Tíminn - 11.10.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.10.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 11. október 1990 i AÐ UTAN Furðulítil umræða um ögrandi bók: Sveltu Bandaríkjamenn vísvit- andi mörg hundruð þúsund þýskra fanga til dauðs? í stríðslok voru hundruð þúsunda þýskra stríðsfanga dæmdir til að deyja í fangabúðum Bandaríkjamanna. Metsölubók í Kanada hefur vakið óskipta athygli í Vest- ur-Þýskalandi. í bók sinni fullyrðir kanadíski ríthöfund- urínn James Bacque að Bandaríkjamenn hafi vísvitandi meinað hundruðum þúsunda þýskra stríðsfanga í stríðs- lok að njóta nokkurra mannréttinda og þar með tryggt að þeir létu lífíð vegna sjúkdóma, hungurs og vosbúðar. Sagnfræðingar hafa tekið bókinni af tortryggni, enda hafa orðið lítil viðbrögð við henni þó að margir hafi lesið hana og bókadómar hafi birst í víðlesnum blöðum. Skömmu eftir að bókadómur birtist um hana í Der Spiegel fyrir u.þ.b. ári komu þó fram í blaðinu nokkur lesendabréf frá íyrrverandi föngum sem sjálfir höfðu gengið í gegnum hörmung- arnar og taka þeir allir undir lýsing- ar bókarhöfundar, utan einn sem hafði lent í fangabúðum Breta. „Þú hefur engan rétt“ Klukkutímunum saman stóð hann við gaddavírsgirðinguna umhverfis fangabúðirnar. Þarna fyrir utan, rétt utan seilingar, var heimaþorpið hans, en það átti ekki fyrir honum að liggja að ganga þar aftur milli húsa. Morgun einn fannst þessi 17 ára piltur látinn við girðinguna, hafði bersýnilega verið skotinn þeg- ar hann ætlaði að reyna að flýja heim til mömmu. Bandarísk byssu- kúla hafði þeytt af honum helmingi andlitsins. Þýsku samfangarnir hans urðu að ganga framhjá illa útleiknu líkinu. „Morðingjar, morðingjar," æptu þeir að bandarísku vörðunum en það hefðu þeir betur látið ógert. Næstu þrjá dagana skáru sigurvegararnir niður matarskammt fanganna, sem ekki var stór fyrir, með þeim afleið- ingum að nokkrir þeirra dóu úr hungri. í Rheinberg am Niederrhein voru fangar geymdir „daginn út og dag- inn inn án þess að hafa þak yfir höf- uðið,“ að sögn sjónarvotts. Það sem við blasti var aumkunarvert. „Aflim- aðir menn skriðu um í forinni eins og skriðdýr, gegnvotir og skjálf- andi." Margir lifðu skelfinguna ekki af. Til að hlífa sér gegn kuldanum smeygðu mennirnir sér ofan í langa skurði sem þeir höfðu grafið með berum höndunum, og hjúfruðu sig hver að öðrum, kviður upp við bak næsta manns og hné við hnésbætur. Margir drukku eigið þvag þar sem þeir fengu ekkert annað, aðrir „sleiktu jörðina í von um að fá ein- hverja vökvun". Þeir urðu sjúkir og vesluðust upp. Stríði Hitlers var löngu lokið, bara ekki fyrir alla. Fimmtugur yfirliðþjálfi skrifaði í dagbókina sína, sem gerð var úr grófum umbúðapappír, að aldrei hefði hann trúað sigurvegurunum til að fara svo hrottalega með stríðs- fanga. Ef einhver gerðist svo djarfur að kvarta undan kveljandi þorsta eða úrhellisrigningu varð hann í ofaná- lag að þola háð og spott og skýring- una: „Þú hefur engan rétt.“ „Skelfílegir glæpir gegn mannkyninu“ Næstum sex árum eftir innrásina í Pólland, sem 1,5 milljón þýskra her- manna hóf, dúsuðu um 10 milljónir Þjóðverja í stríðsfangabúðum víða um heim, í yfir 20 ríkjum. Svo bara sé talað um fanga í vörslu Banda- ríkjamanna voru það 3,1 milljón manna. Um þessar tölur ríkir eining og til þessa hefur verið litið á Bandaríkja- menn sem frelsara, líka af flestum Þjóðverjum. Hins vegar kann bók hins sextuga kanadíska lektors og blaðamanns James Bacque að koma einhverju róti á hugi manna í þess- um efnum. í metsölubók sinni fullyrðir Bacque, og byggir þar á nýfundnum skjölum, að bandarísk yfirvöld hafi framið „skelfilega glæpi gegn mann- kyninu" í búðum þýskra stríðsfanga. Þar með telur hann: * Fangarnir fengu vísvitandi svo lítið að borða að þeir hlutu að láta lífið þrátt fyrir að næg matvæli væru fyrir hendi. * Heilbrigðis- og hreinlætisaðbún- aður var ákaflega lélegur og leiddi fljótt til banvænna sjúkdóma. * Hjálparstofnunum eins og Rauða krossinum var meinaður aðgangur að búðunum og alþjóðlegt eftirlit var ekkert. Höfundurinn álítur að í bandarísk- um og frönskum búðum sé tala lát- inna „sennilega yfir ein milljón". Hins vegar hafi meðferð annarra ríkja vestrænu bandamannanna, s.s. Englands og Kanada, á hinum sigr- uðu ófrávíkjanlega verið mannúð- leg. Beinharðar tölur, viðurkennir Bacque að verði alltaf umdeildar þar sem skjöl hafi verið eyðilögð þeim breytt eða lokuð niðri sem leynileg allt til þessa dags. Hingað til hefur lýsing á gangi sögunnar verið skv. opinberum bandarískum heimild- um, og þar hafi fjöldi fórnarlamb- anna aðeins verið sagður nokkrir tugir þúsunda. Asökunin um kerfis- bundna hungursneyð hafi aldrei fyrr komið fram. Þess vegna vill Bacque „eftir langa nótt lyga" Ijóstra upp um þennan „bandaríska harmleik". Meðferð þýskra stríðs- fanga í Bandaríkj- unum upphafíega mannúðleg Þannig hefst saga þýskra stríðs- fanga í vörslu Bandaríkjamanna, POW, ósköp rólega og eðlilega. Fyrstu þýsku POW, ekki nema 31, komu til Bandaríkjanna á árinu Aöbúnaður þýskra stnðsfanga var ekki upp á marga fiska. Mynd- in er frá fangabúðunum í Kreuzn- ach 1945. Eisenhower var álrtínn mikil stríðshetja í Bandaríkjunum, en bókarhöfundurinn segir hann hafa lagt blint hatur á Þjóðverja enda nafrí hans þýskt 1942. Frá og með sumrinu 1943 féllu þúsundir þýskra hermanna í hendur bandarískra hersveita. í ljósi vaxandi straums þýskra fanga voru reistar fangabúðir, sem skv. áætlun voru hverjar um sig ætlaðar 2000 til 4000 föngum. Allt frá mat- salnum til verkstæða og verslana og íþróttavallar, litu þessar búðir ósköp svipað út og þjálfunarbúðir banda- ríska hersins, nema hvað þær voru umluktar gaddavírsgirðingum með ljóskösturum. Mörgum Bandaríkjamanninum þótti þessar búðir of góðar fyrir fangaða fjandmenn. Smám saman tóku þýskir stríðsfangar við störfum sem laus voru, fyrst og fremst í land- búnaði, en líka í viðar- og kjötvöru- viðskiptum, við járnbrautirnar og jafnvel á skrifstofum hersins. Bandaríski sagnfræðingurinn Arn- oid Krammer sagði að þessir menn hafi tekið að sér lífsnauðsynleg störf til að fylla upp í skarðið sem heima- menn á vígvellinum skildu eftir sig. Svo ómissandi var óvinafanginn smám saman orðinn, sérstaklega fyrir bandaríska bóndann, að yfir- maður herafla bandamanna í Evr- ópu, Dwight D. Eisenhower hers- höfðingi, gaf þá fyrirskipun að flytja skyldi án tafar 150.000 fanga til við- bótar til Bandaríkjanna til að taka að sér ýmis störf. Þetta var ekki vegna manngæsku æðsta herforingja Am- eríku, sem síðar átti eftir að verða 34. forseti Bandaríkjanna, heldur voru vaxandi vandamál vegna síauk- ins fjölda stríðsfanga í Evrópu að vaxa honum yfir höfuð. Eisenhower „hataði Þjóðvetja“ í eftirskrift bréfs sem hann skrifaði George C. Marshall hershöfðingja, segir hann „Það er verst að við skul- um ekki vera búnir að drepa fleiri." Eisenhower „hataði Þjóðverja" að þvf er hann segir í bréfi til konu sinnar Mamie. í viðræðum við breska sendiherrann krafðist hann þess að öllum liðsforingjum í þýska herráðinu yrði „útrýmt", svo og öll- um yfirmönnum í nasistaflokknum, frá borgarstjórum og upp úr, einnig öllum áhangendum Gestapó. Því lengra sem hersveitir hans komust inn í Þýskaland því harðari varð afstaða Eisenhowers gagnvart Þjóðverjum. Bandarískir hermenn gerðu hræðilegar uppgötvanir f sókn sinni yfir Rín sem beindu at- hyglinni að „leifum síðustu morða Gestapo og SS“, eins og Winfried Becker sagnfræðingur í Passau orð- ar það. Þar sem því var komið við létu bandamenn grafa aftur upp lík hinna drepnu og jarðsetja að nýju. Oftast voru það fyrrum flokksgæð- ingar á staðnum sem fengu það verkefni. Ekki Ieið á löngu þar til Ei- senhower fór að skammast sín fyrir „að bera þýskt nafrí'. Þýski sagnfræðingurinn Becker segir að Þjóðverjar hefðu varla getað búist við því að uppgötvun nýlega framinna voðaverka og skelfingar- innar í fangabúðunum hefði ekki í för með sér harkaleg viðbrögð bandamanna gagnvart þeim. Þau urðu líka harkaleg. 10. mars 1945, þegar bandamenn höfðu náð mikilvægum brúarsporði í Köln á sitt vald, hreyfði Eisenhower skrif- lega til herráðs bandamanna (CCS) hugmynd um „myndun nýs flokks fanga". Enn gilti 7. grein Haag-sátt- málans varðandi meðferð á stríðs- föngum þar sem segir að þeir skuli búa við sama atlæti varðandi fæðu, húsaskjól og klæði og hersveitir sig- urvegaranna. Svipuð fyrirmæli er að finna í Genfarsáttmálanum frá 1929. Þýskir hermenn sviptir rétti stríðsfanga Þetta ruglaði Eisenhower ekkert í ríminu. í hans augum var það ekki „æskilegt", þegar litið var til neyðar- innar í landinu, að útdeila matar- skömmtum til þýskra hermanna sem færu langt fram úr þeim sem borgaralegum íbúum landsins stóðu til boða. Nýi stríðsfangaflokkurinn var kallaður „Disarmed Enemy Forces" (DEF), þ.e. afvopnaðir óvinahermenn. Nánari skilgreining bar með sér að hér væri um að ræða hermenn sem ættu ekki né mættu njóta mannúð- ar þjóðarréttarsamninga. Engin skýring var gefin á ástæðu þessarar breytingar. Þessi ákvörðun átti eftir að hafa úrslitaáhrif, þeir sem áður voru skilgreindir sem POW urðu nú DEF. Bretarnir í herráðinu höfnuðu til- lögu Eisenhowers, en hann kaus þá bara að framfylgja henni einsamall. Eisenhower leyndi almenning því sem hann aðhafðist. Á blaðamanna- fundi í París lýsti hann því yfir að „í allri sögu Bandaríkjanna væri líka að finna að sigruðum óvini væri sýnt veglyndi. Við virðum allar greinar Genfar-sáttmálans". Þegar mörg hundruð þúsund þýskra hermanna féllu í hendur bandamanna meðfram Rín í apríl og maí og settar voru upp búðir sem nefndust „Prisoner of War Tempor- ary Enclosures" (PWTE) hóf Eisen- hower sjálfur í eigin persónu af- skipti af framkvæmdinni. Hann gaf þá fyrirskipun að fangarnrir mættu hvorki „fá húsaskjól né nein önnur þægindi“ og það kom í ljós að hon- um var full alvara. Búðirnar voru ekki annað en engi og hagar, umgirtar gaddavír. Ekkert skýli af neinu tagi var þar að finna. Upphaflega átti hver fangi að hafa 16 fermetra rými en í flestum tilfellum urðu fermetrarnir ekki nema 2 eða 3. Margir mannanna stóðu nætur og daga sljóir í skurðunum sínum, ófærir um „að tilkynna sig sjúka eða nærast" eins og bandarískur herfor- ingi skráði hjá sér — ef þá eitthvað var til að eta eða drekka. Bacque vekur grunsemdir um að Bandaríkjamenn hafi „viljandi haft of litlar nauðþurftir fyrir fangana". Fyrir það urðu allir hermenn að líða sem fyrirskipun Eisenhowers hafði svipt fýrrum POW-skilgreiningunni. Bara á tímabilinu 2. júnf til 28. júlí 1945 voru allt að því 600.000 her- menn „skráðir í hinn banvæna DEF- flokk". Sigurvegaramir bjuggu við ofgnótt — en Rauða kross pakkar læstir inni Aftur á móti bjuggu hersveitir Ei- senhowers við ofgnótt. „Við höfðum næg matvæli," segir háttsettur m

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.