Tíminn - 13.10.1990, Page 2

Tíminn - 13.10.1990, Page 2
10 HELGIN Laugardagur 13. október 1990 MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkir til háskólanáms í Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi 1. Norsk stjórnvöld bjóöa fram styrk handa íslenskum stúdent eða kandídat til háskólanáms í Noregi námsárið 1991-92. Styrktímabilið er níu mánuðir frá 1. september 1991. Til greina kemur að skipta styrknum ef henta þykir. Styrkurinn nemur um 5.100 n.kr. á mánuði. Umsækjendur skulu vera yngri en 35 ára og hafa stundað háskólanám í a.m.k. 2 ár. 2. Sænsk stjórnvöld bjóða fram nokkra styrki handa erlendum námsmönnum til að stunda nám í Svíþjóð námsárið 1991-92. Styrkir þessir eru boðnir fram í mörgum löndum og eru öðru fremur ætlaðir til náms sem eingöngu er unnt að leggja stund á í Svíþjóð. Styrkfjár- hæðin er 5.760 s.kr. á mánuði námsárið, þ.e. í 9 mánuði. Til greina kemur að styrkur verði veittur í allt að þrjú ár. 3. Þýska sendiráðið í Reykjavík hefur tilkynnt íslenskum stjórnvöldum að boðnir séu fram eftirtaldir styrkir handa Islendingum til náms og rannsóknastarfa í Þýskalandi á námsárinu 1991-92: a) Fjórir styrkir til háskólanáms. Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi. b) Nokkrir styrkir til að sækja þýskunámskeið sumarið 1991. Umsækjendur skulu vera komnir nokkuð áleiðis í háskólanámi og leggja stund á nám í öðrum greinum en þýsku. Einnig þurfa þeir að hafa góða undirstöðukunnáttu í þýskri tungu. c) Nokkrir styrkir til vísindamanna til námsdvalar og rannsóknastarfa um allt að fjögurra mánaða skeið. Nánari upplýsingar um styrkina fást í menntamálaráðuneyt- inu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Umsóknir um sænsku styrkina skulu sendar til Svenska Institutet, box 7434, S-103 91 Stockholm, og lætur sú stofnun i té tilskilin umsóknareyðublöð fram til 1. desember nk. Sérstök eyðublöð um aðra ofangreinda styrki fást í mennta- málaráðuneytinu og skal skila umsóknum þangað, fyrir 15. nóvember um þýsku styrkina, en 1. desember um norska styrkinn. Menntamálaráðuneytið, 11. október 1990. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39-108 Reykjavík - Sími 678500 Tilsjónarmenn 2 tilsjónarmenn óskast til starfa. Um er að ræða samstarfsverkefni með tveim ungum stúlkum. Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun eða stundi nám á uppeldis- eðafélagssviði. Æskilegur aldur 20-30 ára. Nánari upplýsingargefur Þóra Kempfélagsráðgjafi í síma 74544. Félagsráðgjafi Óskum eftir félagsráðgjafa í 100% starf til afleys- inga í 8 mánuði í hverfaskrifstofu fjölskyldudeildar í Álfabakka 12. Verkefnin eru á sviði barnaverndarmála og stuðn- ingur við einstaklinga og fjölskyldur. Upplýsingar gefur Auður Matthíasdóttir yfirfélags- ráðgjafi í síma 74544. Umsóknarfrestur er til 23. október nk. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á umsóknar- eyðublöðum sem þar fást. Útboð Smíði fjölplóga %'WM Sm m Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í smíði allt f að sjö fjölplóga á veghefla. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins, Borgartúni 5 (aðalgjaldkera), Reykjavík, frá og með 16. þ.m. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þann 5. nóvember 1990. Vegamálastjóri. KYNDILBERI kenningum Blefkens. T.d. má nefna að 1825 var ágrip af riti hans birt í merku, dönsku tímariti. Reis þá upp Finnur Magnússon prófessor til andsvara í sama tímariti. Meira að segja hafa á 20. öld fundist fræði- menn, sem lögðu trúnað á það er Blefken ritaði. Kom út árið 1905 í norska sagnfræðiritinu „Historisk Tidsskrift" smáritgerð eftir Daniel nokkurn Thrap, er var tillag til sögu Hans Egedes. Þar er vitnað til bókar Blefkens með þeim ummælum að allt rit hans virðist öruggt og lýsing hans á íslandi laus við ýkjur. Síðasta ádeilurit Arngríms er „Epi- stola pro patria defensoria" og er það prentað í Hamborg 1618. Átti hann þar í höggi við prest einn, Dav- íð Fabricius, sem nokkuð er kunnur af stjörnuathugunum sínum. Rit prests þessa kom út 1616 á þýsku (Van Island und Grönland). Er það að mestu uppsuða úr bók Blefkens og undarlegt að jafnmerkur maður sem Fabricius skuli hafa fest trúnað á ummæli slíks rits. Veitist séra Arn- grímur þar einkum að ummælum Fabriciusar um siðmenningu lands- manna, drykkjuskap og fleira. „Crymogæa“ Þessi rit Arngríms lærða, sem nefnd hafa verið, eru öll ádeiiurit. Af sjálfstæðum fræðiritum hans verð- ur fyrst fyrir hendi „Crymogæa", all- mikil bók í hálfarkarbroti. Var það lengi merkasta rit sem á prenti birt- ist um ísland. Það kom út í Ham- borg 1609 og aftur á sama stað 1610 og 1614. Þá var ágrip ritsins prentað í London 1625 og fleiri þýðingar og ágrip mætti nefna. Efnið er landslýs- ing, saga landsins, menning, stjórn- hættir, ævisögur merkra manna og í síðasta þættinum saga þjóðarinnar á síðari tímum. Næst er að nefna „Specimen Is- landiae historicum et magna ex parte chorgraphicum", en þessi bók kom út í Amsterdam 1643. Þó hlýtur hún að vera samin nokkrum árum áður, því 1633 sendi séra Arngrímur Óla Worm fyrsta handritið. Er það rit svipaðs efnis og Crymogæa. Þarna er rætt um fund íslands og landnámsmenn, í því skyni að sýna fram á að landið var óbyggt, þegar Ingólfur Arnarson festi hér byggð. Þá hrekur hann páfabréf og keisara- bréf sem nefna ísland og dagsett eru löngu áður en landið byggðist. Rannsóknir sérfróðra höfunda síðari tíma staðfesta ummæli Arngríms, en þau sýna að ártölin hafa komið fram við endurnýjun skjalanna er höfðu máðst við tíðar sendingar. Hefur þá verið fyllt í eyðurnar eftir því sem líklegast þótti. Þá samdi séra Arngrímur rit um Grænland á latínu, en það var aldrei prentað á því máli. íslensk þýðing þess eftir Einar sýslumann Eyjólfs- son var prentuð í Skálholti 1688. Hefur ritið að geyma lýsingu Græn- lands að fornu. Þjóðemiskennd og hjáfræði Þá er að líta á hvað Arngrímur hef- ur lagt til rannsókna á sögu Dana og annarra Norðurlandaþjóða. Hefur hann lagt fram drjúgan skerf í þessu efni, bæði í prentuðum ritum sínum og bréfum. Uti um heim höfðu menn lengi un- að við frásagnir í árbókasniði (krönikur). Þetta breyttist á forn- menntaöld, þegar menn almennt tóku að kynnast grískum og latnesk- um sagnaritum. Þá tóku menn að vanda framsetninguna, tömdu sér ritsnilld og kepptu að því að leiða fram menn og atburði sem á leik- sviði væri, enda var sagnaritun þá og lengi síðan talin til skáldmennta og lista. Jafnframt þessu gætti þó þeirr- ar stefnu að spyrja hvaða not mætti hafa af söguefninu, almennt eða sér- staklega, ef t.d. var um að ræða stjórnmál eða hermál. Sú stefna leit Þorlákur Skúlason. Sagt er aö þaö hafi veríð fýrír slysni að hann varð biskup en ekki Amgrímur. á tengsl atburða, orsakir og afleið- ingar. En jafnframt viðreisn fornmennt- anna vaknaði og þjóðerniskenndin og henni fylgdu kröfur um frásagnir frá fyrri tíð. En þar voru víða miklir örðugleikar fyrir hendi. Með sum- um þjóðum varð þeirra lítt vart, því til voru efnismiklir sagnabálkar, svo sem hið mikla sögurit Saxa með Dönum. Þegar svo stóð á var rithöf- undunum ekki ýkja torvelt að sam- eina boðorðin um listfengi og gagn- semi. En er heimildirnar þraut lentu menn í mesta öngþveiti. Rækt manna við þjóðernið dró suma út í mestu ófærur. Á þetta einkum við þá Séra Arn- grímur hafði mikil áhrif á lærða menn utanlands og innan og má þó segja að þeirra gæti mest út á við. er vildu sinna frumsögu þjóða sinna. Beittu menn þá oft hinum fá- ránlegustu aðferðum, þyrluðu upp myrku moldviðri, skældu nöfn og staðanöfn úr fornritunum og tengdu saman, allt eftir þeirri niður- stöðu er menn vildu komast að. Með Norðurlandaþjóðum gætir nokkuð slíkra fræðimanna. Kunn- astir eru Niels Pedersen (d. 1579) og Kláus Christoffersen Lyskander. Hann var sagnaritari Danakonungs og hélt fram og fullkomnaði kenn- ingar þess fyrrnefnda í riti sínu, sem út kom 1622 og hefur að geyma sögu Dana frá sköpun heimsins. Ni- els Pedersen bjó beinlínis til ættar- tölu Jóta (og Dana) frá Gómor, syni Nóa. Með Svíum innti svipað starf af höndum Johannes Magnus, erki- biskup í Uppsölum (d. 1544). Til marks um hégómaskap manna í þessum efnum eru viðbrögð Pont- anusar nokkurs (sem var af þessum skóla) þegar hann fékk andsvör Arn- gríms lærða gegn kenningu sinni um það að ísland væri Thule. Þá vakti það mesta furðu hans að Arn- grímur skyldi vilja hafa af þjóð sinni þá dýrð sem stæði af því að þetta nafn veitti henni langa fornöld. Um sannindin hirti hann minna. Ljósið frá íslandi Samhliða þessu verður og vart skynsamlegri stefnu með höfundum Norðurlandaþjóða — þeirrar að sinna einungis þeim tímabilum, sem unnt var að hafa tök á eða heimildir voru um. Meðal Norður- landaþjóða voru Danir nokkurn veg- inn veí staddir að þessu leyti vegna sagnabálks Saxa og fleiri rita. Til þessara höfunda má telja fyrst og fremst Andrés Sörensen Vedel (d. 1616). Nokkuð sér stendur Arild Huitfeldt (d. 1609). Hann notar flestum fremur bréf, gerninga og skjöl. Nú þótti einkum bera vel í veiði er fræðimenn með Norðurlandaþjóð- um komust að því að til voru á ís- lensku rit um fornsögu þeirra. Voru það einkum konungasögur Snorra Sturlusonar í þýðingum Norð- manna. Voru til þýðingar eða ná- kvæm ágrip konungasagna Snorra eftir lögmennina Laurentius Han- sen og Mattías Störsen og var hin síðari birt á prenti í Kaupmanna- höfn 1594. En einkum er hér við að geta þýðingar konungasagnanna eftir Pétur Clausen Friis, prest í Un- dal (d. 1614). Gekk hún manna í millum í eftirritum, uns Óli Worm birti hana á prenti 1633. Kynnin af þýðingum þessum vísuðu dönskum fræðimönnum til íslands til meiri aðfanga í þessari grein. Konunga- sögur Snorra koma ekki mjög við sögu Dana. En þó er þar ýmislegt sem ekki finnst í sagnabálki Saxa. Bráðlega skyldi og meira koma frá íslandi, sem í ýmsum atriðum rakst á frásagnir Saxa. Af þessu mega menn sjá það að af hinni suðrænu fornmenntastefnu leiddi með Norðurlandaþjóðum einskonar norræna fornmennta- stefnu, ef svo mætti segja. Norrænir fræðimenn fengu af þýðingum á konungasögum hugboð um það að íslendingar myndu eiga í fórum sín- um forn rit, sem mikils væru verð í rannsóknum á hinni fornu sögu þjóðanna. Þetta hugboð varð að ör- uggleika, er menn tóku að kynnast ritum Arngríms lærða. Lærimeistari fornfræðinganna Þegar Arngrímur var utanlands veturinn 1592-93 kynntist hann ýmsum fyrirmönnum Dana. Frá þeim tíma hlýtur að vera íslensk þýðing eftir hann á Jómsvíkinga- sögu. Enn fremur ýmsar latneskar þýðingar hans úr fornritum, bisk- uparaðir, norskt konungatal og ágrip úr fornritum. Allt komst þetta

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.