Tíminn - 13.10.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 13.10.1990, Blaðsíða 13
Laugardagur 13. október 1990 Tíminn 21 HÚSEIGN (STYKKISHÓLMI Kauptilboð óskast í áhaldahús Vegagerðar ríkisins að Nesvegi 5, Stykkishólmi, samtals 640 m3 að stærð. Brunabótamat er kr. 3.605.000.00. Húsið verður til sýnis í samráði við Björn Jónsson, rekstrarstjóra Vegagerðar ríkisins, Ólafsvík (sími: 93-61460). Tilboðseyðublöð eru afhent á staðnum og á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík. Kauptilboð þurfa að berast skrifstofu vorri á sama stað þann 24. október 1990 kl. 11:00 f.h. þar sem þau verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK Orðsending frá Hagstofunni Hagstofan vekur athygli á að þeir sem vilja vera lausir við að fá í pósti happdrættismiða, auglýsing- ar og ýmiss konar dreifibréf, sem send eru út á grundvelli nafnaskrár og fyrirtækjaskrár, geta snú- ið sér til Hagstofunnar með beiðni um að nöfn þeirra verði afmáð af þess háttar útsendinga- skrám. Hagstofan, Skuggasundi 3,150 Reykjavík, símar 609800 og 609850. Faxnr. 623312. Auglýsing um nýtt símanúmer Frá og með mánudegi 15. okt. nk. verður síma- númer okkar 678K)0 Cv/'í ALMENNA VERKFRÆÐISTOFAN HF. Fellsmúla 28,108 Reykjavík, Sími 38590 Sálfræðingar Staða sálfræðings er laus til umsóknar í Unglinga- ráðgjöfinni. Um er að ræða afleysingastöðu til 1 árs frá næstu áramótum. Við bjóðum upp á fjölbreytilegt starf, góðan starfsanda, símenntun, handleiðslu og margt fleira. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember. Hafðu sam- band við Margréti eða Einar Gylfa í síma 689270. Unglingaheimili ríkisins, Síðumúla 13 KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í DEAUVILLE Á 16. kvikmyndahátíðinni í Deau- ville gafst nokkrum Hollywoodleik- urum tækifæri til að sanna að þeir væru færir um fleira en að birtast á hvíta tjaldinu. FVrsta myndin, sem sýnd var á há- tíðinni, var Cadence, en þar þreytir Martin Sheen frumraun sína sem leikstjóri. Tveir synir hans leika aðal- hlutverkin í myndinni og mættu þeir á hátíðina í fylgd með föðumum. í tilefni frumsýningarinnar var haldin mikil veisla og heiðursgestur- inn var Jane Russell, sem nú er orðin 69 ára gömul. Á hátíðinni var líka fhimsýnd kvik- myndin Flatliners, en hún er sú fyrsta sem leikarinn Michael Douglas framleiðir. Myndin fjallar um til- raunir fimm læknastúdenta til að mæta dauðanum og lifa af. Leikstjóri myndarinnar er Joel Schumacher. Ekki var stjörnuúrvalið minna á þeirri ffumsýningu. Þar mættu Goldie Hawn og Yves Montand ásamt mökum og ekki má gleyma aðalleikurum myndarinnar, þeim Kiefer Sutherland og Juliu Roberts, sem virtust kunna vel við félagsskap hvors annars. Kiefer Sutherland og Julia Ro- berts mættu saman á frumsýn- inguna Michael Douglas mætti á frumsýningu kvikmyndar sinnar, ásamt konu sinni Diöndru. Jane Russell erorðin 69 ára gömul, en glæsibrag urinn hefur ekki minnkað. Goldie Hawn lét sig ekki vanta á kvikmyndaháti'ðina. GJAFAGRINDUR fyrir RÚLLUBAGGA Fyrir sauðfé Þægilegar og meðfærilegar en þó sterkar grindur úr járnrörum og járnstöngum fyrir votheys- rúllur, 1,20. Fyrir nautgripi og hesta Þrælsterkar galvaniseraðar grindur með þykkum heilum botni, fyrir 18 gripi í einu. Einnig án botns. Stærð: breidd 2,0 m, hæð 1,20 m.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.