Tíminn - 13.10.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.10.1990, Blaðsíða 3
4."' I ■« ' '1 I '» i Laugardagur13. október 1990 HELGIN 3i 11 í hendur Andrésar Vedels, sem að of- an er getið. Enn ber hér til að nefna Jón Jakobsson Venusinus (þ.e. úr Hveðn), er þá var prestur og síðar prófessor, og Niels Krag, sem síðar varð sagnaritari konungs. Höfðu þeir báðir bréfaviðskipti við Arn- grím síðar og ráðfærðu sig við hann um söguleg efni. Allt þetta leiddi til þess að konung- ur eða ríkisstjórarnir lögðu svo fyrir í bréfi frá 17. apríl 1596 að allir ís- lendingar, hverrar stéttar sem væru, skyldu góðfúslega ljá Arngrími ágrip, eftirrit eða skýrslur um öll þau skjöl, sem að notum gætu kom- ið við Danasögu þá, er Krag hafði í smíðum. Jafnframt var Arngrími boðið af ríkisstjórunum að safna skjölum þessum og handritum. Skyldi hann gera sér hið mesta far um að leita til allra þeirra, er hann fái spurnir um að eigi slík rit á ís- landi, þýða þau síðan á dönsku og senda Krag. Samtímis skrifaði Krag Arngrími og skýrir nánar hvernig hann óski að unnið sé að verkinu. Finnur hann það að ágripi því er prentað var af konungasögum Snorra 1594 að það sé of stutt, einkum upphafið, þar sem ræðir um uppruna Norður- landaþjóða og bústaðaskipti. Væntir hann nánari skýrslna um þetta, um konunga hina fýrri, um sögu Hjalt- lands og Orkneyjajarla, en framar öllu öðru allt er varði sögu Dana. Svar Arngríms við þessu er að finna í formála að öllum ritunum sem hann sendi honum og dagsettur er að Hólum 24. júlí 1597. Frumrit handritanna brann í brunanum mikla í Kaupmannahöfn 1728. En eftirrit hefur varðveist og hefur það að geyma fjögur sagnfræðirit og tvö af þeim mikil að vöxtum — sögu Dana og Norðmanna. Minni eru rit- in um sögu Svía og Orkneyja. Þetta er ekki þýðing einstakra sagna, eins og Krag hafði gert ráð fyrir, heldur saga fyrri alda þessara landa, steypt saman úr fornritunum. Einkenni þessara ritsmíða Arn- gríms eru þau að hann styðst ein- göngu við íslenskar heimildir, forn- ritin. Allt er þetta á latínu. Dana- sagan er rakin eftir Knytlingasögu, Hervararsögu, sögubroti af fornkon- ungum og þætti af Ragnarssonum. Einnig hefur hann haft fyrir sér sögu af Danakonungum, Skjöld- ungasögu, sem nú er glötuð. Þetta rit Arngríms og önnur komu að not- um bæði Óla Worm og Stephaníusi í rannsóknum þeirra á Danasögu Saxa. Mestur frægðarmaður um aldabil Séra Amgrímur hafði mikil áhrif á lærða menn utanlands og innan og má þó segja að þeirra gæti mest út á við. Má hér einkum nefna til Óla Worm, sem í rauninni má telja læri- svein Arngríms, þótt þeir hittust aldrei, enda nefnir Worm sig svo á einum stað. Bréfaskriftir miklar voru þeirra í milli og er sumt af því Guðbrandur Þortáksson, biskup. Amgrímur var hans hægrí hönd og hjálparhella. prentað en annað óprentað. Og að öðru leyti voru hin prentuðu rit séra Arngríms mikill leiðarvísir Óla Worm, sem var hinn mesti afkasta- maður sinnar samtíðar með Dönum í fomum fræðum. Hér hefur stuttlega verið getið um fræðirit Amgríms. Öll urðu þau til af þjóðrækni og er ekki til fegurra vitni ræktarsemi frá hans dögum en við- Ieitni hans til að þvo lygar af þjóð sinni. Er óvíst hvemig umhorfs væri í útlendum ritum síðustu alda að því er varðar ísland og lýsingu þess, ef Arngríms hefði ekki notið við — þótt ekki megnaði hann að kveða niður að fullu missagnir um þjóð sína. Varð hann frægur maður meðal ann- arra þjóða, kannske frægastur þeirra fslendinga sem uppi vom frá fornöld og allar götur fram á 19. öld. Finnst ekki annars samlanda hans jafn víða getið í ritum víðs vegar um lönd á 17.-19. öld. Mestum árangri náði hann við að kynna bókmenntir þjóðar sinar. Var hann slíkur að til starfa hans má rekja ástundan þeirra fræða með öðrum þjóðum og má segja að sú ástundan hafi og að nokkm leitt til viðreisnar bókmenntastarfs á Norð- urlöndum yfirleitt. Með þjóðrækni sinni og vandlætingu má telja að hann hafi gerst höfundur fræði- greinar, sem síðan breiddist út um öll germönsk lönd. Næstu höfund- arnir í þessari grein, þeir Óli Worm og Resen með Dönum, Þormóður Torfason með íslendingum, Rudbeck og Verelius með Svíum o.s.frv., eru réttilega taldir lærisveinar Arngríms hins lærða. „Kappkostum aö þjóna hljóð* færaleikurum og tónskólum“ — segir Andrés Helgason tónlistarkennari sem opnað hefur „Tónastöðina“ að Óðinsgötu 7, en fyrirtækið hefur m.a. fengið umboð fyrir Boosey & Hawkes í London að velja nótur eftir listum eingöngu, því oft reynist ekki nema hluti af því sem keypt er henta. Þetta hafa menn kunnað að meta og ég vona að svo verði í auknum mæli. Jú, þetta kost- ar mikla fyrirhöfn, því aðeins píanó- verk á lager hjá mér nú þegar eru 8- 900 talsins." En hvað um hljóðfæraverslunina? „Ég einskorða mig við strengja- og blásturshljóðfæri og hef umboð fyrir mjög virt fyrirtæki, svo sem Boosey & Hawkes. Við þá og fleiri framleið- endur hef ég náð mjög hagstæðum samningum, enda hef ég fengið mik- ið af pöntunum frá t.d. Færeyjum og Norðurlöndum öðrum, vegna þess hve verðið er lágt — það lægsta í Evrópu. Raunar er það svo að verð á hljóðfærum er almennt lágt hérlend- is nú, svo það er að fara yfir lækinn að sækja vatn að kaupa þau erlendis. Snemma á þessu ári hófu hjónin Andrés Helgason og Hrönn Harð- ardóttir rekstur nýrrar hljóðfæra- og tónverkaverslunar að Óðins- götu 7 í Reylgavík og heitir hún „Tónastöðin“. Markmiðið er eink- um að þjóna þörfum íslenskra tónlistarkennara og tónlistarskóla. Á dögunum var í heimsókn hjá „Tónastöðinni" fulltrúi hinna heims- þekktu bresku hljóðfærasmiða og nótnaútgefenda Boosey & Hawkes í London og af því tilefni áttum við spjall við Andrés og gest hans, Lynd- on A. Chapman markaðsstjóra. Andr- és er tónlistarkennari að mennt og við spyrjum hann um aðdraganda þess að hann sneri sér að verslunar- rekstri. Mikil eftirspum handan Flóans „Ég fór fyrst að hugsa um þetta þeg- ar ég var við kennslu í Færeyjum, en þar kenndi ég í þrjú ár og kynntist hljóðfæraleikurum frá ýmsum lönd- um,“ segir Andrés. „Ég fann þá hve fyrirhafnarsamt það var fýrir tónlist- armenn hér að útvega sér sitthvað er til hljóðfæraleiks þarf og þá ekki síst nótnaefni og langaði til að bæta úr þessu. Ég hefverið tónlistarkennari á Akranesi í þrettán ár, enda er ég inn- fæddur Akurnesingur, og þar hóf ég þessa verslun í smáum stíl sem póst- verslun fyrir þremur og hálfu ári. En ég fann fljótt að það var afar mikil eft- irspurn eftir þessari þjónustu handan Flóans í Reykjavík. Varð það til þess að ég réðst í það í janúar sl. að flytja „Tónastöðina" og opna verslun hér.“ Þú miðar einkum að þjónustu við tónlistarskóla? „Já, það er rétt og þeir versla líka mikið við mig. Ég einskorða mig við blásturs- og strengjahljóðfæri og hef ekkert sinnt rafmagnshljóðfærum, þótt ég sé að færa mig upp á skaftið með tónlistarefni fyrir popp- og dæg- urtónlist. Ég legg mig einnig eftir að bjóða jass-spilurum upp á vandað efnisúrval." Klassiskar nótur álager „En stærsti liðurinn í nótum er þjónustan við kennsluefni og klass- iskt efni. Einnig efni fýrir lúðrasveit- ir. Nú gefst mönnum kostur á að velja úr góðum lager sem ég hef komið mér upp, en allir tónlistar- kennarar þekkja hve bagalegt það er Andrés Helgason tónlistarkennarí (tv.) og Lyndon A. Chapman, markaðsstjóri Boosey & Hawkes í Evrópu, í hinnt nýju verslun „Tónastöðvarinnar". (Ljósmynd G.E.) Hitt er miður, að vegna söluskatts á nótum er erlent tónlistarefni dýrara en skyldi og það er skammsýni að hafa það ekki söluskattslaust, eins og það innlenda. Engin tónlist þrífst ef við kaupum ekki Bach, Beethoven og aðra stórmeistara áfram, svo nauð- synin er óumdeilanleg í menningar- legu tilliti. Þetta er lítill liður, en munar t.d. mig og tónlistarfólk í Iandinu miklu.“ Gamalfrægir hljóðfærasmiðir Lyndon A. Chapman er yfirmaður markaðssvæðis Boosey & Hawkes í Evrópu og er þó aðeins 31 árs að aldri. Þetta er önnur heimsókn hans hingað til lands. Hann er trompet- leikari að mennt og hefur verið með- limur hljómsveita á borð við hljóm- sveit BBC og fleiri, áður en hann tók við þessu starfi árið 1987. Hann kem- ur hingað úr verslunarerindum frá Ítalíu, en var þar áður á ferð í Rotter- dam og í Tokyo, þar sem hann var að kenna heimamönnum breska blást- urstækni á trompet. „Við vonumst til að geta aukið fjölda viðskiptamanna okkar hér enn frek- ar,“ segir hr. Chapman, „og munum stuðla að því með góðri þjónustu að svo megi verða. Ég geri ráð fyrir að íslenskir blásturshljóðfæraleikarar þekki framleiðslu okkar vel, en Boos- ey & Hawkes og Besson hafa staðið í fremstu röð frá því fyrir aldamót um alla Evrópu. Einnig fleiri merki sem eru gömul og heyra nú undir fyrir- tækið, eins og Buffet-klarinett, Schreiber-fagott og Paesold- strengjahljóðfæri. Þetta eru allt mjög virt framleiðslumerki. Nótnaútgáfa okkar er líka viðamikil og stendur á gömlum merg. Jú, eftirspurnin hjá Boosey & Hawkes er mikil og stund- um nokkur afgreiðslufrestur. Við gerum ráð fyrir að eftirspurnin auk- ist enn þegar A-Evrópuríki fara að leita til okkar í auknum mæli. En við hyggjumst verða undir það búnir og ég get fullvissað menn um að það mun ekki koma niður á þjónust- unni.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.