Tíminn - 13.10.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.10.1990, Blaðsíða 3
f » I . t ■ ,. » - r - Laugardagur 13. október 1990 Á myndinni er Höskuldur B. Erlingsson lögregluþjónn aö skoða reiðhjól ungs Reykvíkings. Þessum unga pilti gefst á sunnudaginn tækifæri til þess að skoða lögregluhjól Höskuldarásamtýmsum öðrum búnaði lög- reglunnar. Lögregludagur verður haldinn næstkomandi sunnudag með yfirskriftinni: „Lögreglan og almenningur“ Næstkomandi sunnudag, 14. október, verður haldinn sérstakur lög- regludagur. Þetta er í fyrsta sinn sem haldinn er sérstakur iögreglu- dagur hér á landi, en slíkt hefur tíðkast erlendis. Þar hefur tilgang- ur dagsins verið yfírleitt að vekja athygli almennings á löggæslu- tengdum málefnum. Yfirskrift dagsins verður „Lögregl- an og almenningur". Fólki um allt land verður sérstaklega boðið að koma og heimsækja lögreglustöðvar frá klukkan 14 til 18 þennan dag og skoða aðstöðuna á hverjum stað. Þar verður fólki kynnt hlutverk og starf lögreglunnar, því sýndur bún- aður og tæki og þá gefst jafnframt tækifæri á að koma sjónarmiðum sínum um ólík málefni á framfæri. Aðstaða og möguleikar til þess að taka á móti fólki er mismunandi eft- ir stöðum og þarf fólk að taka tillit til þess. í Reykjavík verður aðallög- reglustöðin opin almenningi á fyrr- greindum tíma. Gengið er inn frá Hverfisgötu. Þá verða hverfastöðv- arnar einnig opnar almenningi. Lögreglukórinn mun syngja nokkur lög í anddyri lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu kl. 15 fyrir þá sem hafa áhuga á góðum söng. Tilgangurinn með deginum er að sýna fram á ótvíræð tengsl á milli lögreglu og almennings. Eftir því sem þau tengsl eru betri því meiri líkur eru á friðsamlegu samfélagi, segir i fréttatilkynningu um lög- regludaginn. —SE Konur og völd Stjórnunarfélag íslands hefur fengið Prófessor Ninu L. Colwill, doktor í sálarfræði og prófessor við viðskiptafræðideild Manitoba háskóla í Winnipeg, til að halda fyrirlestur sinn undir heitinu Kon- ur og völd. Prófessor Nina L. Colwill kom hér á vegum Stjórnunarfélags fslands og Háskóla íslands fyrir u.þ.b. tveimur árum. Þá vakti hún það mikla ánægju hjá nemendum sínum að loforð var fengið um að hún kæmi aftur og þá með framhaldsnámskeið fyrir hópinn, sem hefur hist reglu- lega síðan. Nína L. Colwell er þekkt fyrir kann- anir sínar á valdasviði og afrekum karla og kvenna í atvinnulífinu og hvernig valdasvið kynjanna er breytilegt. Hún hefur ritað nokkrar bækur og fjölmargar greinar á því sviði. Hún hefur meðal annars hlot- ið hin virtu Touch Ross verðlaun fyrir framlag sitt á þessu sviði. Námskeiðið er ætlað konum í stjórnunarstörfum og þeim konum sem hug hafa á stjórnunarstarfi og vilja skilja betur samskipti kynjanna í valdastöðum. Námskeiðið verður haldið dagana 16. og 17. október frá 9-17 og framhaldsnámskeið 18. október frá 9-17 að Hótel Loftleið- um. Hægt er að sækja framhalds- námskeið í beinu framhaldi af fyrra námskeiði. Innritun er þegar hafin hjá Stjórnunarfélagi íslands, í síma 621066. khg. Mánudaginn 10. september síðastliöinn færðu þessar stúlkur Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík 6.425 krónur, en það er afrakstur hlutaveitu sem þær héldu nýlega. Á myndinni em stúlkumar, Guðrún Erla Sigurðardóttir, Sigríður Aradóttir, Helga Valdis Ámadóttirog Hanna Karítas Bárðardóttir, samankomnar ásamt Grími Laxdal, varaformanni Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík. r..% - ;■ " f Tíminn 3 FLUGLEIÐIR Hluthafafundur Hluthafafundur í Flugleiðum hf. verður haldinn þriðjudag- inn 23. október í Höfða, Hótel Flugleiðum. Fundurinn hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ 1. Breytingar á samþykktum félagsins. a) Tillaga um breytingu á 4. gr. samþykkta félagsins um heimild til stjórnar til að hækka hlutafé með sölu nýrra hluta til núverandi hluthafa eða nýrra hluthafa, fáist ekki áskrift hjá núverandi hluthöfum fyrir allri aukningunni. b) Tillaga um breytingu á 5. gr. b, þess efnis að arður skuli greiddur innan þriggja mánaða frá ákvörðun aðalfundar um arðgreiðslu. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur, reikningar félagsins og skýrsla stjórnar munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir hluthafafundinn. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á aðalskrif- stofu félagsins, Reykjavíkurflugvelli, hlutabréfadeild, 2. hæð, fráog með 16. október nk. kl. 09:00-17:00, fundardag til kl. 15:30. STJÓRN FLUGLEIÐA HF.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.