Tíminn - 13.10.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.10.1990, Blaðsíða 1
Hefur boðað frjálslyndi og framfarir í sjö tugi ára m/ I II I I I LAUGARDAGUR13. OKTÓBER 1990 -198. TBL. 74. ÁRG. - VERÐ f LAUSASÖLU KR. 110, Formenn A-flokkanna segja að ríkisstjómin eigi enn verk eftir óunnin. Jón Baldvin hefur þó áhyggjur af óreiðu í Alþýðu- bandalagi en Ólafur Ragnar telur að sá sem vilji sprengja stjórnina núna kalli yfir sig réttmæta pólitíska útlegð: Stjórnin samstæð til loka Bæði Alþýöuflokkurinn og Alþýðubandalagið halda nú um helgina samkomur, sem margir hafa spáð að gætu reynst afdrifaríkar fýrir stjórnarsam- staríið. A flokksþingi Alþýðuflokksins er búist við að húsnæðismál verði meðal þeirra mála sem reyni á þolrif stjórnarsamstarfsins. í ræðu Jóns Baldvins, formannsins Alþýðuflokksins í gær kom engu að síður fram, að hann telur að stjórnin eigi að sitja til vors og Ijúka sínum verkefnum, enda hafi samstarfið reynst giftudrjúgt. Þó viðraði Jón Baldvin áhyggjur af pólitískum óstöðugleika innan Alþýðubandalagsins. Alþýðubandalagið heldur miðstjórnarfund um helgina þar sem álmálið verð- ur til umræðu. Það mál hefur valdið óróa innan flokksins og er eitt þeirra mála sem talið er geta ógnað stjómarsamstarfinu. Ólafur Ragnar Gríms- son, formaður Alþýðubandalagsins segir í helgar- viðtali að þrátt fyrir mikinn árangur eigi ríkisstjórn- in enn ýmislegt ógert. Sá, sem hygðist slíta stjórn- arsamstarfi nú, hvort heldur einstaklingur eða flokkur, væri að dæma sjálfan sig í réttmæta pólit- ískaútlegð. _, ¦_ ,_ ¦ n M • Blaðsiður 2,8og9 Botnlangi íslenskra sauökinda notaður í smokka íAmeríku? • Baksíða ........."mm'mm" —---------------------------------------------,—,---------------- , —_-_ Gert er ráð fyrir tekjutengdum tryggingabötum í frumvarpi um breytingu á Almannatrygginum: 227 m.kr. færðar F! j fi ] i f >^fl2 3 í frumvarpsdrögum, sem heilbrigðis- ráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn, eru boðaðar grundvailarbreytingar á löggjöfínni um almannatryggingar. Gert er ráð fýrír að tekjutengja grunnlífeyrisgreiðslu og nota það fé, sem með því sparast, til að auka greiðslur tll þeirra sem frekar þurfa á þeim að halda. Þannig ykjust greiðslur til öryrkja um 277 milljónir samkvæmt frumvarpinu frá þvl sem nú er. # Blaðsíða 5 y ¦-::'¦ ¦¦<¦¦;:.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.