Meiji-skeiðunum, — sem af leikni er ofið inn í þá vendi- lega sömdu sögu ... Forstjórar, sem verið hafa fyrir iðnsamsteypum árin eftir stríðið eru af öðrum toga en Einka- væöing t Argentínu hafa stjómvöld unnið að einkavæðingu ríids- stofnana. Sagði Time svo frá 10. september 1990: „Síðustu átta undanfama mánuði hefur ríkisstjórnin selt sumar van- reknustu eignir ríkisins, á meðal þeirra Entel, símafélag- ið, sem hefur 44.000 starfs- menn, og Aeroilnas Argentin- as, helsta flugfélag landsins, með 10.900 starfsmenn. Men- em (forseti) hefur losað ríkis- stjóraina við tvær sjónvarps- stöðvar, 10.000 km af þjóðveg- um, og 28 olíulindaspildur með 70 milljarða tunna í jörðu, svo að vitað sé. (Þjóðvegirair eru lelgðir einkafyrirtækjum, sem heimilað er að taka vegtoll gegn því, að þau haidi vegunum við.)“ þeir, sem skópu stórar viðskipta- samsteypur á borð við Mitsui, og líta þeir valdakerfið öðrum augum. í æðstu forystusveitinni varð eftir stríðið skarð fyrir skildi sakir brott- vísunar forystumanna ættar- fyrir- tækjanna (Zaibatsu), sem 1945 risu enn undir nafninu iðjuhöldar. Nýju iðnsamsteypurnar settu upp iðn- embættismenn, sem í krafti ríkis- stofnana höfðu verið fyrir kartelum stríðsáranna. Upp úr 1950 hafa emb- ættismenn, embættis- fram- kvæmdastjórar og embættis- stjórn- málamenn að miklu leyti ráðið ferð- inni í Japan og hafa treyst valda- stöðu fárra stórra fyrirtækja, sem óháð fyrirtæki bjóða ekki byrginn." Nomura Um Nomura, stærsta fjársýslu- banka heims, er á Bretlandi út kom- in bók, The House of Nomura, eftir A1 Alletzhauser (Bloomsbury, 343 bls., 16,99 pund). Um bókina sagði Times Literay Supplement 31. ág- úst 1990: „í bókinni er ágætlega sagt frá ráðningarvenjum (fyrirtækisins) og þjálfun starfsfólks. í henni er líka góð lýsing á sögulegu baksviði fjár- málafelmtursins 1927 og á „upp- kaupum með lánum". Vel er sögð sagan af hruni Suzuki- fjölskyldu- fyrirtækisins og Yamaichi verðbréfa- fýrirtækisins og hin merkilega saga af Sanko- gufuskipafélagi Toshio Komoto. Alletzhauser greinir frá sundurlimun ættarfyrirtækjanna (eftir stríðið) og upptöku „gagn- kvæmra hlutabréfaskipta" til mót- vægis við aðgerðir ríkisins gegn ein- okun og dregur upp glögga mynd af því, hvernig fjöískyldufyrirtækið Nomura hófst til öndvegis. - The House of Nomura varpar hins vegar litlu ljósi á, hvernig einni mikilvæg- ustu peningastofnun heimsins óx ásmegin. ... Höfundur hefði átt að skýra miklu betur frá samskiptum Tsunao Okumura við Ikeda forsætis- ráðherra, sem Nomura naut til að fá nálega einokunarstöðu. (Hann hefði mátt segja frá því), við hvern Okum- ura hafði nána samvinnu í Mansjúr- íu og hvernig það varð honum til framdráttar eftir stríðið." um einkaaðila, þannig að einstak- lingum verði gert að tryggja sig til ellilífeyris, sjúkrapeninga og at- vinnuleysisbóta. Þeir sem ekki geti greitt iðgjöldin verði látnir inna þau af hendi með skylduvinnu á vegum sveitarfélaga. Hópurinn styður líka andstöðu forsætisráðherrans við evrópskt sambandsríki. Hann hafnar því að aukið valdsvið verði fært frá ein- stökum ríkjum til Evrópusamfé- lagsins og varar við að neðri deild breska þingsins setji þá niður uns „dýrlegt héraðsþing11 verði. Því er haldið fram í bæklingnum að Bret- land hafi aðeins undirritað lögin um „eina Evrópu" (Single Europe- an Act) til að stuðla að myndun hins sameiginlega markaðar. Ríkis- stjórnin beri að gera lögin að „markalínu" óðar og hinn sameig- inlegi markaður sé á kominn og að beita neitunarvaldi gegn setningu frekari reglugerða sem taki til inn- anlandsmála aðildarlanda. Hópurinn hafnar eindregið upp- töku eins evrópsks gjaldmiðils og seðlabanka. Ef önnur EBE-lönd ganga til gjaldmiðilsbandalags skuli Bretland standa utan þess og verða eins konar „fríhöfn" sem tengi Evr- ópu við aðra hluta heims. í bæklingnum eru settir fram miklir fyrirvarar við hlutdeild Bret- lands í gengisfestingu í skipan evr- ópskra peningamála og varað við mikilli hættu af hlekkjun gjald- miðla, þannig að þeir láti ekki að markaðsreglum. Hópurinn krefst þess að einkavæðingu verði enn fram haldið og telur röðina komna að breskum kolanámum, neðan- jarðarjárnbraut Lundúna og Inter- City flutningum á breskum járn- brautum. Nýja þjóðvegi geti einka- aðilar lagt fyrir innheimtu veg- tolla.“ 8/17 8/24 7/27 8/3 8/10 8/17 8/2* SNEQwfe()t'$kÉKBHI Hverjir hlaupa í skarðið? Fimmtungur olíu heims hefur að undanförnu veríð numinn í Kuvvait og írak, 4,4 mllljónir tunna á dag. Að stöðvuðum ol- íu-útflutningi þeirra á markaði helms, er leitað aukinna að- flutninga annars staðar að, en 11 af 13 aðildarlöndum OPEC standa gegn innlimun Kuwait í írak. Þegar mun hafa verið heit- in allmikil aukning daglegrar Vcrðfall á kauphöllum Hertaka Kuwait hratt af stað verðfalli á kauphölium. Að Dow Jones verðbréfa-vísitölunni lækkuðu verðbréf á kauphöli- inni í New York um 200 stig, niður í 2483, en frá 17. júlí 1990 hafa þau fallið úr 2.999,75 stigum eða um vinnslu: I Saudi-Arabíu um 2 17,2%. Á kauphöllinni í London milljónir tunna, í Sameinuðu féllu verðbréf samkvæmt vísi- furstadæmunum um innan tíð- tölu Financial Times um 14%, ar um 500.000 tunnur, í íran en í Frankfurt nam verðfall 16%. kom Á kauphöliinni í verðfallið á hæla um 200.000 tunnur, í Venezú- ela um 500.000 tunnur. — Vænst er, að á öðrum stöðum lækkandi verðlags verðbréfa frá verði dagieg vinnsla brátt aukin, desember 1989, en miðað við á Norðursjó, í Alaska og víðar, verðlag þeirra þá, hafa þau fallið um 500.000 tunnur. í verði um nær 40%. Iðnaðarsamsteypa Daimler-Benz Stærsta iðnaðarsamsteypa Þýska- lands er Daimler-Benz, sem hraða útþenslu hóf 1984. Það ár keypti það Dornier, fyrirtæki á sviði flugtækni og meðalatækni, þá Messerschmidt- Bölkow-Blohm (MBB), fyrirtæki á sviði hátækni-vopna og flugvéla- smíði, og síðan AEG, framleiðanda heimilistækja og rafeindabúnaðar. Hjá Daimler-Benz eru um 370.000 starfsmenn, þar af í helstu deildum þess: Mercedes-Benz 223.219, Deut- sche Aerospace 62.959, AEG 77.722. Samt sem áður leggur sala bfla, fólksbfla og vörubíla, samsteypunni til um 75% brúttósölu hennar, og 90% arðs. Kolanám í Bandaríkjunum í Bandaríkjunum voru 1989 numin 980 milljónir tonna af kolum, litlu minna en í Kína. Og í jörðu í Banda- ríkjunum eru 35,1% kunnra kola- laga. Að miklum hluta (77%) og í vaxandi mæli fara kolin til rafstöðva, og þess vegna hefur notkun kola auk- ist, jafnvel þótt notkun þeirra í stál- verum hafi dregist saman, úr 67% milljónum tonna 1980 í 38 milljónir tonna 1989. Jafnframt hefur verð á kolum verið stöðugt, um 25 $ á tonn frá öndverðum níunda áratugnum, þar eð námur eru ekki fullnýttar. Námafélögin eru fleiri en 1.000. Ýmist standa þau á eigin fótum eða eru dótturfyrirtæki, einkum olíufé- laga, sem hófu kaup á þeim upp úr 1970. Hið stærsta þeirra, Peabody Holdings, keypti Hanson PCL í júní 1990 á 1,25 milljarða $, en úr nám- um þess komu 86,7 milljónir tonna 1989. Hvaða bora hlýtur Seðlabanka Evrópu? Evrópska bankanum í þágu endurbyggingar og framvindu hefur verið valinn staður í Lond- on, en til álita kom líka að setja hann niður í París eða Amster- dam. Frankfurt sóttist ekki eftir bankanum, en mun hins vegar kosta kapps að fá til sín væntan- legan Seðlabanka Evrópu. í Fin- ancial Times 4. júní 1990 sagði: ,Á meðal fram borinna rök- semda er sú, að ein helstu borg- anna, sem til álita koma (en hin- ar eru París og London), er Frankfurt ekki höfuðborg, svo að hún er þeim sjálfstæðari. En af þeirri ástæðu býst Bundesbank (ath. Seðlabanki Þýskalands) til að snúast gegn öllum tilburðum til að flytja hann til Berlínar, þar sem vestur-þýsk lög ætla honum stað. — Frankfurt hefur svo mikinn hug á Seðlabanka Evr- ópu, að borgin tæki nærri sér, að honum væri valinn annar staður. En borgin hlýtur að minnast þess, að ekki einungis eiga aðrar borgir tilkall til hans, heldur er líka hætt við, að staðsetning Seðlabanka Evrópu í Frankfurt yrði höfð til marks um forræði Þýskalands í Evrópu, austan- verðri og vestanverðri. Sakir þessa kæmi mörgum ekki á óvart, að málamiðlun yrði að Iyktum um staðsetningu hans, til dæmis í Luxemborg eða Amsterdam, en þá yrði Frankfurt að vanda sínum að treysta á mátt sinn og rnegin." Um samríkisábyrgðir skulda í Bandaríkjunum Að ótöldum innstæðum í sparisjóð- um, margræddum, tryggir samríkið í Bandaríkjunum lífeyri ýmissa aðila og veðlán, skuldir skipasmíðastöðva, búlán, lán til námsmanna og sitthvað fleira. Umræður um stöðu þeirra ábyrgða vakti 30% hækkun iðgjalda banka til Samríkisstofnunar inn- stæðutrygginga banka (Federal De- posit Insurance Corporation) í júlí 1990. Leiddu þær í ljós, að samríkis- endurskoðunin (General Accounting Office) telur, að á næstu árum muni 100-150 milljarða $ greiðslur falla á samríkið vegna vanskila á ábyrgðum skuldum. Samríkísábyrgðir í Bandaríkjunum Helstu liðir $-milljarðar 1. Vegna innstæðna í spari- sjóðum, bönkum og öðrum lánastofnunum......3.600 2. Vegna eftirlauna, viðlaga (flóða, uppskerubrests, útl. fjárfestingar, stríða).1.300 3. Vegna veðlána, búlána o.s.frv. ..900 4. Vegna húsnæðislána fyrr- verandi hermanna og af hálfu húsnæðismálastofhunar samríkisins, námsmannalána, lítilla fyrirtækja........600 5. Vegna búlána og annarra beinna lána...............200 Alls 6.600

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.