Tíminn - 13.10.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.10.1990, Blaðsíða 4
a m W HELGIN Laugardagur 13. október 1990 Frá brúðkaupi John David Eaton og Signýjar Stephenson. Við hlið brúðarínnar er Anna Stephenson, systir Signýjar, og annar frá vinstri er Haraldur Stephenson, bróðir hennar. Afkomendur Friðriks Stefánssonar, fyrrverandi alþingismanns Skagfirðinga, og Guðríðar Gísladóttur hafa gert það gott í Kanada: Fjórir vestur-íslenskir bræður meðal 100 ríkustu manna í heimi A RIÐ 1876 fór Guðríður Gísladóttir úr Skagafirði af landi brott með skipinu Verona áleiðis til Kanada. Með í för var sonur hennar, Friðrik Friðriksson átta ára gamall. Afkomendur Friðriks eru í dag meðal 100 ríkustu manna í heimi. Guðríður Gísladóttir var fædd 8. febrúar 1839, dóttir Gísla Ólafssonar, bónda í Húsey, og konu hans Rann- veigar Sigfúsdóttur. Guðríður giftist árið 1862 Friðriki Stefánssyni, ættuðum úr Viðvíkursveit. Friðrik og Guð- ríður hófu árið 1863 búskap í Ytra-Vallholti í Vallhólma. Hjónaband þeirra varð ekki hamingjuríkt. Þau skildu og Guðríður gerðist ráðskona hjá Jóhanni 0. Briem, bónda á Völlum í Seyluhreppi. Friðrik kvæntist aftur Hallfríði Björnsdóttur og átti með henni nokkur börn. Forfaðirinn sat á Alþingi fyrir Skagfirðinga Friðrik Stefánsson var góður bú- maður og gegndi mörgum trúnað- arstörfum fyrir sveit sína. Á árunum 1878-1892 sat hann á Alþingi fyrir Skagfirðinga. Síðast bjó hann á Svaðastöðum og dó þar 1917. Dóttir Friðriks og Guðríðar, Sigur- björg, ólst upp með föður sínum og giftist síðar Sigmundi Jóhannessyni frá Húsabakka í Skagafirði. Þau fluttu skömmu eftir giftinguna til Ameríku. Þau eiga marga afkom- endur vestra. Friðrik, sonur Friðriks og Guðríð- ar, tók sér nafnið Fred Stephenson. Hann kvæntist árið 1898 Önnu Jónsdóttur. Foreldrar hennar voru Jón Magnússon frá Meðalvöllum í N-Þingeyjarsýslu og Stefanía Jóns- dóttir frá Skeggjastöðum á Jökuldal. Anna var fædd í Kanada. Fred Steph- enson nam prentiðn og starfaði um alllangt skeið hjá dagblöðum í Winnipeg. Á miðjum aldri gerðist Friðrik prentsmiðjustjóri og síðar framkvæmdastjóri Columbia Press Ltd. Hann keypti síðan fyrirtækið árið 1934. Signý giftist milljónamæringi Börn þeirra Friðriks og Önnu voru Edwin Friðrik, Þóra, Haraldur, Anna, Sighý og Thor. Hér verður einkum fjallað um Signýju. Hún þótti snemma „fríðleiks stúlka, prýðilega vel gefin, prúð og hæversk í allri framkomu," eins og segir um hana í blaðagrein árið 1933. Með námi í Daniel Mclntyre skólanum starfaði Signý við afgreiðslu Lög- bergs, en það blað var annað tveggja sem Vestur-íslendingar gáfu út í Kanada. Að loknu námi í þeim skóla hóf hún nám í Manitoba háskólan- um. Þar kynntist hún ungum manni, John David Eaton, en hann var sonur sir John Eaton, forseta Eatons verslunarfélagsins. Sir Eaton var af enska aðlinum og vægast sagt mjög vel efnaður. Signý og John Eaton giftu sig 9. ág- úst 1933. Frá brúðkaupinu var sagt í Lögbergi nokkrum dögum síðar. Þar segir m.a. að brúðurin hafi ekki far- ið dult með þjóðerni sitt, því að höf- uðbúnaður hennar hafi verið ís- lenskur. Við athöfnina söng frú Sig- FRYSTIKISTUR SPÁÐU í VERÐIÐ SPÁÐU í VERÐIÐ SPÁÐU í VERÐIÐ ísa íði 230 395 342 389 4S9 887 lítra kr. lítra kr. lítra kr. lítra kr. lítra kr, lítra fcr. lítra kr. lítra fcr. 31.8BO,- * 34.990,- 38.730,- 41.188,- 43.360,- 48.870,- 48.710,- 62.460,- HEIMILISKAUP HF * Öll verð miðast við staðgrelðslu HEIMIUSTÆKJADEILD FALKAMS SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670. Innrabyrði úr hömruðu áli Lok með ljósi, læsingu, jafn- vægisgormum og plastklætt Djúpfrystihólf Viðvörunarljós Kælistilling Körfur Botninn er auðvitað frysti flötur ásamt veggjum "**"**

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.