Tíminn - 13.10.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.10.1990, Blaðsíða 5
12 HELGIN Laugardagur 13. október 1990 Frá brúðkaupi John David Eaton og Signýjar Stephenson. Við hlið brúðarínnar er Anna Stephenson, systir Signýjar, og annar frá vinstrí er Haraldur Stephenson, bróðir hennar. Afkomendur Friðriks Stefánssonar, fyrrverandi alþingismanns Skagfirðinga, og Guðríðar Gísladóttur hafa gert það gott í Kanada: Fjórir vestuM'slenskir bræður meðal 100 ríkustu manna í heimi í IRIÐ 1876 fór Guðríður Gísladóttir úr Skagafirði af landi brott með skipinu Verona áleiðis til Kanada. 1 1 Með í för var sonur hennar, Friðrik Friðriksson átta ára gamall. Afkomendur Fríðriks eru í dag meðal 100 ríkustu manna í heimi. Guðríður Gísladóttir var fædd 8. febrúar 1839, dóttir Gísla Ólafssonar, bónda í Húsey, og konu hans Rann- veigar Sigfúsdóttur. Guðríður giftist áríð 1862 Friðriki Stefánssyni, ættuðum úr Viðvíkursveit. Friðrik og Guð- ríður hófu árið 1863 búskap í Ytra-Vallholti í Vallnólma. Hjónaband þeirra varð ekki hamingjuríkt. Þau skildu og Guðríður gerðist ráðskona hjá Jóhanni Ó. Bríem, bónda á Völlum í Seyluhreppi. Friðrik kvæntist aftur Hallfríði Bjömsdóttur og átti með henni nokkur böm. Forfaðirinn sat á Alþingi fyrir Skagfirðinga Friðrik Stefansson var góður bú- maður og gegndi mörgum trúnað- arstörfum fyrir sveit sína. Á árunum 1878-1892 sat hann á Alþingi fyrir Skagfirðinga. Síðast bjó hann á Svaðastöðum og dó þar 1917. Dóttir Friðriks og Guðríðar, Sigur- björg, ólst upp með föður sínum og giftist síðar Sigmundi Jóhannessyni frá Húsabakka í Skagafirði. Þau fluttu skömmu eftir giftinguna til Ameríku. Þau eiga marga afkom- endur vestra. Friðrik, sonur Friðriks og Guðríð- ar, tók sér nafnið Fred Stephenson. Hann kvæntist árið 1898 Önnu Jónsdóttur. Foreldrar hennar voru Jón Magnússon frá Meðalvöllum í N-Þingeyjarsýslu og Stefanía Jóns- dóttir frá Skeggjastöðum á Jökuldal. Anna var fædd í Kanada. Fred Steph- enson nam prentiðn og starfaði um alllangt skeið hjá dagblöðum í Winnipeg. Á miðjum aldri gerðist Friðrik prentsmiðjustjóri og síðar framkvæmdastjóri Columbia Press Ltd. Hann keypti síðan fyrirtækið árið 1934. Signý giftist milljónamæríngi Börn þeirra Friðriks og Önnu voru Edwin Friðrik, Þóra, Haraldur, Anna, Signý og Thor. Hér verður einkum fjallað um Signýju. Hún þótti snemma „fríðleiks stúlka, prýðilega vel gefin, prúð og hæversk í allri framkomu," eins og segir um hana í blaðagrein árið 1933. Með námi í Daniel Mclntyre skólanum starfaði Signý við afgreiðslu Lög- bergs, en það blað var annað tveggja sem Vestur-íslendingar gáfu út í Kanada. Að loknu námi í þeim skóla hóf hún nám í Manitoba háskólan- um. Þar kynntist hún ungum manni, John David Eaton, en hann var sonur sir John Eaton, forseta Eatons verslunarfélagsins. Sir Eaton var af enska aðlinum og vægast sagt mjög vel efnaður. Signý og John Eaton giftu sig 9. ág- úst 1933. Frá brúðkaupinu var sagt í Lögbergi nokkrum dögum síðar. Þar segir m.a. að brúðurin hafi ekki far- iö dult með þjóðerni sitt, því að höf- uðbúnaður hennar hafi verið ís- lenskur. Við athöfnina söng frú Sig- FRYSTIKISTUR SPAÐU I VERÐIÐ SPÁÐU í VERÐIÐ SPÁÐU í VERÐIÐ 152 lítra kr. 31.950,- * 101 litra kr. 34.000,* 230 litra kr. 38.730,* 208 lítra kr. 41.108,- 342 lítra kr.43.360,- 300 litra kr. 48.870,- 480 litra kr. 40.710,- 887 litra kr. 62.480,- HEIMILISKAUP HF * HEIM1LISTÆK JADEILD FALKANS • * öll verö miöast viö staögreiöslu SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670. Innrabyrði úr hömruðu áli Lok með ljósi, læsingu, jafn- vægisgormum og plastklætt Djúpfrystihólf Viðvörunarljós Kæhstilling Körfur Botninn er auðvitað frysti- flötur ásamt veggjum Laugardagur 13. október 1990 HELGIN 4i 13 ríður Olson lögin „Ég elska þig“ eft- ir Grieg og „Þú ert bláa blómið" eft- ir Schumann, en það lag söng hún á íslensku. Við athöfnina blöktu fánar Bretlands og íslands. Fyrir brúðkaupið fóru Signý og til- vonandi tengdamóðir hennar í ferð til Bretlands og fleiri landa í Evrópu. Þær gengu m.a. fyrir bresku kon- ungshjónin. Frá þessu er sagt í Lög- bergi og þess getið að öllum líkind- um sé Signý fyrsta íslenska konan sem gengið hafi á fund Bretakon- ungs. Signý Eaton kom til íslands árið 1948 SijJný og Anna móðir hennar komu til Islands sumarið 1948 og dvöldust hér í tvær vikur. Ferðuðust þær mæðgur þá m.a. til Skagafjarðar. Morgunblaðið birti frétt um komu Signýjar og Önnu til Reykjavíkur. Þar dásamar Signý landið og spyr hvernig nokkrum hafi getað dottið í hug að skíra landið ísland „Hér er enginn ís sjáanlegur — en grasið ótrúlega grænt og blómin í öllum regnbogans litum." Þó að mæðgurnar hefðu aldrei komið áður til íslands töluðu þær ágæta íslensku. „Ég lærði íslensku áður en ég lærði ensku,“ sagði Sig- ný. „Mér var innrætt það sem barni að ég væri íslendingur og þyrfti ekki að bera kinnroða fyrir það og það loðir undarlega lengi við margt af því sem maður lærði í æsku. Móðir mín talaði svo oft um ísland, nærri því eins og hún væri hér fædd og uppalin. Og sennilega hefur hún komið hingað oft, í huganum." Jón, Friðrik, Thor og Georg meðal 100 ríkustu manna í heimi Signý og John Eaton eignuðust fjóra syni: Jón (John Craig), Friðrik Stefán (Fredrik Stefan), Þór (Thor Edgar) og George Ross. Það eru þessir bræður sem sameiginlega eru á lista yfir 100 ríkustu menn í heimi, en hann birtist í septemberhefti mánaðarritsins Fortune. Svo er að sjá sem auður þeirra bræðra sé heldur að aukast því tekið er fram að þeir séu nýir á listanum. Tálið er að þeir eigi sameiginlega um 1,9 milljarða bandaríkjadollara, en það eru um 107 milljarðar fs- Ienskra króna. Þess má geta að fjár- lög íslenska ríkisins fyrir árið 1990 Signý Stephenson Eaton þótti sérstaklega falleg stúlka. losa 90 milljarða. Eaton verslunarkeðjan á um 100 stórmarkaði sem staðsettir eru í flestum stærstu borgum Kanada. Kringlan í Reykjavík virkar eins og lítil hverfaverslun í samanbúrði við stærstu Eaton stórmarkaðina. f Tor- onto er heil gata sem er undirlögð af Eaton verslunum. Þá eiga þeir meirihluta í Barton sjónvarpsstöð- inni, en hún er stærsta sjónvarps- stöð í Kanada í eigu einkaaðila. Gerð var tilraun til að ræna einni dóttur Eaton bræðranna fyrir fáein- um árum. Sú tilraun mistókst, en síðan hefur fjölskyldan öll verið mjög vör um sig. Hún býr nú í glæsihúsum í Toronto. Signý hefur styrkt íslenskudeild Winnipeg háskóla Haraldur Bessason, rektor á Akur- eyri, bjó í mörg ár í Kanada og kann- ast við Eaton fjölskylduna. Hann samdi einu sinni ræðu fyrir Signýju Eaton. Önnur samskipti hefur hann ekki haft við þetta ríka og fræga fólk. „Ég kynntist að vísu Önnu, móður Signýjar, þegar ég kom fyrst til Kan- ada. Hún bjó þá á elliheimili. Það gat enginn sem hana heimsótti merkt að þar færi móðir einnar ríkustu konu í heimi. Hún átti að vísu góðan stól og fína lampa,“ sagði Haraldur þegar Tíminn spurði hann um Ea- ton fjölskylduna. Haraldur sagðist muna vel eftir því þegar Signý Eaton og Anna móðir hennar komu til íslands árið 1948. Hann var þá í vegavinnu í Skaga- firði. „Það var mikið talað um að það væri komin í Skagafjörðinn kaup- mannskona frá Winnipeg. Við strák- arnir héidum að þar færi kona sem yæri gift kaupmönnum líkum þeim ísleifi eða Haraldi Júl. á Króknum. Hún lét ekki meira yfir sér en það.“ Haraldur sagði að Signý væri þekkt fyrir að gefa peninga til styrktrar góðum málefnum. Hún hefur t.d. styrkt íslenskudeild Winnipeg há- skóla. Signý varð ekkja fyrir allmörgum árum. Haraldur sagðist telja að hún hefði skipt sér af stjórn Eaton fyrir- tækisins, einkum eftir að maður hennar lést. Synir hennar hafa þó fyrir allnokkru tekið stjórn fyrirtæk- isins algerlega í sínar hendur. Þeir eru nú á aldrinum 44-52 ára. Tíminn ræddi einnig við Ástu Han- sen, húsfrú á Sauðárkróki, um Ea- ton fjölskylduna. Maður Ástu, Frið- rik Pálmason, er fyrrverandi bóndi á Svaðastöðum og vel þekktur hesta- maður í Skagafirði. Hann og Signý Eaton eru þremenningar, eiga sem sé sameiginlegan afa, Friðrik Stef- ánsson alþingismann. Ásta segist oft fá bréf frá afkomendum Sigurbjarg- ar Friðriksdóttur, föðursystur Sig- nýjar Eaton, en það fólk hefur oft komið til íslands. Hún sagðist hins vegar hafa minni tengsl við afkom- endur Friðriks Friðrikssonar. Ásta mundi vel eftir því þegar Sig- ný Eaton kom til íslands. Hún sagði að Signý hefði talað vel um ísland og íslendinga. Ásta sagði hins vegar að ekki væri víst að hún hefði verið hrifin af öllu sem hún sá á íslandi. Hún kom hingað á erfiðleikatímum. Hörð skömmtun var á öllum nauð- synjum, eitthvað sem Signý hefur ekki þekkt frá Kanada. -EÓ Fríörík Stefánsson, alþlngismaður Skagfirðinga og bóndi á Svaða- stöðum. Haldið ykkur fast / / ÞVIHER KEMUR: D ■ITIA r # KILOIÐ AF GOUDA / / / IKILOAPAKKNINGUM LÆKKAR UM:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.