Tíminn - 13.10.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 13.10.1990, Blaðsíða 10
18 Tíminn Laugardagur 13. október 1990 DAGBOK ARNAÐ HEILLA Sjötugur: Jón Ólafsson Sjötugur veröur á mánudag, 15. októ- ber, Jón Ólafsson, bóndi í Eystra-Geld- ingaholti í Gnúpverjahreppi. Á þeim tímamótum vil ég flytja Jóni og fjölskyldu hans árnaðaróskir og kveðju í tilefni afmælisins. Jón er fæddur að Geldingaholti 15. október 1920. Foreldrar hans voru Pálína Guð- mundsdóttir og Ólafur Jónsson sem bjuggu þar lengi og voru kunn að góðri búmennsku og hyggilegri geymslu fjármuna. Hvort tveggja hefur Jón fengið í arf í ríkum mæli. Sá er þetta ritar kynntist vel höfðingslund fjölskyldunnar í Geldingaholti sem mjólkurbílstjóri en þar var staldrað við og snæddur hádeg- isverður. Margar góðar minningar á ég frá matborðinu í Geldingaholti þau ár sem ég var þar tíður gestur. Húsfreyja bar fram mikinn og góðan mat, heim- ilisfóik allt þægilegt í viðmóti, Jón bóndi einkar laginn að halda uppi skemmtilegum samræðum. Stundin var fljót að líða og oft sló í létta brýnu yfir matnum, því ekki vor- um við alltaf sammála. Smádeilur og skiptar skoðanir juku fjörið og glettn- ina sem ríkti við matborðið. Jón á létt með mál og hefúr næmt skopskyn. Ekki verður Jóns svo getið að fjárstofh hans sé ekki nefndur. Hann er fjár- ræktarmaður af lífi og sál og á glæsi- legan fjárstofrí, enda unnið festulega að ræktun hans sem skilað hefur mikl- um árangri. Jóni er ljóst hversu mikil verðmæti eru fólgin í íslenska fjár- stofninum og hve góðar afurðir eru af sauðkindinni, enda hafa ekki verið fuglabein á borðum í Geldingaholti. Geldingaholt er höfuðból, jörðin land- stór. Bærinn stendur á fögrum stað, byggingar allar vandaðar og snyrti- mennska mikil. Jón hefur starfað mikið að félagsmál- um, bæði fyrir sveit sína og hérað. Hann er ágætur ræðumaður, skemmtilegur á mannfundum, höfð- ingi heim að sækja, enda oft gest- kvæmt í Geldingaholti. Ég vil svo að lokum þakka Jóni og konu hans, Margréti Eiríksdóttur, fyrir góð kynni. Óska ég þeim svo gæfu og gengis um mörg ókomin ár. Tryggvi Ágústsson MINNING Sr. Bjartmar Kristjánsson fyrrv. sóknarprestur, Álfabrekku Sr. Bjartmar Kristjánsson lést í Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 20. sept. sl. og var jarðsettur að Munkaþverá 29. sept. að viðstöddu miklu fjöl- menni. Hann var eyfirskrar ættar, fæddur að Ytri-Tjörnum í Öngulsstaðahreppi hinn 14. apríl 1915 og stóðu að hon- um traustar eyfirskar bændaættir. Stúdentsprófi Iauk sr. Bjartmar á Ak- ureyri árið 1941 og guðfræðiprófi frá Háskóla íslands vorið 1946 með glæsilegum vitnisburði. Hið sama ár tók hann prestsvígslu og fékk veitingu fyrir Mælifelli í Skagafirði og starfaði þar sem sóknarprestur samfleytt til ársins 1968 er hann flutti um set á æskuslóðir og gerðist prestur í Lauga- landsprestakalli í Eyjafirði þar sem hann starfaði allt til ársins 1986, þar af tvö síðustu árin sem prófastur Eyja- fjarðarprófastsdæmis. Á Mælifelli þjónaði sr. Bjartmar því í 22 ár og naut þar vaxandi vinsælda í starfi. Við Mælifellsprestakall var drjúgur hluti af ævistarfi hans bund- inn, enda má þar finna verka hans stað. Prestsseturshús, sem reist var 1922, stækkaði hann með viðbygg- ingu og endurbætti á ýmsa lund. Uti- hús á Mælifelli voru orðin hrörleg mjög, er sr. Bjartmar kom að staðnum og því ekki talið svara kostnaði að halda þeim við. Lét sr. Bjartmar reisa ný útihús á jörðinni úr varanlegu efni, fyrst fjós og fjárhús, síðan hlöðu, og er hann flutti burt frá Mælifelli 1968, hafði hann nýlokið við að reisa fjárhús fyrir 200 fjár. Búskap rak hann myndarleg- an á Mælifelli öll árin þar. Þá fékk staðarkirkjan ýmiss konar andlitslyftingu á prestskaparárum sr. Bjartmars. Keypti hann ogsetti sjálfur litaðar glerrúður í glugga, sem lengi munu bera handverki hans vitni og þeirri alúð er hann lagði í verk sitt, auk þess sem þær gefa kirkjunni eink- ar hlýlegan svip. Geta vil ég þess einn- ig, að árið 1950 barst kirkjunni að gjöf altaristafla sú hin mikla og veglega, sem þar getur að líta í dag og sýnir mynd af fjallræðunni. Gefandi listamaöur var Magnús Jóns- son próf., sem ólst að nokkru upp á Mælifelli og var kennari sr. Bjartmars í guðfræöideild. Veit ég að á milli þeirra var góð vinátta. Margt fleiri mætti nefna af störfum séra Bjartmars á Mælifelli, hann sat lengi í hreppsnefnd Lýtingsstaða- hrepps og skólanefnd, stundaði kennslu og var auk þess símstöðvar- stjóri á Mælifelli um árabil, en þar var þá símstöð sveitarinnar. Ég hygg að þessi upptalning nægi til að sýna hve umfangsmikill hinn ungi prestur var í málefnum kirkju og staðar. En hér stóð Bjartmar ekki einn. Kona hans, Hrefna Magnúsdóttir, ætt- uð úr Eyjafirði, sem nú lifir mann sinn ásamt sex bömum þeirra hjóna, er að dómi allra er til þekkja einstök kona um marga hluti. Mun ekki of- sagt að hún hafi verið hin styrka stoð hans í sambandi við búsýslu alla og önnur þau störf er til falla á stóru prestsheimili í sveit. Þrátt fyrir ýmiss konar heilsuleysi er hún hefur mátt ganga í gegnum, þá er hún enn hin sterka kona, frá henni stafar hlýju til alls og allra. Börn þeirra hjóna eru: Snæbjörg, húsfreyja í Fremri-Hundadal í Dala- sýslu, Kristján, efnaverkfræðingur í Reykjavík, Jónína, búsett í Álfabrekku, starfsstúlkaá Kristneshæli, Benjamín, læknir í Reykjavík, Fanney, búsett í Lundi í Svíþjóð, og Hrefna, meðferð- arfulltrúi í Reykjavík. Kynni okkar sr. Bjartmars hófust fljótíega eftir að ég kom til starfa í Mælifellsprestakalli árið 1983. Mér varð fljótt Ijóst að Mælifell og sóknar- bömin fyrrverandi hér í prestakallinu áttu fastan sess í huga hans. Það Ieyndi sér ekki að stað og fólki hafði hann bundist sterkum tryggðabönd- um. Það sýndi hann á svo margvísleg- an hátt. Minnisstæðar em samveru- stundir frá 80 ára afmæli Goðdala- kirkju 1984, er sr. Bjartmar sótti okk- ur heim, en ekki síður stundirnar er aldrað fólk í prestakallinu hefur verið kvatt hinstu kveðju, þá hefur sr. Bjart- mar svo oft verið mættur, það gerði hann meðan heilsa hans leyfði. Víst mun honum og fjölskyldu hans hafa vegnað vel meðal Eyfirðinga, en þó er gmnur minn sá að tengslin við Tungusveitina kæm, eins og hann sjálfur orðaði það, hafi aldrei slitnað. Er hugmyndir urðu uppi fyrir nokkr- um ámm að leggja niður Mælifells- prestakall og sameina nágranna- prestaköllin, þurfti enginn að velkjast í vafa um afstöðu sr. Bjartmars í því máli, hann gerði sér ríka grein fyrir helgi og sögu staðarins og taldi metn- aðarmál að hann viðhéldist. Fyrir réttu ári hitti ég sr. Bjartmar á heimili hans, Álfabrekku í Önguls- staðahreppi, en það hús hafði hann reist sér áður en hann lét af störfum í Laugalandsprestakalli. Þar er víðsýnt og fagurt. Viðtökur vom hlýjar og margt var rætt um Mælifell að fomu og nýju, ég fór fróðari af hans fundi. Þá hafði hann nokkm áður fært Mælifellskirkju fagra gjöf sem var bút- ur af altarisklæði því sem bjargaðist úr kirkjubrunanum á Mælifeíli haust- ið 1921. Klæðisbút þennan hafði hann innrammað, og hann prýðir nú vegg Mælifellskirkju ásamt öðmm hluta úr sama klæði, er kirkjan átti fyrir. Það var fögur kveðja hins aldraða sóknar- prests til kirkju sinnar. Persónuleg kynni okkar Bjartmars urðu ekki mikil eða löng, en þó nóg til þess að mér varð ljóst að þar fór heil- steyptur drengskaparmaöur er leita vildi sannleikans í hverju máli. Gagn- rýninn var hann á margt innan kirkju og utan, vildi sjálfúr fá að mynda sér skoðun, hafði fastar skoðanir á mál- efríum og fylgdi þeim eftir af þunga og einlægni. Mér virtist honum vera fyrir mestu að fylgja orðum Jesú eins og þau koma fyrir í guðspjöllunum, en forðast að láta það sem hann áleit vera mannasetningar skyggja á Krist, læri- sveinn Krists vildi hann vera fyrst og síðast. Þegar farið var að breyta beygingu á nafninu Jesús með tilkomu nýrrar helgisiðabókar 1981, þá hafði sr. Bjartmar ýmislegt við það að athuga. Mig gmnar að það hafi ekki aðeins verið af fastheldni við þá beygingu, er tíðkast hefúr um aldir, heldur af lotn- ingu fyrir nafríinu allrahelgasta, sem eigi mætti hrófla við. Hér sem annars staðar fylgdi Bjartmar sannfæringu sinni af einurð og festu. í júlímánuði sl. kom fjölskylda sr. Bjartmars saman til samfúnda í sum- arhúsinu að Háubrekku, sem á sínum tíma var nýbýli, byggt úr Mælifells- landi. Þá vom m.a. rifjaðar upp gaml- ar minningar héðan frá Mælifelli, sem ég fann að voru fjölskyldunni dýr- mætar. Það var góð stund sem geym- ist. Þá var sr. Bjartmar fjarri, dvaldi hann á sjúkrahúsi syðra, var að jafna sig eftir höfuðaðgerð, sem hann hafði þá nýlega gengist undir, og virtist hafa tekist vel. Aðeins tveimur mánuðum síðar var hann allur. Hinn trúi Drottins þjónn, sr. Bjart- mar Kristjánsson, er kvaddur með virðingu og þökk fyrir langt og giftu- ríkt ævistarf, undir þá kveðju veit ég að sóknarbörn hans í Mælifellspresta- kalli munu taka. Eiginkonu, bömum og ástvinum öllum em sendar einlæg- ar samúðarkveðjur. Ólafur Þ. Hallgrímsson Bolvíkingafélagið Árlcgur kaffidagur Bolvíkingafélagsins vcrður í Sóknarsalnum, Skipholti 50a, á morgun, sunnudag, kl. 15. Allir Bolvík- ingar vclkomnir. Skaftfeilingafélagið spilar félagsvist á morgun, 14. október, kl. 14 í Skaftfcllingabúð, Laugavcgi 178. Tveir íslendingar á alheimsfund AA- samtakanna AA-samtökin halda alheimsþjónustu- fund á Hotel Baycrischcr i Mtinchen dag- ana 14.-18. október nk. 34 sendincfndir frá 21 þjóðlandi sækja fundinn. Tvcir fúlltrúar vcrða frá AA-samtökunum á fs- landi. Mcginmarkmið alheimsþjónustufúndar- ins er að flytja áfcngissjúklingum sem cnn þjást um hcim allan, boðskap samtak- anna. Nefúdir og starfshópar munu starfa og vinna að málcfúum eins og samskipt- um, þjónustukcrfi, útgáfú og dreifingu og lcita ffekari lciða til að ná til áfengissjúk- linga gegnum fjölmiðla og samvinnu mcð heilbrigðisyfirvöldum og meðferðar- stofúunum. AA-samtökin cru starfandi í 136 þjóð- löndum. Fulltrúamir scm sitja fúndinn i MUnchen koma hins vegar aðcins frá þcim þjóðlöndum þar scm landsþjónustu- nefndir eru starfandi, þjóðarskrifstofa er rekin og útgáfúncfúd starfandi. Fulltrúar fúndarins í Múnchcn koma frá cftirtöld- um 20 þjóðlöndum: Ástralíu, Belgíu, Kanada, Kólumbíu, Finnlandi, Frakk- landi, Þýskalandi, Stóra- Brctlandi, Gu- atemala, íslandi, írlandi, Ítalíu, Japan, Mcxíkó, Nýja-Sjálandi, Norcgi, Póllandi, Suður-Afriku, Svíþjóð og Bandarikjun- um. Þjónustufúndurinn í Múnchen er tak- markaður við kjöma fúlltrúa og starfslið. Fundurinn cr ckki opinn félögum í AA- samtökunum almennt. Hins vcgar cr hald- in heimsráðstefna AA-samtakanna á fimm ára ffesti sem er öllum opin. Á þessu ári komu saman 48 þúsund AA-fé- lagar frá öllum heiminum í Seattle í Bandarikjunum og næsta heimsráðstefúa er ráðgerð í San Diego, Kalifomíu í Bandaríkjunum, árið 1995. BÍLALEIGA með útibú allt I kringum landið, gerir þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bfla erlendis interRent Europcar -------—^ KÆLIBILL Annast dreifingu á matvörum og hvers konar kælivöru um land allt. Er með frystigeymslu fyrir lager. KÆLIBÍLL Sími985-24597 Heima 91-42873 V J Félag eldri borgara Opið hús vcrður í Goðhcimum, Sigtúni 3, á morgun, sunnudag. Kl. 14. Frjálst spil og tafl. Kl. 20 Dansað. O.A. í Neskaupstað í dag verður stofnuð í Neskaupstað deild í O.A. (Overcatcrs Anonymous) samtök- unum. Stofnfúndur dcildarinnar verður í bamaskólanum kl. 16.00. Hann cr öllum opinn sem eiga við matarfikn að stríða og vilja taka upp heilbrigða neysluhætti. Á fundinum ríkir nafúleynd, cn það þýðir að þátttakcndur segja ckki öðmm hvcijir cm á fúndinum eða hvað þeir segja. I O.A. cm engin félagsgjöld eða meðlimaskrár. Eina skilyrðið til þátttöku er löngun til að hætta hömlulausu ofáti. Laugardagskaffi Kvennalistans „Konan er ekki aðeins móðir mannanna, hcldur dýrlinganna, jafnvel Jcsú Krists sjálfs.“ (Vefarinn mikli ffá Kasmír) í laugardagskaffi í dag kl. ] 0.30 mun Guðbjörg Þorkelsdóttir flytja crindi um Vcfarann mikla ffá Kasmír cftir Halldór Laxness en Guðbjörg er að skrifa cand. mag. ritgerð um bókina. Hún byggir er- indið m.a. á þcirri fúllyrðingu að bókin sé óður til kvcnna. Allir cm velkomnir. *V. Nessókn fimmtíu ára I tilefni þcss að Ncssókn verður fimmtiu ára i þcssum mánuði verður haldin hátíð- arguðsþjónusta i Neskirkju nk. sunnudag kl. 14 að viðstöddum forseta Islands, Vig- dísi Finnbogadóttur. Biskupinn yfir ís- landi, herra Ólafur Skúlason, predikar og sóknarprcstar Neskirkju þjóna fyrir altari. Til sýnis vcrður listskreyting úr stcindu gleri sem komið hefúr verið fyrir í suður- glugga kirkjunnar. Listaverkið var hannað af Gerði hcitinni Hclgadóttur listakonu en smíðað af fyrirtæki Oidtmannbræðra í Þýskalandi. Siðan tekur við sámfclld dagskrá í tali og tónum til kl. 18 í safnaðarhcimili og kirkju. Ávörp verða flutt. Kirkjukór Nes- kirkju flytur ásamt cinsöngvumm og hljóðfæralcikumm Missa piccola eftir Gunnar Rcyni Sveinsson undir stjóm Rcynis Jónassonar. Matthías Johanncssen skáld fer mcð eigið ljóð tilcinkað Nes- söfnuði. Tríó Rcykjavíkur lcikur og Rcynir Jónasson flytur orgelverk. Einnig galvaníserað þakjám. Gott verð. Söluaðilar: Málmiðjan hf. Salan sf. Sími 91-680640 JEPPA- HJÓLBARÐAR Hágæða hjólbarðar HANKOOK frá Kóreu 235/75 R15 kr. 6.950,- 30/9,5 R15 kr. 6.950,- 31/10,5 R15 kr. 7.950,- 33/12,5 R15 kr. 9.950,- Örugg og hröð þjónusta BARÐINN hf. Skútuvogl 2, Reykjavfk Sfmar: 91-30501 og 84844

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.