Tíminn - 11.10.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.10.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur H.október 1990 Tíminn 3 Lækkun álagningar skilar sér í lægra verði á langflestum lyfjum: Lyfjakostnaður lækkar um 160-170 m.kr. á ári „í frétt Tímans er dregin upp skökk mynd af þessum hækkunum. Heimildarmenn blaðsins hafa sleppt því að nefna, að af alls um 2.700 lyfjapakkningum hafa um 130 hækkað eitthvað en 2.570 pakkningar hafa aftur á móti lækkað í verði, þ.e. að rúmlega 95% skráðra lyfja hafa lækkað í verði. Þetta finnst mér vera frétt," sagði Guðrún Eyjólfsdóttir, starfsmaður Lyfjaverðlagsnefndar og Lyfjaeftir- lits ríkisins, þegar frétt Tímans frá því fyrir helgi um víðtækar hækk- anir á lyfjum þrátt fyrir lægri álagningu var borin undir hana. „Það er alveg rétt að nokkur lyf hækkuðu eins og yfirleitt gerist á þriggja mánaða fresti vegna hækk- ana á verði þeirra erlendis, en mið- að við oft áður voru þau tiltölulega fá,“ sagði Guðrún. Guðrún segir ennfremur að flest lyfin hafa lækkað í verði einhvers staðar á bilinu 1-5% eða um 2.300 pakkningar. Lækkun á smásölu- álagningu hafi verið mjög lítil á ódýrustu lyfjunum. Og meirihluti lyfjanna kosti undir 1.500 kr. í heildsölu. Á hinn bóginn hafi álagning lækkað mjög mikið á dýr- ustu lyfjunum. Enda hafi um hátt í 300 lyfjapakkningar lækkað um 10% eða þaðan af meira frá síðustu verðskrá. „Við höfum líka reiknað út hvað þetta þýðir í milljónum. Þarna er um 160-170 millj.kr. lækkun að ræða á öllum „lyíjapakk- anum“ miðað við eitt ár,“ sagði Guðrún. Smásöluálagning apóteka hefur að undanförnu verið 65% á öll lyf, en er nú mismunandi og hlutfallslega þeim mun lægri sem um dýrari lyf er að ræða. Guðrún segir meðalálagningu nú vera á bil- inu 58-59%, reiknað út frá úrtaki seldra lyfja hjá apótekunum. Hvað hins vegar áðurnefndar verðhækkanir snertir, segir Guð- rún alltaf eitthvað um hækkanir í hvert sinn sem lyfjaverðskrá er reiknuð út (á þriggja mánaða fresti) vegna erlendra verðhækkana. Vildi hún jafnframt benda á að lyfjaverð- lagsnefnd hefur ekkert með þær hækkanir að gera, heldur heil- brigðisráðuneytið. Framleiðendur lyfja þurfi að sækja um heimild til ráðuneytisins fyrir öllum verð- breytingum hversu smávægilegar sem þær kunna að vera. Ráðuneyt- ið leitar umsagnar Lyfjaeftirlits sem fjallar um þessar hækkana- beiðnir m.a. með tilliti til þess hve- nær viðkomandi lyf hækkaði síðast. Lyfjaeftirlitið mælir síðan með annaðhvort synjun eða samþykki til heilbrigðisráðuneytisins. Þær hækkanir sem nú urðu séu til- komnar með þessum hætti, enda hafi erlent verð sumra þessara lyfja ekki hækkað í ein tíu til fimmtán ár. Raunar hafi ráðuneytið heimilað verðhækkanir á óvenjulega fáum lyfjapakkningum að þessu sinni. Verðhækkana vegna gengisbreyt- inga sagði Guðrún hins vegar gæta mjög lítið að þessu sinni vegna þess að nær engar breytingar hafi orðið á gengi síðustu þrjá mánuði. Tíminn nefndi t.d. vinsæla „pillu" Verðbóigan enn á fullu í veitíngahúsum og ýmsum sérverslunum: Verðbólga í skólafötum Verðhækkun á fatnaði (2,6%) er tækjum um tæp 7%, fatnaður og ástæðan fyrir helmingi þeirrar ýmsar vefnaðarvörur íkringum hækkunar sem varð á vísitölu 6% og húsgögn um rúmlega 5%. framfærslukostnaðar milli sept- Þegar litið er heilt ár aftur í tím- ember og október en hinn helm- ann vekur athygU að ýmsar vörur Ingurinn er að mestu hækkun á og þjónusta hafa hækkað allt upp rekstrarkostnaði elnkabilsins. í 22% á tímabilinu — ekki síst í Verðhækkanir vöru og þjónustu í ljósi þess að meðalgengi hefur að- mánuðinum ollu 0,4% hækkun eins hækkað í kringum 7% á vísitölunnar hvar af helmingur- sama 12 mánaða tímabili. inn var í fatabúðunum. En þar á Þannig hafa húsgagna- og bús- móti lækkaði fjármagnskostnaður áhaldabúðir t.d. hækkað söluvör- nokkuð á annað prósent sem ur sínar um 22% á einu ári. Fatn- svaraði til 0,1% lækkunar vísitöl- aður, skór, vefnaðarvörur, raftæki unnar. Hækkun framfærsluvísi- og fleiri hlutir hafa hækkað um tölunnar mllli september og októ- 16-17% á sama tíma. Má t.d. ber svarar til 2,2% verðbólgu um- benda á að þama er um fjórfalt til reiknað til heils árs. fimmfalt meiri hækkanir að ræða Síðasta hálfa áriö (aprVokt) hef- heldur en urðu á innfluttum mat- ur framfærsluvísitalan hækkað vörum á sama tímabili. um 2,9%. Matvæli, margar inn- Rúmlega 21% hækkun á veit- lendar vörur og opinber þjónusta ingahúsa- og hótelþjónustu vekja hafa hækkað ennþá minna að ekki síður athygli þegar litið er til meðaltali á þessu hálfa ári. Síma- þess að matvæli hafa aðeins kostnaður hækkaði eldd neitt Og hækkað um 5% að meðaltali á fjármagnskostnaöur hefur lækk- sama tíma, drykkjarvörur um að verulega og sömuleiðis liður- 11%, rafmgnskostnaður um rúm inn bækur og blöð um nær 8%. 7% og svo launakostnaðurinn Tvöfalt til fimmfalt meiri verð- væntanlega minnst af þessu öllu. hækkanir hafa hins vegar orðið á „Verðbólgupúkinn“ virðist því nokkrum öðrum liðum fram- ennþá vel alinn í veitingahúsum færsluvisitölunnar. I búsáhalda- og ýmlss konar tækja- og tusku- búðum hefur verðlag hækkað um búðum. 15% að meðaltali á þessum tíma. í heild hefurvísitala framfærslu- Veitingahúsa- og hótelþjónusta kostnaöar hins vegar hækkað um hefur hækkað um rúmlega 13%, 10,1% á þessu sama 12 mánaða ferðir með almennum flutninga- tímabili. - HEI ,;r... : ' IPÚTBHS ;;J ER A L HAD wmm í SUÖURENBft I 0PIB : 9 - 13 1 ^ t :. : j LAUGABDAGA IB l 11 10 - 16 ' '' “•T ■ Lækkun álagningar á lyf vakti upp hörð viðbrögð meðal apótekara sem sögðust jafnvel þurfa að draga úr þjónustu sinnl við sjúklinga. Ekki er vitað hvar sá samdráttur kemur fram en starfsemi sumra apóteka er viðamikil og félst m.a. í að útvega sérfræðingum ódýrt húsnæði undir iæknastofur og taka þátt í launakostnaði læknaritara. Hugmyndin er að sjúklingar þeirra lækna er njóta ,.apótekarastyrks“ skipti frekar við við- komandi apótek sem yfirleitt eru í sama húsi og læknastofumar. Mynd- in er tekin í biðsal lækna í Kringlunni í Reykjavík þar sem Ingólfsapótek hefur útvegað ódýrt húsnæði. Tímamynd: Ámi Bjama sem hækkaði um 3,7%. „Ég sé hérna vinsæla „pillu" sem hækkaði um 5%. Sú hækkun er einfaldlega vegna þess að erlendi framleiðand- inn hefur ítrekað sótt um hækkun á grunnverði lyfsins og ráðuneytið samþykkti nú loksins að það yrði heimilað. Það má líka benda á að þetta er lyf sem „sjúklingurinn" borgar sjálfur að fulíu, ekki hið op- inbera," sagði Guðrún. Loks benti Guðrún á að verðlags- eftirlit með lyfjum hér á landi væri mjög strangt, en í því sambandi væri nauðsynlegt að hafa í huga að ísland er lítill markaður og þess verði að gæta að við missum ekki Iyf hér af markaði, þ.e. að framleið- andinn missi ekki áhugann á að selja okkur þau, en það getur gerst sé ekki fullrar sanngirni gætt. „Við verðum líka svolítið að gæta okkar í öllu þessu verðlagseftirliti, sem er mjög strangt á lyfjum, ef við viljum halda þessum lyfjum hér á markaði. Markaðurinn hér er svo lítill að við getum átt á hættu að missa lyf hér af markaði, þ.e. að framleiðandinn missi áhugann á að selja okkur þau,“ sagði Guðrún Eyj- ólfsdóttir. - HEI Páll Halldórsson, formaður BHMR, hvatti þingmenn til að afnema bráðabirgðalögin. Tímamynd Pjetur BHMR fer dómstólaleiðina í kjarabaráttu sinni: BHMR minnir þingmenn á bráðabirgðalögin Hópur félaga úr BHMR kom saman á Austurvelli í gær um það leyti sem Alþingi var sett. Erindið var að krefj- ast þess að þingmenn felli úr gildi bráðabirgðalögin sem námu úr gildi kjarasamninga þeirra við ríkið. Að lokinni þingsetningu var forseta Sameinaðs Alþingis afhent bréf þar sem setningu bráðabirgðalaganna er harðlega mótmælt. í síðustu viku var lögð inn stefna fyrir bæjarþingi Reykjavíkur vegna eins félagsmanns úr aðildarfélagi BHMR. Gerð er krafa um að fjár- málaráðuneytið greiði 4,5% launa- hækkun sem afnumin var með bráðabirgðalögunum frá 3. ágúst. BHMR telur að bráðabirgðalögin brjóti í bága við stjórnarskrá ís- lands. Samtökin telja í fyrsta lagi að setn- ing laganna brjóti í bága við 2. grein stjórnarskrárinnar sem kveður á um þrískiptingu valdsins. Bent er á að lögin hafi verið sett í þeim tilgangi að ómerkja dóm sem æðsta dóms- vald hafi fellt. í öðru lagi telur BHMR að lögin stríði gegn eignaréttarákvæðum stjórnarskrárinnar þar sem hluti launa afmarkaðs launahóps hafi ver- ið gerður upptækur bótalaust. í þriðja lagi telja samtökin að lögin brjóti gegn 73. gr. stjórnarskrárinn- ar þar sem fjallað er um félagafrelsi. Með lögunum sé verið að kippa stoðunum undan starfsemi stéttar- félaga. Að síðustu telja samtökin að heimild til setningar bráðabirgða- laga skv. 28 gr. stjórnarskrárinnar hafi ekki verið fyrir hendi. BHMR hefur einnig ákveðið að kæra setningu bráðabirgðalaganna til Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO). í kærunni er vísað sérstaklega til 87. og 98. greina stofnunarinnar, en þar er kveðið á um réttinn til að stofna félög og semja sameiginlega, og um félagafrelsi og verndun þess. I kæru BHMR er vakin sérstök at- hygli á að bráðabirgðalögin voru sett af ríkisstjórn sem var samnings- aðili BHMR. Bent er á að annar samningsaðilinn geti ekki haft rétt til að ómerkja meginefni samnings þegar honum hentar. Einnig er vak- in athygli á því að bráðabirgðalögin hafi verið sett með vitund annarra stéttarfélaga sem í sínum samning- um hafi gert ráð fyrir að samningur BHMR-félaganna yrði ómerktur. Reiknað er með að Alþjóðavinnu- málastofnunin sendi ffá sér álit um málið í mars á næsta ári. Búist er við dómi í Bæjarþingi Reykjavíkur á út- mánuðum. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.