Tíminn - 13.10.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.10.1990, Blaðsíða 1
f Kyndilberi norrænna fornmenntamanna JVVA'm ' ■. m b, ,, i. 4Cít<l h**r/ xíyM íutckctvrjL tMa fafctk usi: t úhianmf fumc íiutttjpairw ***»/ v ’inípíiutm nuciti futpzrif tttmte <im •rt inMUmtm mJt&perm fcrmuu Itfirn. JVf# nttrnuv CrtPiynftuo. v numine C í síðasta Helgarblaði röktum við æviferil Jóns Guðmundssonar, sem kallaður var hinn „lærði“. Sá maður sem hér er fjallað um bar einnig viðumefnið hinn „lærði“, en á mjög ólíkum forsendum. Var þó ekki nema sex ára aldursmunur á þeim tveimur. Jón var fulltrui fomeskju og hjátrúar, en Amgrímur lærði var fulltrúi þeirra fáu sem höfðu þor til að forkasta hégiljunum fyrir eigin dómgreind, því þetta var myrk öld. Annars var munurinn á þessum tveimur mönnum ekki ýkja mikill. Hjá báðum var þráin til þekkingar og fræðaiðkana einlæg, en kjörin aftur á móti svo ólík sem hugsast má. Hér verður nú sagt frá Amgrími og reynt að gefa dálitla innsýn í það hlutverk sem hann gegndi við að koma íslenska fomritaarfínum á framfæri við umheiminn. Amgrímur Jónsson lærði. Varia hefur neinn unnið slíkt „landkynningar- starf ‘ sem hann. ■ rngrímur lærði fæddist á Auð- /y unarstöðum í Víðidal árið li 1568 og var móðurmóðir hans móðursystir Guðbrands bisk- ups, en þær voru dætur Jóns lög- manns Sigmundssonar. Átta ára gamall, eða 1576, fór Arngrímur að Hólum og tók Guðbrandur hann síðan að sér. Eftir það var hann í Hólaskóla í átta ár við mikinn veg. Haustið 1585 fór hann utan til náms við háskólann í Kaupmanna- höfn. Hefur Guðbrandur beðið vin sinn, Pál Sjálandsbiskup Madsen, að sjá um með honum. Eru til vitnis- burðir frá honum og öðrum há- skólakennurum mjög lofsamlegir um Arngrím og þekkingu hans. Arngrímur kom aftur til landsins 1589 og varð þá rektor í Hólaskóla og 1590 vígðist hann kirkjuprestur á staðnum, en hélt þó rektorsstarfinu. Þann 28. apríl 1596 jókst vegur hans mjög er hann var kvaddur af konungi að vera til aðstoðar Guð- brandi biskupi í biskupsstörfunum. Gegndi hann starfi sem slíkur við hlið biskupi í eitt ár, en 1597 gerðist hann prófastur í Húnavatnsþingi og sat á Mel í Miðfirði. Skömmu eftir að hann kom frá háskólanámi hafði hann fengið veitingu fyrir Mel, en kom þangað loks eftir að hann varð prófastur. Hafði hann haldið aðstoð- arpresta þessi níu ár. Eftir fjórtán ár á Mel (1611) gaf hann staðinn upp við annan prest, þar sem biskup óskaði að hafa aðstoðarmann sinn hjá sér. Og í veikindum Guðbrands biskups, er upphófust 1624, varð hann officialis og gegndi öllum bisk- upsstörfunum, þar til Þorlákur Skúlason kom til stólsins 1628. Það var dálítið hrapallegt að Arn- grímur varð ekki biskup á eftir Guð- brandi. Honum var boðin tignin á prestastefnu eftir Iát Guðbrands, en dró við sig svarið af kurteisisástæð- um. Klerkarnir gripu seming hans á lofti, tóku þetta sem afsvar og gengu ekki á hann. Fór því sem fór og varð kurteisin til þess að Arngrímur (sem einmitt var misjafnlega liðinn vegna ráðríkis!) missti af biskupstign. Eftir lát Guðbrands, eða 1628, tók hann aftur við Mel og hélt staðnum til æviloka, Hann lést þann 27. júní 1648. En við ljúkum hér að rekja ýmsa geistlega sýslan hans og búskapar- umsvif og snúum okkur að fræði- mennsku og ritstörfum hans, sem hann enda hefur orðið kunnastur fyrir. Fyrsta fræðslan um land og þjóð Veturinn 1592-93 var Arngrímur utanlands í erindum Guðbrands biskups í deilum hans við Jón lög- mann Jónsson. Er auðsætt af þessu hve handgenginn hann var biskupi eftir að hann lauk háskólanámi og Arngrímur lærði er kunnastur fyrír að hnekkja rógskrifum erlendra manna um ættjörð sína. En hann varð líka lærimeistari þeirra, sem fyrstir tóku að gefa fomöld Norðurlanda gaum afraunsæi. þegar þá talinn einn lærðasti maður landsins. Ekki rekjum við deilur biskups við Jón lögmann hér, en getum þess að í förinni lét Arngrímur birta á prenti rit sitt „Brevis Commentarius de Is- landia", í því skyni að hrinda óhróðri sem útlendingar höfðu borið á ís- lendinga. Er hér einkum átt við rit eftir Gories eða Gregorius Peerson. Hafði það birst í kvæðismynd í Hamborg 1561. Ræðir í fyrra hluta bókar Arngríms um landið, en í síð- ari hlutanum einkum um þjóðina sjálfa og sögu hennar að nokkru leyti. Hér ræðst Arngrímur að fjölda höfunda sem margt höfðu hermt rangt frá um ísland. Auk Peersons voru þetta þeir Munster, Krantz, Frisius, Ziegler, Cardanus, og Peuc- er — höfundar sem fáir kunna nein skil á nú. En meiri bógar, eins og Saxi hinn danski, fengu einnig sinn skammt. Hér er að vísu ekki um eiginlega lýsingu að ræða á landi og þjóð, því þetta er deilurit eða svarrit. En skýr drög eru þar til mats á þjóð og þjóð- háttum. En framar öllu er ritið án- ingarstaður í ritum íslenskra höf- unda, því það er fyrsta ritið eftir ís- lending, sem veitir útlendum fræðslu um land og þjóð. Var það nýstárlegt útlendum rithöfundum með því að það hafði aðrar kenning- ar að geyma en þeir áttu að venjast. Er auðsætt að það hefur strax vakið athygli. Árið 1599 var það prentað í London ásamt enskri þýðingu í rit- safni, sem kennt var við Richard Hakluyt. Eftir það birtist það oft, eða kaflar úr því, á prenti í útlöndum. ,Anatome Blefkeniana“ Næsta svarrit séra Arngríms var „Anatome Blefkeniana". Var það svo til komið að árið 1607 kom út í Ley- den óhróðursrit um ísland eftir mann, sem nefndi sig Dithmar Blefken og hefur gerst allfrægur í ís- landssögunni fyrir vikið. Kom rit hans fyrst út á latínu, en síðar á öðr- um tungum. Svarrit Arngríms kom út á Hólum 1612, en ári síðar í Hamborg. Hrek- ur hann þar Iið fyrir lið það siðleysi, sem Blefken hafði borið á fsltnd- inga, og aðrar villur. Er þetta langt mál og hefur að geyma kafla um sögu landsins og þjóð ásamt landlýs- ingu. Oft kom Anatome Blefkeniana út síðar, bæði á latínu (en á þeirri tungu var það samið og prentað fyrst) og eins í þýðingum á ensku, hollensku og þýsku og það oftsinnis. Stuðlaði það mjög að því að leiðrétta hugmyndir manna um ísland og ís- lendinga. Samt sem áður eimdi lengi eftir af

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.