Tíminn - 11.10.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.10.1990, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 11. október 1990 Tíminn 5 Landsbergis forseti Lithaugalands ávarpaði íslensku þjóðina í ríkisútvarpinu í gær. Hann gaf í skyn að íslendingar gætu orðið fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði Lithaugalands: „SJALFSTÆDI LITHAUGA- LANDS NÁLGAST ÓDFLUGA" „Fyrstu kynni mín af stjómmálum var árið 1940 þegar ég var aðeins átta ára gamall. Bróðir minn hafði tekið mig með sér til að sjá erlenda hermenn þar sem þeir sátu á skriðdrekum á götum Kaunas, heimabæjar okkar. Land mitt hafði verið hemumið - en við vorum ekki í stríði við neinn.“ Þetta voru fyrstu orð Landsbergis er hann ávarpaði íslensku þjóðina í gær. Hann kom víða við í ræðu sinni og lagði mikla áherslu á að samstaða smáþjóða væri mikilvæg, þær hefðu öðru vísi heimssýn en stórþjóðir og betri skilning á vandamálum heimsins. „Vegna þess að smáþjóðir eru skað- lausar og veikar eins og sumir myndu komast að orði, þá hafa þær meira athafnafrelsi en stórar og valdamiklar þjóðir, sem eðli síns vegna eru orðnar þrælar eigin hags- muna. Smáþjóðirnar þurfa ekki að taka ákvarðanir, sem eru hagnýtar eða pólitískt hagkvæmar, heldur geta þær tekið ákvarðanir byggðum á grundvallar afstöðu; hvað sé rétt- læti og siðferðilega rétt“, sagði Landsbergis. Hann benti á að fyrir smáþjóðirnar, eru þetta sérstök forréttindi og frelsi. „Ef heimi okkar verður bjarg- að, mun það verða vegna þess að smáþjóðirnar hafa rétt hver annarri hjálparhönd. Það er ósk mín að það gerist áður en heimsveldin bókstaf- lega sprengja heiminn í loft upp.“ Landsbergis sagðist eiga sér draum um samtök smáþjóða, sem sjái heiminn í öðru ljósi en samtök sem lúta stjórn stærri og valdameiri ríkja. Hann sagði að smáþjóðir, sem barist hafa fyrir tilveru sinni í gegn- um aldirnar, hefðu betri sýn á það hlutverk að græða sár eftir óréttlæti fyrri tíðar, og vekja vonir fyrir fram- tíðinni. „Því það eru þær þjóðir og tungumál þeirra sem staðist hafa tímans tönn; styrjaldir, hernám, harðæri og valdníðslu voldugra þjóða. Smáþjóðimar skilja að raun- verulegt réttlæti er ekki skilyrt á nokkurn hátt - réttlæti er fyrir alla eða engan. Lithaugaland er smáþjóð, og leit okkar eftir réttlæti hefur notið mests stuðnings meðal sambæri- legra þjóða. Meðal þeirra sem hafa veitt okkur stuðning, eruð þið ís- lendingar, sem fyrstir sendu okkur hvatningarorð eftir sjálfstæðisyfir- lýsinguna hinn 11. mars s.l. Það vor- uð þið, sem fyrstir hófuð máls á sjálfstæðisyfirlýsingum Eystrasalts- Frá blaðamannafundi þar sem 45. flokksþing Alþýðuflokksins var kynnt Á myndinni eni frá vinstri Jakob Frfmann Magnússon, blaðafulltrúi flokks- þingsins, Guðmundur Ámi Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkis- ráðherra, Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Guðmundur Einarsson aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar. Timamynd: Pjetur 45. flokksþing Alþýðuflokksins Á morgun, föstudaginn 12. októ- ber, verður sett kl. 17:00 í íþrótta- húsinu við Strandgötu í Hafnarfirði 45. flokksþing Alþýðuflokksins og stendur það til sama tíma á sunnu- daginn 14. október. Einkennisheiti flokksþingsins er „Forysta til fram- tíðar“, en þingstörf og umræður munu fara fram undir heitunum Umhverfi - Umhyggja - Umheimur. Guðmundur Árni Stefánsson bæj- arstjóri setur þingið fyrir hönd gest- gjafanna, Alþýðuflokksfélags Hafna- fjarðar og hefst þingið með setning- arræðu Jóns Baldvins Hannibals- sonar formanns Alþýðuflokksins. Á laugardagseftirmiðdag munu ráð- herrar flokksins flytja þinginu skýrslur og að loknum almennum umræðum í kjölfar þeirra verður kjör flokksforystu. Um kvöldið verð- ur hátíðardagskrá í íþróttahúsinu í Hafnarfirði. Á blaðamannafundi í gær þar sem flokksþingið var kynnt sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður flokksins að hann sæktist eftir endurkjöri sem formaður. Jó- hanna Sigurðardóttir, varaformað- ur, sagðist einnig sækjast eftir end- urkjöri. Nokkrar vangaveltur hafa verið uppi um það hvort Guðmund- ur Árni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, muni bjóða sig fram til varaformanns. Guðmundur sagði á fundinum í gær að ekki yrði um neitt formlegt framboð að ræða en kosningarnar væru óhlutbundnar og væru því allir flokksmenn í fram- boði. Jón Sigurðsson gaf út þá yfir- lýsingu að hann sæktist ekki eftir ábyrgðastöðum innan flokksins. Á fundinum var athygli vakin á þeirri samþykkt framkvæmdastjórn- ar Alþýðuflokksins að leggja til þau nýmæli við þingsköp flokksþingsins, að til sjálfs þingsins verði, auk kjör- inna fulltrúa, boðið öllum flokks- bundnum Alþýðuflokksmönnum að sitja þingið með málfrelsi og tillögu- rétt. Jón Baldvin Hannibalsson, sagði að á flokksþinginu yrði m.a. umræða um kosningastefnuskrá sem mál- efnanefnd á vegum flokksins hefði unnið að síðan í sumar. Þá yrði fjall- að um endurskipulagningu lífeyris- sjóðakerfisins, endurskoðun at- vinnustefnunnar, þar sem rækilega yrði rætt um landbúnaðarmál og siávarútveösmál. endurskÍDulaön- ingu ríkisfjármála, tjallað yröi um aukna fjölbreytni í atvinnumálum og þar með aðferðir til að nýta aðra meginauðlind okkar, orkuna og framkvæmdir við stóriðju. —SE ríkjanna í Sameinuðu þjóðunum." Landsbergis sagðist ennþá heyra efasemdir frá ýmsum lýðræðisríkj- um varðandi viðurkenningu á hinni lýðræðislega kjörnu ríkisstjórn Lit- haugalands. „Sumir hafa réttlætt ríkjandi ástand með því að segja, að ekki beri að stríða gegn yfirvöldum í Sovétríkjum. Enn aðrir hafa sagt, að Lithaugar beri að sækja sitt sjálf- stæði til Moskvu og aðeins með samþykki Moskvustjórnarinnar fall- ist aðrar þjóðir á sjálfstæði Lit- haugalands. Ég er hins vegar sann- færður um, að óðfluga nálgumst við þá stund þegar lýðræðisríki komi á beinu stjórnmálasambandi við Lit- haugaland; lfti á það sem lögmætt ríki með lögmæta ríkisstjórn. Marg- ar þjóðir eru þegar á góðri leið með að gera það. Eg held ég viti nú þegar hverjir verða fyrstir til þess. Við minnumst þess einnig að þið íslend- ingar, ásamt Tékkum, hafið boðist til þess að samningar milli Lit- haugalands og Sovétríkjanna fari fram á fslandi." -hs. Þétt handtak Steingríms og Landsbergis er táknrænt fyrir vináttu þjóðanna. Tímamynd; Pjetur Rekstur Flugleiða skilaði hagnaði á fyrstu sjö mánuðum ársins: Ný og gömul hlutabréf í Flugleiöum til sölu Horfur eru á að einhveijar breytingar verði á hlutafiárskiptingu í Flugleið- um á næstunni, en stjóm fyrirtækis- ins hefur ákveðið að óska eftir því við hluthafafund að auka hlutaféð um röskar 330 milljónir að nafnviröi. Á sama túna hafa tveir stærstu hluthaf- amir í fyrírtækinu verið að kanna hlutabréfamarkaðinn með það fyrir augum að selja sinn hlut í fyrirtæk- inu. Hluthafafundurinn verður haldinn 23. október. Ef heimild fæst til hluta- fjáraukningar eykst hlutafé í Flugleið- um úr 700 milljónum í einn milljarð. Núverandi hluthöfum verður boðinn forkaupsréttur að hlutafénu en það sem þeir ekki kaupa verður selt á al- mennum markaði. Að undanfömu hafa tveir af stærstu hluthöfum Flugleiða, Sigurður Helga- son stjómarformaður Flugleiða fyrir hönd Klaks sf. og Jóhannes Markússon flugstjóri, þreifað fyrir sér um sölu á hlutabréfíim sínum í Flugleiðum. Tál- ið er að markaðsverð þeirra hlutabréfa, sem þessir tveir aðilar fara með, sé tæpar 280 milljónir. Giskað er á að markaðsverð nýju hlutabréfanna, sem fyrirhugað er að hefja sölu á í lok októ- ber, sé á bilinu 700-750 milljónir. Á stjómarfundi hjá Flugleiðum, sem haldinn var í sfðustu viku, voru kynnt- ir endurskoðaðir rekstrar- og efna- hagsreikningar fyrstu 7 mánaða árs- ins. Á þessu tímabili varð rekstrar- hagnaður að upphæð 81 milljón króna. Á reglulegri starfsemi, þ.e.a.s. rekstri og fjármunatekjum og gjöld- um er hagnaður að upphæð 11 millj- ónir króna. Heildarhagnaður Flug- leiða var 322 milljónir króna, sem er að mestu til kominn vegna sölu Fok- ker flugvéla félagsins í júlí. Afkoma fé- lagsins er miklu mun betri eftir 7 mánaða rekstur en var eftir 6 mánaða rekstur og sýnir glöggt hversu þungt sumarmánuðimir vega í rekstri Flug- leiða. Eftir 6 mánaða rekstur var tap af reglulegri starfsemi Flugleiða, þ.e.a.s. rekstri að viðbættum fjármunatekjum og gjöldum um 486 milljónir króna. Eftir 7 mánaða rekstur var hins vegar 11 milljóna hagnaður af reglulegri starfsemi Flugleiða. Afkoma fyrstu 7 mánuði ársins var nokkuð betri en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir. Framundan em erfiðir mánuðir og ekki bæta olíuverðhækkanir stöðuna. -EÓ Rauöi krossinn sendir hjálpargögn til Jórdaníu í morgun sendi Rauði kross ís- lands hjálpargögn fyrir tæpar 26 milljónir króna flugleiðis frá Kefla- vík til Amman í Jórdaníu. Um er að ræða fyrri farminn af tveimur sem keyptir eru fyrir fjárframlag ríkis- stjórnarinnar og var Rauða krossi íslands falið að verja þeim fjármun- um til hjálparstarfs við Persaflóa. Með vélinni fara niðursoðin mat- væli, ærkjöt og reykt síld, matarkex og um 7.500 teppi. í fréttatilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu segir að fyrirhugað sé að verja fjárframlagi að upphæð 140 milljónir króna til neyðarhjálpar vegna Persaflóadeilunnar. Rauði kross íslands mun ráðstafa 90 millj- ónum króna af fjárhæðinni. Þar af eru 50 milljónir króna vegna að- stoðar við flóttamenn í Jórdaníu og 25 milljónir króna vegna flótta- manna í Egyptalandi, en ráðgert er að kaupa matvæli og hjálpargögn hér á landi fyrir þessar fjárhæðir. Auk þess verður 15 milljónum króna varið til að kaupa vörur fyrir birgðastöð Rauða krossins á Kýpur vegna Persaflóadeilunnar. Ennfrem- ur mun Hjálparstofnun kirkjunnar ráðstafa 15 milljónum króna til að aðstoða flóttamenn, einkum í Jórd- aníu og Egyptalandi. Enn hafa ekki verið fullmótaðar tillögur um ráð- stöfun á 35 milljónum króna. khg Kvennalístinn: MaimOUr pingllOKKSIOrl Kristín Einarsdóttir hefur látið ur Anna Olafsdót af starfi formanns þlngflokks Þessar breytíngar maour tir Björnsson. eru í samræmi Kvennalistans. Viö starfi hennar við þá stefnu Kv tekur Málfríður Sigurðardóttir. dreifa valdinu sem Varaformaður þingfiokksins verð- ennalistans að mesL -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.