Tíminn - 11.10.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.10.1990, Blaðsíða 2
2'tíminn íViCf ’iN.V'rv'*'! *" *■. • < ' 11 i - Fimmtudagur 11. október 1990 Flugfélag Noröurlands kaupir öfluga skrúfuþotu Flugfélag Norðurlands hefur fest kaup á 19 sæta öflugri skrúfuþotu af gerðinni Fairchild Metro III. Vélin er búin jafnþrýstibúnaði og er einkum ætluð til flugs á lengri leiðum innan- lands og til útlanda. Vélin er fram- leidd árið 1982 og keypt til Akureyrar frá amerísku flugfélagi. Kaupverð vélarinnar er um 75 milljónir króna. Vélin er væntanleg til landsins um miðjan nóvember og verður væntan- lega tekin strax í notkun. Hin nýja Metro III-vél er hrein við- bót við vélakost Flugfélags Norður- lands, því ekki er gert ráð fyrir að selja neina af vélum félagsins, a.m.k. ekki til að byrja með. Hins vegar mun hún bæta samkeppnisaðstöðu félagsins til muna. Vélin hentar vel á lengri leiðum innanlands og verður hraðfleygasta vélin í innanlandsflugi, með yfir 500 km hraða á klukku- stund. Hins vegar þarf hún nokkuð langa flugbraut, og er 1000 metra löng malarbraut talin lágmark. Hraðinn og jafnþrýstiklefmn auka mjög þægindi farþeganna og heldur farþegaklefinn óbreyttum sjávar- málsþrýstingi upp í 17 þúsund feta hæð. Burðargeta vélarinnar er mikil, og hentar hún því vel til blandaðra flutninga, farþega og farms. Stórar vörudyr eru aftast á skrokknum og sérstakar dyr fyrir farþega fremst. hiá-akureyri. Islandsvika í Finnlandi Vikuna 19. til 24. október verður haldin í Tamerfors í Finnlandi ísland- svika, sem verður viðamesta íslandskynning sem fram hefur farið í Finn- landi fram til þessa. íslandsvinafélagið Islandia og nýja ráðstefnuhúsið í Tamerfors standa fyrir þessari íslandsviku. Hugmyndin að þessari kynningu varð til hjá félaginu Islandia og hefur undirbúningur fyrir hana staðið yfir frá því 1987. Frú Vigdís Finnboga- dóttir, forseti íslands, mun verða við- stödd opnun vikunnar, en forsetinn verður útnefndur heiðursdoktor við Tammerfors háskóla. Támmerfors há- skóli er fyrsti háskóli á Norðurlönd- um sem sýnir forseta íslands og ís- lendingum slíka virðingu. Á þriðja hundrað íslendingar munu fara til Támmerfors vegna þessarar kynningar. Svavar Gestsson mennta- málaráðherra og Jón Sigurðsson við- skipta- og iönaðarráðherra munu verða viðstaddir. Einnig munu biskup íslands, herra Ólafúr Skúlason, og séra Sigurður Guðmundsson vígslu- biskup vera með í för, en sungin verð- ur hámessa á íslensku og finnsku í dómkirkjunni í Támmerfors. Sinfón- íuhljómsveit íslands, sem er að leggja upp í hljómleikaför um Norðurlönd, mun byrja þá ferð í Tammerfors, en aðalhljómsveitarstjóri sinfóníunnar er Finninn Petri Sakari, en Támmer- fors er bemskuslóðir hans. Kór Lang- holtskirkju mun syngja við hámess- una og þá mun Þjóðdansafélag Reykjavíkur sýna dansa við ýmis tækifæri. Haldnar verða ýmsar ráð- stefnur sem tengjast íslandi á meðan kynningardagamir standa yfir. Vina- bæjarmót verður haldið, ráðstefha um verslun og viðskipti landanna, ís- lenskir rithöfundar, tónlistarmenn og fleiri munu koma fram. Alla dagana verður rekið sérstakt kaffihús, Kaffe Reykjavík, í Támmerforshúsinu, þar sem almenningi gefst kostur á að kaupa íslenskar veitingar, en kaffi- stofa Norræna hússins mun sjá um reksturinn. íslensk fyrirtæki, SÍS, Frostmar og fleiri aðilar, hafa gefið ís- lenskan mat sem verður á boðstólum á meðan að kynningarátakið stendur yfir. Aðrar sýningar á vegum Norræna hússins verða sýningar á íslenskri grafík, ljósmyndasýning um stríðsár- in á íslandi og sýning á íslenskum steinum. —SE Frá blaðamannafundi þar sem íslandsvikan í Tammerfors var kynnt Frá vinstri Borgþór S. Kjæmested, Sigrún Valbergsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Lars-Ake Engblom og Margrét Guðmundsdóttir. Tímamynd Aml BJama Biðröðin við afgreiðslu Lánasjóðs íslenskra námsmanna stóð langt fram úr dyrum í gær. Timamynd pjetur Starfsmenn Lánasjóðsins eru að læra á nýjar tölvur meðan úthlutun lána stendur sem hæst: Námsmenn eru ekki alls kostar ánægðir með þá afgreiðslu sem þeir hafa fengið hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna í haust. Af- greiðsla lána hefur dregist og námsmenn hafa mátt standa í röðum langtímum saman án þess að fá fullnægjandi úrlausn mála. Þá hef- ur verið erfitt að ná símasambandi við stofnunina á vissum tímum dagsins. Talsverð óánægja er meðal náms- manna með þær tafir sem orðið hafa á úthlutun. Mjög mikið hefur verið um að námsmenn Ieiti skýr- inga hjá LÍN á því hvers vegna upp- gefnar tímasetningar standast ekki. Þorbjörn Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri LÍN, sagði að skýra mætti tafirnar með því að verið væri að taka í notkun nýtt tölvu- kerfi á sama tíma og úthlutun nýrra Iána standi sem hæst. Úthlut- unin hefði ekki gengið nægilega hratt fyrir sig og áætlun um af- greiðslu lána því farið úr skorðum. Þá sagði hann að starfsfólk LÍN hefði þurft að sinna miklu af fyrir- spurnum sem aftur hefði haft þau áhrif að úthlutun hefði tafist enn frekar. Þorbjörn sagðist vonast til að afgreiðsla lána myndi verða komin í eðlilegt horf eftir u.þ.b. Þorbjörn sagði of snemmt að segja til um hvernig hið nýja tölvukerfi kemur til með að reynast, en starfs- fólk hefur gefið námsmönnum þær skýringar á seinni afgreiðslu að Síldveiði er nú hafin. Veiðin hefur farið frekar rólega af stað og virðist síldin liggja nokkuð djúpt þannig að erfitt er að ná til hennar. Að sögn Hallgríms Bergssonar, framkvæmdastjóra hjá Pólarsíld, kom bátur þeirra, Guðmundur Kristinn, inn í gær með 35-40 tonn af sfld. Sagði Hallgrímur að svo virt- ist sem sfldin væri af ósköp venju- legri stærð en engin risasfld væri ennþá komin. tölvurnar valdi erfiðleikum. Þor- björn sagðist hins vegar kannast við að svartíminn væri ekki eins góður og til stóð, þ.e.a.s. upplýs- ingar væru lengur að koma upp á tölvuskjáinn en gert var ráð fýrir. Hann sagðist hins vegar vonast til að það mál yrði lagað. Uppsetning nýs tölvukerfis hefur reynst umfangsmeira verkefni en gert var ráð fyrir í fyrstu. Að sögn fyrirtækisins sem sá um uppsetn- Mjög svipað ástand hefur verið hjá öðrum bátum sem hafa verið á sfld- veiðum kringum landið. Bátarnir virðast fá þetta um 30-40 tonn ef þeir ná þá nokkurri sfld. Að sögn þeirra hjá Sfldarútvegs- nefnd er þegar búið að semja við Finna og Svía um útflutning á salt- sfld. Finnar og Svíar hafa verið stærstu kaupendurnir á sfld frá ís- landi á eftir Sovétríkjunum síðast- liðin ár. Ekki er enn búið að semja inguna er það vegna þess að LÍN hefur óskað eftir því að settar verði meiri upplýsingar í tölvukerfið en gert var ráð fyrir. Því hefði reynst nauðsynlegt að auka nokkuð við tækjabúnaðinn. Samkvæmt heim- idum Tímans er kostnaður við upp- setningu tölvukerfisins orðinn eitt- hvað á þriðja tug milljóna króna. -EÓ við Sovétríkin um kaup á saltsíld en Sovétríkin hafa undanfarin ár keypt um 60-70% af allri saltsfld sem fer í útflutning. Nú síðustu daga hafa staðið yfir viðræður við Sovétríkin um ramma- viðskipti milli landanna. Síðustu áratugi hafa verið gerðir fimm ára samningar við Sovétríkin, einskonar rammasamningur um öíl viðskipti landanna. khg. Síldveiðar fara rólega af stað Akureyri: Vetrarstarf Kvenna- listans hafið Vetrarstarf Kvennalistans á Ak- ureyri og Norðurlandi eystra er nú komið í fullan gang. Þar ber hæst undirbúning fyrir árlegan landsfúnd Kvennalistans, sem haldinn verður að Hrafnagili í Eyjafirði 3. og 4. nóvember nk. Norðlenskar konur hafa veg og vanda af undirbúningi landsfund- arins. Landsfundurinn mun fyrst og fremst snúast um kosninga- baráttuna, en einnig eru á dag- skrá skýrslur starfshópa sem urðu til á vorfundi Kvennalistans í júní sl. í fréttatilkynningu frá Kvenna- listanum segir að kvennalistakon- ur á Akureyri haldi fund á hverju miðvikudagskvöldi kl. 19.45 á skrifstofu Kvennalistans, Brekku- götu 1, og eru nýjar konur alltaf velkomnar. Auk þess verða haldn- ir kaffifundir mánaðarlega, þar sem ýms málefni verða tekin fyrir, og eru þeir fundir öllum opnir. Fyrsti kaffifundurinn verður Iaugardaginn 13. október, og þá mun Kristín Einarsdóttir, þing- kona Kvennalistans, fjalla um Evrópubandalagið. hiá-akureyri. Námsmenn eru þreyttir á seinagangi hjá LÍN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.