Tíminn - 13.10.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.10.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 13. október 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason SkrifetofurLyngháls 9,110 Reykjavfk. Sími: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð í lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 „Tímabil ömurleikans11 Ingunn Svavarsdóttir, formaður Fjórðungssam- bands Norðlendinga og oddviti Presthólahrepps í Norður- Þingeyjarsýslu, ritar skynsamlega hugleið- ingu í norðlenska dagblaðið Dag á Akureyri um tog- streituna milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Ályktunarorð greinarhöfundar um þetta efni eru þau að höfuðborgarbúar, háir sem lágir, og lands- byggðarmenn, allir sem einn, eigi að taka höndum saman, hætta að agnúast hver út í annan „eins og smákrakkar“ og fara að vinna saman „eins og full- orðið fólk“. Vinna að því að efla samkennd með okk- ur sem ein þjóð, efla Island. Um togstreituna milli landsbyggðar og höfuðborg- arsvæðis, segir Ingunn Svavarsdóttir: „Togstreitunni... verður að linna. Hún er engu lík- ari en valdabaráttu milli hjóna, sem búið hafa sam- an um árabil og sitja pikkföst og spóla í sama hjól- farinu, kenna hvort öðru um flest sem aflaga fer og hrópa og hrópa hvort á annað: Það ert þú sem verð- ur að breyta þér ef þetta á að ganga! Innan sálfræð- innar köllurn við þetta ástand „tímabil ömurleikans“ og það er ákaflega misjafnt hvað þetta tímabil varir lengi í sambúð, en það er gott til þess að vita að það er hægt að ná sér upp úr eymdinni með því að báðir aðilar leggi niður vopn og taki jafna ábyrgð á að ná fram viðunandi lausn.“ Formaður Fjórðungssambands Norðurlands held- ur áfram: „Ömurleikatímabilinu í sambúð landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis verður að ljúka ... Við þurfum að ná upp miklu meiri samvinnu á milli höfuðborgar- búa og landsbyggðarmanna á öllum sviðum og auð- vitað á þann máta að báðir aðilar sjái sér hag í því. Það þarf að komast á gagnkvæm virðing og vænt- umþykja, til þess að rofi til og taki að birta í þjóðar- sálinni." í grein sinni gerir Ingunn álit byggðanefndar for- sætisráðherra einnig að umræðuefni og ber það saman við viðhorf Fjórðungssambands Norðlend- inga og segir: „Við erum sammála í öllum meginat- riðum. Við teljum nauðsynlegt að auka sjálfstæði landsbyggðarmanna, efla atvinnu og skapa meiri fjölbreytni í atvinnutækifærum úti um land, jafna aðstöðu fyrirtækja til rekstrar og þá ekki síst þeirra sem eru í frumatvinnuvegunum og útflutningi, jafna búsetumöguleika fólks með því að draga úr þeim mismun, sem er á kostnaði við að lifa úti á landi og á höfuðborgarsvæðinu.“ Ingunn Svavarsdóttir talar í réttmætum háðstóni um togstreitu höfuðborgarbúa og landsbyggðar- fólks. Togstreitunni er vissulega haldið við af öfgum og skilningsleysi á báða bóga. Hinu er þó ekki að leyna að sjálfumglöð nýhyggja vaxandi sérfræðinga- veldis er andstæð byggðastefnu. En á móti kemur að ýmsir sem þykjast tala máli byggðastefnu eru heldur ekki til þess færir. ÐIÐ og viðvarandi hættuástand virðist geta á stund- um verið sæmilegur gróðavegur. Þetta hefur sagan sannað hvað eftir annað. Lengi vel er hægt að sópa hversdagslegum óþægind- um undir teppið og viðskiptalíf virðist örara og áhættuminna á óróatímum, en í annan tíma. Dæmi um þetta eru nýliðin átök austurs og vesturs. Um leið og deiluefnum er vikið til hliðar virðast tvö helstu ríki átakanna bíða fjárhagslegan hnekki. Ann- að þeirra, Sovétríkin, er komið að fótum fram í efnahagslegu til- liti, en hitt ríkið, Bandaríkin, þolir ekki að bregðast við sparn- aði og samdrætti. Þá kemst af- greiðsla fjárlaga í strand vegna þess að fulltrúar þingsins vilja ekki samþykkja auknar álögur, sem forseti þeirra og ríkisstjórn hafa boðað. Ekki skal því haldið fram að þessar ófarir tveggja höf- uðríkja á Vesturlöndum megi rekja til orðinna breytinga í Evr- ópu, samruna Þýskaiands og frjálsræðisstefnu fyrrum austan- tjaldsrfkja. En á meðan tekist var á um sjónarmið og markmið við Beriínarmúrinn, sem nú virðist hafa verið rifinn fyrir misskiln- ing, og áður en markaðsbúskap- ur varð lykilorð í fyrri hjálendum kommúnista, varð þess ekki vart að ríkin tvö, Sovétríkin og Bandaríkin, ættu í teljandi erfið- leikum heima fyrir. Minni deilur, meiri spamaður Sparnaðarstefna Bandaríkjanna nú á ekkert skylt við einangrun- arstefnu, sem var alls ráðandi hjá stjórn ríkisins og þorra almenn- ings á áratugnum fyrir fyrra stríð. Það er af því góða að Bandaríkjamenn virðast ekki ætla að draga sig inn í þá skel, sem þeir byggðu í kringum sig í kreppunni miklu, þegar Þjóða- bandalagið var að liðast í sundur. En þeir eru ákveðnir í að spara. Þessi sparnaður kemur meira að segja fram hér á landi. Varnar- málaráðherra Bandaríkjanna hefur tilkynnt að frá og með byrj- un nýs fjárlagaárs, sem hófst Í. október, verði heildarútgjöld bandaríska hersins vegna mannahalds í öðrum löndum skorin niður um 25%. Af þessum ástæðum mun íslenskum starfs- mönnum á Keflavíkurvelli fækka á næsta ári. Rúmlega eitt þúsund íslendingar starfa hjá Varnarlið- inu og hefur fækkað um sextíu á þessu ári, þar sem ekki hefur mátt ráða í stöður þeirra sem hætta. Ekki sparað við Aðalverktaka En samdrátturinn í viðskiptum okkar við Bandaríkjamenn kem- ur ekki fram annars staðar en hjá varnarmálaráðherra hvað varðar starfsmenn bandaríska hersins í útlöndum. Nýlega var fjölskrúð- ugur hópur íslendinga staddur í Norfolk í stífum veisluhöldum í þrjá daga eða meira. Þar var um að ræða fulltrúa Aðalverktaka ásamt konum þeirra. Þeir voru komnir til Norfolk til að sitja svo- nefndan „allocation-fund“, eða úthlutunarfund með Bandaríkja- mönnum, þar sem ráðstafað er verkefnum fyrir Aðalverktaka fyrir eitt ár í einu. Lítið var af setningi slegið í þessari ferð. Það var heldur ekki slegið af hvað út- hlutun verkefna snertir. Ríkið á nú orðið rúm 50% í Aðalverktök- um, þótt fyrirtækið lúti enn for- mennsku fyrri meirihlutaeig- enda. Það var því engin ástæða fyrir Bandaríkjamenn að fara að draga saman verkefnin í ár, þótt varnarmálaráðherra segi að nú beri að spara hvað mannahald snertir hjá bandaríska hernum. 3,5 milljarðar í ár Þeir eigendur Aðalverktaka, sem létu sér lynda að ríkið eign- aðist meirihluta í fyrirtækinu hafa þóst sjá fyrir að sá dagur kæmi bráðlega, þegar ekki áraði fyrir veisluhöld í Norfolk í sam- bandi við „allocation-fund“. Svona fundur stendur yfirleitt ekki lengur en í hálftíma, eða til jafnlengdar því sem tekur að skrifa undir úthlutunarpappíra það árið. Fyrri eigendur hafa ver- ið of fljótir á sér að afhenda rík- inu meirihlutann í Aðalverktök- um. Eins og alkunna er þá er rík- ið botnlaus kassi, en fyrri meiri- hluti átti sína litlu kassa úti um allt, sem láku lítið í almannaþarf- ir. Úthlutunin til Aðalverktaka í ár er óbreytt. Þrír og hálfur millj- arður er ætlaður til framkvæmda á vegum Varnarliðsins fyrir næsta fjárhagsár. Þetta er engin smáræðis fjárhæð. Upplýst er að framkvæmdir verði með svipuðu sniði og þær hafa verið. Auðvitað situr ekki á okkur að harma það, þótt nokkrum milljörðum sé hent í Miðnesheiðina á ári. Þetta eru fjármunir sem koma okkur væntanlega til góða, enda kannski ætlaðir til þess fyrst og fremst; milljarðarnir séu m.a. greiddir fyrir landafnot. En þá hefði ríkið þurft að verða aðaleig- andi Aðalverkta fyrr. Úthlutunar- fundi í Norfolk er búið að halda síðan árið 1954. Og þeir milljarð- ar sem streymt hafa hingað síðan hafa ekki runnið til ríkisins nema að einum fjórða, þangað til nú að ríkið hefur eignast meiri-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.